Morgunblaðið - 11.09.1997, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 11.09.1997, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1997 35 UNNUR BJARNADÓTTIR + Unnur Bjarna- dóttir fæddist á Akureyri 19. febr- úar 1910. Hún lést 4. september síð- astliðinn. Foreldr- ar hennar voru Bjarni Jónsson frá Unnarholti og Sol- veig Einarsdóttir. Systkini Unnar voru Einar, fv. rík- isendurskoðandi og síðast heiðurspró- fessor í ættfræði, Kristín, gift Sig- urði Oddssyni, prentsmiðjustjóra á Akureyri, Guðrún, gift Hauki Helgasyni, fv. bankafulltrúa, María, gift Arnold Hencell, og Guðfinna, gift Birni Ólafs, fv. lögfræðingi Landsbankans og síðar Seðla- bankans. Einar og Kristín eru látin. Útför Unnar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. í dag fer fram útför Unnar Bjarnadóttur, samstarfsmanns míns hjá Olis í 35 ár. Mér er skylt at minnast hennar nú, svo frábær- lega sem hún reyndist mér og öllum samstarfsmönnum okkar þar. Slíks ber að minnast og halda því til haga. Unnur var fædd og upp alin á Akureyri, þar sem faðir hennar, Bjarni Jónsson frá Unnarholti var bankastjóri útibús gamla íslands- banka og síðar Útvegsbankans þar. Móðir hennar var Solveig Einars- dóttir, systir Matthíasar Einarsson- ar, skurðlæknis og yfirlæknis á Landakotsspítala í Reykjavík,. röggsams stjórnanda þess spítala til fjötda ára. Að henni stóð því gott og traust fólk í báðar ættir. Endurskoðendur voru þá ekki á hveiju strái, og bankaeftirlit var innan bankans sjálfs. Sagan segir að Bjarni hafí verið við eftirlit með útibúi bankans á Húsavik, þar sem allt reynist jafnan með felldu. Hann spilaði brids á kvöldin. Þegar Sol- veig hringdi til hans frá Akureyri, og sagði: „Ertu alltaf að vinna, Bjarni minn?“ „Nei,“ svaraði Bjarni, „eg er alltaf að tapa.“ Eftir gagnfræðapróf á Akureyri fór Unnur til náms i verzlunar- fræðum í Þýzkalandi og síðan einnig í Lond- on. Hún vann síðan í nokkur ár hjá Nathan & Olsen í Reykjavík, en 1941 tókst Héðni Valdimarssyni, sem hafði haft spurnir af þessum ágæta starfs- manni, að ráða hana sem einkaritara sinn til Olís eða BP, eins og félagið nefndist al- mennt þá. Þar vann Unnur við hlið Laufeyjar Valdimarsdóttur, systur Héðins, öll stríðsárin þar til Laufey lézt skyndilega í París árið 1945. Eg var ráðinn af Héðni sem að- stoðarmaður hans í júní 1947 og þá hófst farsælt samstarf okkar Unnar. Það var hún, sem skólaði mig í verkunum, eins og hún sjálf- krafa skólaði flesta starfsmenn, sem ráðnir voru til starfa á aðal- skrifstofu félagsins. Þetta þótti sjálfsagt og eðlilegt. Eg minnist þess, að Héðinn hafði keypt upp- runalegan hljóðrita frá The Edison Dictaphone Company, þar sem eins- konar grammófónnál skrifaði á vaxspólur. Héðinn var stundum dálítið óþolinmóður, og komst aldrei upp á lagið við að nota þetta verk- færi. Nú var hann tekinn í notkun við bréfaskriftir. Ekkert var hægt að leiðrétta eða breyta. Við Unnur skrifuðum í nokkur ár yfir 500 bréf á ári út af svonefndum veltuútsvör- um, sem lögð voru á „eftir efnum og ástæðum" af sveitarfélögunum. Eina leiðin var að kæra þetta í gegnum þrjú skattstig, þannig að heildaryfirsýn fengist. Við vorum bæði þreytt á þessu vafstri, en það þreytti líka stjómsýsluna, og lögun- um var breytt. Unnur var frábær starfsmaður, sem fela mátti öll skrifstofustörf. Hún var jafnvíg á ensku, dönsku og þýzku, þótt enska sé hið viður- kennda samskiptamál í olíuviðskipt- um. Hún var svo frábærlega ná- kvæm, að allt sem frá henni kom var rétt, slétt og fellt. Reglusemin var slík, að aldrei glataðist neitt skjal eða bréf, sem henni var falið að geyma. Slíkt starfsfólk er ómet- anlegt í umsvifamiklu pappírsflóði nútímans. Henni gátu allir treyst. Samstarf mitt við hana var ein- stakt, og eg skulda henni miklar þakkir. Árið 1981 töldu synirnir og tengdasynimir í meirihluta stjórnar Olís, að þeirra tími væri kominn til að stjórna. Þeir tóku nú völdin, og mikill hluti eldri starfsmanna á að- alskrifstofu félagsins lét af störfum. Unnur var meðal þeirra. Fimm árum síðar gáfust þeir upp og seldu svo til allt hlutafé félagsins, en kaupandinn græddi um 2 milljarða skattfijálst á þeim viðskiptum. Þetta var ekki aðeins kaup aldarinn- ar, heldur einnig sala aldarinnar. Unnur Bjarnadóttir var gagn- menntuð og fjöllesin kona. Allir, sem hana þekktu, eiga um hana ljúfar minningar. Við Eva sendum systmm Unnar og öðrum vanda- mönnum hennar innilegar samúðar- kveðjur. Önundur Ásgeirsson. Aðrir munu fara með það betur en ég að rekja ættir hennar Unnar frænku og um mannkosti hennar og gæsku væri hægt að fara þús- undum orða, það vita allir sem til hennar þekktu. í minningu lítillar frænku er það stóri svarti síminn sem hringdi svo hátt, allar bækumar, dönsku kross- gátumar, mjúkar kinnarnar, ljúfu orðin, að ógleymdu útlenda namm- inu í umbúðunum sem þú lumaðir alltaf á og laumaðir í lófa, eitthvað sem ég mun aldrei, aldrei gleyma. Þó ég muni ekki oftar senda þér kort frá Ítalíu þá skal ég lofa að senda þér og afa Bjama hugskeyti næst þegar ég fer þangað. Takk fyrir mig, elsku Unnur frænka, þú lifðir lífinu með glans og fórst með glæsileik. Takk fyrir allt. Slokknaði fagurt lista ljós. Snjókólgudaga hriðir harðar til heljar draga blómann jarðar. Fyrst deyr í haga rauðust rós. (Jónas Hallgrimsson) Þín Þorbjörg (Tobba). UNNUR KRISTJÁNSDÓTTIR okkur. Minning þín lifir í hjarta okkar. Við biðjum góðan Guð að varðveita þig. Sigurbjörg, Anna Björk og Sverrir Bergþór. + Unnur Kristj- ánsdóttir fædd- ist á Tindum á Skarðsströnd 20. mars 1944. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 2. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristján Frið- berg Bjarnason, bóndi á Tindum, f. 29.8. 1905, d. 15.4. 1972, og Ragnheið- ur Þorsteinsdóttir, f. 13.7. 1918. Unnur var næstelst 7 al- systkina, en átti auk þess tvö hálfsystkini, Magnús Kristjáns- son, f. 14.8. 1929, og Stefaníu Krisljánsdóttur, f. 8.4. 1933. Alsystkinin eru: Anna, f. 30.5. 1940, Guðbjörg, f. 3.7. 1947, Bjarni, f. 4.5. 1949, Guðrún Júl- íana, f. 5.5. 1949, Þorsteinn Már, f. 1.8. 1955, og Björn, f. 27.11. 1957. Unnur giftist 26.8. 1967 Sig. Sverri Pálssyni, f. 25.4. 1945. Þau slitu samvistir. Þau eignuð- ust 3 börn: 1) Sigur- 6.6. 1965. 2) Anna Björk, f. 22.4. 1971. 3) Sverrir Bergþór, f. 13.2. 1973. Sigurbjörg er gift Gylfa Þór Þór- issyni, og eiga þau einn son, Daníel. Sverrir Bergþór er giftur Gretu Jessen. Unnur ólst upp á Tindum en fluttist 16 ára gömul til Reykjavíkur. Hún útskrifaðist sem sjúkraliði frá Borgarspítalanum 1966. Hún starfaði sem sjúkraliði á sjúkrahúsinu Farsótt 1966- 1967, Borgarspítala 1968-1972, heimahjúkrun Reykjavíkur 1975-1985, Vogi 1985-1987, Skálatúnsheimilinu 1987—1992 og síðast á vistheimili Bláa bands- ins í Víðinesi 1993-1996. Útför Unnar fer fram frá Lágafellskirkju í Mosfellsbæ í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku mamma, það er erfitt að horfast í augu við þá staðreynd að þú ert ekki lengur hjá okkur. Þú sem varst alltaf til staðar þegar eitthvað bjátaði á, alltaf tilbúin að gera allt fyrir okkur og alltaf með góð ráð á reiðum höndum. Baráttu- þrek þitt og góðmennska er aðdáun- arverð en baráttan sem þú háðir var hörð og við vonum að nú hafir þú loksins fundið þann frið sem þú áttir skilið. Þú kenndir okkur margt og viska þín, von og styrkur mun dafna með Ég kynntist Unni, tengdamóður minni, fyrir rúmum 3 árum þegar Sverrir og ég fórum að vera sam- an. Mér varð fljótt ljóst að þarna var á ferð mikil baráttu- og bjart- sýniskona. Hún háði margar erfiðar baráttur og átti oft erfiðar stundir, en hún gafst aldrei upp og hélt allt- af ótrauð áfram. Okkur kom strax mjög vel saman og við gátum spjallað saman um allt milli himins og jarðar. Við fór- um saman í bæjarferðir, leikhús og fleira. Hún lagði mikla rækt við garðinn sinn og það varð venja að við tvær fórum saman á vorin og keyptum sumarblóm. Hún gat því miður ekki verið viðstödd brúðkaup okkar en við fórum til hennar úr veislunni með eina hæð af brúðar- tertunni og það gladdi hana mjög að geta verið með okkur á þessum merka degi i okkar lífi. Hún sagði að um leið og hún hresstist ætlaði hún að koma í heimsókn og skoða allar brúðargjafimar. Við Sverrir erum þakklát fyrir að eiga í minningunni stundirnar sem við áttum með henni föstudag- inn áður en hún lést, þegar við fór- um með hana heim. Þar horfði hún út í garðinn sinn, sem var henni svo mikils virði, í síðasta skipti. Það er huggun að nú hefur hún loksins fengið frið og ég er sannfærð um að henni líður vel þar sem hún er núna. Greta. GUÐMUNDÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR - Guömundina Guðmundsdótt- ir fæddist í Reykja- vík 28. maí 1899. Hún Iést 4. sept- ember siðastliðinn á hjúkrunardeild Hrafnistu í Reykja- vík. Móðir hennar, Sigríður Ólafsdótt- ir, lést þegar hún var nýfædd og fór faðir hennar, Guð- mundar Jóhannes- son, þá með 6 systk- ini hennar til Kanada. Guðmund- ína fór í fóstur til Odds Einars- sonar og Guðrúnar Magnús- dóttur sem bjuggu þá á Kleppi í Reykjavík, en fluttu fljótlega að Kálfakoti í Mosfellssveit og síðan að Þverárkoti á Kjalar- nesi. Guðmundína giftist ung Hirti Jóhannssyni, f. 6.12. 1901, d. 3.3. 1996, frá Drápuhlíð á Snæ- fellsnesi, voru þau gift í 70 ár. Þau eignuðust fjögur börn: Einar Haf- steinn, f. 1925, d. 1995, maki, Guð- björg Guðjónsdótt- ir. Unnur, f. 1928, maki: Jóhann Guð- mundsson. Oddur Rúnar, f. __ 1931, maki Soffía Ágústs- dóttir. Sigrún, f. 1942. Guðmundína og Hjörtur hófu sinn búskap í Þver- árkoti en fluttu 1929 að Vatnsholti í Grímsnesi en þau fluttu síðan til Reykja- víkur árið 1934. Þau eignuðust 39 afkomendur. Guðmundina stundaði húsmóður- og sveita- störf alla tíð. Utför Guðmundínu fer fram frá Áskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Við leiðarlok langar okkur að minnast ömmu okkar er lést eftir skamma legu 4. september sl. í hárri elli. Leið hennar var löng og eigum við margar og ljúfar minningar um hana. Við vorum svo heppnar að hún bjó örstutt frá heimili okkar og var heimavinnandi og alltaf til taks þegar á þurfti að halda. Amma í Stórholti eins og við kölluðum hana var hörkudugleg og traust og orð hennar stóðu eins og stafur á bók. Hún gerði ekki miklar kröfur í lífinu, var sátt við sitt hlut- skipti og tók því sem að höndum bar með æðruleysi. Það skipti hana miklu máli að halda utan um hópinn sinn þar sem hún fór á mis við í æsku að alast upp með foreldrum sínum og systk- inum. Hún missti móður sína þegar hún var nýfædd og flutti þá faðir hennar til Kanada með sex systk- ini, en ömmu var komið fyrir hjá fósturforeldrum, þeim Oddi Einars- syni og Guðrúnu Magnúsdóttur, en hjá þeim ólst hún upp og minntist hún þeirra með hlýhug og sagði að þar hefði sér alltaf liðið vel. Faðir hennar kom til íslands þegar hún var 7 ára og ætlaði að sækja hana en þá vildi hún ekki fara. Ung giftist hún afa, Hirti Jó- hannssyni frá Drápuhlíð á Snæfells- nesi, en þau voru gift í 70 ár og eignuðust fjögur börn en þrjú eru á lífi, faðir okkar, Einar Hafsteinn, lést fyrir rúmum tveimur árum og afi ári síðar. Gestrisni ömmu var mikil og áttu margir athvarf á heim- ili þeirra til lengri eða skemmri tíma og var rausnarskapur í hávegum hafður. Við erum ríkari að hafa fengið að njóta samvista við ömmu svo lengi. Við munum sakna hennar og biðjum algóðan Guð að styrkja fjöl- skylduna, sérstaklega er hugur okk- ar hjá Sigrúnu dóttur hennar en missir hennar er mikill. Lengi geymist ljúf í sinni lítil stund úr fortíðinni lýsir bæði úti og inni yndi veitir alla tíð amma þú varst góð og blíð. Það við getum sagt með sanni sæl var stund í þínum ranni þess við minnumst ár og síð. (BJ.) Elsku amma, hafðu þökk fyrir allt og allt. Margrét og Guðrún Ina. Að lokum áratuga samveru ungs og aldins verða minningarbrotin mörg, sum ljósari en önnur. Eitt er þó það sem gnæfir upp úr og verður okkur hjónunum og bömum okkar sú minning sem sterkust lif- ir, en það er lífsgleðin og kátínan sem ávallt fylgdi þér. Breitt brosið og tindrandi kímin augun bak við þykk gleraugun ásamt dillandi hlátrinum verður veganesti okkar sem kveðjum þig í dag. Að þekkjaT' þig og njóta nærveru þinnar öll þessi ár vom sérstök forréttindi því að jákvæðari manneskju var ekki hægt að hugsa sér. Aldrei hallmælt- ir þú nokkrum manni því að enginn gat verið svo illur í þínum huga að hann ætti sér ekki einhveijar máls- bætur. Vonandi verður þessi hug- skotsmynd okkur hvatning til að sjá lífið og lífsbaráttuna með þínum augum því að ekki var allt lífið dans á rósum. Varla var hægt að hugsa sér ólíkAr ari hjón en ykkur afa. Hann stóran og stæðilegan, traustan með sér- staka lund sem gerði hann ekki allra en þig lágvaxna og kvika, sí- fellt með bros á vör og hvers manns hugljúfi. En þið bættuð hvort annað upp á þann hátt sem aðeins þeir einstaklingar geta sem eiga til gagnkvæma virðingu og væntum- þykju í brjósti. Síðustu árin á Hrafn- istu, sérstaklega eftir að heilsu afa hrakaði, sýndu okkur þetta svo ljós- lega. Umhyggjan fyrir samferða- mönnum og þínum nánustu átti sér engin takmörk enda lagðir þú oft lykkju á leið þína til að gleðja ein- hvern sem átti um sárt að binda eða þurfti uppörvunar með. Þó að langt væri á milli okkar oftast nær var taugin sterk. Árum saman fannst okkur að við værum að kveðjast í síðasta sinn og ekki man ég hve oft þú hefur beðið mig um að halda undir homið hjá þér þegar þar að kæmi. Við kvöddumst samt alltaf sátt í hjarta því að gleði þín og bjartsýni fylgdi okkur úr hlaði. Lífsstarfinu er lokið og við niðjar þínir emm afraksturinn. Þú gerðir aldrei neina kröfu til lífsins en helgaðir okkur og lífsgleðinni alla þína krafta. Ég veit að þú kveð- ur þennan heim sátt í hjarta og ber þar engan skugga á nema áhyggjur af framtíð Siggu, sem nú hefm^ I misst þann stuðning sem aldrei brást og var henni allt. Vonandi auðnast okkur sem eftir lifum að fylla þitt skarð að einhverju leyti þannig að missirinn verði ekki eins tilfinnanlegur, á þann hátt heiðrum við minningu þípa best. Ágúst Oddsson. H H H H H H H H H H Erfidrykkjur H H H H* H H H H H H ^ Simi 562 0200 ^

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.