Morgunblaðið - 26.09.1997, Page 17

Morgunblaðið - 26.09.1997, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1997 17 __________VIÐSKIPTI_______ Intel sætir rannsókn yfirvalda vestanhafs Santa Clara, Kaliforníu. Reuter. INTEL Corp., umsvifamesti kubba- framleiðandi heims, sætir víðtækri rannsókn bandaríska viðskiptaráðs- ins (FTC) vegna ásakana um óheið- arlega viðskiptahætti að sögn fyrir- tækisins. Þetta er önnur rannsókn FTC á Intel á þessum áratug og fer hún fram á sama tíma og óttazt er að fyrirtækið sé of valdamikið í grein- inni, sem veltir 150 milljörðum doll- ara, og of aðgangshart við keppi- nauta sína að sögn kunnugra. Að sögn talsmanns Intels kannar FTC hvort Intel reynir að tryggja sér einokunaraðstöðu eða hafa áhrif á verð og samkeppni í sambandi við þróun eða sölu örgjörva eða annarra tölvuhluta. Samkvæmt heimildum í greininni er líklegt að FTC rannsaki mála- ferli Intels og Digital Equipment Corp. og söluaðferðir Intels, sem eru framleiðendum einmenningst- ölva hvatning um að kaupa fleiri kubba frá Intel en keppinautum fyrirtækisins. Örgjörvar frá Intel eru notaðir í um 80% PC-tölva í heiminum og ný kynslóð öflugra Pentium kubba fyrirtækisins tekur við hlutverki annarra tegunda þannig að sala annarra kubbafyrirtækja hefur orð- ið fyrir þrýstingi. Talsmaður Intels kvaðst ekki vita hvað leitt hefði til síðustu rannsóknarinnar. Árið 1991 stóð FTC fyrir svip- aðri rannsókn, en hætti við hana að tveimur árum liðnum. Intel kveðst búast við sömu niðurstöðu að þessu sinni. Intel heitir samvinnu við rannsóknina og kveðst hafa til- búna áætlun til að tryggja að við- skiptahættir fyrirtækisins samrým- ist öllum alríkislögum. Ásakanir um þjófnað FTC hefur skipað að minnsta kosti einum keppinaut Intels að láta í té upplýsingar vegna rannsóknar- innar. Fyrirtækið Advanced Micro Devices kveðst hafa fengið vitna- stefnu frá FTC vegna málsins. í maí fór Digital Equipment í mál við Intel, sem var sakað um að stela tækni er notuð væri í ör- gjörvanum Digital Alpha, sem keppir við Pentium-gjörva Intels. Málið harðnaði þegar Intel höfðaði mál og krafðist þess að skilað yrði tækniskjölum, þar sem gerð væri grein fyrir væntanlegum örgjörvum Intels. Digital og aðrir framleiðend- ur einkatölva þurfa slík skjöl til að hanna væntaníega framleiðslu sína. Intel hótaði einnig að hætta að út- vega Pentium-gjörva og hefði það komið niður á einkatölvuviðskiptum Digitals. I júlí sakaði Digital Intel um að beita „einokunarvaldi" til að ná aftur tækniskjölunum og dreifa at- hyglinni. Keppinautar eins og AMD og Cyrix Corp. hafa einnig gagn- rýnt Intel fyrir svokallaða „Intel Inside“ herferð. Soros vill ekki eiga í deilum við Mahathir Hong Kong. Reuter. GEORGE SOROS, hinn kunni fjár- málamaður, hefur reynt að eyða deilu um fjármálaerfiðleika Asíu við forsætisráðherra Malasíu, Mahath- ir Mohamad, sem eitt sinn kallaði hann hálfvita. Soros sagði í sjónvarpi í Singa- pore að fjárfest- ingarsjóðir sínir hefðu gegnt litlu hlutverki í mark- aðsumróti í Suð- austur-Asíu sem Mahathir hefur kennt honum um. Soros var spurður um ummæli hans þess efnis að Mahathir væri hættulegur landi sínu og sagði: „Ég vil ekki standa í stríði eða orða- skaki. En þegar á mig er ráðizt verð ég að svara fyrir mig.“ „Hann hefur gert mig að blóra- böggli til að útskýra eigin mistök en hann verður að axla ábyrgðina á öllu því sem gerist í Malasíu," sagði Soros. Hagnaðist lítið Hann kvaðst hafa gegnt litlu hlutverki á mörkuðum meðan á umrótinu stóð en það hefði leitt til lækkunar á gengi nokkurra gjald- miðla. Hann hefði ekki reynt að grafa undan jafnvægi og ekki selt malasísk ringgit eða gjaldmiðla ann- arra ASEAN-ríkja í að minnsta kosti tvo mánuði áður en umrótið hófst eða meðan á því stóð. Einu viðskiptin hefðu verið með 10 milljónir tælenzkra baht. Hann hefði jafnvel keypt ringgit og með því stuðlað að stöðugleika. Þegar Soros var að því spurður í viðtali í BBC hve mikið hann hefði grætt á umrótinu sagði hann: „Ekki mikið, ekki nærri því eins mikið og á erfiðleikum pundsins. Því er hald- ið fram að Soros hafí hagnazt um á einn milljarð punda 1992 þegar sterlingspundið datt út úr gengis- samstarfi Evrópu (ERM). ------» ♦ ♦ Neste selur hlutsinn íBorealis Helsinki. Reuter. FINNSKA olíu- og orkufyrirtækið Neste hefur undirritað samning um að selja 50% hlut í jarðgasfyrirtæk- inu Borealis austurríska fyrirtæk- inu OMV og fyrirtækinu IPIC í Arabíska furstasambandinu. Hluturinn verður seldur fyrir fjóra milljarða finnskra marka og kemur samningurinn til fram- kvæmda um næstu áramót að sögn Neste. 7 lJ )\ 111 8 %j'j oc oo O Power Macintosh 7300/166 og AppleVision 1710AV Power Macintosh 7300/166: 166 MHz PowerPC 604e (útskiptanlegur) 16 Mb vinnsluminni, stækkanlegt í 512 Mb Skyndiminni 256 k, stækkanlegt í 1 Mb 2000 Mb harðdiskur Tólíhraða geisladrif 16 bita víðóma hljóð Þrjár PCI-raufar Localtalk og Ethemet Örgjörvi á dótturborði uppfæranlegur AppleVision 1710AV-skjár: 17” Trinitron-myndlampi é Innbyggður hljóðnemi Innbyggðir tvíóma hátalarar ilMM 1 K_____________U Skjáupplausn allt að 1280 x 1024 punktar ....... f / / I # t f rí i » • ii « t i — \ i 1 Tilboðsverð aðeins 176.704,- kr. stgr. án vsk. 220.© 00, Apple Power Macintosh 7300-tölvurnar henta einstaklega vel fyrir myndvinnslu, hönnun, teiknun, umbrot, útreikninga og nánast hvað sem er... Apple-umboðið Skipholti 21, 105 Reykjavík, sími: 511 5111 Netfang: sala@apple.is Veffang: http://www.apple.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.