Morgunblaðið - 12.09.1997, Page 26
26 FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
ONICELAND
THOMAS Huber; Draumur Jakobs II, olía á léreft 1997.
MYNPLIST
Listasafn íslands
INNSETNING
MÁLVERK
HLJÓÐBAND
Peter Fischli David Weiss Thomas
Huber. Opið alla daga frá 11-17.
Lokað mánudaga. Aðgangur 300
kónur. Til 28. september.
MIKIL framkvæmd hefur verið i
gangi frá 26. júlí undir nafninu On
Iceland og hafa hvorki meira né
minna en 6 sýningarstaðir hýst hana
um lengri og skemmri tíma. Þetta
er sérstakt verkefni, stutt af Nor-
ræna menningarsjóðnum, sem unnið
er í samvinnu við fjölda stofnana
og einstaklinga en aðalskipuleggj-
andi þess er Hannes Lárusson. ON
er sem gefur að skilja umfangmesta
verkefni sinnar tegundar sem sett
hefur verið upp á íslandi og tekur
fyrir það sem aðstandendur þess
nefna tímatengda myndlist, þar sem
ljósmyndir, myndbönd, tölvur og
gerningar eða afleidd tækni eru
meginmiðlarnir. Þáttakendur eru frá
Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada
þannig að um er að ræða í fyllsta
máta alþjóðlega sýningu. Einstökum
þessara sýninga hafa verið gerð skil
í blaðinu, en verkefnið var ekki í
höndum skrifara, sem þó vill leggja
orð í belg í lok tveggja síðustu fram-
kvæmdanna sem eru í Norræna
húsinu (tii 14.9.) og Listasafni ís-
lands (til 28.9.).
Framlag Listasafns fslands er
sýning á verkum svissnesku lista-
mannanna Peter Fischli, David
Weiss og Thomas Hiiber, sem allt
eru vel þekkt nöfn í listheiminum.
Tvíeykið Fischli og Weiss nota tíma-
tengda miðla eins og myndbönd
ásamt því að umbreyta og flytja
eftirlíkingar hversdagslegra hluta
úr nánasta umhverfi okkar í nýtt
samhengi eins og það heitir. Enn-
fremur ljá þeir þeim nýjar merking-
ar sem fela m.a. í sér spurningar
um væntingar áhorfandans og sam-
band skynjunar og þekkingar...
Gjörningur fer fram í myrkvuðum
salnum og byggist á myndbandi á
stórum skermi, eins konar holtómi
eða ginnungagapi í stöðugu iði og
hreyfingu sem virðist ná hámarki
er nagdýri bregður fyrir. Á öðrum
stað er um að ræða margræða end-
urtekningu á ferli ljóss og skugga
á vegg, eins konar hreyfilist, kinet-
ik, ljóssins. Olíumálverk Thomasar
Hiibers, með skírskotun í frásögn
biblíunnar, bera vitaskuld í sér
meiri vísanir til hins hreint mynd-
ræna, en vekja um leið hina áleitnu
spurningu ýmissa listrýna um fjöl-
lyndi listarinnar, er myndiistarmað-
urinn tekur að sænga hjá list hljóðs-
ins á líkan hátt og ljóðlistin er ekki
til friðs í bóli grafíklistarinnar.
Myndverkið er fullt af óræðum
táknum, sem koma málverki í sjálfu
sér lítið við, ber meir í sér list sviðs-
ins, leikhússins, ritaðra vísana og
hugmyndafræði. Allt gott og gilt
og í þessu formi líkast altæku sjón-
rænu blekkingarmáli, en í afar
hreinni útfærslu.
Norræna húsið
LJÓSMYNDIR
SKÚLPTÚR
Urs Luthi Elle-Mie Ejdrup
James Graham. Opið alla daga frá
14-17. Til 14. sept. Aðgangur
300 krónur.
í kjallarasal Norræna hússins eru
þau mætt til leiks, Urs Liithi, Elle-
Mie Ejdrup og James Graham. Urs
Liithi sýnir ljósmyndaverk í 180
hlutum sem hann nefnir „Líf og
starf séð í gegnum bleik gleraugu
langana minna“. Telur sig koma inn
á mörg helstu svið ljósmyndarinnar
eins og hún er notuð sem myndlist-
armiðill. En því er erfitt að vera
sammála í ljósi einhæfni útfærsl-
unnar og hins mikla og fjölþætta
framboðs á ljósmyndum á núlista-
vettvangi, minnir frekar á margt
sem gert var á áttunda áratugnum
ásamt narcisisma, sjálfsást, tím-
anna. Hins vegar eru tilraunir Elle-
Mie Ejdrup nær því að vera tíma-
tengdar, einkum hið umdeilda verk
„Friðarskúlptúr", þar sem laser-
geisla var skotið þúsundir kílómetra
eftir vesturströnd Danmerkur á
milli rústa þýskra varnarvirkja frá
seinni heimsstyijöldinni svo og
skjálftamæla hennar í ganginum.
Hins vegar gefa hinar stóru og bláu
ljósmyndir afar litla hugmynd um
gjörninginn. Elle-Mie er í senn fræg
og alræmd í heimalandi sínu og
liggur auðsjáanlega mikið á hjarta,
er öfgafullur baráttumaður fyrir
algeru frelsi listarinnar og að öllu
samanlögðu hápólitískur listamað-
ur. James Graham fer í smiðju
Kasimirs Malevich, er hann raðar
formum málverka hans á gólfið með
ósamsettum einingum úr Ikea-hús-
gögnum. I texta setur Graham upp
hliðstæður milli einkenna hins
markaða nytjastíls í Ikea-húsgögn-
unum og viðhorfa sem birtast jafnt
í mótmælendatrú og ýmsum grund-
vallarstefnum innan módernismans
svo sem De Stijl og Suprematisma.
Verkunum fylgja jafnframt umbúð-
irnar frá fyrirtækinu. Eitthvað er
þetta langsótt skilgreining og miss-
ir marks því verkin eru í hæsta
máta ósannfærandi á gólfinu, sem
er að auk afar illa fallið fyrir verk
af þessu tagi.
Þá er nýlokið sýningu kanadísku
listamannana Árna Haraldssonar
og Davids Askevold að Kjarvals-
stöðum og svo mikið lá á að koma
framkvæmdinni upp, að hluti Sum-
arsýningarinnar var tekinn niður
sem er umdeilanlegur verknaður.
Sýning þeirra félaga minnti mig
merkilega mikið á aðra sýningu sem
nú er einnig nýlokið í Kunstnerfor-
eningen í Kaupmannahöfn og
nefndist „Crushing" og að því leyti
má segja að hún hafi verið tíma-
tengd. Ljósmyndir Árna voru fram-
úrskarandi vel teknar og útfærðar
og myndbandsverk Askevolds at-
hyglisvert fyrir hina sterku skír-
skotun og hefði hlutur þeirra vissu-
lega verðskuldað sérstaka umfjöllun
á meðan hún stóð yfir.
í tengslum við hina viðamiklu
framkvæmd var einnig alþjóðleg
námsstefna þar sem fjórir kunnir
útlendir uppfræðarar kenndu og
störfuðu með blönduðum hópi ís-
lenzkra og erlendra listnema og
listamanna. Var um þéttskipaða
dagskrá að ræða í tvær vikur og
var vel af henni látið.
Svo virðist sem aðstandendur
framkvæmdarinnar geti í hvorugan
fótinn stigið fyrir ánægju yfir fram-
gangi listgjörninganna, og telja að
þessir atburðirnir muni skila sér í
margvíslegu formi í íslenzku mynd-
listarlífi á næstu misserum og árum.
Megi þeim verða að von sinni innan
vissra marka, en sannast sagna
varð ég lítið var við gesti á sýning-
unum er ég skoðaði þær, og var
það þó oft og mörgum sinnum.
Öll þessi framkvæmd vekur helst
upp mikla og brennandi spurningu,
sem er hvort „tímatengd“ list að
utan eigi að vera íslenzkum lista-
mönnum alfarið vegvísir og leiðsögn
til framtíðar, eða hvort við höfum
ekkert til málanna að leggja sjálfir.
Okkur hefur um áratugi einmitt
vantað slíka framkvæmd og upp-
stokkun á öllu því sem er tímatengt
í okkar eigin umhverfi, okkar eigin
list, blóði, tárum og svita. Og vel
að merkja hefur enginn einkarétt á
tímatengdri list, því það verður öll
fersk listsköpun að teljast sem er
virk í samtíð sinni.
Bragi Ásgeirsson
Fjögur íslensk skáldverk og
Proust í haustútgáfu Bjarts
Marcel Kristján Jón Kalman
Proust Kristjánsson Stefánsson
FJÖGUR ný íslensk skáldverk og
jafn margar þýðingar koma út
hjá Bjarti í haust. Mestum tiðind-
um sætir án vafa þýðing Péturs
Gunnarssonar á skáldsögu Marcel
Proust íleit að liðnum tíma sem
er eitt af höfuðverkum bók-
mennta 20. aldarinnar. Pétur hef-
ur ráðist í að þýða þetta meistara-
verk en skemmst er að minnast
þess að hann þýddi Frú Bovary
eftir Flaubert fyrir tveimur árum
og hlaut mikið lof gagnrýnenda
fyrir.
Jón Kalman Stefánsson sendir
frá sér sína aðra bók á tveimur
árum en hún heitir Sumarið bak-
við Brekkuna. Er þetta skáldsaga
en í fyrra kom út sagnasafn hans
Skurðir í rigningu. Sumarið bak-
við Brekkuna er skemmtisaga
sem gerist á seinni hluta áttunda
áratugarins á sérkennilegu sam-
býli nokkurra sveitunga í dal vest-
ur á landi.
Siguijón Magnússon sendir frá
sér skáldsöguna Glerhúsið en það
er fyrsta bók hans. Glerhúsið er
samtímasaga um fjölskyldu í
Reykjavík. Heimilisvinur fjöl-
skyldunnar stígur feilspor í sam-
skiptum sínum við húsmóðurina.
Sonurinn getur ekki sætt sig við
þá bresti sem myndast hafa innan
fjölskyldunnar og viðbrögð hans
draga dilk á eftir sér.
Eftir Óskar Árna Óskarsson
kemur hans fyrsta prósabók. Bók-
in nefnist Vegurinn til Hólmavík-
ur og er ferðasaga - dagbók
ferðalangs. Óskar Árni hefur
áður sent frá sér bæði Ijóðaþýð-
ingar og frumsamdar ljóðabækur.
Kristján Kristjánsson rithöf-
undur sendir nú frá sér jjóðabók
en hann hefur meðal annars gefið
út skáldsögurnar Minningar elds,
Ár bréfberans og Fjórða hæðin.
Tækifæristónlist nefnist skáld-
saga eftir bandariska rithöfundinn
Paul Auster sem er íslenskum les-
endum að góðu kunnur fyrir New
York trílógíu sína, Glerborgin,
Dragar og Lokað herbergi. Tæki-
færistónlist fjaliar um tvo menn,
pókerspilara og uppgjafa slökkvi-
liðsmann. Þeir hittast fyrir tilvilj-
un og ákveða í sameiningu að
leggja aleiguna undir í póker við
tvo vellauðuga sérvitringa.
Eftir bandarísku skáldkonuna
Kate Chopin kemur út skáldsagan
Vakning. Jón Karl Helgason þýð-
ir. Útgáfa bókarinnar markaði
þáttaskil í baráttu bandarískra
kvenna fyrir réttindum sínum.
Sagan fjallar um Ednu Pontellier
móður og eiginkonu til margra ára
sem lifir fremur ástríðulausu lífi
þar til hún kynnist ungum manni
og nýjar kenndir vakna.
Að lokum hefur Árni Ibsen þýtt
úrval úr Ijóðum bandaríska ljóð-
skáldsins William Carlos Williams
sem lést árið 1963. Árni skrifar
stuttan inngang þar sem hann
fjallar um skáldið og verk þess.
Dönsk mynd
í Norræna
húsinu
DANSKA kvikmyndin „Bust-
ers verden“ verður sýnd
sunnudaginn 14. september
kl. 14.
„Busters verden“ er marg-
verðlaunuð dönsk barna- og
fjölskyldumynd eftir Bille
August, byggð á sögu Bjame
Reuter. Buster Oregon Mort-
ensen er 10 ára gutti, hann
er mikill draumóramaður og
hefur fjörugt ímyndunarafl.
Buster er einnig nokkuð fær
töframaður og úrræðagóður
með eindæmum.
Myndin er með dönsku
tali, og er 91 mín. að lengd.
Aðgangur ókeypis.
„Frátekið
borð“í
Fógetanum
ÖRLAGAÞRUNGNA kóme-
dían „Frátekið borð“ verður
sýnd í veitingahúsinu Fóget-
anum sunnudaginn 14. sept-
ember kl. 21.30. Kómedían
er einþáttungur eftir Jónínu
Leósdóttur. Leikarar eru
Saga Jónsdóttir, Soffía Jak-
obsdóttir og Hildigunnur Þrá-
insdóttir. Leikstjóri er Ásdís
Skúladóttir.
Nýjar bækur
• ÚT ER komin bókin Saga list-
arinnar (The Story of Art) eftir E.H.
Gombrich.
E.H. Gombrich (f. 1909 í Vínar-
borg) er prófessor í listasögu við
University of
London. Hann
var aðlaður 1972
og honum hafa
auk þess hlotnast
fjöldamargar
viðurkenningar
og verðlaun á
sviði listasögu.
Hann hefur skrif-
að tvær bækur
um listasögu til
viðbótar við The
Story of Art, og gefið út ritgerða-
og greinasafn sitt í tíu bindum.
Saga listarinnar er þýdd eftir 16.
útgáfu bókarinnar, en hún hefur
verið aukin og endurskoðuð reglu-
lega. í þessari útgáfu eru enn fleiri
litmyndir en áður.
Bókin er eitt þekktasta verk á sínu
sviði og hefur allt frá upphafi verið
vinsæl, bæði sem kennsluefni ogtil
almenningsnota. Bókin hefur verið
þýdd á 30 tungumál.
Saga listarinnar rekur sögu list-
rænnar sköpunar mannkyns, allt frá
hellaristum til listaverka samtímans.
Viðfangsefni bókarinnar er m.a.
húsagerðarlist, myndlist, högg-
myndagerð og fleira.
Saga listarinnar er íþýðingu Hall-
dórs Björns Runólfssonar listfræð-
ings. Utgefandi er Mál og menning.
Bókin er prýdd 440 litmyndum og
hún hefur að geyma yfirlit yfír mikil-
vægar listasögu- og listaverkabæk-
ur, kort, töflur, heimildaskrá ogat-
riðisorðaskrá. Hún er 688 blaðsíður,
prentuð íHongKong. Kiljuverð: 4.
980,innbundin bók, verð: 6.980.