Morgunblaðið - 12.09.1997, Síða 19

Morgunblaðið - 12.09.1997, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1997 19 ÚRVERINU SÍF hf. kaupir Sans Souci Seafood Ltd., stærsta saltfiskvinnslufyrirtæki í Kanada SIF-samstæðan með 16% saltfisksölu í heiminum SÍF hf. hefur keypt allt hlutafé kanadíska fiskvinnslufyrirtækisins Sans Souci Seafood Limited í Yarmouth á Nova Scotia í Kanada. Gengið var frá kaupsamningi síð- astliðinn miðvikudag. Einnig hefur SÍF keypt allar eignir, land, fastafjármuni, áhöld og tæki fyrir- tækisins Tara Nova í Shelboume á Nova Scotia. SÍF tekur við rekstri beggja fyrirtækjanna þann fyrsta október, en sami framkvæmda- stjóri mun stýra fyrirtækjunum áfram. Kaupverð er ekki gefið upp. Sans Souci er í dag stærsta fyrirtækið í vinnslu, dreifingu og sölu á saltfiski í Norður-Ameríku. Markaðir þess era fyrst og fremst stór- og ofurmarkaðir í New York og nágrenni og í Miami á Florida. Fyrirtækið hefur einnig sterka markaðsstöðu í Puerto Rico og á öðrum karabískum eyjum. Einnig er Sans Souci með töluverða dreif- ingu og sölu á heimamarkaði í Kanada. Fyrirtækið fullvinnur all- ar sínar afurðir og er þurrkun á saltfiski veigamesti þátturinn. Árleg velta um 1,8 miHjarðar króna Hjá þessu fyrirtæki starfa um 100 manns á tveimur vöktum. Hráefnisþörf á þessu ári er um 9.000 tonn af fiski, sem skilar um 6.000_tonnum af fullunnum afurð- um. Árleg velta þess er um 1,8 milljarðar króna og fjárhagslega staða sterk og er eiginfjárhlutfall um mitt þetta ár um 29% að sögn Gunnar Arnar Kristjánssonar, framkvæmdastjórar SÍF. Mikil viðsksipti við ísland „Sans Souci hefur síðustu ár átt mikil viðskipti við SÍF og dóttur- fyrirtæki þess í Noregi, MarNor," segir Gunnar Örn. „Þá hefur kana- díska fyrirtækið keypt rnikið af öðram útflytjendum á íslandi, í Færeyjum og Noregi. Einnig kaup- ir fyrirtækið blautverkaðan fisk af öðram framleiðendum í Kanada, og flattan og flakaðan þorsk frá Alaska og ufsa, ýsu, löngu og lýs- ing, bæði flök og flattan fisk. Loks hefur Sans Souci látið fiskvinnslu- fyrirtækið Tara Nova vinna fýrir sig úr frystum þorski frá Rúss- landi og Álaska. Tara Nova hefur einnig unnið úr ferskum fiski, eins og þorski, ufsa og lýsingi, sem keyptur er af viðskiptabátum fyrir- tækisins á svæðinu. Tara Nova er framvinnslufyrirtæki þar sem um 30 manns vinna að staðaldri við frumvinnslu í söltun. Fyrirtækið er einnig í pökkun á ferskum fiski, sem seldur er á mörkuðum í Bos- ton í Bandaríkjunum, og ferskum túnfiski, sem seldur er til Japan. Tara Nova verður frá og með fyrsta október rekið sem hluti af Sans Souci, en ekki sem sjálfstætt fyrirtæki eins og hingað til. Mikill fengur í nýjum mörkuðum Ástæða þess að SÍF hf. fjárfesti í Sans Souci Seafood Ltd. era meðal annars að fyrirtækið er góð- ur fjárfestingarkostur eitt og sér, en auk þess er mikill fengur í að- gangi að þeim mörkuðum, sem fyrirtækið hefur. SÍF hefur ekki unnið á þeim mörkuðum, sem Sans Souci hefur unnið á í Bandaríkjun- um og Karabíska hafinu hingað til í beinni dreifingu til neytenda. Þessi fjárfesting er einnig í anda þeirrar stefnu stjórnar SÍF að nálg- ast hinn endanlega kaupanda eins og unnt er. Aukin velta og hagnaður Fyrir þessi kaup var SÍF-sam- stæðan stærsta einstaka saltfisk- fyrirtæki í heiminum. Með þessum kaupum má gera ráð fyrir því að SÍF og dótturfyrirtæki þess sé með um 16% saltfiskviðskipta í heimin- um. Kaup þessi munu ekki aðeins styrkja stoðir SÍF og dótturfyrir- tækja þess, heldur einnig þá fram- leiðendur sem starfa með SÍF. Þessi kaup munu einnig hafa þau áhrif að velta SÍF-samstæðunnar mun aukast um á annan milljarða króna, þegar tekið er tillit til allra innri viðskipta. Einnig er fyrirséð að kaupin munu hafa áhrif til aukningar á þeim hagnaði, sem ráð var fyrir gert á þessu ári,“ segir Gunnar Örn Kristjánsson. SALTFISKINUM pakkað hjá Sans Souci í Yarmouth á Nova Scotia. SÍF hf. hefur nú keypt allt hlutafé fyrirtækisins og annað frumvinnslufyrirtæki, Tara Nova að auki. í i K1 •' ■ ,/ i Nú fást amerísku Serta rúmin á amerísku ver6i í Hagkaupi. A5eins 50 rúm komu tii iandssins og eru ¥ eingöngu seid í Hagkaupi Kringlunni, Skeifunni, Akureyri, ^ yNjarÖvík Verð á dýnum me6 ramma: Miliistíf Mjúk Quecn 152X203 59.900 64.900 King 193X203 79.800 87.700 Öil rúmin eru seid á grind en án gafia. Mundu eftir Fríkortinu! X. HAGKAUP

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.