Morgunblaðið - 12.09.1997, Síða 34
34 FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1997
IVIINIMINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
GRETA
SIG URÐARDÓTTIR
+ Gréta Sigurð-
ardóttir fædd-
ist á Akureyri 2.
nóvember 1933.
Hún lést 4. septem-
ber síðastliðinn.
Kjörforeldrar
hennar voru Guð-
rún Sigurbjörns-
dóttir, f. 1. ágúst
1905, d. 20. feb.
1978, og Sigurður
Helgason, raf-
magnseftirlitsmað-
ur, f. 13. feb. 1902,
d. 21. ágúst 1990.
Bróðir hennar er
Svanbjörn Sigurðsson, raf-
veitustjóri, f. 1. jan. 1937.
Hann er kvæntur Margaretu
Sigurðsson, f. 23. ágúst 1941.
Þau eiga þrjú börn.
Hinn 30. des. 1961 giftist hún
Aðalgeiri Aðal-
steinssyni kennara,
f. 28. júní 1934.
Foreldrar hans
voru Helga Jakobs-
dóttir, f. 11. sept.
1900, d. 18. des.
1967, og Aðalsteinn
Aðalgeirsson, f. 18.
maí 1899, d. 12.
des. 1979. Dætur
Grétu og Aðalgeirs
eru: Sigrún, f. 18.
maí 1960, Helga, f.
30. des. 1964, gift
Oskari Inga Sig-
urðssyni, sonur
Sindri Geir, og Kristín, f. 5.
maí 1970, gift Robert William
Jagerson, sonur Aron Daníel.
Utför Grétu fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.30.
Gréta Sigurðardóttir, systir mín,
lést fimmtudaginn 4. september.
Hún hefur átt í langri og erfiðri
baráttu við miskunnarlausan sjúk-
dóm, sem gaf engin grið. í slíkum
tilfellum er gott að fá að kveðja
3b> þennan heim, verða laus við þján-
ingarnar og halda áfram á þeirri
braut sem okkur öllum er ætlað
að fara. Hjá okkur sem eftir lifum
leitar hugurinn til baka og hjá mér
vakna fagrar minningar, um góða
systur sem ég á svo margt að
þakka.
Gréta var stóra systir mín og
gætti mín af einstakri samvisku-
semi og umhyggju, siðaði mig til
og kenndi mér fyrstu lífsreglurnar.
Við ólumst upp á góðu heimili
__og nutum ástar og umhyggju for-
eldra okkar í ríkum mæli. Það var
mjög gestkvæmt á heimilinu og við
kynntumst mörgu góðu fólki, ekki
síst fólki úr sveitunum, sem kom
og fékk að gista hjá okkur.
Við höfðum mikil tengsl við
frændfólkið okkar í Máskoti í
Reykjadal og þar dvaldist Gréta
oft sumarlangt og undi hag sínum
vel. Einnig dvöldu systurnar,
frænkur okkar úr Máskoti, hjá
okkur í Brekkugötu 39, nokkra
vetur þegar þær stundu vinnu á
Akureyri.
Gréta lauk gagnfræðaprófi frá
Gagnfræðaskólanum á Akureyri og
síðar stundaði hún nám við Hús-
mæðraskólann á Laugum í
Reykjadal. Hún giftist Aðalgeiri
Aðalsteinssyni frá Laugavöllum í
Reykjadal og áttu þau þrjár dætur,
Sigrúnu, Helgu og Kristínu. Gréta
var einstaklega góð móðir, um það
eru dætur hennar sammála og vin-
konur þeirra, til Grétu fannst þeim
alltaf gott að koma.
Þegar við Margareta fórum að
búa hér á Akureyri árið 1963, hófst
strax mjög gott samband milli fjöl-
skyldnanna. Margareta kunni vel
að meta Grétu og urðu þær góðar
vinkonur og sá vinskapur hélst alla
tíð, einnig hefur mikið og gott sam-
band ríkt milli bama okkar og okk-
ar allra.
Gréta og Aðalgeir höfðu mikinn
áhuga á ferðalögum um landið og
eru þær ófáar ferðirnar og útileg-
urnar sem fjölskyldur okkar fóru
saman. Margar góðar minningar
eru frá þessum ferðum og margar
eru myndirnar til, sem sýna börnin
okkar á mismunandi þroskastigum.
Fyrir um tíu árum veiktist Gréta
af krabbameini og gekk í gegnum
langa og erfiða læknismeðferð.
Hún tók sjúkdómnum með æðru-
leysi og sýndi mikinn hetjuskap í
baráttunni við hann og hafði sigur.
Skömmu síðar fór að bera á öðrum
*
SIGURFINNA
EIRÍKSDÓTTIR
+ Sigurfinna
ríksdóttir,
Dvergasteini
Vestmannaeyjum,
var fædd 21. júlí
1915. Hún lést á
Hrafnistu í Hafn-
arfirði 24. ágúst
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Eiríkur Ögmunds-
son og Júlía Sig-
urðardóttir. Sigur-
finna var elst al-
systkina, hin eru
Gunnar (látinn),
Guðmundur (lát-
inn), Margrét, búsett í Reykja-
vík, Þórarinn, búsettur í Vest-
mannaeyjum, og Laufey (lát-
in). Hálfbræður sammæðra
eru Óskar, búsettur í Hafnar-
firði, og Sigurbjörn (látinn).
Eiginmaður Sigurfinnu var
Þorleifur Jónasson, skipstjóri
frá Dagsbrún, Neskaupstað,
f. 11. okt. 1914, d. 1. apr. 1994.
Börn þeirra eru: 1) Jónas Pét-
ur, látinn, 2) Guð-
mundur, skipstjóri,
kvæntur Bertu
Kjartansdóttur og
eru börn þeirra tvö
og barnabörn sex.
Fyrir á Guðmund-
ur tvo syni og fyrir
á Berta eina dótt-
ur. 3J Sigurbjörg,
gift Olafi G. Gísla-
syni útgerðar-
manni og eru börn
þeirra fimm og
barnabörnin fimm.
Fyrir á Ólafur einn
son. 4) Eiríkur,
skipstjóri, kvæntur Þóru Er-
lendsdóttur, þau eiga einn son
og 2 barnabörn. 5-6) Tvíbura-
bræður, Herbert, bygginga-
verkamaður, í sambúð með
Hrefnu Guðmundsdóttur, og
Jónas Pétur, sjómaður, kvænt-
ur Gínu Cuizon.
Útför Sigurfinnu fór fram
frá Víðistaðakirkju 1. septem-
ber.
Þegar mamma hringdi og sagði
okkur að Minna amma væri dáin,
ieituðu minningar á hugann.
Minningar um sumrin sem við
systurnar dvöldum hjá ömmu og
afa á Neskaupstað, bílferðunum
inná Hérað, kleinubaksturinn með
ömmu, og margar tilraunir ömmu
til að kenna okkur að hekla, með
misjöfnum árangri þó.
Eftir að amma og afi fluttu í
Hafnarfjörð var oft komið við í
kaffi og alltaf átti amma heimabak-
aðar kleinur og fleira góðgæti. I
sjúkdómi, sem enn erfiðara var að
ráða við. Það var alzheimersjúk-
dómurinn. Síðustu árin hefur Gréta
dvalist á Dvalarheimilinu Hlíð og
þökkum við starfsfólkinu þar fyrir
góða umönnun. Þar hafa allir lagst
á eitt, til að henni mætti líða sem
best.
Við Margareta og börnin okkar
kveðjum Grétu með söknuði og
trega og vottum fjölskyldu hennar
samúð okkar.
Svanbjörn Sigurðsson.
Ég minnist þín með þakklæti,
Gréta mín. Við þekktumst frá
fyrstu tíð, því foreldrar okkar voru
vinir og svo giftust þið Aðalgeir
bróðir minn, eignuðust þrjár mann-
vænlegar dætur og þá urðu sam-
skiptin enn þá meiri.
Það var ætíð snyrtilegt heimili
á Brekkugötu 39 og gott andrúms-
loft sem allir á heimilinu hjálpuð-
ust að við að skapa. Það voru
margir sem áttu þar höfði sínu að
halla.
Ég var ávallt velkomin og fékk
að vera, t.d. þegar ég beið eftir að
eiga eldri börnin mín. Þú varst með
Sigrúnu á fyrsta ári í fyrra sinnið
og ég var að reyna að læra af þér
meðferð á ungbörnum, því ég hafði
enga reynslu á því sviði. Það var
mér og börnum mínum til góðs,
því þú varst bæði nærfærin og
umhyggjusöm. Svo var ég að reyna
að pijóna, en ég hafði ekki haft
áhuga á pijónaskap fyrr. Þá sagðir
þú mér til við það.
Þú hafðir gaman af því að ferð-
ast og varst í Ferðafélagi Akur-
eyrar og svo varst þú líka í Slysa-
varnafélaginu til styrktar því. Aðal-
geir var í Karlakór Akureyrar svo
þú varst stundum að baka fyrir þá
eða ferðast með þeim.
Síðustu árin hafa verið erfið
vegna veikinda þinna, bæði þér og
þínum.
Þegar æviröðull rennur,
rökkvar fyrir sjónum þér,
hræðstu eigi, Hel er fortjald,
hinum megin birtan er.
Höndin, sem að hingað leiddi,
himins til þig aftur ber.
Drottinn elskar, Drottinn vakir,
daga og nætur yfir þér.
(Sig. Kr. Pétursson)
Við Skúli sendum Aðalgeiri og
öðrum aðstandendum innilegar
samúðarkveðjur.
Hólmfríður Aðalsteinsdóttir.
bytjun sumars fór Böddi í pössun
til langömmu sinnar og áttu þau
góðar stundir saman og úr þessum
heimsóknum kom Böddi heim með
smáhluti sem hann á nú til minn-
ingar um þær.
Fyrir stuttu áttum við fjölskyld-
an ánægjulega kvöldstund hér á
heimili okkar með ömmu sem við
erum nú mjög þakklát fyrir, því
skömmu síðar veiktist hún og fór
í aðgerð sem tókst vel.
Hún virtist vera á batavegi og
höfðum við vonast til að fá að njóta
samvista við hana lengur, þegar
kallið kom.
Við vitum að afi tekur vel á
móti henni í nýjum heimkynnum
og biðjum góðan Guð að blessa
minningu hennar.
Bryndís, Páll, Grétar,
Björn Berg og Aron Berg.
SIGURÐUR
ÓSKARSSON
+ Sigurður Ósk-
arsson fæddist á
Akureyri 17. ágúst
1948. Hann lést 3.
september síðastlið-
inn. Hann var sonur
hjónanna Sigur-
laugar Njálsdóttur,
f. 4.12. 1924, og
Óskars Friðjóns
Jónssonar, f. 1.6.
1921, d. 15.5. 1991.
Bræðurnir voru
fjórir, elstur þein-a
var Sigurður, þá
Þorsteinn, Jón Þór-
ir og Ólafur Njáll.
Sigurður var í sambúð með
Bergþóru Reynisdóttur og eiga
þau saman tvö börn, Sigurð
Frey, 14 ára, og Lilju Ósk, 10
ára. Auk þess sem hann átti tvö
fósturbörn, Bjarna Bæring
Bjarnason og Önnu Lindu
Bjarnadóttur. Sigurður og
Bergþóra slitu samvistir.
Útför Sigurðar fer fram frá
Glerárkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Ekki datt mér í hug að ég væri
að faðma þig í seinasta sinn þrem-
ur dögum fyrir andlát þitt. Þú hef-
ur alltaf verið svo góður við okkur
systkinin. Nokkur undanfarin sum-
ur hef ég verið hjá ykkur Sigurði
Frey í nokkra daga í einu, og verða
þær minningar geymdar vel og
lengi.
Elsku Sigurður Freyr, þú hefur
misst mikið því þið feðgar voruð
svo miklir vinir, ákvarðanir voru
alltaf teknar af ykkur báðum varð-
andi húsið ykkar, fótboltann og
allt sem þið gerðuð saman.
En þú hefur ömmu Lillu þér við
hlið núna eins og alltaf.
Elsku amma Lilla, Lilja Ósk,
Bjarni, Anna Linda og aðrir að-
standendur, geymum góðar minn-
ingar.
Þín frænka,
María Hlíf.
Elsku Siddi. Margar minningar
koma í huga minn núna þegar ég
sest niður og skrifa nokkrar línur
til þín. Það eru orðin 25 ár síðan
ég kynntist þér og kom inn í fjöl-
skylduna þína. Við vorum lengi
bara tvær mágkonurnar en urðum
þijár eftir nokkur ár. Oft og tíðum
varst þú fámáll en talaðir með aug-
unum, en þetta átti eftir að breyt-
ast með árunum.
Fyrir 14 árum fæddist fyrsta
barn þitt, Sigurður Freyr, og fjór-
um árum seinna Lilja Ösk sem er
10 ára. Erfitt tímabil áttir þú þeg-
ar þið Bergþóra slituð samvistir,
en alltaf birtir um síðir.
Þú áttir dásamlega fallegt heim-
ili með Sigurði Frey og þar var allt
á sínum stað. í vor þegar þú sagðir
okkur að þér hefði verið sagt upp
í vinnunni höfðum við áhyggjur af
þér, en þú sagðir að þú ætlaðir að
vera í fríi í sumar og athuga með
vinnu í haust. í minningunni verður
sonur þinn ævinlega þakklátur fyrir
þetta sumar sem þið áttuð saman.
Fótboltinn var ykkar áhugamál
og eydduð þið ykkar
tíma í leik og sstörf
hjá Þór: Hamar var
ykkar annað heimili,
þar voruð þið ef þið
voruð ekki heima í
Mánahlíðinni. Eftir að
þið feðgar urðuð tveir,
fórum við oft í ferðir
saman. Við vorum hjá
ykkur helgina áður en
þú lést. Þá var það
ákveðið að við mund-
um ekki koma í réttirn-
ar þessa helgi eins og
við höfðum gert síð-
ustu 13 ár. Börnin okk-
ar urðu ekki ánægð með þær
ákvarðanir, en^æðri máttur tók af
okkur völdin. Á morgun förum við
með þau í réttirnar.
Elsku Siddi, við kveðjum þig með
söknuði, þetta verða erfið spor í
kirkjuna í dag. Elsku Sigurður
Freyr, Lilja Ósk, Bjarni Bæring,
Anna Linda, Lilla og bræðurnir og
fjölskyldur okkar, Begga og fjöl-
skylda. Guð styrki okkur öll á þess-
um erfiðu tímamótum.
Þín mágkona,
María Kristinsdóttir.
Manni bregður alltaf þegar frétt-
ir berast um að félagi, sem er á
besta aldri, sé fyrirvaralaust kvadd-
ur frá okkur. Þegar þær fréttir bár-
ust inn á miðstjórnarfund í Rafiðn-
aðarsambandinu fyrir helgi, að
Siggi Óskars væri fallinn frá setti
menn hljóða og fundurinn stöðvað-
ist um nokkurn tíma. Hann átti þar
félaga og vini i hveiju sæti og naut
mikillar virðingar meðal forystu-
manna Rafiðnaðarsambandsins.
Sigurður tók sveinspróf í raf-
virkjun 1971 og hann hefur allan
sinn starfsaldur starfað við iðn
sína. Hann fór snemma að skipta
sér af félagsmálum og varð fljót-
lega einn af helstu forystumönnum
Rafvirkjafélags Akureyrar, síðar
Rafiðnaðarfélags Norðurlands.
Hann var meðal annars gjaldkeri
félagsins um langt skeið og gegndi
mörgum trúnaðarstörfum fyrir
samtök rafiðnaðarmanna. Hann
var einn af þeim mönnum sem
hafa komið að ákvarðanatöku um
málefni Rafiðnaðarsambands ís-
lands um langt skeið. Hann sat flest
þing sambandsins og var sam-
bandsstjórnarmaður.
Sigurður var rólegur maður sem
ekki fór mikinn, en hann hafði sín-
ar skoðanir og fylgdi þeim eftir og
gerði það mjög vel án þess að halda
gífuryrtar ræður með miklum há-
vaða á fundum. Þannig menn eru
ákaflega verðmætir í öllu félags-
starfi og er óhætt að segja að hann
féll vel í þann_ hóp manna sem
mótaði störf RSÍ og stofnana þess.
Sigurður átti þátt í að gera sam-
bandið að því sem það er í dag.
Ég vil fyrir hönd rafiðnaðar-
manna þakka fyrir verðmætt fram-
lag Sigurðar til okkar samtaka og
flyt aðstandendum innilegar sam-
úðaróskir.
Guðmundur Gunnars-
son, form. Rafiðnaðar-
sambands íslands.
HJÖRTUR HJARTARSON
Hjörtur H. Hjartarson lögfræð-
ingur hjá Reykjavíkurborg er látinn
á 69. aldursári. Fráfall hans bar
brátt að, og má með sanni segja
að hann hafi helgað borginni
starfskrafta sína fram á síðasta
dag, þegar heilsa hans gaf sig.
Starfsaldur hans hjá Reykjavíkur-
borg var langur og farsæll. Hann
hóf störf á skrifstofu borgarstjóra
árið 1968 og starfaði lengst af sem
deildarstjóri innheimtudeildar.
Áður hafði Hjörtur verið fulltrúi
borgarfógeta með aðsetur hjá
Gjaldheimtunni í Reykjavík.
Auk venjubundinna stjórnunar-
starfa í innheimtudeild hafði
Hjörtur lengi vel umsjón með lóða-
samningum. Hann sá um samn-
ingagerð og uppgjör vegna kaupa
og sölu Félagsmálastofnunar
Reykjavíkur á leiguíbúðum borg-
arinnar, annaðist lánaumsýslu fyr-
ir Lífeyrissjóð starfsmanna
Reykjavíkurborgar og sinnti ýms-
um öðrum lögfræðilegum verkefn-
um. Öllum þessum störfum gegndi
hann af stakri samviskusemi og
prúðmennsku.
Hjörtur var þægilegur í viðmóti
og greiðvikinn og einkar vinsæll
meðal samstarfsmanna. Þeir sem
gleggst þekktu Hjört tala um að
hann hafi verið næmur á spaugileg-
ar hliðar mála og einkar hnyttinn
í tilsvörum og athugasemdum.
Hjartar er nú sárt saknað af
samstarfsmönnum í Ráðhúsi
Reykjavíkur. Fyrir þeirra hönd
votta ég eiginkonu Hjartar, Rósu
Björgu Karlsdóttur, og fjölskyldu
hans, innilega samúð. Hirti eru
þökkuð vel unnin störf í þágu
Reykjavíkurborgar.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.