Morgunblaðið - 16.11.1997, Side 58

Morgunblaðið - 16.11.1997, Side 58
58 SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM > Erfitt að líta í spegil HUMPHREY Bogart og Kath- arine Hepburn í myndinni Afr- íkudrottningin. TIM Holt, Humphrey Bogart og Walter Huston í „Treasure of Sierra Madre“. JACK Nicholson í kvikmynd- inni Prizzi’s Honor. JOHN HUSTON Sígild myndbönd AFRÍKUDROTTNINGIN (‘51) ★★★★ Það er ekki vandamálið að finna þrjár sígildar myndir úr afrekaskrá leikstjórans heldur öllu frekar hverj- um á að hafna. Flestar myndir Hus- tons hafa sitthvað til síns ágætis, at- hyglisverðar og sérstæðar. Ein sú frægasta er Afríkudrottningin - The African Queen, rómantísk ævintýra- mynd einsog þær gerast bestar. Humphrey Bogart leikur fyllibyttu, skipstjóra á fljótapramma í svörtustu Afríku á tímum fyi-ri heimsstyrjald- arinnar. Hann er á flótta undan herj- um ÞyskalandsksísaFa en a i stappi með að fullvissa breska konu í trú- boðsstöð (Katherine Hepburn) um að henni sé fyrir bestu að fylgja sér á flóttanum. Þau eiga saman eina frægustu bátsferð kvikmyndasög- unnar, virðing þessara ólíku persóna vex við hverja raun. Samleikur þeirra er ógleymanlegur og Bogie hreppti Óskarsverðlaunin á ári sem annars var eyrnamerkt Sporvagninum girnd, Hepburn er engu síðri, Huston jafn magnaður sem handritshöfund- ur og leikstjóri og kvikmyndataka Cardiffs er heillandi. Ein fárra, eldri mynda Hustons sem fáanleg er með ísl. texta - og í tölvustýrðum litum. Takið hann af! HEIÐUR PRIZZIS - PRIZZI’S HONOR★★★★ Langur ferill Hustons tók hressi- lega við sér undir lokin, þegar margir voru búnir að afskrifa hann sem kvikmyndagerðarmann í fremstu röð. Hann gaf gagnrýnendum langt nef og kom eftir nokkur mögur ár með þessar líka fínu myndir í röðum; Fat City (‘72), The Man Who Would Be King (‘75), Wise Blood (‘79), Und- er The Volcano (‘84), The Dead (‘87), og sú besta á lokasprettinum var Prizzi’s Honor (‘85). Biksvört gaman- mynd þar sem Jack Nicholson (af öll- um mönnum) leikur ítalskan leigu- morðingja á snærum mafíunnar. Astalífið er í vondum málum. Hann hefur snúið baki í Angelieu Huston, dóttur húsbónda hans, donsins. Fær þess í stað ofurást á öðrum atvinnu- I' ÞESSUM þáttum verður fjailað um mynd- bönd sem hafa það mikið til síns ágætis að ástæða er til að vekja á þeim sérstaka athygli. Þurfa ekki endilega að vera af hinum dæmigerða Iista yfir bestu verk kvikmyndasögunnar þó mörg þeirra eigi þar sjálfsagt heima. Hér verður ekki síður að finna myndir sem veita áhorfandanum ósvikna ánægju hvað afþreyingargildið snertir, enda Uudimíáuur álécíá á kvikmyndir og kemur valið til með að einkennast af því og þá er ætlun- in að kynna nýjan leikstjóra hverju sinni. Að öllu jöfnu verða þetta ekki nýjustu myndböndin á markaðnum, sem samanstanda af nýlegum bíó- myndum, sjónvarpsefni og verkum sem af einhverjum ástæðum er ekki treyst til að spreyta sig í kvik- myndahúsunum, heldur eldri gæða- myndir. Af nógu er að taka. Nokkrar myndbandaleigur leggja áherslu á að bjóða uppá þekktar og sígildar myndir og verður einungis fjallað um myndbönd sem fáanleg eru á leigumarkaðnum. Það er engin tilviljun að John Huston og verk hans verða fyrsta umfjöllunarefnið á þessum vett- vangi. Huston var einn litríkasti Ieikstjóri þessarar aldar, setti mark sitt á kvikmyndasöguna frá því snemma á fjórða áratugnum uns ferlinum lauk 1987. Tvímælalaust einn merkasti leiðsögumaður sam- tímans um fjölskrúðugar lendur kvikmyndalistarinnar. Það sem öðru fremur setur mark sitt á handbragð Hustons er hversu fjölhæfur listamaður hann var með brennandi áhuga á hinum ólíkleg- ustu málefnum. Sem sonur hins mikilsvirta sviðs- og kvikmynda- leikara Walters Hustons, komst John ungur í snertingu við Hollywood. Hann var frábær penni og hóf störf sem blaðamaður og gerðist síðar handritahöfundur, fyrst hjá Warner bræðrum, þar sem faðir hans var lengi sanmings- bundinn. Þá var hann mikill tón- listarunnandi og nam og starfaði við málaralist um sinn. Þetta margslungna listfengi skilaði sér í marg- breytilegum myndum þar sem víðsýni hans naut sín ekki síð- ur. Dæmi um það eru tvö af síðustu meistaraverkum leikstjórans; Prizzi’s Honor (‘85), sem gerð var eftir skáldsögu reyfarahöfundarins Richards Condons, og The Dead (‘87), sem hann sótti á „hinn enda“ bókmenntanna, í smiðju James Joyce. Þá má ekki gleyma að Hus- ton var liðtækur leikari í fjölda mynda og þá var það þessi frábæra rödd sem naut sín vel í sögumanns- hlutverkinu sem hann tók oft að sér í eigin verkum og annarra. Þá var Huston mikill h'fsnautnamaður, marggiftur kvennamaður, rómaður gleðskaparmaður, íþróttamaður, hestamaður, liðtækur boxari og al- ræmd aflakló á sjó og landi. Karl- mennskan holdi klædd. En fyrst og fremst var hann Ieikstjóri par ex- ellence, verk hans endurspegluðu óvenju fjölhæfan listamann og manneskju sem var ekki eilíflega í sínu besta formi heldur átti mis- jafna daga. Hann var mannlegur. Það var sterki þátturinn í verkum, lífi og störfum Johns Hustons og hluti af heillandi persónuleikanum. Niðurstaðan af öllu þessu saman- lögðu var ótrúlegur fjöldi sígildra meistaraverka. Sem hlutu fleiri verðlaun og tilnefningar en nokkurs annars samtíðarmanns, held ég þori að fullyrða. Nokkrir hortittir flutu með á milli. Þeir sem vilja kynnast sögu þessa stórmennis ættu að nálg- ast ævisögu Johns Huston og kynn- ast færni hans á ritvellinum í leið- inni. An Open Book (Alfred A. Knopf, New York 1980), er ein best skrifaða og skemmtilegasta bók sinnar tegundar, gamli sjarmörinn dregur ekkert undan á skrautlegum ferli og stíllinn er glæsilegur. drápara, sem leikin er af Kathleen Tumer. Angelica etur þeim saman. Eitt af vörumerkjum Hustons voru ótrúleg tök hans á leikurum. Hann laðaði meira að segja fram fínan leik hjá Audie Murphy (í The Red Badge of Courage (‘51)), stríðshetju sem síð- ar varð ein afkastamesta og slakasta B-myndastjarna Bandaríkjanna. I Prizzi’s Honor fara allir á kostum, Angelica^ dóttir leikstjórans - sem uppskar Oskarinn fyrir vikið - Kath- leen Turner, William Hickey og Ro- bert Loggia í hlutverkum mafíósanna, og Nicholson er ótrúleg- ur í aðaihlutverkinu, með ítalskan hreim og allt á hreinu. Margsiungin og snúin sagan rennur snurðulaust afrám' unclír sfjörn meístarans og ekki að sjá nein eliimörk á hand- bragðinu þó karl stæði á áttræðu er hann lauk við þessa perlu. TREASURE OF THE SIERRA MADRE ★★★★ Eitt glæsilegasta verkið frá fyrri hluta ferils leikstjórans og handrits- höfundarins skartar fóður hans, Walter Huston, Huphrey Bogart (sem oftar) og Tom Holt. Þremenn- ingarnir leika lánlausa ævintýramenn sem halda til fjalia í Mexíkó í leit að gulli og komast í feitt. Gulifundurinn færir þeim enga hamingju en laðar fram í þeim það versta og kallar að lokum yfir þá bölvun. Bogart skyggir á góða samleikara sína með mögnuð- um leik. Breytist úr gamalkunna harðjaxlinum í samviskulaust úr- þvætti sem einskis svífst til að kom- ast yfir auðinn. Stjórn Hustons á leik- urunum óaðfinnanleg að venju og í þetta sinn var afraksturínn Oskars- verðlaun honum sjálfum til handa og Walter fóður hans. Engu er líkara en að myndavélin virði háðslega fyrir sér þessa þrjá, guðsvoluðu einstaklinga sem eru þess á engan hátt umkomnir að auðgast. Allar aðrar myndir Hustons eru forvitnilegar, jafnvel þær slökustu. Margar sannköiluð meistaraverk, fá- ar í meðallagi en ég mundi ekki leggja á mig langan krók fyrir Sinful Davy (‘69 ), Walk With Love and De- ath (‘69), né Phobia (‘80). Aðrar eru pottþéttar. Sæbjörn Valdimarsson JOHN Huston ræðir við Mari- lyn Monroe og Arthur Miller við gerð „The Misfits". Á FIMMTUDAGSKVÖLD var mynd Júlíusar Kemp „Blossi/810551“ valin framlag ís- lands til Oskarsverðlaunanna. „Perlur og svín“ eftir Óskar Jón- asson var keppinautur Blossa, og hlaut einu atkvæði minna. Sagt var í Morgunblaðinu á föstudaginn að samkvæmt ósk Einars Heimissonar, leikstjóra „Maríu", hefði myndin verið dregin út úr samkeppninni. Ein- ar sagði í samtali við Morgun- blaðið að það væri rangt. „Mar- ía“ er undir þýsku forræði, og átti því aldrei möguleika á þátt- töku. Það má geta þess að síð- asta mynd undir þýsku forræði sem átti möguleika á að fá Óskarinn var „Hitlerdrengurinn Salómon", sem er eftir pólskan leiksljóra. „Það hefur aldrei verið nein gífurleg þátttaka" sagði Hákon Már Oddsson, formaður Félags kvikihyndageroarmanna um þá 36 sem tóku þátt í atkvæða- greiðslunni. Af þeim 300 manns sem hafa atkvæðarétt eru kannski 150 sem fá heimsenda tilkynningu um atburðinn. „Þetta á að vera lýðræði, og þetta er fólkið sem vinnur við myndirnar sem á að kjósa, ekki sérvalið fólk. Það stendur til að breyta fyrirkomulaginu, og halda árlega hátíð, „Islensku kvikmyndaverðlaunin", og hluti af henni yrði að tilnefna íslensku myndina til Óskarsins. Það yrði eflaust til þess að auka þátttök- una.“ Júlíus Kemp var að vonum mjög ánægður með úrslitin. „Það skiptir náttúrlega mestu máli ef myndin verður ein af fjórum sem tilnefndar verða til Óskarsverð- launa. Mér fínnst „Blossi/810551“ hiklaust eiga er- indi þarna inn vegna þess sem hún stendur fyrir. Ég hef sýnt myndina tvisvar erlendis og við- tökurnar eru vægast sagt góðar. Utlendingar sjá hana öðruvísi en íslendingar. Sjálfsagt vegna þess að hún er mjög raunsönn lýsing á okkur, og það hefur farið fyrir bijóstið á Islendingum. Þeim virðist það erfítt að líta í spegil," sagði Júlíus Kemp, leiksljóri ís- lenska framlagsins til Óskars- verðlaunanna. RJEYKJAYIKi GRAMD HOTEL REYKJAl/IK byður til joíahatiöar með serstakri islenskri hatiðarstemmningu með ilmandi jolahlaöborði. Uið bjoöum ny og glæsileg salarkynni, GULLTEIG, SETRIÐ OG SJÖ ROSIR i nyjum buningi. RIO TRIO skemmtir iostudaga og laugardaga i desember. Hljomsveit Jakobs Jonssonar leikur lyrtr dansi, lóstudaga os iausardafla. Gunnar Pat! leikur borötonlist aUar lelgar. —l ........ Við knppkosl ii m plæsilcg og ilnmudi jólahlaðbord í anda íslcnskra jdla Borðapantanir í síma: 568 9000

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.