Morgunblaðið - 16.11.1997, Side 54

Morgunblaðið - 16.11.1997, Side 54
54 SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ I ÞJÓBLEIKHUS10 sími 551 1200 Stóra sOiiii kl. 20.00: ÞRJÁR SYSTUR - Anton Tsjekhof (kvöld sun. næstsíðasta sýning — fös. 21/11 siðasta sýning. GRANDAVEGUR 7 - Vigdís Grímsdóttir Leikgerð: Kjartan Ragnarsson og Sigríður M. Guðmundsdóttir. 7. sýn. sun. 23/11 uppselt — 8. sýn. fim. 27/11 uppseft — 9. sýn. lau. 29/11 uppselt — 10. sýn. sun. 30/10 — 11. sýn. fim. 4/12 — 12. sýn. fös. 5/12. FIÐLARINN Á ÞAKINU - Bock/Stein/Hamick Lau. 22/11 uppsett - fös. 28/11 uppselt - lau. 6/12. Gestaleikur frá Þjóðleikhúsinu í Litháen: GRÍMUDANSLEIKUR (MASKARAD) eftir Mikhail Lérmontov Mið. 19/11 og fim. 20/11. Aðeins þessar 2 sýningar. Smföaóerkstteðii kl. 20.00: Ath. txeyttan sýningartíma. KRABBASVALIRNAR — Marianne Goldman Lau. 22/11 —sun. 23/11 — lau. 29/11. Ath. sýningin er ekki við hæfi bama Sýnt i Loftkastalanum kl. 20.00: LISTAVERKIÐ - Yasmina Reza Rm. 20/11 -fös. 28/11. LjSTAKLÚBBUR LEIKHÚSKJALLARANS mán. 17/11 ,Á mörkum þessa heims og annars". Dagskrá í tilefni af sýningu leikverksins Grandavegur 7. Húsið opnað kl. 19.30 — dagskrá hefst kl. 20.30 — miðasala við inngang. Miðasalan er opin mán.-þri. 13—18, mið.-sun. 13—20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga. FOLK I FRETTUM 5 LEIKFÉLAG < REYKJAVÍKUR BORGARLEIKHUSIÐ Stóra svið kl. 14.00 eftir Frank Baum/John Kane í dag 16/11, uppselt AUKASÝN. sun. 16/11, kl. 17.00, uppsett lau. 22/11, uppselt, sun. 23/11, uppsett lau. 29/11, uppselt, sun. 30/11, uppselt AUKASÝNING sun 30/11, kl. 17.00 örfá sætí laus, lau. 6/12, laus sætí, sun. 7/12, örfá sætí Gjafakortin eru komin! Stóra svið kl. 20:00: toiJúfaiíF eftir Benóný Ægisson með tónlist eftir KK og Jón Ólafsson. fös. 21/11 næstsíðasta sýning örfá sæti, lau 29/11 síðasta sýning, laus sæti. SÍÐUSTU SÝNINGAR Litla svið kl. 20.00 eftir Kristínu Ómarsdóttur fös. 21/11, lau. 29/11. SÍÐUSTU SÝNINGAR Höfuðpaurar sýna á Stóra sviði: HA%Hírr. í kvöld 16/11 kl. 20.00, uppselt mið. 19/11, kl. 20.00, örfá sæti laus, fös. 21/11 kl. 23.15 örfá sæti laus, lau. 22/11 kl. 20.00 uppselt. fslenski dansflokkurinn sýnir á Stóra sviði kl. 20.30: TRÚLOFUN í ST. DÓMÍNGÓ eftir Jochen Ulrich 4. sýn. fim. 20/11, 5. sýn. sun. 23/11. Nótt & Dagur sýnir á Litla sviði kl. 20.30: OAi.r.r'.uí > NTALA fastÁ&NN LISTAVERKIÐ Sýning Þjóðleikhússins í kvöld lau. 15. nóv. kl. 20. Rm. 20. nóv. kl. 20 fös. 28. nóv. kl. 20 BEIN ÚTSENDING sun. 16. nóv kl. 20. Allra síðasta sýning. VEÐMÁLIÐ mið. 19. nóv kl. 20 örfá sæti laus mið. 26. nóv kl. 20 ÁFRAM LATIBÆR sun. 23. nóv. kl. 14 uppselt og kl. 16 aukasýning, uppsett lau. 29.11 kl. 14 aukasýn., örfá sætí laus sun. 30. nóv. kl. 14 uppselt kl. 16 uppselt- síðasta sýnirtg Á SAMA TÍMA AÐ ÁRI fös. 21. nóv. kl. 23.30 örfá sæti laus lau. 29. nóv. kl. 20 örfá sæti laus Ath. aðeirts örfáar sýningar. Miöasala s. 552 3000, fax 562 6775 Miðasala opin 10 — 18, helgar 13 — 18 Ath. Ekki erhleypt inn i sal eftirað sýning er hafin. Leikfélag Akureyrar HARTIBAK í RENNTVERKSTÆÐINU ★ ★ ★ Sun. 16/11 kl. 20.30 laus sæti Fös. 21/11 kl. 20.30 uppselt Lau. 22/11 kl. 16.00 laus sæti Lau. 22/11 kl. 20.30 uppselt Næstsíðasta sýningahelgi Fös. 28/11 kl. 20.30 laus sæti Lau. 29/11 kl. 16.00 laus sæti, næstsíðasta sýning Lau. 29/11 kl. 20.30 laus sæti, síðasta sýning Missið ekki af þessari bráðskemmti- legu sýningu. Munið Leikhúsgjuggið Rugfélag íslands, sími 570 3600 Miðasölusími 462 1400 Er lífíð blekking? Metsölubókin „Veröld Soffíu“ hefur verið leikgerð og er hádegisleikrit Rás- ar 1 í þrjár vikur. m -ELKORKA Tekla Olafs- dóttir er leiklistarráðu- Lnautur Þjóðleikhússins. Hún er höfundur leikgerðarinnar, en hún hefur verið viðriðin leiklist- ina á alla mögulega vísu frá því að hún lauk meistaraprófi í leikhús- fræðum frá Sorbonne-Nouvelle háskólanum í París. „Veröld Soffíu“ má heyra á Rás 1 á hverjum degi kl. 13.05, eða í heildarflutningi á laugardagseftir- miðdögum. Guð eða einhver annar? -Hvernig kom hugmyndin að gera leikgerð eftir bókinni „Veröld Soff- íu“ ? „Eg las þessa bók sem er eftir Jostein Gaarder, og hafði mjög gaman af. I samvinnu við leiklist- arstjóra Ríkisútvarpsins, Maríu Kristjánsdóttur, fékk ég þá hug- mynd að vinna upp úr bókinni út- varpsleikrit vegna þess að hún er bæði aðgengileg fyrir allan al- menning til að kynna sér heim- speki, og líka einstaklega skemmtilega skrifuð. Uppbygg- ingin er óvenjuleg og viðfangsefnið rennur á alveg sérstakan hátt saman við atburðarásina. Þarna er verið að velta fyrir sér spurning- um um veruleika okkar; hvort hann sé blekking eða hvort ein- hver höfundur sé að baki þessarar tilveru, hvort sem það er guð eða einhver annar. Hugmyndin á bakvið bókina er að koma fróðleik um heimspeki- söguna til almennings og líka að hvetja aðra en skólafólk til að velta fyrir sér spurningum um til- veru okkar. Mér fannst því út- varpið upplagður miðill til að koma því á framfæri, því það er mjög breiður hópur fólks sem hlustar á það, og úr öllum stigum þjóðfélagsins.“ Alltaf eitthvað nýtt -Nú er bókin mikil og þykk, var ekki mikið vandaverk að gera leik- gerðina ? „Jú, ég þurfti að velja kafla sem ég vildi leggja áherslu á, því bókin rekur heimspekisöguna frá Fom- Grikkjum alveg til samtímans. eftir Hlín Agnarsdóttur I kvöld 16/11, fim. 20/11, lau. 22/11. Miðasalan er opin daglega frá kl. 13—18 og fram aö sýningu sýningardaga. Símapantanir virka daga frá kl. 10 Greiðslukortaþjónusta Sími 568 8000 fax 568 0383 Mennirnir í líf i Júlíu: Nicíf, Leeds og Ron. Einn heldur einkunnabók yfir hjásvæfur sínar. Annar er vopnaður og hættulegur. Sá þriðji er giftur Júllu. ftllir vilja þeir Jiib'u- Morgunblaðið/Kristinn LEIKHIJ SFRÆÐIN GURINN Melkorka Tekla gefur fólki tækifæri til að skyggnast inn í heim héimspekinnar með útvarpsleikgerð sinni á „Veröld Soffíu". Flutningur verksins hófst sl. mánudag og þriggja vikna hádeg- isleikrit þykir yfirleitt í lengii kantinum. Þetta verk er hins veg- ar þannig uppbyggt að söguþráð- urinn er ekld aðalatriðið, heldur fróðleikurinn á bakvið hann. Þannig er hægt fyrir nýja hlust- endur að koma inn í leikritið á hvaða stað sem er, þótt það sé auð- vitað skemmtilegast að fylgjast með því frá upphafí til enda. En hver þáttur fyrir sig geíúr hlust- andanum innsýn í sjálfstæðan kafla heimspekisögunnar.“ Dularfullur bréfritari -Hverjar eru persónur bókarinnar fyrir utan beimspekingana? „Aðalpersónan er unglingsstúlk- an Soffía sem er ansi skynug. Hún byrjar að fá bréf frá ókunnugum einstaklingi sem reynist vera hinn dularfulli Alberto Knox sem gerist sjálfskipaður heimspekikennari hennar. í leikgerðinni eru þessi hlutverk í höndum Bergljótar Am- alds sem leikur Soffíu, og Amars Jónssonar sem er Alberto. Þau em mjög færir leikarar, og leikstjórn Hallmars Sigurðssonar er afar góð. Eg vona að sem flestir gefí sér tíma að hlusta á útvarps- leikritið. Mér þætti einnig gaman ef þetta gæti orðið til þess að vekja athygli á bókinni. í leikgerðinni get ég ekki komið á framfæri öllu sem stendur í bókinni, og þeir sem vilja læra meira um heimspeki geta skoðað þessa skemmtilegu og skýra bók.“ MYNDBÖND Kraftlaus spennumynd Með mafíuna í sigtinu (Hollow Point)_________ S p e n n u in y n d Framleiðandi: Nicolas Clermont. Leikstjóri: Sidney J. Furie . Handrits- höfundar: Robert Geoffrion og James H. Stewart. Kvikmyndataka:David Franeo. Tónlist: Brahm Wenger. Að- alhlutverk: Tia Carrere, Thomas Ian Griffith, John Lithgow, Donald Sutherland. 90 min. Bandaríkin. Myndform 1997. títgáfudagur: 8. nóvember. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. MAFÍÓSINN Livingston er að reyna að sameina rússnesk, kín- versk og ítölsk glæpafélög. Með þessu verða þau næstum ósnertan- leg í Bandaríkjunum, en FBI starfsmaðurinn Diane Norwood ætlar að reyna allt til að stöðva þessa sameiningu og til þess þarfn- ast hún aðstoðar fíkniefnalögregl- unnar Max Parish og leigumorð- ingjans Garret Lawsons (Donald Sutherland), þrátt fyrir að þau hafi öll mjög ólíkar starfsaðferðir. Spennan er nánast engin í þessari þriðja flokks afþreying- arvellu og leikar- arnir era langt frá sínu besta. Aðalhlutverkið er í höndum hinnar snoppufríðu Tia Carrere og er hún lifandi sönnun þess að gott út- lit og góður leikur fara ekki alltaf vel saman. Lithgow og Sutherland, sem em ágætis leikarar, ofleika persónur sínar og virðast bara vera í þessari mynd útaf launaseðlinum. Sá eini sem má hafa gaman af er Thomas Ian Griffith sem leikur hinn þreytandi aðstoðarmann Car- rere, en það segir kannski frekar meira um gæði þessarar myndar en leik hans. Leikstjórinn Sidney J. Furie hefur varla gert góða spennumynd síðan hann gerði „The Iperess File“ árið 1965 og ekki breytist það með þessari mynd. Ottó Geir Borg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.