Morgunblaðið - 16.11.1997, Qupperneq 22
22 SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Jólagardínur, jóladúkar og annað jólaskraut
Álnabær
Mítfyrir gCuggannfyrirjótin
Síðumúla 32, Reykjavík, sími 553 1870, Tjarnargötu 17, Keflavík, sími 421 2061
Þitt eigið heimili
Eignarlóðir.
J
Masa
International
hefur geysiúrval
af nýjum og
notuðum eignum
til lengri eða
skemmri dvalar.
2ja svefn^
herberga
með garði,
eignarlóð
með allri
búslðð.
^Verð frá kr. 2.7 millj.^
Masa International
er eitt af stærstu fyrir-
tækjum í Evrópu sem
þegar hefur selt yfir
11.000 heimili á
Sértilboð:
Einbýlishús
á eignarlóð
ásamt bifreiða á
ca kr. 5,1 miilj. kr.
Costa Blanca.
Skoðunarferð farin
26.-30. nóv. nk.
MASA
INTERNATIONAL
Ábyrgir aðilar i áratugi -
Sýning á Hótei Esju, 2. hæö,
sunnudaginn 16. nóvember
frá ki. 14.00-18.00.
SKIPTIÐ VIÐ FAGMANN
if
Félag Fasteignasala
gróðurhúsaáhrifum muni hiti
hækka mest fjærst miðbaug.
Hækkunarinnar muni gæta mest á
heimskautasvæðunum. Þóra Ellen
segir að menn hafí áhyggjur af því
hvaða áhrif þetta muni hafa á þessi
arktísku vistkerfi. En er það ekki
bara til bóta að hitinn hækki?
Hún segir alls ekki víst að það sé
til bóta. Fleira kemur til. Ef sífrer-
inn fer að bráðna á þessum stóru
túndrusvæðum Kanada og Alaska,
þar sem sífrerinn getur t.d. verið
500 m þykkur sums staðar, þá sé-
um við í vondum málum. A þessum
svæðum er hringrás efna ákaflega
hæg og rotnun lífrænr.a leifa er
flöskuháls í hringrásinni. Plöntu-
leifarnar rotna ekki heldur safnast
saman sem mór og feiknarlega
mikið magn af kolefni er bundið í
mó á þessum heimskautasvæðum.
Ef hitastigið fer að hækka og
sífrerinn tekur að bráðna, þá rofnar
gróðurþekjan og yfirborðið gengur
allt til. Þá rotna þessi lög hraðar en
fyrr. Þar með tæki að losna mikið
magn af kolefni sem síðan sleppur
út í andrúmsloftið sem kol-
tvísýringur, og bætir þannig enn
við gróðurhúsaáhrifin. Hitinn
hækkar þá enn meir og meira
bráðnar. Ahrifin gætu þannig orðið
keðjuverkandi.
Lítið eftir af mýrunum
Nú ertu búin að gera úttekt á
mýrum á Suðurlandi. Er þar ekki
sami gangurinn og í túndrunum?
„Jú, þetta sama gerist þegar
ræst er fram. Meðan jarðvegurinn
er vatnsósa og loftfirrður þá er öll
rotnun svo hæg vegna þess að þær
Hvemig komust þið að þeirri
niðurstöðu að aðeins 3% væri eftir
af mýrum á Suðurlandi miðað við
aldamótin?
„Við stóðum þannig að því að ég
valdi fyrst af loftmyndum þau
svæði sem sýndust vera blaut og
enn votlend. Síðan var farið á öll
þessi 48 svæði. Með mér í því unnu
aðallega líffræðingarnir Jóhann
Þórsson og Svafa Sigurðardóttir.
Gerður var listi yfir þær háplöntur
sem þama uxu og lýst hverju svæði
með uppdráttum. Síðan gerð til-
raun til að flokka þau. I a-flokk fóru
nánast alveg óröskuð svæði, í b-
flokk svæði með skurðum, en þar
sem framræslan hafði mistekist
þannig að vatnsstaðan var enn há
og í c-flokk svæði með skurðum þar
sem vatnsstaðan hafði greinilega
lækkað. Rétt er að taka fram að við
tókum einungis svæði sem vora
ennþá blaut og gátu talist votlend.
Síðan áætluðum við hvað hefði
verið mikið votlent í byrjun aldar-
innai’. A þessu svæði sem við tókum
fyrir taldist okkur það vera 1.100
ferkm. Við gáfum okkur að það
land sem enn er mýri hafi verið það
um aldamótin og í öðru lagi að það
sem sýnt er sem mýri á gömlum
kortum og er núna með skurðum
hafi þá verið blautt. Núna sýnist
okkur vera eftir í a-flokki, þ.e.
óraskað eða lítt raskað votlendi,
aðeins 9 svæði, flest smá og til sam-
ans eru þau aðeins um 30 fer-
kílómetrar eða minna en 3% af flat-
armáli votlendisins. Talsvert meira
er eftir í b-flokki, sem aðallega
stafar af því að Ölfusforir og
mýrarnar þar í kring lenda í þeim
hækkuðu hitastigi vegna aukinna
gróðurhúsaáhrifa, segir hún.
„Vitað er að oft er geysilega mik-
ill forði af lifandi fræjum neðan-
jarðar. I mörgum plöntusam-
félögum t.d. í tempraða beltinu ei
heildarfjöldi einstaklinga sem ei
neðanjarðar sem fræ oft miklu
meiri en heildarfjöldi einstaklinga
ofanjarðar. Þetta er eitt af því sem
hefur valdið mér nokkrum heila-
brotum uppi í Þjórsárvemm. Þegar
ég var að vinna fyrir Landsvirkjun
reyndi ég að kanna hve fræforðinn
væri mikill og hvaða tegundir það
væra sem ættu lifandi fræ i
jarðveginum. Þetta getur skipt
miklu máli þar, því ef tímabundin
flóð koma í miðlunarlóni og gróður-
inn ofanjarðar drepst þá er eðlilegt
að spurt sé hvort í jarðveginum séu
einhver fræ, sem geta komið upp tii
að bæta þar úr. Þá fann ég lítið aí
fræjum í jörðu, minna en ég bjóst
við út frá því sem menn hafa fundið
annars staðar í svipuðum vistkerf-
um, t.d. í Alaska og Kanada. Tvær
ástæður gætu verið fyrir því að
svona lítið sé af lifandi fræjum í
jarðvegi uppi í Þjórsárverum og
gildir raunar fyrir allt miðhálendið.
Það gæti annað hvort stafað af þvi
að fá fræ ná fullum þroska. Annað
sem ekki er ólíklegt er að áfoksj-
arðvegurinn uppi á íslenska hálend-
inu sé mjög slæmt umhverfí fyrir
fræ, svo að þau lifí mjög stutt í hon-
um. Frosthreyfingar era tíðar og
mikið af áfoksefnum sem geta
sorfið fræin og kannski skemmt
þau. Því gæti lítill fræforði einnig
stafað af því að fræin lifa stutt.“
„Ef hitnar getur mjög margt
í ÞJÓRSÁRVERUM. í tilraunum til að finna hvað takmarkar þroska fræja, er sett glært plastskýli utan um
plöntuna, sem sýnist hækka lofthitann um 1-2 gráður.
jarðvegsörverur sem eru mikil-
virkastar við að brjóta plöntuleif-
amar niður þrífast ekki í vatnsósa
og loftlausum jarðvegi. Þegar ræst
er fram þá lækkar vatnsstaðan og
loft leikur um jarðveginn og rotn-
unin verður miklu hraðari. Þá ger-
ist alveg það sama. Þegar leifarnar
af plöntunum, sem eru að svo mikl-
um hluta úr kolefni, rotna þá losnar
þetta kolefni og skilar sér út í
andrúmsloftið sem koltvísýringur.“
Nú er verið að veita stórfé í að
rækta tré til þess að binda kolefni
og hækka okkar mengunarkvóta.
Mundi ekki gilda það sama ef við
ynnum aftur mýrarnar, sem lítið er
eftir af eins og kemur fram í könn-
un þinni? Er nokkuð farið að gera í
því að endurvinna mýrar?
„Það er rétt, það ætti að hafa
sömu áhrif og binding kolefnis í
skógum hvað þetta varðar. A veg-
um Rannsóknastofnunar landbún-
aðarins og umhverfisráðuneytisins
var byrjað með því að fyllt var upp í
skurði í mýri í Borgarfírði. Svo er
nú að fara í gang mjög áhugavert
samstarf Fuglavemdarfélagsins,
Eyrarbakkahrepps og Líffræði-
stofnunar Háskólans í Flóagafli
austan Ölfusárósa, þar sem byrjað
var í haust að fylla upp í skurði."
flokki. Þar er mikið af skurðum, en
það er samt víða ansi blautt. Það er
stærsta svæðið sem eftir er.“
Þóra Ellen segir að ætlunin sé að
sækja um til Vísindasjóðs til að
byrja rannsóknir í Flóagaflinum. I
þeim rannsóknahópi eru
dýrafræðingarnir Jón S. Ólafsson
og Þóra Hrafnsdóttir og grasa-
fræðingamir Rannveig Thoroddsen
og hún sjálf. Vonast þau til að geta
hafist handa næsta sumar, ef þau fá
styrk til þess.
Mikill fræforði
neðanjarðar
Allt er þetta í samhengi og við
víkjum aftur talinu að arktísku há-
lendisplöntunum og afdrifum
þeirra ef hitastigið hækkar. Þá er-
um við að tala um plöntur sem
sjaldan mynda fræ eða það gerist
ekki nema með löngu millibili að
fræ komist upp. Þóra Ellen segir að
ekki sé óhugsandi að bæði sé
sjaldgæft að fræ þroskist og líka
sjaldgæft að planta komist upp.
Gerist þá aðeins þegar koma ein-
staklega góð sumur. Þá geti til
dæmis verið að allur sá fræforði
sem er í jarðveginum sé meira og
minna orðinn til á einu eða tveimur
sumrum. Það gæti þó breyst með
gerst,“ heldur Þóra Ellen áfram. „í
fyrsta lagi getur blómgunartíminn
breyst og mínar niðurstöður benda
til þess að það muni gerast. Þá get-
ur orðið miklu meiri og almennari
blómgun. Tegundir sem ekki gera
það núna gætu til dæmis farið að
blómgast á sama tíma. Blómgunar-
tímarnir gætu hliðrast mismikið og
það gæti hugsanlega haft áhrif á
það hvemig frjóberar hegða sér.
Þetta gæti síðan haft þau áhrif að
plöntur fari að eyða stærri hluta af
orku sinni í æxlun en áður og hafi
lengri tíma til að þroska fræ,
þannig að framleiðsla á þroskuðum
fræjum yrði meiri.“
Allt er þetta í samhengi og hefur
áhrif hvað á annað. Eftir því sem
maður heyrir meira um há-
fjallaplönturnar, vekur það meiri
furðu hvemig þær yfirleitt hafa
lifað af við svo hörð kjör og haldið
sér við og fyllist jafnframt aðdáun á
þessum íslenska gróðri, sem hefur
þraukað hér um aldir. Væntanlega
geta vísindakonurnar frætt okkur
meira um það þegar fram líða
stundir. Það skiptir máli ef við ætl-
um að búa í þessu landi, kannski við
breytilegar aðstæður. Gera við eftir
áföll og rask og rækta upp auðnir.