Morgunblaðið - 26.11.1997, Síða 46

Morgunblaðið - 26.11.1997, Síða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ H ASGEIR GUÐBJARTUR ÞORVALDSSON + Ásgeir Guðbjart- ur Þorvaldsson fæddist í Hnifsdal 10. mars 1923 en fluttist mjög ungur með foreldrum sín- um til Isafjarðar og ólst þar upp. Hann andaðist á heimili sínu í Reykjavík 18. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Þorvaldur Magnússon sjómað- ur, f. 19. ágúst 1895, og Halldóra Finn- björnsdóttir húsfrú, f. 6. júní 1885. Albróðir Ásgeirs er Finnbjörn Þorvaldsson skrif- stofusljóri, og hálfsystkini voru Baldvin Þ. Kristjánsson erind- reki, Elías Kristjánsson húsa- smíðameistari og Kristín Krist- jánsson húsfrú. Ásgeir fluttist tvítugur að aldri með foreldrum sínum til Reykja- víkur og lauk prófi f málaraiðn 1946 og starfaði við iðn sína allan sinn starfsaldur. _ Árið 1947 kvæntist Ásgeir Ástu Torfa- dóttur. Foreldrar hennar voru Torfi Þórðarson, stjórnar- ráðsfulltrúi og Anna Úrsúla Björnsdóttir. Börn Ásgeirs og Ástu eru: Ásgeir, flugmaður, kvæntur Guðnýju Styrmis- dóttur, þau eiga eina dóttur, írisi; Snorri, húsasmiður; Torfi, vélaverkfræðingur, kvæntur Li- ane Ásgeirsson, þeirra böm eru Alicia og Yannic; og Óskar, bygg- ingaverkfræðingur, kvæntur Svanhildi Stellu Júnírós Guð- mundsdóttur og em þeirra börn Hlynur, Berglind og Aðalheiður. Útför Ásgeirs fer fram frá Grensáskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Mágur okkar, Ásgeir Þorvalds- son, lést á heimili sínu 18. nóvember sl. eftir skamma sjúkralegu, en langan aðdraganda. Krabbamein er óvæginn sjúkdómur, en Ásgeir barðist hetjulega við hann í marga mánuði, eftir að ljóst var að hverju dró, en enginn má sköpum renna. Það lýsti Asgeiri vel að hann kaus að mæta örlögum sínum heima. Ásamt Ástu, systur okkar, byggði hann hús í svonefndu Smáíbúða- hverfi um 1950. Þetta hús var hon- um mikið hjartans mál og var alla tíð hans stolt. Héma ólust synimir órir upp, Ásgeir, Snorri, Torfi og skar. Var oft glatt á hjalla í litla húsinu, þótt þrengslin ykjust, er piltamir uxu úr grasi. Ásgeir sá um að aldrei sæi blett á neinu í húsinu eða umhverfis það. Alltaf var hann að dytta að, mála og laga til. í byrj- un október sl. var hann enn kominn upp á þak til að mála það, þótt þrek- ið væri þá orðið ansi lítið. Hann hafði ráð á því að vera stoltur af húsinu sínu. Einhverju sinni, skömmu eftir að húsið var risið, var hann spurður, hvort hann vildi selja það. Það fannst honum af og frá, og til að undirstrika það, hversu fárán- leg honum þótti hugmyndin, sagðist hann þó myndi selja ef honum yrðu boðnar milljón krónur í það. Verð- bólgan átti eftir að breyta þessu mati hans. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, BJÖRGVIN JÓNSSON, Hliðarvegi 2, Kópavogi, andaðist á Kanaríeyjum sunnudaginn 23. nóv- ember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ólína Þorleifsdóttir, Hansfna Ásta Björgvinsdóttir, Ingvi Þorkelsson, Þorleifur Björgvinsson, Jón Björgvin Björgvinsson, Eyþór Björgvinsson, Ingibjörg Björgvinsdóttir, Elín Ebba Björgvinsdóttir, Inga Anna Pétursdóttir, Halldóra Oddsdóttir, Ágústa Benný Herbertsdóttir, Stefán Baldursson, Sigurður St. Jörundsson, barnaböm og barnabamaböm. + Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, ERLA GUÐJÓNSDÓTTIR frá Patreksfirði, sfðast til heimilis á Kleppsvegi 62 f Reykjavfk, lést að morgni þriðjudagsins 25. nóvember. Friðrik Vagn Guðjónsson, Hermann Guðjónsson, Guðjón J. Guðjónsson, Björgvin Guðjónsson, Dýrleif Guðjónsdóttir, Kristín S. Árnadóttir, Bertha S. Sigurðardóttir, Vivienne Iverson, Hjördís Hjartardóttir, Óðinn Þórarinsson. + Elskuleg systir okkar, MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR CHINGOS (Bíbí), lést á heimili sínu, 248 3rd Ave Saint James, N.Y., laugardaginn 8. nóvember. Útför hennar hefur farið fram. Fyrir hönd systkina og vandamanna, Dóra Guðmundsdóttir. MINNINGAR Ásgeir var afar vandaður fagmað- ur og var við brugðið hversu mikið snyrtimenni hann var í vinnu. Margir úr fjölskyldunni nutu starfs- krafta hans á langri starfsævi og var hann ávallt boðinn og búinn til aðstoðar. Um árabil vann hann við annan mann og átti ég þess kost að gera við hann marga verksamninga um málun í smærri og stærri verk- um. Öll sú samvinna var með mikl- um ágætum, lipurt samstarf við aðra iðnaðarmennn, orðheldni, áreiðanleiki og umfram allt fag- mennska langt umfram meðallag. Ásgeir hafði ánægju af ferðalög- um og síðustu áratugina lögðu þau hjónin oft land undir fót í sumarfrí- um og þá gjarnan til útlanda. Var það ekki að undra þar sem þrír af fjórum sonum eru búsettir erlendis, Ásgeir í Lúxemburg, Torfi í Þýska- landi og Snorri í Noregi. Sögur segja að á sólarströnd hafi Ásgeir gjaman yngst um tuttugu ár og tek- ið þátt í íþróttum og leikjum sér yngri manna og þá staðið þeim fylli- lega á sporði. Á yngri árum var Ás- geir íþróttamaður góður og stund- aði mest fimleika. Mágur okkar var ekki félags- málamaður, en stóð þó vel með sínu fagfélagi. Hann var heimakær, en hafði jafnframt gaman af leikhús- ferðum og tónleikum. Það var jafn- an gott að sækja þau heim, en Ásta var mesti matar- og kökugerðar- snillingur fjölskyldunnar og þótt víðar væri leitað. Var þá oft setið og spjallað um heima og geima. Ofar- lega á dagskrá voru gjaman synirn- ir, en víst er að þeirra var oft sárt saknað eftir að þeir fluttu úr föður- garði. Við systkinin kveðjum öðlinginn, mág okkar, sem öllum vildi vel og þökkum honum samverustundimar. Ástu, stóra systur okkar, Ásgeiri yngri, Snorra, Torfa og Óskari, ásamt fjölskyldum þeirra, sendum við innilegustu samúðarkveðjur. Elín Torfadóttir, Gunnar Torfason. Þeir höfðu ekki stórtækum vinnu- vélum yfir að ráða ungu fjölskyldu- feðumir sem hugðust byggja í Smá- íbúðahverfinu á áranum 1952-1953. Mannshöndin, haki og skófla, ásamt óbilandi kjarki og bjartsýni var veganestið sem lagt var upp með til verksins. Frá því fyrsta var hjálpsemi og góðvild að- alsmerki þessara manna í samfélag- inu, sem svo ótrúlega hratt myndað- ist við þessi erfiðu skilyrði. Sannað- ist þar sem áður að vilji er oft allt sem þarf. Á þessum frambýlingsár- um myndaðist þannig góður kunn- ingsskapur, sem þróaðist í einlæga vináttu eftir því sem árin liðu. Einn þessara ungu manna var Ásgeir Þorvaldsson glæsimenni, ættaður vestan af ísafirði, þar sem að honum stóðu styrkir stoftiar. Ás- geir vakti frá fyrstu kynnum traust og trúnað allra sem honum kynnt- ust. Hann var mjög dagfarsprúður maður, rólyndur en fastur fyrir, framúrskarandi fagmaður, vand- virkur og ötull, og féll aldrei verk úr hendi. Ásgeir var mikill höfðingi heim að sækja. Greindur og skemmtilegur veitandi, sem kunni þá list að láta gestum sínum líða vel. Vora þau hjónin samhent í því sem öðra. Heimili þeirra Ástu í Heiðargerði 16 ber vott um mikið listfengi. Smekkvísi og natni húsbóndans, ut- an húss sem innan, leynir sér ekki. Við nágrannamir, sem áttum því láni að fagna að njóta vinfengis þeirra, eigum í sjóði minninganna ómældan fjársjóð fi"á samvera- stundum innanlands sem utan. Sól- skinstundir í fallega garðinum þeirra, heimsóknir þeirra í sumar- bústaðinn okkar í Öndverðamesi og ferðin til Mallorka er meðal þess sem kemur upp í hugann. I minn- ingunni era þessar samverastundir umvafðar birtu og yl. En skyndilega dró ský fyrir sólu. Fyrir hálfu öðra ári greindist vinur okkar með illkynja sjúkdóm. Af sín- um alkunna dugnaði og kjarki réðst hann af alefli gegn þessum óvini. En enginn má sköpum renna. Tíminn hans var kominn og kallað á hann til brottfarar. Við vinir hans, frambyggjar í Heiðargerði 8 og 10, þökkum hon- um að leiðarlokum allt sem hann var okkur og biðjum honum bless- unar Guðs á nýrri vegferð. Ástu, sonum hennar, tengdadætrum og fjölskyldu allri vottum við einlæga samúð. Halldóra og Hjalti, Inger og Engilbert. Nú ertu farinn, elsku afi minn, upp til himna, þar sem ég veit að þér líður miklu betur. Það er svo skrýtið hvað allt gerist hratt, mér finnst svo stutt síðan þú varst svo hress. Þú varst vanur að gera allt fyrir okkur systkinin þegar við komum í heimsókn. Ég mun aldrei gleyma hve góður þú varst og allar þær góðu minningar sem ég á um þig mun ég alltaf geyma í hjarta mínu. Það var svo sárt þegar mamma sagði okkur að þú værir farinn að tárin láku niður kinnamar og ætl- uðu ekki að stoppa, því mér þótti svo vænt um þig og mun aldrei gleyma þér. Guð geymi þig. Þitt bamabam, Berglind Óskarsdóttir. Við kveðjum nú í hinsta sinn afa okkar, Ásgeir Þorvaldsson. Þrátt fyrir að við búum í 50 km, fjarlægð frá heimili hans, hittum við hann oft. Hann fylgdist alltaf mjög vel með okkm- og sýndi áhuga á því sem við tókum okkur fyrir hendur, hvort sem það var skólinn eða íþróttir og tómstundir. Við minnumst afa sem heiðarlegs manns, sem var ávallt reiðubúinn til að hjálpa okkur og aðstoða á allan hátt. Langamma okkar, Halldóra, hafði sagt við afa að maður ætti aldrei að segja ósatt eða blóta og þannig vildi afi hafa það og lifði eftir því. Þegar við hugsum til afa núna sjáum við hann fyrir okkur dunda í bílskúmum sínum í hvíta mál- aragallanum, með derhúfu á höfði og blístrandi. Eða þegar hann fór með okkur í sunnudagsbíltúra að skoða málverkasýningar og í leið- inni keypti hann blóm handa ömmu. Við söknum afa og biðjum Guð að styrkja ömmu okkar og alla ástvini. „Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við vin þinn, því að það, sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orðið þér Ijósara í fjarvera hans, eins og fjallgöngumaður sér fjallið best af sléttunni." (Kahil Gi- bran.) Hlynur og Aðalheiður Óskarsbörn. Ásgeir Þorvaldsson gekk í Mál- arafélag Reykjavíkur 1946 og var þar allar götur síðan. Hann var traustur félagi og stóð vörð um fé- lag sitt meðvitaður um það að þannig tryggði hann hag sinn best og jafnframt félaga sinna. Þó svo hann tæki ekki beinan þátt í stjórn félagsins var hann ávallt nálægur og fylgdist grannt með og lét í ljós skoðanir sínar tæpitungulaust. Hann var mikill eljumaður, vann mikið og þar kom fram einn af eðlis- þáttum hans, faglegur metnaður. Hann var þeirrar gerðar að góð fag- mennska var honum í blóð borin og á því sviði sem öðram stóð hann vörð um iðngrein sína. Árið 1968 til 1974 var hann í skemmti- og ferðanefnd Málarafé- lags Reykjavíkur. Á þeim áram var mikil gróska í skemmtanahaldi og ferðalögum í félaginu og tók Ásgeir þátt í því ásamt eiginkonu sinni Ástu Torfádóttur en með þátttöku sinni lögðu þau fram góðan skerf í að gera þessar ferðir og skemmtan- ir eftirminnilegar. Ásgeir var alla tíð mjög hraustur og vann fram yfir þann tíma er flestir setjast í helgan stein eða þar til fyrir nokkrum misseram að hann kenndi þess sjúkdóms sem dró hann til dauða. Mér er það minnisstætt þegar Ásgeir kom niður á skrifstofu og sagði mér frá því að hann yrði að hætta að vinna að ráði lækna og til- greindi sjúkdóminn. Æðraleysi hans var mér ráðgáta. Ásgeir hafði samband við mig öðra hvoru síðar og ef hann var inntur eftir líðan sinni var svarið alltaf hið sama „Mér líður vel“. Ég hitti hann á fömum vegi nokkru áður en hann dó og veitti því athygli að hann hafði grennst en að öðra leyti var hann sjálfum mér lík- ur og aðspurður sagðist hann hafa það gott. Og nú er þessi heiðurs- maður allur en minningin um góðan dreng lifir. É_g vil í nafni félaga okk- ar þakka Asgeiri samfýlgdina í gegnum árin og jafnframt votta Astu, börnum og öðram aðstand- endum okkar dýpstu samúð. Blessuð sé hans minning. Magnús H. Stephensen. r Biómabúðin > CaF*ðskom ^ v/ FossvogsUi»*kjMgc»i*ð a X^Símii 554 0500 + Faðir okkar, JÓHANNES BJÖRNSSON matsveinn frá ísafirði, til heimilis á Hrafnistu Rvík., lést á Hrafnistu miðvikudaginn 19. nóvember síðastliðinn. Útför hans ferfram frá Fossvogskapellu, fimmtudaginn 27. nóvember kl. 13.30 Fyrir hönd aðstandenda, Sverrir Jóhannesson Eileen Mary Jóhannesson, Guðmundur G. Jóhannesson, Eva Lillerud, Jóhannes B. Jóhannesson, Guðrún H. Hauksdóttir. + Móðursystir okkar, MÁLFRÍÐUR SIGFÚSDÓTTIR frá Hólmlátri, Skógarströnd, Norðurbrún 1, Reykjavík, sem andaðist sunnudaginn 16. nóvember, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu fimmtu- daginn 27. nóvember kl. 10.30. Klara Styrkársdóttir, Ingibjörg Daðadóttir, Arndís Styrkársdóttir, Arndís Daðadóttir, Hjálmar Styrkársson, Guðjón Styrkársson, Sigfús Styrkársson. í i i Í ( ( ( ( ( l i i i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.