Morgunblaðið - 16.11.1997, Side 19

Morgunblaðið - 16.11.1997, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ INGÓLFUR V. Gíslason seg-ir konnr »i,f -i Morg-unbiaðia ar ' '"ð »ð •"»** ^unu^'ZSöZStSu, Ummæli karlanna Þetta segja gömlu mennirn- ir: „Þetta hefur alltaf verið svona, strákar, svona er þetta.“ Við viljum bara ekkert hafa þetta svona. Við viljum líka geta átt tíma, bæði fyrir okkur sjálfa og fjölskylduna. Það er þessi hugsunarháttur sem er að breytast, held ég. Eg held að menn bara sætti sig ekki lengur við að þurfa að vinna þetta mikið.“ „... ég ætla að vera voðalega hjálpsamur og setja í þvottavél- ina og svona en einhvern veginn þá klúðra ég þessu alltaf, það kemur alltaf eitthvað mislitt út. Þá sagði hún að það væri miklu ódýrara ef ég hætti því.“ .. Hins vegar er ég sammála því að konurnar eiga erfiðara með að komast áfram á vinnu- markaði og svona. Eg veit af fólki sem maður þekkir og sem útskrifaðist á sama ári og maður sjálfur. Svo veit maður náttúr- lega hvað stelpurnar segja, þær eru ekki allar jafn skemmtilegar þær sögur, menn nánast bara hrista hausinn þegar þær eru að sækja um vinnu.“ „... Ég veit ekki hvað maður á að segja um stöðu karlmannsins í dag. Ég hef voða lítið velt því fyrir mér, karlmenn eru bara ir hálfskömmustulegur. Hann seg- ist sem betur fer sáralítið hafa fundið fyrir viðhorfum eins og þekkist víða annars staðar að karl- ar „eigi“ að skaffa og konur „eigi“ að vera inni á heimilunum. „Mér kom einnig á óvart hvað menn eru virkir í sambandi við fæðingu og fyrstu mánuðina þar á eftir. Mjög margir hafa tekið sér eitthvert frí við fæðingu barnanna, dregið úr vinnu eða reynt að vera virkir feður á einhvern hátt. Þar kom hins vegar klárlega í ljós, að íslenskur vinnumarkaður er slíku mjög fjandsamlegur. Mjög margir höfðu rekið sig á vegg þegar þeir óskuðu eftir launalausu leyfi, að karlmenn. Þeir eru til staðar... Þeir Ieyfa kannski konum aðeins að verða forsetar í smástund og svo þegar það tímabil er afstað- ið þá heyrirðu það frá körlunum að þar sem þessi kona er búin að vera forseti þá sé ekki eðli- legt að önnur kona verði for- seti. Ég held að staða karlmanna sé nú ansi sterk, hvernig sem á það er litið.“ „... Eiginlega með öll atriði í ákvarðanatöku þá er nú nokk- urn veginn jafnræði þannig að ég leyfi henni ekki einu sinni að ákveða með gardínur þannig að ég hef skoðanir á því líka. Eins og t.d. þessar gardínur í eldhúsinu, þá vildi hún setja rúllu-veltigardínur en ég var harðákveðinn í að hafa þetta svona, borðkrókinn eins og í litlu kökuhúsi, sem hún er síðan mjög ánægð með að hafa gert frekar en að hafa stál, málm eða plast.“ „... ég hugsa að það hafi líka breyst hugarfar kvenna, ég meina, þegar byrjaði öll þessi kvenréttinda... skilurðu, þá fóru þær bara að tukta karlana til og þetta er árangurinn í dag, held ég. Að ungir karlmenn komast ekki upp með að koma bara heim úr vinnunni og setj- ast, þeir verða að taka þátt í heimilisstörfunum líka.“ vinna á óvenjulegum tímum eða að hafa sveigjanlegan vinnutíma tímabundið. Nokkrir karlanna sögðu frá konum sem höfðu reynt eitthvað svipað," segir Ingólfur og bætir við að mjög margir höfðu reynslu af misrétti gagnvart kon- um ýmist á eigin vinnustað eða annars staðar í samfélaginu. Einn maðurinn hafi gengið svo langt að segja: „Þú ert annars flokks, ef þú ert kona.“ Eitt af því sem Ingólfur spurði um voru tómstundir og tengsl við gömlu vinina. Honum sýnist fé- lagsleg einangrun karlanna vera meiri en kvennanna. Það sé í sjálfu sér ekki skrýtið, þar sem þær sjái um að halda tengslunum. Hann telur þó að fleiri karl- ar eigi trúnaðarvini nú en áður og haldi meira hópinn við gömu félagana. Karlarn- ir voru þó flestir á því að samband kvenna við trúnað- arvini sína væri nánara en trúnaðarsamband milli karla. „Það er klárt að karlmenn tala ekki um alla hluti og sumt tala þeir aðeins um við eiginkonur sínar. Nokkrir ótt- uðust raunar að konan talaði við trúnaðarvini sína um mál- efni, sem þeim fannst að ætti ekki að fara út af heimilinu," segir hann. Hann bendir á að viðhaldi þessir ungu menn ekki sambandi við félaga sína geti félagsleg einangrun þeirra orð- ið mun meiri en kvennanna eftir fertugt, þar sem þá sé oft erfiðara að stofna til nýs vin- skapar. Bundið fæðingarorlof karla lykilatriði í jafnrétti Ingólfur telur að jafnrétti kynjanna, hvort sem er inni á heimili eða utan þess, komi til með að þokast í rétta átt með kynslóðabreytingum. „Það er ljóst að konur hafa ekki fleiri klukkutíma í sólarhringnum en karlar. Þegar þær eru komnar út á vinnumarkað í jafn miklum mæli og karlar og eiga eftir að sinna félagsstörfum, pólitík, lík- amsrækt og öllu því sem þær hafa áhuga á, ráða þær ekki við að hafa heimilið á sinni könnu. Þetta verður einfaldlega að vera samstarfsverkefni, enda sér mað- ur það á hinum Norðurlöndunum. Það mun þó ganga óskaplega hægt ef það á einungis að þróast af sjálfu sér. Að mínu mati er hægt að taka mun stærri skref í þessa átt. Þar tel ég mikilvægast að gera körlum kleift að vera sjálf- stæðir gerendur á eigin heimili með því að einhver hluti lengds fæðingarorlofs sé bundinn þeim. Þannig væru þeir sjálfir heima með ungbarnið einhveija mánuði. Þeir myndu öðlast sjálfstraust gagnvart barninu og rekstri heimilisins og konurnar sæju að þeim væri ekki síður treystandi til að sinna þessum þætti. Þetta er lykilatriði varðandi stöðu kynjanna." Mörgu þarf að breyta - Hvaða lærdóm telur þú að hægt sé að draga af þessari skýrslu í þá átt að bæta stöðu beggja kynj- anna? „Ég held að bæði kynin verði að vera stöðugt meðvituð um þátt eigin kyns í hegðun og í því hvern- ig samfélagið er uppbyggt og skipulagt. Þau samfélög, þar sem minnst er um að fólki sé raðað á ákveðna bása á grundvelli kynferð- is er samvinna kynjanna á sviðum eignarhalds, pólitískra valda og ekki síst barnauppeldis og -umönn- unar. Hins vegar eiga þjóðfélög, sem hafa markað kynjunum ákveðna bása, mun erfiðara með að komast út úr því fari og ein- kennast í ríkum mæli af fordómum gagnvart kynjunum og ofbeldi þeirra á milli. Því er mikilvægt að kynin séu saman á sem allra flest- um stöðum en ekki aðgreind. í öðru lagi getur þjóðfélagið gert heilmikið ef vilji er til þess að breyta kyngerð samfélagsins, s.s. að veita körlum fæðingarorlof og jafna launamun kynjanna. Þetta helst raunar í hendur, því erfiðara er fyrir karla að taka fæðingaror- lof meðan konurnar hafa mun lægri laun. Einnig þarf samfélagið að gera verulegt átak í því að auð- velda samræmingu atvinnuþátt- töku og fjölskyldulífs með vinnu- tímastyttingu, rétti smábarnafor- eldra til að vera í hlutastörfum eða hafa sveigjanlegan vinnutíma. Þá er ekki síst mikilvægt að hafa í huga við alla stefnumótun, hvaða áhrif ákvarðanir hafi á kyngerð samfélagsins, hvort þær séu já- kvæðar eða hvort hægt sé að breyta þeim í átt til jákvæðra sam- skipta og möguleika kynjanna," segir Ingólfur V. Gíslason. SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1997 19 Bjóðum \D /ö afslátt af strípum, tit og penrianenti frá 17. nÓN).—12. des. ‘97. V______________________J Pantanir í síma 567 2044 vi;rK\RiEKtHR - v wn vm vali»! KARÍBAHAFIÐ OKKAR SÉHSVI9 Skemmtisiglingar vikulega á nýjustu glæsiskipum heimsins, CARNIVAL - IMAGINATION, DESTINY O.FL. Fljótandi hallir færa þig milli blómskreyttra eyja undir hitabeltissól þar sem golan gælir við þig og ekkert mun skorta. DOMINIKANA - hvfldardvöl á fegurstu eyjunni með drifhvítar pálmastrendur, hálft fæði eða allt innifalið, matur, drykkir, skemmtanir. RIO MERENGE - nýjasta trompið, 5 stjörnu glæsistaður, eða CAPELLA BEACH RESORT, afar vinsælt. Brottför vikulega. Bestu kjör. Flug 2 fyrir 1. Gistisamningar á hálfvirði. Sérverð í nóv. til des. Pantið núnal THAILAND - ný ímynd, það besta á bestu stöðum á besta verði, allt árið fyrir einstaklinga, félög, klúbba, vinnuhópa o.s.frv. Hópferð með fararstjóra 15. jan. ‘98. Frábært verð! FERÐASKRIFSTOFAN * SÉRFARGJÖLD til Astu, Ástralíu, Afríku, Suður-Ameríku. Munið að betri ferðirnar eru oft ódýrari og ánægjulegri. flysturstræll 17 4 hæS 101 Reyk)avn< Reynslan mælir með ferðum Heimsklúbbsins. símj 56 2q 400, lax 562 6564 HEIMSKLUBBUR VISKLI INGOLFS IS90-1020 ma aví^ur jlnnað bindi er komið út Að því tilefni bjóöum við sérstakt tilboð, I. bindi og II. bindi saman á 1 1 I. bindi kostar kr. 2.850,- ^ II. bindi kostar kr. 3.420,- Sendum í póstkröfu um land allt. kr. 4.950 i^lÆóhabúé HefifaVíkur Sólvallagötu 2 • 230 Keflavík • Sími: 421 1102 • Fax: 421 5080 ÓKEYPIS HÚÐGREINING Kynning á Dermophil húðsnyrtivörum í Lyíju, Lágmúla 5, á morgun, mánudag, og þriðjudag kl. 13-18. Við bjóðum þér ókeypis húðgreiningu og ráðgjöf þar sem við mælum með einföldum hætti húðfitu og rakastig í andliti. 20% kynningarafsláttur. Sjá nánari upplýsingar á http:/Avww.centrum.is/dermophil

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.