Morgunblaðið - 26.11.1997, Síða 33

Morgunblaðið - 26.11.1997, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1997 33 AÐSENDAR GREINAR AÐVENTKIRKJAN við Ingólfsstræti í Reykjavík. Aðventkirkjan í 100 ár á Islandi UM ÞESSAR mundir eru liðin 100 ár frá því að aðventboðskap- urinn, eins og hann er stundum nefndur, barst til íslands. En að- ventboðskapurinn er sá boðskapur kristninnar sem minnir á loforð Krists um að hann muni koma öðru sinni til jarðarinnar. Sjö- unda-dags aðventistar leggja mikla áherslu á þennan boðskap, sem og hluti nafns þeirra ber vott um. En það var sænski aðventist- inn David Östlund sem kom fyrst- ur manna til Islands, til þess að endurvekja þennan boðskap með þjóð okkar föstudaginn 26. nóvem- ber 1897. Flest okkar kannast við orðið aðventa, því öll hlökkum við til jól- anna sem hefjast jólaaftan eða að- fangadagskvöld ár hvert. I kristn- um sið eru jólin fæðingar-hátíð Frelsarans. Undirbúningur jóla- hátíðarinnar setur mark sitt á heilar fjórar vikur á undan. Þessi undirbúningstími heitir á latínu adventus sem merkir „tilkoma". Af því er smíðað tökuorðið að- venta. Aðventan býður því upp á margvíslega gleði og mikla til- hlökkun þar til fæðingarhátíðin sjálf rennur upp og minnir okkur á upphaf fyrri komu Jesú Krists til jarðarinnar. Bæn Drottins kennir okkur að segja, „tilkomi þitt ríki“. Þetta minnir okkur enn frekar á loforð Krists sjálfs um að hann muni koma aftur. Kristur segir í Jóh 14: -1- „Hjarta yðar skelfist ekki. Trú- ið á Guð og trúið á mig. -2-1 húsi fóður míns eru margar vistarver- Aðventboðskapurinn minnir á það loforð Krists, segir Björgvin Snorrason í fyrri grein af tveimur, að hann muni koma öðru sinni til jarðarinnar. ur. Væri ekki svo, hefði ég þá sagt yður, að ég færi burt að búa yður stað? -3- Þegar ég er farinn burt og hef búið yður stað, kem ég aft- ur og tek yður til mín, svo að þér séuð einnig þar sem ég er.“ Þetta loforð Krists hefur verið endurtekið á öllum öldum allt fram á okkar tíma. 300 sinnum nefnir Nýja testamentið þetta lof- orð. í Matt. 24 orðar Kristur lof- orð sitt um endurkomu sína þannig: - 30- „Þá mun tákn Mannssonarins birtast á himni, og allar kynkvíslir jarðarinnar hefja kveinstafi. Og menn munu sjá Mannssoninn koma á skýjum him- ins með mætti og mikilli dýrð. -31- Hann mun senda út engla sína með hvellum lúðri, og þeir munu safna hans útvöldu úr áttunum fjórum, himinskauta milli.“ Hið stórkostlega trúar- og höf- uðskáld okkar Islendinga frá 17. öld, Hallgrímur Pétursson, kemst þannig að orði um endurkomulof- orðið: 0, Jesús, það er játning mín, ég mun um síðir njóta þín, þegar þú, dýrðar Drottinn minn, dómstól í skýjum setur þinn. I næsta erindi kennir einskis ótta hjá Hallgrími við endurkom- una. Hann segir: Frelsaður kem ég fyr’ þinn dóm, fagnaðar sælan heyri’ eg róm. I þínu nafhi útvaldir útvalinn kalla mig hjá sér. Mikil trúarvakning er sögð fyrir í boðskap fyrsta engilsins í 14. kafla Opinberunarbókarinnar í tengslum við boðskapinn um end- urkomu Krists. Boð- skapurinn sjálfur varpar ljósi yfir tím- ann, þegar þessi hi-eyfing á að verða. Sagt er að hún sé hluti af boðun hins ei- lífa fagnaðarboðskap- ar og hann gefur til kynna upphaf dóms- ins, en Hallgrímur sagðist koma „frelsað- ur“ fyrir þennan dóm. Dóminn og endur- komuna þarf því eng- inn að óttast. E ndurkomuhreyf- ingin hófst í hinum ýmsu kristnu löndum á svipuðum tíma, svo sem hin mikla siðbót á 16. öld. Bæði í Evr- ópu og Ameríku rannsökuðu trú- aðir menn hina innblásnu spádóma Biblíunnar. Þar fundu þeir sann- færandi vitnisburð um að endur- koma Krists nálgaðist hröðum skrefum. Þegar dr. Johann Albrecht Bengel (1687-1752) frá Wurttem- berg í Þýskalandi flutti ræðu byggða á 21. kafla Opinberunar- bókarínnar 1. sunnudag í aðventu, braust fram í huga hans ljósið um endurkomu Krists. Hann taldi að endurkoma Krists væri nálæg. Skilningur hans á spádómunum um endurkomuna var ekki bara viðukenndur í heimabyggð hans heldur víðar, því ritum hans um þetta efni var dreift um allan hinn kristna heim. Jesúítinn Manuel de Lacunza, sem var af spænsku bergi brotinn, en starfaði í Suður-Ameríku, fann hjá sér hvöt til að flytja heiminum boðskapinn um endurkomu Krists. Lacunza var uppi á 18. öld, en bók hans, Koma Messíasar í dýrð og veldi, sem fjallar um endurkomu Krists, barst til London um 1825 og var þýdd á enska tungu. Útgáfa bókarinnar þar jók verulega áhuga manna í Englandi fyrir loforðum Krists um endurkomu hans. Arið 1826 var mikil ráðstefna í Albury Park í Englandi. Fjallað var í heila viku um loforð og spá- dóma varðandi endurkomu Krists. Niðurstaða ráðstefnunnar varð sú að fundarmenn voru sannfærðir um að koma Krists væri „fyrir dyrum". Þessa ráðstefnu sótti meðal ann- arra dr. Joseph Wolff sem nefndur hefur verið „trúboði heimsins“. Wolff fæddist í Þýskalandi af hebresku foreldri, en faðir hans var rabbí. Hann tók síðar trú mót- mælenda og að námi loknu hóf hann trúboð sitt árið 1821. Sér- staklega eftir Albury Park ráð- stefnuna var Wolff sannfærður um að endurkoma Drottins væri í nánd. I tuttugu og fjögur ár, eða frá 1821 til 1845 ferðaðist Wolff víða um heiminn. Hann boðaði endur- komu Krists í Egypta- landi, Eþíópíu, Palest- ínu, Sýrlandi, Persíu, Bokhara og á Indlandi svo helstu löndin séu nefnd. Hann kom einnig til Bandaríkj- anna og fór þar víða. Fyrrverandi foreti Bandaríkjanna sem enn átti sæti í fulltrúa- deildinni, John Quincy Adams, flutti tilllögu þess efnis að Wolff gæti fengið heimild til afnota af þingsal deildarinnar til fyrirlestra- halds. Var sú tillaga samþykkt samhljóða. Á laugardegi einum voru mættir á fyrirlestur hjá Wolff allir fulltrúar deildarinnar auk biskupsins yfir Virginíu ásamt klerkum. Einnig voru til staðar fjölmargir íbúar Washingtonborg- ar. Þannig hélt Wolff starfi sínu áfram þanngað til hann hafði flutt boðskapinn um dóminn og endur- komuna til stórra hluta hins byggi- leg_a heims. Á Norðurlöndum var endur- komuboðskapurinn borinn fram af börnum eftir að fyrstu boðberum hans hafði verið varpað í fangelsi. Boðunin vakti víðtækan áhuga. Það var þó einkum í fátæklegum híbýlum verkamanna og bænda að fólk kom saman til að hlýða á varnaðarorð ásamt loforðinu um endurkomu Krists. Sum börnin voru aðeins sex til átta ára gömul. Hæfileikar og þroski þeirra var eins og gengur og gerist meðal barna á þeirra aldurskeiði, en þegar þau fluttu endurkomuboð- skapinn var flutningurinn bæði hátíðlegur, þroskaður og kröftug- ur. Hann bar þannig vott um að Andi Guðs var með börnunum. Hér mætti heimfæra orð Krists sjálfs upp á þessi börn, er hann sagði: „Af barna munni og brjóst- mylkinga býrðu þér lof.“ Matt. 21:16. Þrátt fyrir öfluga boðun fékk aðventhreyfingin eða endurkomu- hreyfingin ekki á sig jafn ákveðna mynd í Evrópu og í Bandaríkjum Norður-Ameríku. En næsta grein mín mun fjalla um hreyfinguna í Bandaríkjunum, á Norðurlöndum og komu hennar til Islands fyrir hundrað árum. Höfundur er prestur Aðvent kirkjunnar f Reykjavfk. Björgvin Snorrason Veiðileyfagjald er skattur á landsbyggðina NYLEGA var birt viðtal í ríkissjónvarpinu við Jón Baldvin Hanni- balsson, alþingismann, um veiðileyfagjald. Þar sagði hann það alvarleg- an misskilning að veiði- leyfagjald kæmi niður á kjörum sjómanna. Hann telur að það séu útgerð- arfélögin sem myndu borga veiðileyfagjald og að þau myndu borga það með hluta af fisk- veiðiarðinum. í okkar huga, sem bú- um á landsbyggðinni og erum í forsvari þar, er það alveg ljóst að veiði- leyfagjald er ekkert Guðjón Hjörleifsson upp. Megnið af veiði- leyfagjaldinu myndi fara frá landsbyggðinni og minnst af þessum greiðslum skila sér þangað. Ef lagt yrði á veiði- leyfagjald upp á sex milljarða á ári, þá yrðu greiðslur Vestmannaey- inga 540 milljónir og lít- ill hluti af þvi myndi skila sér aftur til baka til fólksins í Vestmanna- eyjum. Ilvetjir eiga fyrir- tækin og hveijir myndu greiða veiði- leyfagjaldið? annað en landsbyggðarskattur. Þeh sem halda fram að það beri að greiða veiðileyfagjald eru að tala um skatt- greiðslu án tillits til hagnaðai- fyrir- tækjanna. Ef þessir fjánnunir verða teknir út úr fyrirtækjunum til greiðslu veiði- leyfagjalds, mun það rýra möguleika fyrirtækjanna til þess að greiða starfsfólki hærri laun og byggja sig í viðtalinu við Jón Baldvin kom einnig fram að þeir sem ættu fyrir- tækin væru fjárfestar. Hann tók sér- staklega sem dæmi að það væri at- hyglisvert, að þeir sem ættu langstærstan hlut í Vinnslustöðinni væru olíufélög, tryggingafélög, skipafélög og aðrir stórir fjárfestar í Reykjavík og því myndi landsbyggð- in ekki greiða neitt. Hann heldur því Ef þessir fjárfestar hefðu ekki komið til hefði Vinnslustöðin lent í verulegum erfiðleikum, segir Guðjón Hjörleifsson, og margir tugir starfa hefðu tapast í Vestmannaeyjum. einnig fram að það sé misskilningur að hagsmunir sjómanna fari saman við hagsmuni þessara aðila. Því er skemmst til að svara, að sem betur fer fyrir Vestmannaey- inga, þá lögðu þessir aðilar fram fé í Vinnslustöðina á erfiðum tíma í rekstri fyrirtækisins. Ef þessir fjár- festar hefðu ekki komið til, hefði Vinnslustöðin lent í verulegum erfið- leikum, tapað miklum aflaheimildum og margir tugir starfa hefðu tapast í Vestmannaeyjum. Það væn því mjög andstætt hagsmunum Vest- mannaeyinga, sjómanna og verka- fólks hjá Vinnslustöðinni ef refsa ætti þeim aðilum sérstaklega sem lögðu fé í Vinnslustöðina, þegar á þurfti að halda. Það er gi'undvallaratriði að Vinnslustöðin er staðsett í Vest- mannaeyjum og er með sína at- vinnustarfsemi þar án tillits til þess hverjir eigendur fyrirtækisins eru og greiðir þar laun og gott gengi fyr- irtækisins er mjög mikilvægt fyrir Vestmannaeyinga. Og burtséð frá því, þá þekkjum við vel að nútímakröfur um arðsemi myndu leiða til þess að ef nýr skatt- ur er lagður á hlutafélag, þá reyna menn að skera niður önnur útgjöld á móti. Og á hverjum halda menn að sá niðurskurður myndi fyrst og fremst bitna? Að sjálfsögðu á starfs- fólki fyrirtækjanna og næsta um- hverfi þeirra. Ef líta ætti með þessum hætti á þá sem fjárfesta á landsbyggðinni eins og Jón Baldvin gerir, yi'ði niðurstað- an sú, að engir fjárfestar kæra sig um að fjárfesta á landsbyggðinni. Allra síst í sjávai'útvegi því að fjár- festar vilja fá arð af þessari fjárfest- ingu eins og þegar þeir fjárfesta í einhverju öðru. Höfundur er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Sekkja- trillur Góð vara, -ótrúlegt verð Aðeins kr. 7.617.- með vsk. SUNDABORG 1. RVK • SÍMI568 3300 • FAX 568 3305

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.