Morgunblaðið - 16.11.1997, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1997 37
Sæbjörn Valdimarsson hefur fylgst
meðfyrirtæki þeirra komast á laggirnar.
AÐ þarf tæpast að kynna
þrennuna að baki Dream
Works. Allir kannast við
Steven Spielberg, undrabarnið sem
geystist fram á sjónarsviðið á átt-
unda áratugnum með hverja met-
sölumyndina á fætur annarri. Jaws,
Indiana Jones- bálkurinn, Jurassie
Park og E.T., allar eru þær í hópi
mest sóttu mynda sögunnar. Og
margar fleiri. Þá hefur hann einnig
framleitt fjölda mynda
sem malað hafa ógrynni
gulls. Það breytist flest í
höndunum á þessum
manni í eðalmálminn góða.
Jafnvel þó hann geri slak-
ari myndir inná milli,
einsog Lost World -
Horfinn heim, breytir það engu, þær
sópa að sér áhorfendum. Jerry
Katzenberg er annað „undrabarn"
úr kvikmyndageiranum. Hans ferill
hófst hjá Disneyveldinu, hann er
maðurinn á bak við endurkomu vin-
sælla teiknimynda fyrirtækisins og
velgengni þeirra síðari árin. Ásamt
Michael Eisner, hinum einráða for-
stjóra þess, hörkutóli sem breytt
hefur ímynd hins fjölskylduvæna
Disneymerkis í gi-jótharða fjölmiðla-
samsteypu sem orðin er ein sú öflug-
asta í heimi, kölluð „mousechwiz" í
kvikmyndabransanum. Gallinn við
Eisner er sá að hann þolir ekki að
aðrir skyggi á hann innan veldisins.
Þegar Katzenberg krafðist stöðu-
hækkunar lét Eisner hann róa, eftir
standa söguleg málaferli þar sem
Katzenberg fer fram á 600 millj. dala
skaðabætur fyrir samningsrof. Því
má bæta við að fyrir skömmu rak
Eisner annan aðstoðarmann sinn og
næst æðsta mann kvikmyndaarms
Disney. Sá var enginn annar en
Michael Ovitz, umboðsmaður og goð-
sögn í kvikmyndaborginni enda með
allar helstu stjörnur hennar á sínum
snærum. Það dugði þó ekki til að
halda um stýrimannstign í Disney
brúnni. Þriðji eigandi DreamWorks
kemur úr tónlistai’geiranum. David
Geffen var í tvo áratugi að koma
undir sig fótunum á hljómplötu-
markaðnum, að lokum vai’ fyrirtæki
hans, Geffen Records orðið það
stærsta með flestar vinsælustu
stjörnur dægurtónlistarinnar á
samningi. Geffen hefur verið að snúa
sér æ meira að kvikmyndafram-
leiðslu undanfarin ár og vegnað vel.
Hann mun þó fyrst og fremst stjórna
tónlistarmálum DreamWorks og
hefur þegar samið við Ge-
orge Michael, hljómsveiti-
ina Morphine, ofl.
Hlutverk Katzenbergs
verður honum kærkomið;
að velgja teiknimyndum
Disneys undir uggum, sem
í gegnum árin hafa aldrei
hlotið umtalsverða samkeppni. Nú er
að verða heldur betur breyting á.
20th Century Fox er búið að byggja
risavaxið teiknimyndaver undir
stjóm fagmanna uppalinna hjá Disn-
ey, fyi-sta framleiðsla þess verður
Anastasia, ein jólamyndanna í ár.
Eisner óttast ekki síður fyrsta fram-
tak Katzenbergs í þessum geira, Pr-
ince of Egypt,
aðra stórbrotna teiknimynd sem
verðm’ frumsýnd á jólum 1998. Líkt
og nafnið bendir til er efnið sótt í
Gamla Testamentið (þremenning-
arnir eru allir gyðingar) og segir frá
flótta Móse frá Egyptalandi. Valinn
maður í hverju rúmi, m.a. sér Hans
Zimmer um tónlistina, en myndin
verður músikmynd einsog flestar
vinsælustu teiknimyndirnar sem
Katzenberg gerði á Disneyárunum.
Raddirnar verða ekki af verri endan-
um, þar koma m.a. við sögu Natalie
Portman, Mel Brooks, Sandra Bull-
ock, Ralph Fiennes, Jeff Goldblum,
Helen Mirren, Steve Martin,
Michelle Pfeiffer, Mai’tin Short og
Val Kilmer sem Móses. Ekki stórleg-
ur hópur.
Spielberg verður aðalmaðurinn,
framleiðandinn og leikstjórinn í al-
menna kvikmyndageiranum og hefur
þegar brett upp ermarnar og nú
OBRÆÐURNIR Lars (Lee
Evans) og Ernie (Nathan La-
ne) króa sjálfa sig af úti í
homi í miskuunarlausu stríði
við mús sem hvergi ætlar að
víkja úr arfleifð þeirra í
Músaveiðum - Mouse Hunt.
©DR. Julia Kelly (Nicole Kidm-
an) og Thomas Devoe ofursti
(George Clooney) eiga fótum
sínum fjör að launa er þau
reyna að ljóstra upp um
kjarnorkuvopnasmyglara
rússnesku mafíunnar í
Peacemaker.
OLEIKSTJÓRINN Steven Spi-
elberg fer yfir atriði úr
Amistad með leikurunum
Anthony Hopkins og Morgan
Freeman.
CLINQUE (Djimon Hounsou),
forsprakki þrælauppreisnar-
innar á Amistad, ásamt félög-
um sínum fyrir rétti.
sem leikstýrir og skrifar handritið.
Hann á að baki tvær myndir, aðra
góða, Field of Dreams og Sneakers,
sem var öllu slakari. Deep Impact er
geimvísindatryllir í anda
Independent Day. Þrír einstaklingar
verða að grípa til allra hugsanlegra
ráða er þeir komast að því að hala-
stjama stefnir á Móður Jörð með
gjöreyðingarhættu í för með sér.
Efnið minnir ekki síður á aðra mynd
sem verður frumsýnd um svipað
leyti, þ.e. Ai’mageddon, sem gerð er
undir umsjón hasarmyndakóngsins
Jerry Bruckheimer. Forvitnilegt
verður að sjá hvor hefur betur. Deep
Impact er gerð í samvinnu við ekki
ómerkari framleiðendur en Richard
Zanuck og David Brown. Leikstjóm-
in er í höndum Mimi Leder en með
stærstu hlutverkin fara Robert Du-
vall, Morgan Freeman, Vanessa
Redgrave og Elijah Wood.
Spielberg leikstýrir sjálfur mynd
úr seinna stríði sem mun heita Sav-
ing Private Ryan og enginn annar en
Frank Darabont skrifar handritið.
Darabont vann eina af betri mynd-
um síðari ára, The Shawshank
Redemption uppúr smásögu efth’
Stephen King. 1999 kemur leikstjór-
inn Joe Dante (Gremlins) fram á
sjónarsviðið með Strek, fyrstu mynd
sína um árabil. Ein önnur mynd hef-
ur þegar verið ákveðin það árið,
nefnist hún Straight Man. Gaman-
mynd gerð af Brad Silberling, leik-
stjóra Casper.
Fyrsta myndin frá DreamWorks,
Peacemaker, hefur nýlega hafið
göngu sína hérlendis, en myndum
fyrirtækisins er dreift af UIP í Evr-
ópu þannig að þær verða á boðstól-
um vítt um borgina.
Það vakti mikla furðu að Spielberg
skyldi velja Mimi Leder, nýliða í
kvikmyndagerð, til að leikstýra þess-
ari tímamótamynd „Hvað fær þig til
að halda að ég geti stjómað spennu-
mynd“, spurði hún framleiðandann
þegar hann fékk henni verkefnið í
hendumar. „Þú ert að leikstýra
spennu alla daga í Bráðavaktinni".
þegar eru 12 myndir komnar á mis-
munandi framleiðslustig hjá Dr-
eamWorks. Fyrsta myndin sem
hann leikstýrir fyrir fyrirtæki þre-
menninganna er Amistad, hún er þó
gerð í samvinnu við Paramount og
verður örugglega ein eftirtektar-
verðasta jólamyndin í ár. Amistad
var nafnið á þrælaskipi sem var vett-
vangur blóðugrar uppreisnar fanga á
leið frá Afríku til Bandaríkjanna.
Ekki tókst þeim að snúa til síns
heima heldur komust undir manna-
hendur, Norðurríkjamannahendur,
sér til láns. Nú vom þeir komnir
uppá réttlæti framandi manna hjá
framandi þjóð . Gerist myndin að
mestu leyti í réttarsölunum en mála-
ferlin sem fylgdu í kjölfar uppreisn-
arinnar era sögufræg. Enginn annar
en John Quincy Adams, (hafði þá ný-
látið af embætti sem sjötti forseti
Bandaríkjanna), tók að sér vömina.
Adams var repúblíkani og skeleggur
andstæðingur þrælahalds. Adams er
í traustum höndum Anthony Hopk-
ins og fleiri stórleikarar koma við
sögu. Þ.á.m. Nigel Hawthorne sem
fer með hlutverk sitjandi Banda-
ríkjaforseta, Martins Van Buren,
demókrata sem var reiðubúinn til að
fóma Afríkumönnunum fyrir at-
kvæði sunnanmanna. Pete Postlet-
hwait leikur saksóknarann, Morgan
Freeman fer með hlutverk þrælaaf-
námssinnans Theodors Joadson,
Matthew McConaughey leikur
frjálslyndan lögfræðing og norðan-
mann. Handritið skrifar Steven Za-
illian og kvikmyndatakan er í hönd-
um Januzar Kaminskis. Báðir komu
þeir við sögu virtustu myndar Spiel-
bergs, Lista Schindlers.
A þessu ári verður sýnd myndin
Mouse Hunt, andstaða Amistad, því
hér era engin þekkt nöfn á ferðinni
heldur nokkrir B-myndasmiðir.
Þarna er kannske tónninn gefmn;
stórmyndir í bland við verk efnilegra
nýliða. Mouse Hunt er gamanmynd
um harðsnúinn bardaga á milli út-
smoginnar músar og manna.Why
Can’t I be Audrey Hepburn, er svo
nafn fjórðu myndarinnar sem fyrir-
tækið frumsýnir í ár. Efnileg, ung
leikkona, Tea Leoni, fer með aðal-
hlutverkið.
Á næsta ári er von á a.m.k. sex
myndum frá DreamWorks. Ein
þeirra er The Age of Aquarius þar
sem gæðaleikararnir Han’ison Ford
og KristinScott Thomas fara með að-
alhlutverkin. Myndin er gerð í sam-
vinnu við Universal og er stríðsmynd
með rómantísku ívafi. Maðurinn á
bak við hana er Phil Alden Robinson
Leder er með þekktari sjónvarps-
leikstjóram vestan hafs. Hefur hlotið
tvenn Emmy verðlaun og á meðal
spennuþátta sem hún hefur unnið við
fyrir utan E.R. era L.A. Law, Hill
Street Blues, Crime Story og China
Beach.
Hún hefur hlotið jákvæða dóma
fyrir frumraun sína á tjaldinu, og
Spielberg veðjað á réttan hest enn
eina ferðina. Enda setti hann Leder
beint í næsta verkefni, Deep Impact,
einsog fram kemur að ofan. Þá hefur
hann falið leikstjóranum þriðja við-
fangsefnið hjá DreamWorks SKG,
og nafnið, When Worlds Collide,
segir okkur að það verði einnig úr
geimtryllageiranum. Hún mun að
öllum líkindum gera fjórðu mynd
sína fyrir Draumasmiðjuna fyrir
aldamót. Það verður persónulegt
verkefni sem nefnist Sentimental Jo-
m-ney. Handritið er eftir fóður henn-
ar, sem er nýlátinn, og segir af
reynslu hans sem hermanns í síðai’i
heimsstyrjöldinni. Þar frelsaði hann
m.a. verðandi eiginkonu sína og móð-
ur Leder úr Auschwitz fangabúðun-
um sem voru bakgrunnur
Schindler’s List, myndarinnar sem
veitti Spielberg þá virðingu sem
hann átti löngu skilið í kvikmynda-
heiminum.
Geffen. Alkunnir risar í skemmtiiðnaðinum.
er nafn þessa fyrsta
kvikmyndavers í hópi
risanna í áratugi, er það
vel við hæfi, og á eftir því
koma stafir eigendanna -
SKG. Standa fyrir Spielberg, Katzenberg og
Drauma-
verksmiðjan
fer í gang
Á dögunum gerðist
merkilegur atburður
í kvikmyndasögunni.
Nýtt dreifí- og
framleiðslufyrirtæki
markaðssetti fyrsta
afraksturinn,
spennumyndina
Peacemaker, sem
verður frumsýnd
hérlendis í byrjun
nóvember. DreamWorks