Morgunblaðið - 26.11.1997, Side 24

Morgunblaðið - 26.11.1997, Side 24
24 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Borís Jeltsín Rússlandsforseti kemur Anatolí Tsjúbajs til varnar Ráðherramir efni loforðin Moskvu. Reuters. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, sagðist í gær ekki ætla að verða við kröfu kommúnista og banda- manna þeirra um að víkja Anatolí Tsjúbajs aðstoðarforsætisráðherra úr stjórninni en varaði ráðherra sína við vandræðum efndu þeir ekki loforð sín í efnahagsmálum. Jeltsín kom fram í sjónvarpi með Tsjúbajs og gagnrýndi hann fyrir „siðferðileg mistök" sem honum hefðu orðið á með því að þiggja háar fyrirframgreiðslu fyrir bók um sögu einkavæðingarinnar í Rúss- landi. Greiðslan kostaði Tsjúbajs embætti fjármálaráðherra, en Jelts- ín lagði áherslu á að hann yrði áfram aðstoðarforsætisráðherra. „Ég ætla ekki að fóma Tsjúbajs,“ sagði hann. Kvað Jeltsín Tsjúbajs ekki sekan um lögbrot. „Þetta er spuming um siðferði.“ Kommúnistar í Dúmunni, neðri deild rússneska þingsins, voru ekki ánægðir með ummæli forsetans. „Þetta stuðlar að spennu .. . og óvissu í samskiptum Dúmunnar og stjórnarinnar," sagði Valentín Kúptsov, varaformaður flokks kommúnista. Nemtsov leysi skuldavandann Jeltsín lagði ríka áherslu á að ráðherrar stjórnarinnar myndu ekki komast hjá gagnrýni stæðu þeir sig ekki sem skyidi í efnahags- málum. Stjómin hefur síðustu vik- ur reynt að finna málamiðlunar- lausn í deilunni við Dúmuna um frumvarp til fjárlaga næsta árs og heimildarmenn í Kreml sögðust enn búast við því að fjárlögin yrðu samþykkt á þinginu þótt Tsjúbajs yrði ekki vikið úr stjórninni. Haft var eftir Kúptsov að kommúnistar myndu ekki setja það skilyrði fyrir samþykkt fjárlagafmmvarpsins að Tsjúbajs yrði vikið úr embætti að- stoðarforsætisráðherra. Jeltsín ræddi ennfremur við Borís Nemtsov, sem er einnig að- stoðarforsætisráðherra, og varaði hann við því að stjórnin myndi lenda í vanda stæði hún ekki við loforð sín um að greiða allar launa- skuldir ríkisins. Nemtsov hefur verið falið að leysa þetta vandamál. Nemtsov á mjög erfitt verk fyr- ir höndum því Oleg Sysujev at- vinnumálaráðherra skýrði frá því í gær að ríkið hefði aðeins greitt 3,3 billjónir rúblna (39 milljarða króna) af launaskuldunum frá 1. júní og 9,6 billjónir rúblna (113 milljarðar króna) væru enn ógreiddar. Hyggst heimsækja Tsjetsjena Talsmaður Jeltsíns sagði í gær að forsetinn hefði í hyggju að fara til Tsjetsjníju en ekki hefði verið ákveðið hvenær heimsóknin yrði. ívan Rybkin, formaður Öryggis- ráðs Rússlands, sagði að Jeltsín hefði rætt þessi áform á fundi ráðs- ins og sagt að hann kynni að ræða við Aslan Maskhadov, leiðtoga Tsjetsjníju. Flóð í Frakklandi STARFSMENN bæjarins Mont- pellier í Suður-Frakklandi reyna að losa stíflu í niðurfalli til þess að flóðvatn eigi greiða leið. Gífurlegar rigningar og hvassviðri hafa valdið miklum flóðum í bænum undanfarna daga. TÖLVUSTÓLAR HEIMILISINS Vandaður skrifborösstóll á parkethjólum. Teg. 270 Litir: Blár, svartu'r, rauöur, grænn Kr 9.950,-&! KG Sktirstofuhún «áur u*. ^★imaiiaáb siwisasssóe Kr 12.900,-» 3.200,- kr Vandaóur skrifborðsstóll meö háu fjaðrandi baki og á parket hjólum. Teg 235 Lítir: Blár, svartur, rauður grænn. Reuters Fastaráðstefna Evrópusambandsins ESB útilokar ekki þátttöku EFTA- ríkjanna HUGSANLEG aðild EFTA-ríkjanna að fastaráðstefnu Evrópusambands- ins og væntanlegra aðildarríkja þess var rædd á fundi EES-ráðsins í Brussel í gær. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra segir að þar hafi komið fram að þátttaka íslands og annarra ríkja EFTA sé ekki úti- lokuð. Að sögn Hall- dórs hóf Jacques Poos, utanríkis- ráðherra Lúxem- borgar og forseti ráðherraráðs ESB, umræður um væntanlega fastaráðstefnu, sem kölluð hefur verið Evrópuráðstefnan. „Við lýstum því yfir af hálfu EFTA- ríkjanna að við værum reiðubúnir að taka þátt í því starfí, en ennþá hefur engin ákvörðun verið tekin og í raun er enn ekki vitað hvaða innihald á að vera í þessari ráðstefnu. Hins vegar virðist ekki loku fyrir það skot- ið að um þátttöku okkar geti orðið að ræða,“ sagði Halldór í samtali við Morgunblaðið að fundinum loknum. Eigum ekki síður erindi en umsækjendurnir Skiptar skoðanir hafa verið í hópi aðildarríkja ESB um þátttöku EFTA-ríkjanna. „Það eru mismun- andi sjónarmið um ráðstefnuna í heild sinni, þar með talið um þátttökuna, segir Halldór. „Ef þessi ráðstefna á að fjalla um málefni innri markaðar- ins, að ekki sé talað um öryggismál og samvinnu á sviði innanríkis- og dómsmála, sem snertir Schengen-samstarfið, held ég að það sé greinilegt að við eigum ekki síður erindi á hana en þau ríki, sem eru að sækja um aðild.“ Halidór bendir á að heizta deiian innan ESB sé um þátttöku Tyrk- lands í ráðstefnunni og framhaldið muni mjög ráðast af því hver niður- staðan í því máli verði. Þrír Eiffel- tumar af evró-smá- peningum París. Reuters. FRÖNSK stjórnvöld þurfa að láta slá 7,6 milljarða af smápeningum áður en byrjað verður að nota nýja Evrópugjaldmiðilinn, evró, í verzlunum árið 2002. Áætlað er að samtals muni peningarnir vega þrefalt meira en Eiffel- turninn í París, eða um 26.000 tonn. Frönsk stjórnvöld gera ráð fyrir að frá og með miðju næsta ári muni myntslátta í Bressac í Suðvestur-Frakklandi slá um 12 milljónir peninga á dag til að mæta þörfinni. Væntanleg aðildarríki Efna- hags- og myntbandalags Evrópu (EMU) eru hvert um sig ábyrg fyrir sláttu evró-myntar og hafa aðildarríkin rétt til að setja eigin þjóðartákn á aðra hlið smápen- inganna. Seðlabanki Evrópu fer hins vegar með útgáfu evró-seðl- anna, sem verða eins í öllum rílq- um EMU. Búizt er við að aðildarríkin muni láta slá um 70 milljarða smápeninga, sem verða tilbúnir til notkunar í ársbyrjun 2002. EVRÓPA^ Karadzic í með for- ystuna SVO virðist sem flokkur Radovans Karadzics, fyrrverandi leiðtoga Bosníu-Serba, kunni að hafa borið sigur úr býtum í kosningum til þings Bosníu-Serba, sem fram fóru um helgina. Úrslit liggja fyrir eftir tvær vikur en í fyrstu fréttum var talið að flokkur Biljönu Plavzic, forseta Bosníu-Serba, hefði komið í veg fyrir að harðlínumenn næðu meirihluta á þinginu. Mikil óvissa ríkir um úrslit kosn- inganna en þær tölur sem birtar voru í gær gefa þveröfuga niður- • stöðu miðað við fyrstu tölur á mánu- dag, að því er segir í frétt AP. Samkvæmt þeim er flokkur Karadzics með 33% fylgi, flokkur Plavzics með 20% og flokkur rótt- tækra þjóðernissinna með 19,3% atkvæða. Verði þessi raunin geta þjóðernissinnar og fylgismenn Karadzics í Lýðræðisflokki Serba myndað meirihluta á þinginu. -----♦ - ♦---- Pompei 1 í niður- níðslu | PIETRO Guzzo, _yfirfornleifafræð- ingur í Pompei á Ítalíu, hefur varað ) við því að fornminjar þar verði fyr- ir sífellt meiri skemmdum vegna fjárskorts og vanrækslu. Þetta kom fram í dagblaðinu Daily Telegraph. Pompei, sem hefur að geyma 1.500 byggingar auk stórkostlegra listaverka, fór undir ösku er eldfjall- ið Vesúvíus gaus árið 79. Tæplega helmingur svæðisins hefur verið grafinn upp á þeim 240 árum sem liðin eru frá því að fornleifaupp- gröftur hófst þar. 2 milljónir manna heimsækja borgina árlega og segir Guzzo að gólf séu skemmd eftir skó og vegg- ir eftir óhreinar hendur og þunga bakpoka. Sumar veggmyndanna séu huldar óhreinindum og ryki en aðrar að upplitast og hverfa vegna snertingar við óæskileg efni. Þá segist hann eiga í vök að veijast gegn mafíunni í Napólí og hafa beðið í 18 mánuði eftir að . stjórnvöld í Róm skipi nýjan yfir- mann öryggisliðs staðarins. Safninu í Pompei var lokað árið 1975 eftir að mynt og skartgripum var stolið þaðan. Þá var 14 freskum stolið árið 1977 og 600 safnmunum 15 árum síðar. Guzzo segist telja að nauðsynlegustu viðgerðir muni kosta rúmlega milljarð ísl. kr. -----»-♦■"«--- Segjast eiga i rétt á að svindla Quetta í Pakistan. Reuters. NEMENDUR við verkfræði- og tæknideild Khuzdar-háskóla í Pak- ; istan kváðust á sunnudag eiga rétt á því að svindla á prófum og brugð- ust ókvæða við er þeim var neitað um það, að sögn embættismanna. Sögðu þeir nemendur í fyrsta, öðrum og þriðja bekk hafa krafist þess að fá að svindla og efnt til óeirða þegar leyfi fékkst ekki, svo loka varð háskólanum. Voru sér- sveitir lögreglu kallaðar til. Leiðtogar stúdenta sögðu að því hefði verið lofað að skólayfirvöld ; myndu sjá í gegnum fingur sér við nemendur sem svindluðu, skoðuðu glósur og iiefðu samráð við aðra, til j þess að fá hærri einkunnir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.