Morgunblaðið - 26.09.1997, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.09.1997, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1997 17 __________VIÐSKIPTI_______ Intel sætir rannsókn yfirvalda vestanhafs Santa Clara, Kaliforníu. Reuter. INTEL Corp., umsvifamesti kubba- framleiðandi heims, sætir víðtækri rannsókn bandaríska viðskiptaráðs- ins (FTC) vegna ásakana um óheið- arlega viðskiptahætti að sögn fyrir- tækisins. Þetta er önnur rannsókn FTC á Intel á þessum áratug og fer hún fram á sama tíma og óttazt er að fyrirtækið sé of valdamikið í grein- inni, sem veltir 150 milljörðum doll- ara, og of aðgangshart við keppi- nauta sína að sögn kunnugra. Að sögn talsmanns Intels kannar FTC hvort Intel reynir að tryggja sér einokunaraðstöðu eða hafa áhrif á verð og samkeppni í sambandi við þróun eða sölu örgjörva eða annarra tölvuhluta. Samkvæmt heimildum í greininni er líklegt að FTC rannsaki mála- ferli Intels og Digital Equipment Corp. og söluaðferðir Intels, sem eru framleiðendum einmenningst- ölva hvatning um að kaupa fleiri kubba frá Intel en keppinautum fyrirtækisins. Örgjörvar frá Intel eru notaðir í um 80% PC-tölva í heiminum og ný kynslóð öflugra Pentium kubba fyrirtækisins tekur við hlutverki annarra tegunda þannig að sala annarra kubbafyrirtækja hefur orð- ið fyrir þrýstingi. Talsmaður Intels kvaðst ekki vita hvað leitt hefði til síðustu rannsóknarinnar. Árið 1991 stóð FTC fyrir svip- aðri rannsókn, en hætti við hana að tveimur árum liðnum. Intel kveðst búast við sömu niðurstöðu að þessu sinni. Intel heitir samvinnu við rannsóknina og kveðst hafa til- búna áætlun til að tryggja að við- skiptahættir fyrirtækisins samrým- ist öllum alríkislögum. Ásakanir um þjófnað FTC hefur skipað að minnsta kosti einum keppinaut Intels að láta í té upplýsingar vegna rannsóknar- innar. Fyrirtækið Advanced Micro Devices kveðst hafa fengið vitna- stefnu frá FTC vegna málsins. í maí fór Digital Equipment í mál við Intel, sem var sakað um að stela tækni er notuð væri í ör- gjörvanum Digital Alpha, sem keppir við Pentium-gjörva Intels. Málið harðnaði þegar Intel höfðaði mál og krafðist þess að skilað yrði tækniskjölum, þar sem gerð væri grein fyrir væntanlegum örgjörvum Intels. Digital og aðrir framleiðend- ur einkatölva þurfa slík skjöl til að hanna væntaníega framleiðslu sína. Intel hótaði einnig að hætta að út- vega Pentium-gjörva og hefði það komið niður á einkatölvuviðskiptum Digitals. I júlí sakaði Digital Intel um að beita „einokunarvaldi" til að ná aftur tækniskjölunum og dreifa at- hyglinni. Keppinautar eins og AMD og Cyrix Corp. hafa einnig gagn- rýnt Intel fyrir svokallaða „Intel Inside“ herferð. Soros vill ekki eiga í deilum við Mahathir Hong Kong. Reuter. GEORGE SOROS, hinn kunni fjár- málamaður, hefur reynt að eyða deilu um fjármálaerfiðleika Asíu við forsætisráðherra Malasíu, Mahath- ir Mohamad, sem eitt sinn kallaði hann hálfvita. Soros sagði í sjónvarpi í Singa- pore að fjárfest- ingarsjóðir sínir hefðu gegnt litlu hlutverki í mark- aðsumróti í Suð- austur-Asíu sem Mahathir hefur kennt honum um. Soros var spurður um ummæli hans þess efnis að Mahathir væri hættulegur landi sínu og sagði: „Ég vil ekki standa í stríði eða orða- skaki. En þegar á mig er ráðizt verð ég að svara fyrir mig.“ „Hann hefur gert mig að blóra- böggli til að útskýra eigin mistök en hann verður að axla ábyrgðina á öllu því sem gerist í Malasíu," sagði Soros. Hagnaðist lítið Hann kvaðst hafa gegnt litlu hlutverki á mörkuðum meðan á umrótinu stóð en það hefði leitt til lækkunar á gengi nokkurra gjald- miðla. Hann hefði ekki reynt að grafa undan jafnvægi og ekki selt malasísk ringgit eða gjaldmiðla ann- arra ASEAN-ríkja í að minnsta kosti tvo mánuði áður en umrótið hófst eða meðan á því stóð. Einu viðskiptin hefðu verið með 10 milljónir tælenzkra baht. Hann hefði jafnvel keypt ringgit og með því stuðlað að stöðugleika. Þegar Soros var að því spurður í viðtali í BBC hve mikið hann hefði grætt á umrótinu sagði hann: „Ekki mikið, ekki nærri því eins mikið og á erfiðleikum pundsins. Því er hald- ið fram að Soros hafí hagnazt um á einn milljarð punda 1992 þegar sterlingspundið datt út úr gengis- samstarfi Evrópu (ERM). ------» ♦ ♦ Neste selur hlutsinn íBorealis Helsinki. Reuter. FINNSKA olíu- og orkufyrirtækið Neste hefur undirritað samning um að selja 50% hlut í jarðgasfyrirtæk- inu Borealis austurríska fyrirtæk- inu OMV og fyrirtækinu IPIC í Arabíska furstasambandinu. Hluturinn verður seldur fyrir fjóra milljarða finnskra marka og kemur samningurinn til fram- kvæmda um næstu áramót að sögn Neste. 7 lJ )\ 111 8 %j'j oc oo O Power Macintosh 7300/166 og AppleVision 1710AV Power Macintosh 7300/166: 166 MHz PowerPC 604e (útskiptanlegur) 16 Mb vinnsluminni, stækkanlegt í 512 Mb Skyndiminni 256 k, stækkanlegt í 1 Mb 2000 Mb harðdiskur Tólíhraða geisladrif 16 bita víðóma hljóð Þrjár PCI-raufar Localtalk og Ethemet Örgjörvi á dótturborði uppfæranlegur AppleVision 1710AV-skjár: 17” Trinitron-myndlampi é Innbyggður hljóðnemi Innbyggðir tvíóma hátalarar ilMM 1 K_____________U Skjáupplausn allt að 1280 x 1024 punktar ....... f / / I # t f rí i » • ii « t i — \ i 1 Tilboðsverð aðeins 176.704,- kr. stgr. án vsk. 220.© 00, Apple Power Macintosh 7300-tölvurnar henta einstaklega vel fyrir myndvinnslu, hönnun, teiknun, umbrot, útreikninga og nánast hvað sem er... Apple-umboðið Skipholti 21, 105 Reykjavík, sími: 511 5111 Netfang: sala@apple.is Veffang: http://www.apple.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.