Morgunblaðið - 26.11.1997, Side 10

Morgunblaðið - 26.11.1997, Side 10
10 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skýrsla um forgangsröðun í heilbrigðismálum Biðlistar verði ekki lengri en sex mánuðir Morgunblaðið/Kristinn ÓLAFUR Ólafsson landlæknir segir læknisfræðilegar forsendur áfram ráða forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu. Þjóðvaki ekki fram Ágúst í Al- þýðuflokk ÁKVEÐIÐ var á aðalfundi Þjóðvaka á mánudag að flokkurinn byði ekki lengur fram til Alþingis. Þar með hefur Þjóðvaki breyst úr stjórnmála- flokki í stjórnmálasamtök sem bjóða ekki fram. Ágúst Einarsson alþingis- maður lýsti því yfir að hann hygðist ganga til liðs við Alþýðuflokkinn. „Eg byggi það á því að ferill til sameiginlegs framboðs er á fullri ferð og menn eru að taka afstöðu í flokkunum eins og sést á landsfund- um Alþýðubandalagsins og Kvenna- listans. Ég tel að ég komi að mestu gagni í samstarfi við Alþýðuflokkinn sem hefur tekið afdráttarlausa af- stöðu á þessum vettvangi. Ég á mér þetta markmið og Þjóðvaki var stofnaður til þess að stuðla að sam- eiginlegu framboði. Því miðar vel og þess vegna finnst mér rökrétt með tilliti til þess góða samstarfs sem er í þingflokki jafnaðarmanna og við Alþýðuflokksmenn að stíga þetta skref," sagði Ágúst. Ágúst sagði að hann hefði starfað í tengslum við Alþýðuflokkinn í 25 ár. Hann segir mörg teikn á lofti um að samstarf á vinstri væng stjómmálanna takist núna og næsta hálfa ár verði ráðandi í þeim efnum. ----------» ♦ ♦---- Lögreglukæra vegna Vegas Akvörðun um málsmeð- ferðina í dag „ÞAÐ verður að taka ákvörðun um hvort málinu verður vísað til annarra aðila, úr því að hinn kærði er tengd- ur lögreglustjóra. Ég hef samráð við dómsmálaráðuneytið um málsmeð- ferðina,“ sagði Böðvar Bragason, lögreglustjóri í Reykjavík, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. í gær lagði fyrrverandi fatafella á skemmtistaðnum Vegas fram kæru hjá lögreglunni í Reykjavík á hendur forsvarsmanni staðarins, Haraldi Böðvarssyni, en hann er sonur lögreglustjóra. Fatafellan hef- ur sakað hann um að hafa valdið sér áverkum og meinað sér útgöngu af skemmtistaðnum. Böðvar Bragason kvaðst reikna með að ákvörðun um meðferð kæru- málsins yrði tekin í dag, miðvikudag. Sími 555-1500 Garðabær Stórás Rúmgóð ca 70 fm 2—3 herb. íb. á neðri hæð í tvíb. Ný eldinnr. Nýtt gler. Parket. iBoðahleinl Höfum fengið til sölu fyrir aldraða við Hrafnistu í Hf., gott endaraðh., ca 90 fm auk bílsk. Áhv. ca 1,5 millj. Verð 11,5 millj. Hafnarfjörður Óttarstaðir Til sölu ca 5—6 hektara landspilda úr landi Óttarstaða I. Liggur að sjó. Verð: Tilboð. Reykjavíkurvegur Gott skrifstofuhúsnæði ca 120 fm á 2. hæð. Verð 5,2 millj. Breiðvangur Sérlega glæsileg ca 190 fm neðri sérh. í tvíb. auk bílskúrs. 5 svefnh. Áhv. byggsj, ca 2,7 millj. Verð 13,2 millj. Gunnarssund Til sölu er góð 3ja herb. ib. á jarðh. Álfaskeið Einbýlishús á tveimur hæðum með hálfum kj., samtals 204 fm. Mikið end- um. Ath. skipti á lítilli íb. Vantar ca 100 fm Ib. nærri miðbæ Hafnar- fjarðar. Vantar eignir á skrá Fasteignasala, Strandgötu 25, Hfj. Ámi Grétar Finnsson, hri. Stefán Bj. Gunnlaugsson, hdl. - INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigð- isráðherra og Ólafur Ólafsson land- læknir kynntu á blaðamannafundi í gær skýrslu nefndar, sem ráð- herra skipaði í ársbytjun 1996, um forgangsröðun í heilbrigðismálum, en eitt meginverkefni nefndarinnar var að gera tillögur til ráðherra um það með hvaða hætti skuli staðið að slíkum málum hér á landi. í tillögum nefndarinnar er m.a. talið mikilvægt að koma skipulagi biðlistamála heilbrigðisþjónustunn- ar í betra horf. Lagt er til að settar verði samræmdar reglur um skrán- ingu biðlista og að sjúklingar á bið- listum séu flokkaðir í þtjá flokka, þ.e. með þörf, með brýna þörf og með mjög brýna þörf. Nefndin, sem skipuð er fulltrúum frá öllum þing- flokkum Alþingis, fulltrúa frá Læknafélagi íslands, félagi hjúkr- unarfræðinga, Landssamtökum heilsugæslustöðva, Landssambandi sjúkrahúsa á íslandi, Siðfræðistofn- un Háskóla íslands og Neytenda- samtökunum, er jafnframt þeirrar skoðunar að hámarksbiðtíma eftir þjónustu skuli skilgreina, eftir því sem við á í hverju tilviki, en hann skuli þó ekki vera lengri en 3-6 mánuðir. Nefndin er ennfremur sammála um að ekki séu forsendur fyrir því að setja formlegar reglur um for- gangsröðun sjúklinga að öðru leyti en því, að þeir sem hafa mesta þörf fyrir heilbrigðisþjónustu gangi fýrir, en það eru þeir sem eru í lífs- hættu eða geta vænst þess að hljóta alvarlegan heilsufarslegan skaða ef ekkert er að gert. í máli ráðherra kom fram að til- FORELDRAFÉLÖG, skólayfirvöld, félagsmiðstöðvar, lögregla, fjöl- skylduþjónustan Miðgarður og aðrir þeir sem vinna að uppeldismálum í Grafarvogshverfi hafa tekið hönd- um saman um forvamir gegn vímu- efnanotkun barna og unglinga. Verkefnið verður kynnt íbúum hverfisins á almennum borgara- fundi sem haldinn verður í Húsa- skóla í kvöld kl. 20. Það var heldur næðingssamt í undirgöngunum við Foldaskóla, þar sem verkefnið var kynnt á blaða- mannafundi í gær, og höfðu að- standendur þess á orði að umgjörð fundarins væri einmitt táknræn fyrir málefnið sem um var rætt, en nú ætti að reyna að mynda skjól fyrir bömin og unglingana í hverf- inu. Unglingar úr félagsmiðstöðinni Fjörgyn hafa myndskreytt veggi undirganganna og þar er ýmis skilaboð að finna, m.a. símanúmer Jafningjafræðslunnar, Vinalínunn- ar, Rauðakrosshússins, Stígamóta, Neyðarlínu og lögreglu. Lykilaðilar í uppeldi skilgreini hlutverk sitt í forvörnum Verkefnið ber yfírskriftina „Graf- arvogur í góðum májum“ og verður hluti af verkefninu „ísland án eitur- lyfja árið 2002“ og tengist því að Grafarvogur hefur verið skilgreindur sem reynslusveitarfélag. Forvama- deild SÁÁ kemur að framkvæmd verkefnisins eins og í fjölmörgum öðmm sveitarfélögum þar sem svo- lögur nefndarinnar væru mjög víð- tækar, en þær ná jafnt til siðfræði- legra spurninga, meginviðfangs- efna heilbrigðisþjónustunnar, skipulags og stefnumótunar í heil- brigðismálum. Ráðherra sagði enn- fremur að tillögurnar verði nýttar í nýja heilbrigðisáætlun, en um þessar mundir er verið að endur- skoða heilbrigðisáætlun frá árinu 1991. Þá sagði ráðherra það mjög merkilegt að þverpólitísk nefnd skyldi hafa náð niðurstöðu um þessi mál. Ráðherra tók einnig fram að tillögurnar verði á næstu dögum sendar til umsagnar fagaðila og hagsmunahópa og þegar þær um- sagnir liggi fyrir mun nefndin fá kallaðar víðtækar forvamir í sveitar- félögum eru komnar af stað. Á borgarafundinum í kvöld verð- ur greint nánar frá tildrögum for- vamaverkefnisins, og tillögur að úrræðum og lausnum kynntar. Samstarfshópur kynnir fjögur sam- eiginleg meginmarkmið, sem ætl- unin er að taka saman höndum um. tækifæri til að endurskoða tillög- urnar og skila endanlegu áliti um miðjan mars á næsta ári. Sjúklingar gjaldi ekki lífsstíls í skýrslunni kemur fram að nefndin leggi áherslu á að heilbrigð- isþjónustan eigi að vera réttlát, byggð á samábyrgð þegnanna og að meginþætti hennar skuli kosta af almannafé. Þá er lögð áhersla á að leitað verði leiða til að efla ábyrgð einstaklinga á eigin heilsu en nefndin varar við hugmyndum um að einstaklingar verði látnir gjalda þess þótt heilsuleysi megi rekja til lífsstíls þeirra. í stað þess Markmiðin eru fyrirmyndarskóla- starf í Grafarvogi, að efla jákvæðar tómstundir, að vinna gegn allri neyslu tóbaks, áfengis og annarra vímuefna hjá bömum á grunnskóla- aldri og síðast en ekki síst að lykil- aðilar í uppeldi barna og unglinga skilgreini hlutverk sitt og leiðir í forvörnum. að skattleggja sjúklinga telur nefndin réttlátara, mannúðlegra og líklegra til árangurs að skattleggja sérstaklega heilsuspillandi vaming. í skýrslunni kemur ennfremur fram að öflug grunnþjónusta um allt land sé að dómi nefndarinnar forsenda þess að unnt sé að tryggja sem jafnast aðgengi að heilbrigðis- þjónustu. Grunnþjónustan feli í sér a.m.k. heilsugæslu, fyrstu hjálp þegar slys ber að höndum, aðstöðu fyrir minniháttar aðgerðir og rými fyrir bráðasjúklinga meðan beðið er eftir flutningi annað. Þá telur nefndin að ekki skuli að jafnaði vera meira en einnar klukkustundar akstur til næstu bráðaþjónustu. Ennfremur álítur nefndin að auka verði samvinnu og samhæf- ingu heilbrigðisstofnana til þess að unnt verði að ná jafnt faglegum sem fjárhagslegum markmiðum heil- brigðisþjónustunnar. Sérstaklega sé mikilsvert að heilbrigðisstofnanir hafí með sér samstarf um nýtingu tækni og annarra kostnaðarsamra úrræða. Auk þess er nefndin þeirrar skoðunar að tryggja verði að heil- brigðiskerfið geti hagnýtt sér tækn- inýjungar og rannsóknaniðurstöð- ur, t.d. með því að árlega verði 3-5% af fjárframlögum til stofnana varið til tækjakaupa og endurnýjun- ar á tæknibúnaði. Að síðustu telur nefndin að fjár- framlög ríkisins til heilbrigðismála skuli taka mið af verkefnum heil- brigðisþjónustunnar. Fjárframlög verði jafnframt að taka mið af ár- angri starfseminnar og þeim að- gerðum sem grípa þarf til í því skyni að ná settum markmiðum. Forsetar ASÍ Hugað að samstarfi við önnur samtök SAMBANDSSTJÓRN ASÍ samþykkti á fundi í gær að fela forsetum ASÍ í samráði við miðstjóm að leita eftir viðræð- um við önnur samtök launa- fólks um nánara samstarf eða hugsanlega sameiningu. Var einhugur um þessa niðurstöðu að sögn Grétars Þorsteinsson- ar, forseta ASÍ. Hann segir að þau sjónarmið hafí komið fram að eðlilegast væri að fyrst í stað yrði rætt við BSRB. Skipulagsmál hreyfíngarinn- ar voru megin umræðuefnið á sambandsstjórnarfundinum sem stóð yfir í tvo daga. „Meg- in niðurstaðan varð sú að menn voru mjög sammála um að besti kosturinn væri að fara með málið út í aðildarfélögin með skipulegum hætti. Reynt verði að tryggja að á næstu einu og hálfu eða tveim árum verði bankað uppá hjá öllum félögum innan ASI, þar sem rætt yrði um skipulagsmálin og viðhorfin til þeirra. Það var hins vegar ekki mikil efnisleg umræða um hvað menn teldu fyrirmyndar skipulagið," segir Grétar. „Veganestið eftir þá vegferð verður væntanlega lagt fyrir Alþýðusambandsþing árið 2000. Við erum ekki að gefa okkur niðurstöður fyrirfram," sagði hann. Forvamaverkefni gegn vímuefnanotkun barna og unglinga Reynslusveitarfélagið Graf- arvogur í „góðum málum“ Morgunblaðið/Kristinn ÓSKAR Dýrmundur Ólafsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi Miðgarðs og verkefnissljóri, Kristín A. Ámadóttir, formaður vímuvarnanefndar Reykjavíkurborgar, og Einar Gylfi Jónsson, deildarstjóri forvaraadeildar SÁÁ, kynntu forvarnaverkefnið „Grafarvognr í góðum málum“ á blaðamannafundi í undir- göngunum við Foldaskóla í gær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.