Morgunblaðið - 11.09.1997, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 11.09.1997, Qupperneq 48
v- 48 FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Stutt "Chelsea lát- in í friði ► RITSTJÓRI skólablaðs Stan- ford-háskóla hefur heitið því að taka Chelsea Clinton, dóttur for- setahjónanna, ekki sérstaklega fyrir þegar hún hefur námsferil sinn við skólann í haust. Eins og aðrir fjölmiðlar mun skólablaðið gera því skil þegar forsetahjónin verða við skóla- setninguna með dóttur sinni 19. september næstkomandi, en eftir það verður komið fram við hana eins og „venjulegan nemanda“. Það þýðir að þáttur hennar í fé- lagslífinu verður ekki undir smá- sjá blaðsins. „Ef hún stendur fyrir frétt- næmum atburði munum við auð- vitað gera því skil,“ segir Caro- lyn Sleuth, ritsljóri blaðsins. „Til dæmis ef hún stofnar félag demókrata í Stanford.“ A hinn bóginn ef hún verður sektuð fyr- BILL Clinton faðmaði dóttur sína að sér þegar þau fóru frá eyjunni Martha’s Vineyard sl. sunnudag eftir þriggja vikna sumarleyfi. ir hraðaakstur eða brýtur minni- háttar reglur á heimavistinni verður því ekki gert skil á síðum blaðsins. Þá verða starfsmenn blaðsins reknir ef þeir blaðra um Chelsea í aðra fjölmiðla. Gæðamyndir • / ur sjonvarpi HBO NÚ NÝLEGA gerði myndbandaút- gáfan Bergvík samning við kapal- sjónvarpsstöðina HBO [Home Box Office] um dreifingu á myndum hér á landi. HBO hóf útsendingar sínar árið 1972, en útsendingin náði til 365 áskrifenda hjá „Service Electric Cable TV“. í fyrstu var efni stöðvarinnar mest megnis bundið við útsendingar af íþrótta- viðburðum og gamlar kvikmyndir og var HBO fyrsta sjónvarpsstöðin til að notast við gervihnött í út- sendingum sínum, en það gerðist árið 1975 þegar sjónvarpað var frá viðureign Muhamed Ali og Joe Frazier í Manila. .1 — Ert þú tilbúin aó gera eitthvaó í því núna? Ef svo er, leyfð’u okkur þá aó hjálpa þér. Tímar fyrir konur sem eru alltaf aó tala um aó losa sig vió síóustu 5 kg. og hafa bara ekki haft tíma til þess, fyrr en nú. Stig 1: Fyrir þær sem þurfa aó missa 5-15. kg. Stig 2: Fyrir þær sem þurfa aó missa 15 kg. eóa meira. Okkar eftirsóttu 8 vikna fitubrennslunámskeió hefjast 15. og 16. sept. • 3x í viku • Fitumælingar • Ráógjöf um mataræói • Matardagbækur • Girnilegar mataruppskriftir • Verólaun fyrir ástundun • Markmióssetningar • Frjáls mæting í aóra tíma 561-3535 | ...og kílóin fjúka burt í >mBót - UKAMSRÆKTARSTOP FROSTASKJÓU 6 - SÍMI: 561 3535 OPIÐ HÚS Við bjóóum þér ókeypis líkamsrækt í 4 daga! í dag fimmtudaginn 11. sept, og fram á sunnudag 14. sept bjóóum vió þér aó koma og kynna þér stundaskrána, fara í tíma hjá okkar frábæru kennurum, prófa CYBEX-tækjasalinn og okkar áhrifaríku Spinning-hjól. Árið 1981 þreytti stöðin frum- raun sína í gerð sjónvarpsmynda og var það „The Terry Fox Story“. Árið 1988 fékk HBO þrenn Emmy-verðlaun fyrir þættina „Dear America: Letters Home From Vietnam“ og „Jackie Mason on Broadway“, en þetta var í fyrsta skipti í sögu bandarísks sjónvarps sem Emmy-verðaunin voru veitt kapalstöð. HBO hefur framleitt margar gæðamyndir eins og „Barbarians at the Gate“ með Jonathan Pryce og James Garner í aðalhlutverk- um, „Tuskegee Airmen“ með Laurence Fishburne og „Crime of the Century“ með Stephen Rea og Isabellu Rosselini, en sú mynd þykir ein af betri myndum sem komið hafa út á myndbandi á þessu ári. Nýlega voru útnefningar til Emmy-verðlaunanna birtar og vakti það athygli að HBO fékk fleiri útnefningar en NBC, ABC og hinar stóru sjónvarpsstöðvarn- ar, en stöðin fékk 90 útnefningar alls. NBC tókst að lokum að næla sér í 3 útnefningar í viðbót og skaust þar með uppfyrir HBO með 92 útnefningar. Margar af útnefningum HBO fara til sjónvarpsmynda sem stöð- in hefur látið framleiða eins og „Crime of the Century“, sem hlaut 5 útnefningar og „Miss Evers Boys“ sem hlaut 13 útnefningar. „Miss Evers Boys“ kom út á mynd- bandi í fyrradag og leika Laurence Fishburne og Alfre Woodward aðalhlutverkin í henni. MYNDBOND Þar sem leikar- arnir njóta sín Drengir fröken Evers (Miss Evers ’ Boys)____________ D r a m a ★ ★ ★ Vi Framleiðendur: Derek Kavanagh, Kip Konwiser. Leikstjóri: Joseph Sargent. Handritshöfundur: Walter Bernstein. Kvikmyndataka: Donald M. Morgan. Tónlist: Charles Bern- stein. Aðalhlutverk: Alfre Wood- ard, Laurence Fishburne, Craig Sheffer, Joe Morton, Obba Babat- undé, E.G. Marshall. 113 mín. Bandaríkin. Bergvík 1997. Útgáfu- dagur: 9. september. Myndin er bönnuð börnum innan 12 ára. TITILL myndarinnar dregur nafn sitt af svertingjahljómsveit einni sem skírði sig í höfuðið á ^hjúkrunarkonu (Alfre Wood- ard), en þeir, ásamt mörgum öðrum, héldu að fröken Evers væri að hjálpa þeim að lækna hið svokallaða slæma blóð þeirra, en það var orðið sem þeir notuðu yfir sárasótt. Raunin var sú að Evers var einungis að fylgja eftir stórsk- rítinni hugmynd yfirvalda um að athuga sárasótt í svertingjum, því að talið var að líffræðileg upp- bygging blökkumanna væri ekki eins og hvíta mannsins. Fröken Evers trúði því nær alla sína starfstíð að hún væri að hjálpa mönnunum, þrátt fyrir að lyf hefði komið á markaðinn 1942, sem hélt sárasóttinni í skefjum, en „til- raunadýrin“ fengu þau ekki vegna þess að vísindin þurftu að fylgjast með þróun sjúkdómsins. Hlutverk fröken Evers myndu margar góðar leikkonur selja sálu sína fyrir að leika. Það reynir á allar hliðar Woodard í túlkun hennar á þessari sterku en jafn- framt tilfinninganæmu persónu og slær hún enga feilnótu í hlutverki sínu og sömu sögu er að segja um Laurence Fishburne, sem leikur manninn sem hún elskar en örlög- in leyfa henni ekki að fá. Aðrir leikarar standa sig frábærlega og verður að minnast á læknana tvo sem eru leiknir af Craig Sheffer og Joe Morton. Sheffer, sem hefur ekki verið svona góður síðan hann lék í „River Runs Through It“, er senditík yfii-valdanna en hann nær einnig að sýna á sér mannlegar hliðar eins og þegar hann minnist þess að hafa farið á „Cotton Club“. Joe Orton, sem er aðdáendum leik- stjórans John Sayles („Lone Star“) kunnur, leikur svarta lækninn sem missir trúna á læknavísindin þegar hann þarf að samþykkja þessa ómannúðlegu tilraun á mönnun- um. Handrit Walter Bernstein er byggt á leikriti David Feldshuh og er oft á tíðum dálítið leikhúss- legur bragur á myndinni en það fór ekki í taugarnar á mér. Leik- stjórinn Joseph Sargent leyfir leik- urunum að njóta sín því þetta er fyrst og fremst myndin þeirra. Ottó Geir Borg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.