Morgunblaðið - 11.09.1997, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1997 39
Helgi Áss blind-
skákmeistari
SKAK
Bein útscnding á
SÝN, 7 . scptcmber:
ÍSLANDSMÓTIÐ
í BLINDSKÁK
Helgi Áss Grétarsson sigraði Hannes
Hlífar Stefánsson í úrslitum.
HELGI Áss Grétarsson sigraði á
fyrsta íslandsmótinu í blindskák,
sem fram fór um
helgina. Úrslit
mótsins voru í
beinni útsend-
ingu á sjónvarps-
stöðinni Sýn.
Skákáhugamenn
fengu þar að
fylgjast með
bráðskemmtilegu
einvígi _ þeirra
Helga Áss og
Hannesar Hlíf-
ars. Það var kannski við hæfi í
þessari erfiðu íþrótt, að úrslitin réð-
ust í síðasta leiknum á því að Hann-
es lék af sér riddara í unninni stöðu.
Mótið fór fram í þremur áföng-
um. I undanrásum var skipt í tvo
fimm manna riðla og þar urðu úr-
slit þessi:
A-rlðill
1. Hannes Hlífar Stefánsson 3 ‘/2 v.
2. Helgi Áss Grétarsson 3 v.
3. Helgi Ólafsson 2'A v.
4.-5. Sigurður Daði Sigfússon og Jón
Viktor Gunnarsson 'A v.
B-riðilI
1. Þröstur Þórhallsson 3 v.
2. Dan Hansson 2'A v.
3. Jóhann Hjartarson 2 v.
4. Bragi Þorfinnsson 1 ‘A v.
5. Áskell Örn Kárason 1 v.
Tveir efstu úr hvorum riðli kom-
ust áfram í undanúrslitin. Þar tefldi
Hannes við Dan Hansson og sigr-
aði, en Helgi Áss sigraði Þröst Þór-
hallsson. Þar með voru þeir Hannes
og Helgi Áss komnir í úrslitakeppn-
ina. Eins og áður segir var hún í
beinni útsendingu á Sýn og tókst
afar vel. Ekki sáust neinir tæknileg-
ir hnökrar og skákirnar voru hin
besta skemmtun fyrir skákáhuga-
menn. í heildina tekið var þetta
fyrsta íslandsmót í blindskák mjög
vel heppnað og auðvelt ætti að vera
að lagfæra þau vandamáj sem í ljós
komu, áður en næsta íslandsmót
verður haldið.
Blindrafélagið og Skáksamband
íslands stóðu í sameiningu að mót-
inu, með stuðningi Nýherja, Búnað-
arbanka íslands og íslenska út-
varpsfélagsins. Skákstjórar voru
Gunnar Björnsson, Ólafur S. Ás-
grímsson, Ríkharður Sveinsson og
Haraldur Baldursson.
Við skulum líta á bestu skák ís-
landsmeistarans. Þröstur missir
snemma frumkvæðið í skákinni og
Helgi Áss teflir betur en margur
sjáandi:
Hvítt: Þröstur Þórhallsson
Svart: Helgi Áss Grétarsson
Philidor vörn
I. e4 - e5 2. Rf3 - d6 3. d4 -
Rf6 4. Rc3 - Rbd7 5. Bc4 - Be7
Philidorvörnin ævagamla var vin-
sæl á blindskákmótinu. í hinni und-
anúrslitaskákinni þar sem þeir
tefldu Hannes
Hlífar og Dan
Hansson varð
hinum síðar-
nefnda þó hált á
að beita henni:
5. - c6? 6. dxe5
- dxe5 7. Rg5 -
Bc5 8. Rxf7 -
Db6 9. Rxh8 -
Bxf2+ 10. Kfl -
Rc5 11. Dd6 -
Rcd7 12. De6+
og svartur gaf,
því 12. - Kd8 13.
Rf7+ - Kc7 14.
Dd6 er mát.
6. 0-0 - 0-0 7. Hel - c6 8. a4 -
b6 9. Bg5 - h6 10. Bh4 - Bb7
II. Dd2 - a6 12. dxe5 - Rxe5
13. Rxe5 - dxe5 14. De2 - b5 15.
Bb3 - Rd7 16. Bxe7 - Dxe7 17.
axb5 - axb5 18. Hxa8 - Hxa8 19.
Hdl - Rc5 20. De3 - Bc8 21. Re2
- Rxb3 22. Dxb3 - Be6 23. Dc3
SJÁ STÖÐUMYND
23. - Dd6!
Ýmsir höfðu leikið drottningunni
beint í dauðann í undanrásunum
og mátt gefast upp. En hér er þetta
afar sterkur og mikilvægur leikur
sem vinnur yfirráð yfir d línunni.
Ef hvítur drepur drottninguna verð-
ur hann mát í borðinu.
24. Hcl - Ha2 25. b3 - b4 26.
Del - Dc5 27. Ddl - g6 28. h3
- Kg7 29. Dd3 - Ha7! 30. De3?!
- Dxe3 31. fxe3 - c5 32. Kf2 -
Ha3 33. g4 - Ha2 34. Kel - Kf6
35. Kd2?
Afleikur í tapaðri stöðu.
35. - Bxb3 36. Kd3 - c4+ 37.
Kd2 - Ba4 38. Rg3 - c3+ 39.
Kdl - Kg5 og hvítur gafst upp.
Bragi Halldórsson sigrar á
helgarmóti TR
Taflfélag Reykjavíkur stóð fyrir
helgarskákmóti
dagana 5.-7.
september. Alls
tóku 34 kepp-
endur þátt í mót-
inu og voru 11
þeirra með yfir
2000 stig. Tefld-
ar voru_ 7 um-
ferðir. í fyrstu
þremur voru
tefldar atskákir,
en í fjórum síð-
ustu umferðun-
um voru tíma-
mörkin 1 '/2 klst.
á 30 leiki og síðan 30 mín. til að
ljúka skákinni. Bragi Halldórsson
sigraði á mótinu, hlaut 6 vinninga.
Hann er greinilega í góðu formi
um þessar mundir því hann sigraði
einnig á síðasta helgarskákmóti
TR sem fram fór í ágúst. Úrslit
urðu annars sem hér segir:
1. Bragi Halldórsson 6 v.
2. Sævar Bjarnason 5'A
3. -7. Bergsteinn Einarsson, Jón Viktor
Gunnarsson, Sigurbjörn Bjömsson Björn
Þorfínnson og Olafur ísberg Hannesson
5 v.
8.-9. Stefán Kristjánsson og Matthías
Kjeld 4'A v.
10.-14. Sigurður Daði Sigfússon, Arnar
E. Gunnarsson, Einar Hjalti Jensson,
Björgvin Víglundsson og Halldór Garð-
arsson 4 v.
15.-21. Guðjón Heiðar Valgarðsson,
Davíð Kjartansson, Guðni Stefán Péturs-
son, Guðmundur Kjartansson, Sigurður
Páll Steindórsson, Guðmundur G. Guð-
mundsson og Siguijón Sigurbjörnsson
3'A v. o.s.frv.
Skákstjórar voru Ríkharður Sveins-
son og Ólafur S. Ásgrímsson.
Helgarat-
skákmót Hellis
Taflfélagið Hellir efndi til helgar-
atskákmóts dagana 22.-23. ágúst
sl. Björn Þorfinnsson sigraði af ör-
yggi á mótinu, hlaut 6V2 \dnning í
sjö umferðum. Eina jafntefli hans
var gegn Jóni Viktori Gunnarssyni
í 4. umferð. Ekki er hægt að segja
að Bjöm hafi fengið sigurinn á silf-
urfati, því andstæðingar hans voru
mjög sterkir. M.a. sigraði hann þá
Jón Garðar Viðarsson og Jón Árna
Halldórsson. í öðru sæti varð Jón
Viktor Gunnarsson. Góður árangur
hans þarf ekki að koma á óvart, en
jafntefli í fyrstu umferð gegn Jóni
Áma Halldórssyni gerði það að verk-
um að hann fékk 6 vinninga, eða
hálfum vinningi minna _en Bjöm. í
þriðja sæti varð Davíð Ólafur Ingi-
marsson. Hann tapaði gegn þeim
Birni og Jóni Viktori, en vann aðrar
skákir og hlaut 5 vinninga. Davíð
hefur ekki verið mjög virkur í skák-
inni að undanfömu, en þessi árang-
ur sýnir að með örlítið meiri ástund-
un væri stigatalan fljót að hækka
hjá honum.
1. Björn Þorfmnsson 6'A v.
2. Jón Viktor Gunnarsson 6 v.
3. Davíð Ó. Ingimarsson 5 v.
4. -5. Jón Garðar Viðarsson 4 v. og
Hrannar Baldursson 4 v.
o.s.frv.
Þátttakendur á mótinu voru 14.
Daði Orn Jónsson
Margeir Pétursson
Helgi Áss
Grétarsson
A U G L V S I N
HÚSNÆÐI ÓSKAST
íbúð óskast strax
4—5 herb. íbúð óskast strax til leigu. Við erum
6 manna fjölskylda sem bráðvantar rúmgott
húsnæði á Stór-Reykjavíkursvæðinu.
Upplýsingar í síma 561 4812.
FÉLAGSSTARF
k XXXIV þing
lr ^ Sambands ungra sjálfstæðis-
mk manna 12. —14. september
SAMBAND UNCKA m
1997 j Reykjanesbæ
Frelsi
Föstudagur 12. september
14.00—18.00 Skráning þingfulltrúa i Stapa
18.00 — 19.30 Setning 34. sambandsþings Sambands ungra sjálf-
stæðismanna í Stapa. Formaður SUS, Guðlaugur
Þór Þórðarson, setur þingið. Ávarp Ríkharðs Ibsen,
formanns Heimis, FUS Reykjanesbæ. Ávarp for-
manns Sjálfstæðisflokksins, Davíðs Oddssonar,
forsætisráðherra.
19.30— 20.15 Kvöldverður
20.30— 22.20 Fundur þinggesta með ráðherrum Sjálfstæðis-
flokksins í þingsal.
22.30— 23.30 Móttaka í boði gestgjafa í Stapa.
Laugardagur 13. september
07.00— 10.00 Morgunverður
10.00„12.30 Þingfundur og nefndarstörf.
12.30— 13.30 Hádegisverður
13.30— 17.00 Þingfundi og nefndarstörfum haldið áfram.
Skoðunarferð
17.00—19.00 Hátíðarkvöldverður. Heiðursgestur verður oddviti
Sjálfstæðismanna í Reykjaneskjördæmi, Ólafur
20.00—24.00 G. Einarsson, forseti Alþingis.
Stórdansleikur í Stapa.
24.00
Sunnudagur 14. september
07.00—10.00 Morgunverður
Þingfundur og nefndarstörf.
10.00—12.00 Hádegisverður
Þingfundi haldið áfram. Kosningar og þingslit að
12.00—13.00 þeim loknum.
13.00-17.00
Nefndarfundir fara fram í Njarðvikurskóla en sjálft þinghaldið og
skrifstofur þingsins verða í Staþa. Þinggjald verður 3.500 kr. Þingfull-
trúar verða að ganga frá gistinginu og mat fyrir hádegi föstudaginn
12. september á skrifstofu SUS í síma 515 1700.
ATVIISiiSiUHÚSIMÆQI
Til sölu eða leigu
Verslunarpláss — skrifstofuhæð
Til sölu eða leigu ervel staðsett verslunarpláss
á götuhæð í austurborginni. Húsnæðið sem
erá hornlóð, þarfnast verulegrarstandsetning-
ar. Heildargólfflötur er um 800 fm. Hægt er
að skipta í minni einingar. Á 2. hæð í sama húsi
er gott skrifstofuhúsnæði eða verslunar-
húsnæði um 750 fm.
Hugsanlegum kaupanda er hægt að lána
70—80% kaupverðsins með jafngreiðsluláni
til 25 ára, með mjög hagstæðum vöxtum.
Upplýsingar veitir:
Ragnar Tómasson hdl.
s. 567 2621 og 896 2222.
FUIMOin/ MANNFAGNAÐUR
Aðalfundi félags Sjálf-
stæðismanna í Gravarvogi
erfrestað og verður haldin miðvikudaginn
24. september nk. í samkomusal Hverafold 5.
Fundurinn hefst kl. 20.00.
Stjórnin.
Fundarboð
Aðalfundur Fiskiðjunnar Skagfirðings, vegna
reikningsársins 1996, verður haidinn fimmtu-
daginn 18. september 1997 kl. 20.00. á Kaffi
Krók.
Dagskrá:
1. Aðalfundarstörf skv. samþykktum félagsins.
2. Önnur mál.
Ársreikningur Fiskiðjunnar Skagfirðings 1996
liggurframmi á skrifstofu félagsins, hluthöfum
til sýnis.
Stjórn Fiskiðjunnar Skagfirðings hf.
2»
w Vélstjórafélag íslands
Vélstjórar
Félagsfundur verður haldinn föstudaginn 12.
september í Borgartúni 18, Reykjavík, 3. hæð.
Fundurinn hefst kl. 17.00.
Fundarefni: Uppstilling til stjórnarkjörs.
Vélstjórafélag Islands.
s G GAR
FÉLAGSLÍF
FERÐAFÉLAG
# ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533
Haustið er spennandi
ferðatími.
Laugardagur 13. sept.
kl. 09.00. Hlöðuvellir—
Hlöðufell.
Sunnudagur 14. sept.
kl. 08.00. Þórsmörk
kl. 10.30. Sogid—Sogsvirkj-
anir (afmælisferð)
kl. 10.30. Reykjadalur—Ölk-
elduháls — Ölfusvatn. Afmæl-
isganga
Helgarferðir:
Þórsmörk 12. — 14. sept. Gist
í Lindartungu. Hítardalur,
Háleiksvatn o.fL
Haustlita- og fræðsluferð:
Skaftafell—Núpsstaðarskóg-
ar 19. — 21. sept.
Ferð í samvinnu F. í. og Skóg-
ræktarfélags íslands. Gist í
Freysnesi.
Þórsmörk, haustlitir, grill-
veisla 26. — 28. sept. Göngu-
ferðir. Kvöldvaka með nýstár-
legu sniði. Fjögurra manna
hljómsveit verður með er leikur
tónlist með irsku ívafi fyrir söng
og dansi. Fagnið 70 ára afmæli
Ferðafélagsins á einstakan hátt.
Pantið tímanlega.
Takmarkað pláss í ferðina.
Söngsmiðjan ehf. auglýsir
Nú geta allir lært að syngja,
ungir sem aldnir, laglausir sem
lagvísir.
Hópnámskeið:
Byrjendanámskeið, framhalds-
námskeið, söngleikjarhópur
(byrjendaframhald), barna- og
unglingahópar, einsöngsnám
(kassískt og söngleikja) og pían-
ókennsla.
Upplýsingar og innritun i síma
561 2455 alla virka daga frá
kl.10-17.
Söngsmiðjan,
Grensásvegi 12.
KENNSLA
— Leiklistarstúdíó —
Eddu Björgvins og Gísla Rúnars.
Haustnámskeið fyrir fullorðna.
Síðustu skráningar. S. 581 2535.
DULSPEKI
Ragnheiður Ólafsdóttir,
teiknímíðill
starfar í Reykja-
vík dagana 13.-
20. september
nk. að báðum
dögum með-
töldum.
Tímapantanir
í s. 551 5322
eftir kl. 18.00 til 22.00 á kvöldin.