Morgunblaðið - 12.09.1997, Side 1

Morgunblaðið - 12.09.1997, Side 1
72 SÍÐUR B/C STOFNAÐ 1913 206. TBL. 85. ÁRG. FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Madeleine Albright segir gremju Palestínumanna skiljanlega Hvetur Israelsstjórn til að stöðva landnám gyðinga MADELEINE Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, hvatti í gær ísraelsstjórn opinberlega til að stöðva landnám gyðinga á hersetnu svæðunum. Hún sagði að stöðvun aðgerða sem Palestínumenn teldu ögrun gegn sér gæti verið mikil- vægt skref í þágu friðarferlisins. Israelsstjórn, sem var allsendis óviðbúin yfirlýsingu af þessu tagi frá Albright, hafnaði hugmyndinni algerlega og sagði ekki frekar hægt að skrúfa fyrir nýbyggingar land- nema en að „stöðva lífið,“ eins og David Bar-Illan, talsmaður Benja- mins Netanyahus forsætisráðherra, orðaði svar stjórnarinnar. Utanríkisráðherra Frakklands, Paul Vedrine, tók enn dýpra í ár- inni í gagnrýni á stefnu hægri- stjórnar Netanyahus. I ræðu sem hann hélt fyrir sósíalískum flokksbræðrum sínum í Mont- pellier í gær lýsti hann stefnu ísra- elsstjórnar sem stefnu, sem „leiddi hörmung- ar“ yfir Mið- Austurlönd. Albright lét orð sín falla að Netanyahu við- stöddum, er hún flutti ræðu sem innihélt hörðustu gagnrýnina á stefnu hans frá því hún tók við embætti í janúar síðastliðnum. í ræðunni, sem Albright hélt yfir nemendum úrvalsskóla í Jerúsalem og var sjónvarpað beint, vísaði hún ábyrgðinni á hinu alvarlega ástandi sem friðarferlið væri komið í til leiðtoga beggja aðila, ísraelsmanna og Palestínumanna. Bæði ísraels- stjórn og heimastjórn Palestínu- manna, undir forystu Yassers Arafats, hefðu ekki staðið við skuldbindingar þær sem kveðið væri á um í Óslóar-friðarsamkomu- laginu. Albright sagðist vonlítil um að fyrsta ferð hennar til Mið-Austur- landa, sem farin var í þeim tilgangi að reyna að endurreisa traust milli deiluaðila, myndi skila nokkrum ár- angri nema að báðir leiðtogar, Net- anyahu og Arafat, væru tilbúnir að taka „erfiðar ákvarðanir". Land fyrir frið Albright átti fund með Arafat, forseta heimastjórnar Palestínu- manna, á heimastjórnarsvæðinu í Ramallah á Vesturbakkanum. Itrekaði Albright stuðning Banda- ríkjastjórnar við ályktun Sameinuðu þjóðanna þar sem hvatt er til að deiluaðilar standi við þá grundvallarhugmynd að skipta á landi fyrir frið. Albright sagðist hafa rætt við Arafat um það sem Palestínumenn hefðu orðið að þola á undanfórnum árum, m.a. vegna lokana heima- stjórnarsvæðanna og ferðabanns, niðurrifs húsa og upptöku lands. En hún lagði áherzlu á að það væri fyrsta skylda Arafats að gera sitt ýtrasta til að halda öfgasinnuðum múslimum, sem stæðu að baki árásum á ísraelsmenn, í skefjum. Mestu máli skipti að ráða niðurlög- um hryðjuverkastarfsemi. I reykjar- kófi til Norðurlanda Stokkhólmi. Reuter. ÓÁNÆGÐIR reykingamenn hafa komið upp heimasíðu á al- netinu þar sem systkinum þeirra í syndinni er bent á þægilegustu leiðina til Norður- landa. Er ástæðan sú að nor- ræna flugfélagið SAS er búið að úthýsa tóbakinu á öllum flugleiðum sínum. Upplýst er hvaða flugfélög leyfa reykingar en til að kom- ast frá Norður-Ameríku til Norðurlanda verða menn að taka á sig nokkurn krók, koma kannski fyrst við í Madríd eða Moskvu. „I stað þess að sætta okkur við yfirganginn í SAS og öðrum reyklausum flugfélögum getum við valið önnur félög sem virða rétt okkar sem einstaklinga," segir á heimasíðunni. SAS hafði áður bannað reyk- ingar á stuttum flugleiðum en um siðustu mánaðamót voru þær einnig bannaðar á lengri flugleiðum. Stofnun skozks þings sam- þykkt SKOTAR gengu í gær að kjörborð- inu til að greiða atkvæði um tillögu ríkisstjórnar brezka Verkamanna- flokksins um að setja skuli á fót skozkt þing, eftir að þjóðin hefur unað því í næiri þrjár aldir að vera stjórnað sunnan frá Lundúnum. Niðurstöður atkvæðagreiðslunn- ar í fyrstu kjördæmunum, sem taln- ingu atkvæða lauk í, urðu þær að 80 af hundraði kjósenda studdu stofn- un skozks þings í Edinborg og 68% voru því fylgjandi að þetta þing færi með völd til að taka sjálfstæðar ákvarðanir um skattheimtu. Kjör- sókn var um 66% sem er öllu minna en í þingkosningunum í vor. Skotar hafa einu sinni áður geng- ið til atkvæða um hvort stofna beri þing í Edinborg, en það var árið 1979. Þá var tillagan felld og stuðn- ingur við hana var ekki í neinu kjör- dæmi meiri en 53%. Það þótti því ljóst strax af þessum fyrstu tölum að þingstofnunin yrði samþykkt með öruggum meirihluta atkvæða. ■ Tony Blair vill/19 ------------- Þyrluflakið fundið? HLJÓÐMERKI, sem talin eru vera frá neyðarsendi í braki norsku þyrlunnar, sem fórst undan Hálogalandi síðastliðinn mánudag, heyrðust í leitartækjum í gær. Vonast var til að takast mætti að staðsetja llakið og senda fjarstýrða neðansjávarmyndavél að því í dag. ■ Ólíklegt talið/30-31 Grindhvalir á Sand- Ljósmynd/Óskar Óskarsson V erkamannaflokkurinn hefur náð markinu eyjarfjöru GRINDHVALADRÁP er árviss viðburður í Færeyjum um þetta leyti árs. Hér takast Sandeyingar á við væna torfu, sem 20 bátar eyj- arskeggja tóku þátt í að reka upp í fjöru. Þar tóku um eitt hundrað manns -karlar, konur og börn -á móti dýrunum og kræktu á land, og tryggðu sér þar með hlutdeild í veiðinni. Alls náðust 39 skepnur á land að þessu sinni, sem að sögn Óskars Óskarssonar bónda og ljósmynd- ara í Sandey er niinni afli en mörg undanfarin ár. Ástæðu þess að færri grindhvalir synda nú nærri landi en oft áður segir Óskar vera þá, að æti hvalanna sé mest megn- is að finna fjær landi en tiðkazt hefur. Tromsö. Morgunblaðið. THORBJÓRN Jagland, forsætis- ráðherra Noregs, hefur náð tak- marki sínu í kosningabaráttunni, ef marka má tvær af þremur nýjustu skoðanakönnununum, sem birtar voru í gær. Þær sýna að stuðning- ur norskra kjósenda við stjórn Verkamannaflokksins er kominn yfir 36,9% markið sem Jagland setti sér í síðasta mánuði, en þriðja könnunin, sem birt var í norska sjónvarpinu, NRK, í gærkvöldi benti til að nokkuð væri enn í land að þetta takmark næðist. Könnun, sem Scan-Fact hefur gert daglega fýrir VG og NRK, sýnir 37,5% stuðning við Verka- mannaflokkinn og könnun MMI fyrir Dagbladet um 40% fylgi. Samkvæmt könnun Scan-Fact sem vitnað var til í fréttum NRK í gær- kvöldi hafði fylgið þó ekki náð upp fyrir 35%. í fyrrgreindu könnununum dreg- ur lítillega úr fylgi Framfaraflokks- ins, um hálft prósent, og er stuðn- ingur við hann 17,5% og 16,7%. Hægriflokkurinn fær 14,5% og 13,9%. Samkvæmt könnun Scan- Fact nær Verkamannaflokkurinn fylgi frá Hægriflokknum og Ven- stre en könnun MMI bendir þvert á móti til þess að fylgisaukningin komi frá mið- og vinstriflokkum. Jagland var bjartsýnn í gær, sagði horfumar vissulega góðar en var þó varkár í yfirlýsingum. í annarri könnun, sem gerð var fyrir VG í gær, kemur fram að kjósendur borgaraflokkanna hafa litla trú á stjórn miðjuflokka og vilja að Hægriflokkurinn verði með í slíkri stjórn. Unnið hefur verið á bak við tjöldin við að koma slíku samstarfi á, fari Verkamannaflokk- urinn frá, og staðfesti Carl I. Hagen, formaður Framfaraflokks- ins, að hann hefði setið slíka fundi. ■ Einkennileg barátta/20

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.