Morgunblaðið - 12.09.1997, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 12.09.1997, Qupperneq 38
- 38 FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1997 MINIMINGAR MORGUNBLAÐIÐ SVEINBJÖRN JÓNSSON + Sveinbjörn Jónsson fæddist í Drápuhlíð í Helga- fellssveit á Snæ- fellsnesi 2. maí 1904. Hann lést í Seljahlíð í Reykja- vík 1. september síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Sigrúnar Guð- mundsdóttur (f. 4. júlí 1874, d. 13. ág- i'*’ úst 1946) frá Arn- kötludal í Tungu- sveit og Jóns Guð- mundssonar (f. 1842, d. 16. okt. 1915) frá Kjör- vogi við Reykjarfjörð. Systkini Sveinbjarnar voru fjögur, Jó- hanna Sigríður (f. 29. sept. 1898, d. 8. jan. 1990), Hallgrím- ur (f. 11. des. 1902, d. 12. feb. 1988), Elísabet (f. 7. nóv. 1912, d. 2. jan. 1977) og Rósi Sigurð- ur (f. 15. feb. 1910, d. 22. mars 1931). Hinn 13. okt. 1930 giftist Sveinbjörn eftirlifandi eigin- konu sinni, Elinborgu Ólafs- ^ dóttur (f. 14. júní 1906). Þau eignuðust fimm börn. Þau eru: 1) Haukur (f. 9. nóv. 1928), kvæntur Margréti Guðjónsdótt- ur og eiga þau fimm börn. 2) Sigriður (f. 19. mars 1931), gift Árna Þorgrími Kristjánssyni (d. 29. maí 1991) og eiga þau tvö böin. 3) Arnar, sem lést stuttu eftir fæðingu. 4) Erna (f. 3. apríl 1939), gift Halldóri Sturlu Friðrikssyni og eiga þau fjögur börn. 5) Bjarni, (f. 14. mars 1941, d. 11. feb. 1996) kvæntur ' Maríu Tómasdóttur og eiga þau þrjá syni. Sveinbjörn flutti með foreldrum sín- um frá Drápuhlíð til Skálavíkur og síðar að Hrafns- fjarðareyri í Grunnavíkurhreppi og ólst hann þar upp til 14 ára ald- urs. Þá réðst hann till vinnumennsku, fyrst að Dröngum í Strandasýslu og síðast að Laugabóli á ísafirði. Svein- björn stundaði nám, fyrst við Núpsskóla árin 1924-25 og síðan við Bændaskólann á Hvanneyri 1928-30 þaðan sem hann út- skrifaðist sem búfræðingur. Sveinbjörn og Elínborg kona hans hófu búskap í Hveragerði og síðar á Eyrarbakka, þar sem Sveinbjörn vann margvísleg störf. Þau fluttu síðan að Salt- vík á Kjalarnesi þar sem Svein- björn var bústjóri. Árið 1936 flutti fjölskyldan til Reykjavík- ur þar sem Sveinbjörn var bif- reiðarsljóri hjá Hreyfli 1938-58 en vann samhliða við húsasmíð- ar. Eftir að hann lét af störfum hjá Hreyfli, vann hann við hús- gagnasmiði, m.a. hjá Stálhús- gögnum, og síðast við af- greiðslu hjá Hafskip fram til 1977 þegar hann lét af störfum. Sveinbjörn og Elínborg bjuggu lengst í Reykjavik í Drápuhlíð 15 og síðan í Sólheimum 38. Elínborg Ólafsdóttir dvelur í Seljahlíð í Reykjavík. Utför Sveinbjarnar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Kynni mín af Sveinbirni Jónssyni hófust árið 1984 þegar ég hóf sam- búð með sonarsyni hans, Tómasi Bjarnasyni. Það er erfitt að lýsa í fáum orðum hversu mikils virði það var mér að fá að kynnast Svein- birni. Ég fékk ekki einungis að kynnast stórkostlegum afa heidur eignaðist ég einnig vin í bestu merk- ingu þess orðs. Sveinbjörn var fæddur skömmu eftir aldamót og hefur því lifað mestu "umbreytingartíma sem ís- lensk þjóð hefur gengið í gegnum. Ævisaga hans er samofin sögu ís- lensks þjóðfélags á þessari öld og + Elskuiegur faðir minn og bróðir, ÞORSTEINN EINARSSON húsgagnabólstrari, Sörlaskjóli 10, Reykjavík, lést á heimili sínu mánudaginn 25. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Guðrún Einarsdóttir. t Elskulegur bróðir okkar, SIGURÐUR LÁRUSSON bóndi, Hörgslandskoti, lést á hjúkrunarheimilinu Klausturhólum fimmtu- daginn 4. september. Útförin fer fram frá Prestbakkakirkju á Síðu, mánudaginn 15. september, kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á líknarstofnanir. Fyrir hönd aðstandanda, Steingrímur Lárusson, Magnús Lárusson. Lokað verður í dag vegna jarðarfarar ÓLAFS STEINARS VALDIMARS- SONAR, fyrrverandi ráðuneytisstjóra. Antikhúsið, Skólavörðustíg 21. sú saga hefst í sárri fátækt. For- eldrar Sveinbjamar bjuggu við kröpp kjör og 11 ára gamall missir hann föður sinn. 14 ára fer hann alfarinn að heiman og fer í sína fyrstu vist sem stóð í þrjú ár. Svein- bjöm hafði góða frásagnarhæfileika og þeir nýttust vel þegar hann dró upp myndir frá fyrstu æviárum sín- um. Með vinnusemi og dugnaði tókst Sveinbirni að komast til náms, fyrst að Núpi um tvítugt og síðar stundaði hann nám við bændaskól- ann að Hvanneyri. Þó formleg skólaganga Svein- bjarnar væri ekki löng í ámm var hann vel menntaður og víðlesinn. Sveinbjörn hafði líka þann einstaka hæfileika að miðla öðrum af þeirri þekkingu sem hann hafði aflað sér og hefði hann sómt sér vel á hvaða fræðasetri sem er. Sveinbjörn og Elínborg lögðu ávallt áherslu á mik- ilvægi góðrar menntunnar og þegar við hófum langskólanám áttum við í þeim einlæga stuðningsmenn. Dvöl Sveinbjarnar á Hvanneyri var honum mikils virði því að þar kynntist hann konu sinni Elínborgu Ólafsdóttur. Það var mér ómetan- legt að kynnast þeirri ást og virð- ingu sem milli þeirra ríkti. Svein- björn lagði ávallt mikla áherslu á það að hann væri ríkur maður í þeim skilningi að hann hefði fengið að eyða ævinni með Elínborgu og börnum þeirra. Sveinbjörn lagði einnig mikla áherslu á samheldni fjöskyldunnar og umhyggja hans fyrir henni átti sér lítil takmörk. Gott dæmi um það er sú elska sem hann sýndi sonum okkar Tómasar. Frá unga aldri áttu þeir ást hans og þeir nutu þess að heimsækja langafa og langömmu. Afastrák- arnir báru ótakmarkaða virðingu fyrir langafa þegar kom að hand- verki. Þegar eitthvað átti að smíða eða búa til var viðkvæðið að það væri best að leita til langafa. Merki- legast fannst bræðrunum þó að langafi hefði byggt heilu húsin. En það var einnmitt þannig sem Svein- björn kom fótunum undir fjölskyld- una eftir kreppuna á fjórða ára- tugnum. Sveinbirni var úthlutuð lóð í Drápuhlíð 15 í Reykjavík og reisti þar hús handa ljölskyldunni. Skömmu síðar fékk hann úthlutað annarri lóð og reisti þar annað hús- eign sem hann seldi. Samhliða vann hann við akstur hjá Hreyfli. Svein- björn sagði þessa sögu oft. Ekki til að miklast af, slíkt var honum fjarri, heldur til að miðla okkur sem yngri vorum þeim gildum sem hann mat mest; vinnusemi og sjálfsbjarg- arviðleitni. Síðasta íbúð sem Svein- björn vann að, var einnmitt síðasta heimili þeirra hjóna í Sólheimum 38, þaðan sem við öll eigum kærar minningar. Gleði, gestrisni og kær- leikur einkenndu það heimili og stundirnar þar gleymast aldrei. Sveinbjörn elskaði landið sitt og sínar bestu stundir áttu þau hjónin á ferðalögum. Allt fram á síðasta dag ók Sveinbjörn eigin bifreið og þau hjónin nutu þess að aka þangað sem hugurinn bauð og njóta fegurð- ar íslenskrar náttúru. Nú er Svein- björn lagður af stað í sina hinstu för. Þrátt fyrir að hann hafi verið orðin 93 ára gamall þá er erfitt að sætta sig við brottför hans; svo stóru og mikilvægu hlutverki gegndi hann í lífi íjölskyldu minnar. Við munum sárt sakna afa, langafa og vinar. Blessuð sé minnig Svein- bjarnar Jónssonar. Guðný Björk Eydal. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Elsku frændi! Með þessum línum vil ég kveðja þig og þakka þér fyrir allar yndis- legu stundirnar sem ég átti með þér og Ellý ömmu og um leið votta öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð. Þín Elísabet. ELÍSABET LILJA LINNET + Elísabet Lilja Linnet fæddist á Sauðárkróki 1. nóvember 1920. Hún lést í Reykjavík 8. september síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Júlíus Krislján Linnet, f. 1.2.1881, d. 11.7.1958, sýslumaður í Dalasýslu, Borgar- fjarðarsýslu og Skagafjarðar- sýslu, bæjarfógeti í Vestmanna- eyjum. Skrifaði skopgreinar og orti gamankvæði undir skáld- heitinu Ingimundur, og Jóhanna Linnet, f. 6.3. 1890 í Miðjanesi í Reykhólasveit, d. 29.4. 1968. Systkini Elísabetar eru: 1) Henrik Adolf, Iæknir, f. 21.6. 1919. 2) Stefán Karl, loftskeyta- maður, f. 19.11. 1922. 3) Hans Ragnar, búsettur í Ástralíu, f. 31.5. 1924. 4) Bjarni Eggert Eyjólfur, fv. póst- og símstöðv- arsljóri, f. 1.9. 1925. 5) Anna Kristín, húsmóðir, f. 24.6. 1927. Hálfsystir, dóttir Jóhönnu: Mjallhvít Margrét, f. 22.10. 1911, d. 21.11. 1972. Uppeldis- systir: Kristín Ásmundsdóttir, f. 1932. Börn Lilju eru: 1) Guðrún Svava Svavarsdóttir, f. 22.12. 1944. Fyrri maki hennar var Þorsteinn frá Hamri. Seinni maki hennar er Sigurður Guðni Karlsson. Hún á tvö börn: Vé- dísi Leifsdóttur, f. 1965, d. 1993, og Egil Þorsteinsson, f. 1968. 2) Kristján Jóhann Svavarsson, f. 29.10. 1947. Kona hans var Þuríður Davíðsdóttir, þau skildu. Börn hans eru: 1) Sigrún Lilja, f. 11.2. 1967. Hennar maki er Benedikt Ólafsson. Dætur þeirra eru: Sandra Dís, f. 17.10. 1990, og Elín Ólöf, f. 13.1. 1994. 2) Elísabet Ninja, f. 17.7. 1972, barn: Chanel Eugenesdóttir Jackson, f. 5.4. 1991. 3) Davíð Þór, f. 7.2.1976. 3) Hlíf Svavars- dóttir, f. 24.12. 1949. Fyrri maki hennar var Hreinn Friðfinnsson. Seinni maki hennar er Máarten M. van der Valk. Börn hennar eru: Vincent Kári, f. 5.12. 1985, og Viktor Bjarni, f. 27.9. 1987. 4) Edda Sigurðardóttir, f. 6.6. 1951, ættleidd af Sigurði Óskari Jónssyni, f. 24.12.1921, og Önnu Kristínu Linnet. Fyrri maki hennar er Bjarni Guðmundsson. Seinni maki hennar er Árni Ein- arsson. Börn hennar eru: Anna Þorsteinsdóttir, f. 10.11. 1969, Guðmundur Óskar Bjarnason, f. 30.9. 1979, Guðrún María Bjarnadóttir, f. 5.2. 1981, og Styrmir Árnason, f. 16.4. 1992. Útför Elísabetar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Þín nótt er með öðrum stjörnum. Um lognkyrra tjöm lauf vindur fer. Kallað er á þig og komið að kveðjustundinni er. Dimman, þögnin og djúpið og blöðin þín mjúk sem bærast svo hljótt, liljan mín hvíta sem lokast í nótt. Orð eins og hendur sig hefja, bænir til pðs úr bijósti manns stíga upp í stjörnuhimin o_g snerta þar anda hans. Ur heimi sem ekki er okkar æðra ljós skín en auga milt sér, liljan mín hvíta sem hverfur í nótt frá mér. Úr lindunum djúpu leitar ást guðs til þín yfir öll höf. Hún feijar þig yfir fljótið og færir þér lífið að gjöf. Og söngnum sem eyrað ei nemur þér andar í brjóst. Dreymi þig rótt, Liljan mín hvíta sem opnast á ný í nótt. (Gunnar Dal.) Gunnar Dal. Látin er mín kæra mágkona, Elísa- bet Linnet. Þar er gengin glæsileg mannkosta- kona, sem ekkert mátti aumt sjá og viidi öllum verða að liði, sem hún mátti, enda þrek hennar og dugur með eindæmum meðan heilsan leyfði. Ég kynntist Lóló, eins og hún var kölluð, fyrir um 40 árum þegar ég giftist bróður hennar, Bjarna Linnet, og frá fyrstu stundu höfum við verið miklir vinir og hefur aldrei borið þar skugga á og það sama gildir um öll hennar systkini. Hún var framúrskarandi kát og skemmtileg kona með mikið og gott skopskyn, enda sóttumst við Bjarni mikið í að heimsækja hana með stelp- urnar okkar alla tíð, enda mættum við alltaf gleðihlátri og útbreiddum faðmi þegar við komum. Svona var Lóló. Hún hafði mikinn og heilbrigðan metnað að standa sig vel í lífinu, bæði í námi, starfi og öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Fyrir um 20 árum giftist hún Gunnari Dal, rithöfundi, og átti hún mjög góð og yndisleg ár með honum. Þau ferðuðust mikið erlendis og nutu lífsins. Við heimsóttum þau oft, það var alltaf jafn gaman. Bjarni og Gunnar tefldu og við Lóló spjölluðum yfir handavinnu. Það voru góðir tímar. Svo kom að því fyrir nokkrum árum að Lóló greindist með alzheim- ersjúkdóminn. Hvílíkt reiðarslag fyrir hana, svo tápmikla, og eiginmanninn, börnin hennar og systkini. En þessi sjúkdómur eirir engu. Hin síðustu ár hefur hún dvalið á hjúkrunarheimilinu Eir. Þar hefur henni verið hjúkrað af mannlegri hlýju og ástúð og allt fyrir hana gert sem í mannlegu valdi stendur og erum við ævinlega þakklát fyrir það. Nú hefur þessi góða og fallega kona kvatt þennan heim. Síðustu stundirnar var hún umvafin kærleik sinna góðu dætra og eiginmanns. Við Bjarni þökkum af hjarta sam- fylgdina og biðjum henni Guðs bless- unar i eilífðinni. Ingibjörg R. Björnsdóttir. Elskuleg föðursystir okkar er látin. Lóló frænka, eins og við kölluðum hana, átti sérstakan stað í hjarta okkar. Hún var einstök kona í sjón og raun. Hún leiftraði af persónu- töfrum; var glæsileg á velli, þróttmik- il, hláturmild, skaprík og hallaði aldr- ei á neinn í orðum sínum. Lóló bjó fjölskyldu sinni fallegt heimili, var mikil húsmóðir og fyrir- vinna. Hún hafði mikið yndi af listum og bar heimili hennar þess glögglega merki. Hún hafði líka til að bera bjarta og fallega söngrödd, sem unun var að hlýða á. Þegar við bjuggum í foreldrahús- um heimsóttum við Lóló oft. Tók hún ætíð á móti okkur fagnandi með út- breiddan faðminn. Hún gaf okkur það sem hún vissi að okkur þætti best, glóðvolgar pönnukökur og kó- kómalt. En hún gaf okkur líka fleira. Hún náði vel til okkar stelpnanna, átti auðvelt með að hlæja og gleðjast með okkur. Lóló bar ætíð höfuðið hátt þótt líf- ið væri ekki alltaf dans á rósum. Hún átti e.t.v. sín bestu ár með seinni eiginmanni sínum, Gunnari Dal. Milli þeirra ríkti ástríki og hlýja. Til þeirra var alltaf gott að koma. Lóló hefur nú fengið langþráða hvíld eftir baráttu við sjúkdóm sem engu eirir. Það var erfitt að sætta sig við þann þunga dóm að sjá alzhei- mersjúkdóminn ná yfirhöndinni á þessari lífsglöðu og fallegu konu. Elsku Lóló, við kveðjum þig með virðingu og þökk. Eiginmanni, börn- um og fjölskyldum þeirra vottum við okkar dýpstu samúð. Megi Guð vera með ykkur. Þínar frænkur, Ragnheiður og Jóhanna G. Linnet.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.