Morgunblaðið - 26.11.1997, Page 12

Morgunblaðið - 26.11.1997, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Þorkell INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigðisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri tóku á móti fyrstu bæklingunum í gær. Með þeim á myndinni eru Stefán Halldórsson og Björn Björnsson. Nýr bæklingur um sálræn áföll í starfi ÚT ER kominn bæklingur um and- leg og líkamleg viðbrögð sálræns áfalls og er hann gefinn út af Stefáni Halldórssyni og Bimi Bjömssyni slökkviliðsmönnum með styrk frá Slökkvistöðinni í Reykjavík og heil- brigðisráðuneytinu. Bæklingurinn er íslensk þýðing á bæklingi sem gefinn er út af áfalla- hjálparteymi í Lincolnshire í Englandi og er skrifaður til að minna á og upplýsa starfsmenn í neyðarþjónustu á þau eðlilegu við- brögð sem menn í þessari stöðu sýna gjarnan í kjölfar erfiðrar reynslu, hvað hægt sé að gera til að draga úr streitueinkennum sem oft fylgja í kjölfarið og hvernig hægt sé að takast á við streituna þegar til lengri tíma sé litið. „Stórslys og náttúruhamfarir em þess eðlis að flestir ef ekki allir sem að þeim koma sýna streitueinkenni á eftir, en annars konar atvik geta haft mikil áhrif á fólk vegna persónulegra aðstæðna," segir í inngangi bæk- lingsins. „Þessi viðbrögð em ókunn flestu fólki en eru oft þannig að við- komandi upplifir eirðarleysi, hræðslu eða geðshræringu á eftir. Abendingar í þessum bæklingi ættu að geta dregið úr svo alvarlegum af- leiðingum af starfstengdri streitu." Að sögn Bjöms Bjömssonar er bæklingurinn gefinn út í 500 eintök- um og fyrst og fremst ætlaður slökkviliðs- og lögreglumönnum. Einnig er stefnt að því, segir Björn, að hafa bæklinginn í hverjum sjúkra- bíl, svo hægt sé að afhenda hann fólki sem lent hefur í áfollum. Fáist til þess fjármagn er ætlunin að dreifa bæklingnum víðar, til dæmis á heilsugæslustöðvum. Eðlileg viðbrögð við óeðlilegum aðstæðum í bæklingnum kemur fram að dep- urð, deyfð, þreyta og þunglyndi séu meðal þeirra einkenna sem fólk sem vinni við neyðarþjónustu finni fyrh’ eftir stórslys eða náttúmhamfarir. Bent er á leiðir til að draga úr áhrif- um áfalls, m.a. hve mikilvægt það sé að forðast að byrgja tilfinningamar inni og hve nauðsynlegt það sé að tala um reynsluna við einhvem. Þá kemur fram í bæklingnum að áfallahjálp sé veitt á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og á heilsugæslustöðvum víða um land. Hvalurinn var kjálka- brotinn Húsavík. Morgfunblaðið. HORNSTRANDAHVALURINN hefur verið landsettur á Húsavík, utan hafnarinnar, í fjörunni sunn- an Búðarár framan við Skuid. Starfsmaður Hafrannsókna- stofnunar, Gísli Víkingsson líf- fræðingur, og Sveinn Guðmunds- son líffræðingur, vanur hval- skurðarmaður úr Hvalfírði, hófu hvalskurðinn þá birt hafði af degi og sögðu þeir eftir sínar athugan- ir að hvalurinn væri 12,3 m lang- ur og að hann væri ekki vanskap- aður eins og haldið hefði verið heldur kjálkabrotinn en fyrir því gætu verið ýmsar ástæður. Þeir töldu það ekki hafa háð honum mikið því hann væri vel spikaður. Fljótt sáu þeir að hvalurinn hefði étið smokkfísk en voru ekki að öðru leyti búnir að sjá hveiju hann hefði annars þrifíst á. Áformað hafði verið að hirða kjötið til refafóðurs en það var úrskurðað óhæft. Skepnan verður úrbeinuð til að fá heilsteypta beinagreind til varðveislu í Hvalamiðstöðinni á Húsavík. Sambandsstjórn Alþýðusambandsins P&S dragi símgjalda- hækkun til baka SAMBANDSSTJÓRN ASÍ samþykkti á fundi í gær álykt- un þar sem lýst er fullum stuðningi við þá kröfu sam- starfsvettvangs ASÍ, BSRB, Neytendasamtakanna og fleiri aðila að Póstur og sími hf. dragi hækkun á símtölum inn- an svæða til baka að fullu og að öll innanlandssímtöl kosti það sama og innansvæðasímtöl fyr- ir hækkunina 1. nóvember sl. „A tímum þegar reynt er að tryggja stöðugleika í verðlagi eru engin haldbær rök fyrir því að fyrirtæki sem örðum króna í hagnað eftir skatta skuli hækka gjaldskrá á einni mikil- vægustu þjónustu sinni um 88% á einu ári,“ segir m.a. í ályktuninni. Morgunblaðia/Silli Regnhlífabúðin 60 ára Aukið vöruval en alltaf til regnhlífar Morgunblaðið/Þorkell GUÐRÍÐUR Sigurðardóttir hefur rekið Regnhlffabúðin í yfír 21 ár. REGNHLÍFABÚÐIN við Laugaveg 11, sem frú Lára Sigur- geirs stofnaði 27. nóvember árið 1937, verður sextíu ára á morgun. Núverandi eigandi er Guðríður Sigurðardóttir en hún keypti verslun- ina af Láru 30. mars 1976 og hefur rekið hana síðan. Guðríður sagði að verslunin væri lang- elsta starfandi snyrtivöruverslun landsins en frá upp- hafí var verslað með regnhlífar og snyrti- vörur. Að vísu var lítið um snyrtivörur á fyrstu árum versl- unarinnar en þó var boðið upp á nokkrar tegundir af ilmvötnum sem Áfengisversl- un ríkisins sá um að flytja inn. „Ég er alltaf með regnhlff- ar,“ sagði Guðríður. „Þessi verslun byijaði með því að frú Lára fór til Danmerkur og lærði regnhlífasaum. Hún lét konur sauma regnhlífar á verk- stæði, sem hér var hjá henni í nokkur ár og reyndar nærfatn- að líka. Þá voru engar snyrti- vörur nema ilmvötn. En nú er- um við með mikið úrval af góð- um snyrtivörum á mannlegu verði.“ Guðríður sagði að verslunin hefði gengið ágætlega þessi ár síðan hún tók við henni en sam- keppnin hefði harðnað síðustu ár. Sagði hún að í tilefni afmæl- isins yrði veittur 25% afsláttur af öllum vörum fram til mán- aðamóta. Lengi má gera betur Adgengi fyrir aila Samband íslenskra sveitarfélaga heldur ráðstefnuna Aðgengi fyrir alla í dag í sam- vinnu við félagsmála- ráðuneytið og umhverf- isráðuneytið. A ráð- stefnunni verða m.a. tekin fyrir ný skipulags- og byggingarlög. „ÉG VERÐ að viðurkenna að þegar óskað var eftir því að ég talaði um að- gerðir sveitarfélagsins vegna aðgeng- is fatlaðra á ráðstefnunni hélt ég fyrst að verið væri að grínast enda má lengi gera betur. Eftir að hafa hugsað mig um komst ég hins vegar að því að smám saman hefði okkur tekist að koma töluverðu í verk og trúlega stæðum við betur að vígi en ýmis önn- ur sveitarfélög," segir Vilmundur Gíslason, sveitarstjóri á Vopnafirði, um aðdragandann að því að hann var beðinn að halda erindi á ráðstefnunni Aðgengi fyrir alla í Súlnasal Hótels Sögu í dag, miðvikudaginn 26. nóvem- ber, kl. 9.30. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maður Sambands íslenskra sveitarfé- laga, setur ráðstefnuna og Páll Pét- ursson, félagsmálaráðherra, og Guð- mundur Bjarnason, umhverfisráð- herra, flytja ávörp. Einfaldar og ódýrar lausnir Öðru fremur rekui’ Vilmundur aðgerðir sveitarfélagsins til stofnunar Sjálfsbjarg- ardeildar árið 1991. „Félagið byijaði á því að gefa fyrirtækjum og stofnunum vinsam- legar ábendingai’ um nauðsynlegar úrbæt- ur. Smám saman fóru menn að taka við sér og haft hefur verið í huga að reyna að ftnna einfaldar og ódýrar lausnir. Ég get nefnt að vegna hæðai- munar hefði þurft að reisa stórt mannvirki til að gera fótluðum kleift að komast inn um aðaldyr félags- heimilisins. Auðveldari lausn fólst í því að útbúa bílastæði og aðgengi bakdyi-amegin. Húsið hefur svo allt verið tekið í gegn innandyra, t.d. eru engir þröskuldar o.s.frv.,“ segir Vil- mundur. Nokkru flóknara var að að bæta aðgengi að sundlauginni. „Verkefnið var erfitt enda stendur sundlaugin í djúpu ái-gili og er rafmagnslaus. Framkvæmdasjóður fatlaðra veitti stuðning til vegagerðar að mannvirkj- unum. Umhverfis sjálfa laugina var lögð braut. Brautin fellur svo vel að lauginni að ekki er augljóst að um hjólastólabraut sé að ræða. Vandinn við að koma hinum fatlaða niður í laugina í rafmagnsleysinu var leystur með handvirkum lyftubúnaði úr Mý- vatnssveit. Kvenfélögin í sveitinni gáfu útbúnaðinn.“ Samvinna árangursrík Vilmundur segir að samvinna fremur en valdboð sé árangursrík- ari leið að settu marki. Hann nefnir í því sam- bandi átak varðandi merkingar á bílastæðum fyrir fatlaða. „Við gáfum öllum fyrirtækjum kost á að fá aðstoð við að panta og koma upp skiltum vegna bílastæða fyrir fatlaða með lágmarks kostnaði. Fyrirtækin tóku mjög vel í erindið og komið hefur verið upp merkingum um bílastæði fyrir fatlaða við nánast hvert einasta,“ segir hann. Hann tekm- fram að við hönnun húsa sé eðlilegt að hafa í huga að gott aðgengi sé fyrir fatlaða. „Núna erum við t.d. að hanna skóla. Skólinn á að standa í brekku og er aðgengi að utan að báðum hæðum. Lyfta til að fara á milli hæða er innandyra. Ekki hefur hins vegar verið tekið á aðgengi í gamla skólanum. Hann á að vera í tengslum við nýju bygginguna." Frágangur lóða er ekki síður mikil- vægur. „Við hönnun lóða við íþrótta- hús og stjómsýsluhús hefur aðgengi t.d. verið haft í huga. Ekki eru kantr steinar heldur ganga bflastæði og gangstétt út í eitt,“ segir Vilmundur. „Nánast öll fyrirtæki hafa gert átak í aðgengi hjá sér. Auðvitað eru ráðstaf- animar ekki alltaf fullkomnar, t.d. getur halli í þjólastólabrautum verið of mikfll. Sums staðar hafa hins vegar fundist ákaflega góðar og um leið ódýrar lausnir." Vilmundur Gislason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.