Morgunblaðið - 11.09.1997, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 11.09.1997, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1997 47 Sértilboð til London 6. okt. frá kr. 19. Flug og Itótel kr. 21.990 Síðustu 23 sætin 6. okt. Nú seljum við síðustu sætin til London þann 6. og 13. október og bjóðum þér nú glæsilegt tilboð um leið og þú tryggir þér lægsta verðið á Islandi. Þú bókar í dag eða á morgun og tryggir þér sæti til London á hreint ótrúlegu verði. Við bjóðum nú sérstakt kynningartilboð á einu af vinsælustu hótelum í London, Regent Palace, sem staðsett er við Piccadilly Circus og er frábær valkostur fyrir þá sem vilja einfalt hótel vel staðsett. Að auki bjóðum við frá- bært úrval af afbragðshótelum og þú nýtur þjónustu reyndra farar- stjóra Heimsferða allan tímann. Regent Palace Verð kr. 19.990 Verð með flugvallarsköttum, 6. okt., 3 nætur. Verð kr. 21 .990 M.v. 2 í herbergi með morgunmat, Regent Palace, 6. okt., 3 nætur. okt. —. po S3e^ 9- Okt. —. pn Sæti 19 okt^ ?iSæti 23. okt _ í1 sa* 27. okt J' s*t/ M-ottTjSPW fnn er , sæti FOLKI FRETTUM Kvikmyndir/Háskólabíó sýnir bandarísku stór- myndina Ghosts from the Past með þeim Alec Baldwin, Whoopi Goldberg og James Woods í aðalhlutverkum. sœtir sofar- Verð kr. 27.990 Regent Palace hótel, 4 nætur, 9. okt., 2 í herbergi. ItSTi (E) Austurstræti 17, 2. hæð • slmi 562 4600 Síðbúið uppgjör SKÖMMU eftir miðnætti hinn 12. júní árið 1963 féll blökkumaðurinn Medgar Evers fyrir kúlu launmorðingja. Evers var framarlega í mannrétt- indabaráttu blökkumanna í heima- ríki sínu Mississippi. Banamaður hans var hvíti öfgamaðurinn Byron De La Beckwith (James Woods) og var hann látinn laus að loknum tvennum réttarhöldum í málinu þar sem kvið- dómur gat ekki komist að sameiginlegri nið- urstöðu. Tæplega 31 ár leið þar til réttlætið náði fram að ganga fyrir Medgar Evers en vegna harðfylgni og óbilandi sann- færingar hans nánustu var málið tekið fyrir á nýjan leik. Það er að- stoðarsaksóknarinn Bobby De- Laughter (Alec Baldwin) sem býr yfir því hugrekki að opna málið á ný, en að allra áliti var ógjörningur að fá Beckwith sakfelldan. Myrlie Evers (Whoopi Goldberg), eigin- kona fórnarlambsins, er hatursfull en hefur alla tíð barist fyrir endur- upptöku málsins og liggja leiðir hennar og DeLaughters saman í lokatilrauninni til að láta Beckwith gjalda fyrir glæp sinn. Leikstjóri Ghosts from the Past er Rob Reiner sem síðast leikstýrði myndinni The American President. Meðal annarra mynda hans eru A Few Good Men, Misery, The Princ- ess Bride og Stand By Me. James Woods var tilnefndur til óskarsverðlaunanna síðastliðið vor fyrir túlkun sína á illmenninu Byron De La Beckwith. Hann hefur fyrir löngu skipað sér sess sem einn af helstu skapgerðarleikurum Holly- wood, en hann hefur þó einna helst leikið ofstopamenn af einhveiju tagi. Mörgum hefur þótt hann eiga skilið frekari viðurkenningar en honum hafa fallið í skaut fyrir frammistöðu sína til þessa, en stór- leikur hans í myndum á þessu ári hefur glætt vonir aðdáenda hans um að nú loksins fái hann þá viður- kenningu sem hann eigi skilið. Woods er fæddur 18. apríl 1947 í Utah-fylki í Bandaríkjunum. Faðir hans var hermaður að atvinnu og ólst Woods upp á herstöðvum víðs vegar um Bandaríkin og á eyjunni Guam. Þetta var greindarpiltur og stundaði hann nám við einhveijar bestu menntastofnanir Bandaríkj- anna, MIT og Harvard. Þar hófst leikferillinn og á skólaárunum tróð Woods upp í 36 leikritum með skóla- félögunum og einnig með leikfélagi í Boston. Leiklistarbakterían heltók hann gjörsamlega og stuttu áður en hann átti að Ijúka lokaprófi árið 1969 við MIT þar sem hann var meðal þeirra efstu í sínum bekk hætti hann náminu og hélt til New York að freista gæfunnar. Þar reyndist leiðin inn í leikhúsin við Broadway vera honum greið og fljótlega hafði hann hlotið Bieverð- laun, Óskarsverðlaun sviðsleikara þar í borg. Frumraunina á hvíta tjaldinu þreytti Woods undir stjóm Elia Kaz- an í The Visitors, en vakti fyrst at- hygli fyrir leik á móti John Savage í The Ónion Field. Framan af hlaut hann gjaman hlutverk manna sem börðust fyrir réttlæti gegn ofurefli, svo sem aðalhlutverkið í Salvador eftir Oliver Stone, en það hlutverk færði honum Óskarsverðlaunatil- nefningu. Undanfarin ár hefur Wo- ods þó verið við það að festast í hlutverkum illmenna og um tíma mátti halda að hann hefði einkarétt JAMES Woods leikur Byron De La Beckwith sem sakaður er um að hafa myrt blökkumannaleið- togann Medgar Evers. TÆPLEGA 31 ári eftir morðið á Medgar Evers er Byron De La Beckwith mættur í réttarsalinn á nýjan leik. MÁLI Beckwiths var á sínum tíma vísað frá þar sem kviðdómur- inn komst ekki að samhljóða niðurstöðu. á hlutverkum leigumorðingja. Einn hápunkturinn á ferli Woods er á hinn bóginn frammistaða hans í titil- hlutverki hinnar margverðlaunuðu sjónvarpsmyndar, Citizen Cohn, þar sem hann lék smásálarlega og hrokafulla hægri hönd McCarthy’s, bandaríska öldungadeildarþing- mannsins, sem stóð fyrir ofsóknum á hendur meintum vinstrimönnum i Bandaríkjunum á sjötta áratugnum. James Woods hefur nú leikið í um 60 kvikmyndum fyrir hvíta tjaldið eða sjónvarp og meðal þeirra helstu eru: Bestseller, endurgerð The Getaway, The Way We Were, The Hard Way, Straight Talk, Immediate Family, Diggstown, True Believer, The Boost, Joshua, Then and Now, The Choirboys, Cop, Eyewitness, Against All Odds, Videodrome, Once Upon a Time in America, Night Moves, Curse of the Starving Class, Nixon, Casino og nú síðast Ghosts of the Past. Innan skamms verður svo frumsýnd hér á landi nýjasta myndin sem Woods leikur í, en það er Contact með Jodie Foster í aðalhlutverki. sos BARNAÞORPIN Á ÍSLANDI --K-------------------------------------X—~ Vinsamlegast sendið mér bækling um SOS BARNAÞORPIN, mér að kostnaðarlausu LJ Já takk, Ég vil styrkja BARN frá fyrrum Júgóslavíu með 1000 kr. á mánuði Ég vil styrkja ÞORPIN í Sarajevo, Mostar eða Tuzla í fyrrum Júgóslavíu með 1000 kr. á mánuði Nafn _____________________________________________ Heimilisfang _____________________________________ Bæjarfélag _______________________________________ Kennitala ________________i Sími Greiðslufyrirkomulag: Gíró Q VISA/EURO □ Kortnr. ...............................-»§- SOS BARNAÞORPIN HAMRABORG 1 200 KÓPAVOGUR SÍMI 564 2910 □ □ Frumsýning v 5- C
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.