Morgunblaðið - 26.11.1997, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 26.11.1997, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1997 47 I I I ) I I 1 í I I | I ! I § I :J I 1 I I I I í í GESTUR EYSTEINSSON + Gestur Eysteins- son fæddist í Meðalheimi á Ásum í Austur-Húnavatns- sýslu hinn 1. maí 1923. Hann lést í Landakotsspítalan- um 13. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Eysteinn Björnsson frá Grfmstungu, f. 17. júlí 1895, d. 2. maf 1978, og Guðrún Gestsdóttir frá Björnólfsstöðum, f. 11. desember 1892, d. 30. ágúst 1970. Gestur átti sjö systkini. Elst er Helga Sigríður, f. 1916; Brynhildur, f. 1918; Hólmfríður, f. 1919, (látin); Björn, f. 1920; Svanhildur, f. 1921, (látin); þá Gestur, f. 1923; Kári, f. 1925; og Ásdís, f. 1927. Gestur eignaðist tvær dætur með Hrafnhildi Pedersen, þær Guðrúnu, f. 5. júlí 1969, og Haf- rúnu Ebbu, f. 3. mars 1971. Dótt- ir Guðrúnar er Sól- rún Anna, f. 15. jan- úar 1990. Gestur lauk emb- ættisprófí í lögfræði árið 1955 og starfaði við þá grein og önn- ur skyld störf með hléum fram á síðustu ár. Þar á meðal rak hann eigin lögfræði- stofu um þriggja ára skeið. I átta ár (1964-1972) var Gestur bóndi á Guð- ninarstöðum í Vatnsdal, en hann tók við jörðinni af föður sínum. Eftir að Gestur hætti búskap kenndi hann í eitt ár í Þingborg í Hraungerðishreppi, bjó síðan í þijú ár á Selfossi og svo í Hvera- gerði síðustu tuttugu árin. Gest- ur sinnti lögfræðistörfum og rak framtalsþjónustu allar götur frá því að hann kenndi í Þingborg. Útför Gests fór fram í kyrrþey og var hann jarðsettur í Iljalla- kirkjugarði í Olfusi. Gestur Eysteinsson móðurbróðir minn er látinn eftir tiltölulega skammæ veikindi. Ég kynntist Gesti í bamæsku þar sem hann var tíður gestur heima í sveitinni. Hann kom jafnvel í heimsókn austur fyrir fjall á meðan hann stundaði búskap norður í Vatnsdal. Við kynntumst honum því vel og alla tíð rækti hann frændsemina við systur sínai’ á Hrauni og fjölskyldur þeirra. Gestur var þó ekki allra, en því bet- ur sem fólk kynntist honum því bet- ur líkaði því við hann. Gestur hafði mikinn áhuga á bók- um. Hann átti þær í þúsundatali, flestar gamlar og margar fágætar. Það var gaman að heimsækja Gest og fá að glugga í bækur hans. Oftar en einu sinni aðstoðaði ég hann við að flytja og enn muna handleggir mínir eftir þungum kössum með mörgum bókum. Þótt Gestur væri ríflega 30 ánim eldri en ég var hann alltaf seigari og ósérhlífnari í burði flutninganna. I þessu sam- bandi má til gamans geta að þrátt fyrir að Gestur hafi ekki verið stór maður þótti hann liðtækur dyra- vörður á sfldarböllum hér fyrr á ár- um. Þá þjálfuðust bræður mínir í heilbrigðum áflogum undir stjórn Gests, nokkuð sem ég missti því miður að mestu af þar sem ég var yngri. Gestur batt ekki bagga sína sömu hnútum og samferðamennirn- ir. Hann gat verið meinstríðinn og gráglettinn þegar sá var gállinn á honum, en það var jafnan vel meint. Sumum sveið undan beinum skeyt- um Gests, en aðrir sem þekktu bet- ur til hans tóku skeytunum vel. Það kom sérstakur glampi í augu hans áður en að hann hóf sókn. Þegar ég lít til baka man ég varla eftir Gesti öðru vísi en brosandi eða þá að minnsta kosti með glettnisvip. Eftir að ég fullorðnaðist heim- sótti ég Gest árlega. Oftar hringdi hann til mín. í samtölum var sál- fræði oft og tíðum rædd og þá lagði hann fyrir mig spurningar sem ég átti erfítt með að svara. Ég man að þegar ég var í námi tók ég það nærri mér að standa á gati and- spænis honum, en seinna fann ég að hann var að minna á hversu lítið maður kynni þrátt fyrir að hafa verið mörg ár í skóla. Títt umræðu- efni okkar Gests voru draumar, því honum fannst að ég ætti að geta skýrt þá. Ekki gast honum að þeirri grunnu skýringu að draumar væru ómeðvituð samsuða mis-ólíkra minningarbrota eða óhamin hugs- un. Hann taldi að lesa mætti meira út úr draumum sínum. Að sögn Gests gengu draumarnir oft út á átök; það er, hann átti í átökum við einhvern eða einhverja, en hann sagði að sér liði alltaf vel í þeim. Kannski báru þessir draumar keim af lífi Gfists. Mín síðasta heimsókn til Gests var í september í haust og þá fann ég að hann var farinn að gefa sig nokkuð. Þrátt fyrir það voru bæk- urnar hans honum ofarlega í huga. Við ræddum lengi um þær og hann sýndi mér nokkrar af þessum gömlu perlum sínum. Tveimur mánuðum síðar var Gestur allur. Það er sjónarsviptir að þessum lit- ríka persónuleika. Við útför föður míns fyrir ríflega tveimm- árum nefndi Gestur að hann vildi vera nálægt honum í Hjallakirkjugarði í fyllingu tímans. Nú er tíminn fyllt- ur og þar hvfla þeir hlið við hlið. Að lokum vil ég votta dætrum Gests, þeim Guðrúnu og Hafrúnu Ebbu, einlæga samúð mína. Það gustaði af Gesti en hann kvaddi í kyrrþey. Þorlákur Karisson. Gestur Eysteinsson, lögfræðing- ur í Hveragerði, er látinn. Hann var jarðaður í kyrrþey að Hjalla í Ölfusi og hvílir þar við hlið mágs síns, Karls Þorlákssonar, bónda á Hrauni. Þar kaus Gestur sér leg- stað, í námunda við bæinn sem stóð hjarta hans nærri og þar sem tvær systur hans og mágar hafa búið. Ég sem þessi orð rita hef þekkt Gest náið um langan aldur. Við sát- um samtímis sælu- og píningar- bekkinn í máladeild MA undir til- sögn og yfirheyrslu merkra kenn- ara, Sigurðar Guðmundssonar, Halldórs Halldórssonar, Sigurðar Pálssonar og Þórarins Björnssonar. Við Gestur fylltumst fortíðarþrá þegar þessa löngu liðnu daga bar á góma. „Gestur getur flýtt sér,“ vai’ð Sigurði Pálssyni að orði í upp- hafi fyrstu kennslustundar dagsins þegar hann leit út um gluggann og sá Gest koma hlaupandi inn á skólalóðina. Þetta voru ljúfar stundii’ enda varðveitti Gestur minninguna um þær, m.a. með því að láta eftir sig langflestar kennslu- bækurnar úr menntaskólanum. Slík var hirðusemi hans um bækur og hugnaður hans yfir þeirri andans fæðu. Öll mennta- og háskólaár sín var hann vakinn og sofinn í bóka- söfnun og átti fágætt safn, einkum tímarita, og af greiðasemi sinni út- vegaði hann góðvinum bækur. Því miður eru sumar bóka hans dálítið sviðnar. Fyrra húsið hans í Hvera- gerði varð eldi út frá rafmagni að bráð. Gestur hafði brugðið sér frá en sem hann kom aftur var eldur tekinn að læsa sig um húsið. Þrátt fyrir mótmæli slökkviliðs óð hann inn í eldinn og barg flestum bókanna frá bráðum háska. Á háskólaárunum varð mér tíð- fórult inn á Laugaveg 56 þar sem Gestur bjó með móður sinni og svstnr. Þar var eutt að koma. eest- risni, alúð og umhyggja einkenndi heimilislífið. Garnan var að skreppa niður í kjallara, dreypa á miði úr kvartili, spjalla saman og dunda við að hreinsa fjallagrös sem Gestur hafði tínt uppi á Kili sumarið áður þegar hann var þar með föður sín- um að varna því að kindur að sunn- an og norðan gengju saman og sauðfjársjúkdómar bærust milli landshluta. Þar var Gestur nokkur sumur. Fjallagrösin minna á það að Gestur Eysteinsson var mikill nátt- úruunnandi. Hann gældi við smá- vinina fögru þar sem þeir ilmuðu, bæði heima í garðinum hans og úti á víðavangi. Hvergi naut hann sín betur en uppi á Kili. Tignarlegir jöklar á tvær hendur og niðurinn í Blöndu tóku að draga hann til sín þegar voraði. Hann lét skjóta sér í bíl upp að Gullfossi en lagði síðan land undir fót einn síns liðs sem leið liggur upp á Kjöl, með strigapoka með sér til að kúra í um nætur. I fyrirheitna landinu var ég með þeim feðgum og hópi Húnvetninga sumarið 1955 að leggja girðingu milli jöklanna þvert yfir Kjöl. Duld- ist þá engum hversu vel Gesti leið. Að dagsverki loknu krækti hann sér í lontu í lækjarhyli, skaut fugl hópnum til matar og grasafjallið var innan seilingar. Annars fórum við Gestur marg- ar ferðir saman um landið, einu sinni allan hringinn, oft til Akur- eyrar, norður á Strandir og þaðan vestur að Djúpi. Einna minnis- stæðastar eru mér ferðir hans norður í Húnaþing til að telja fram til skatts fyrir bændur og hafði hann mig fyrir bílstjóra. Þangað þótti honum gott og gaman að koma, heim á æskuslóðir. Augun tóku að gneista á Holtavörðuheiði þegar sá niður í Hrútafjörð og eft- ir það þekkti hann hverja þúfu og laut, hvern búandkarl og kunni skil byggða og mannlífs svo að förunauturinn sneri heim stórum fróðari. Það var því ekki að undra þótt hann sliti sig frá lögfræðinni syðra og festi bú á föðurleifð sinni, Guðrúnarstöðum í Vatnsdal. Þar undi sveitamaðurinn og Húnvetn- ingurinn sér mætavel því „Römm er sú taug/er rekka dregur/ föður- túna til.“ Losnaði hann aldrei við húnvetnska sveitarandann og var trúr uppruna sínum til æviloka og þeim siðvenjum sem hann ólst upp við. Sýndi það sig jafnvel á ferða- lagi okkar um Bretland þegar hann kvartaði yfir því að fá ekki mjólk í glasið þegar sest var að snæðingi. Og eftir langar lestar- ferðir suður að Ermarsundi leigði hann sér reiðhjól og hjólaði eftir endilöngum Cornwall-skaga og kom sólbitinn aftur. Hjólhesturinn var honum hentugra farartæki en hriktandi jái’nbrautarlest. Gestur bjó átta ár á Guðrúnar- stöðum og þar eignaðist hann með sambýliskonu sinni dæturnar tvær, augasteinana sína. En atvikin hög- uðu því svo að hann tók sig upp og fluttist til Suðurlands. Þar kenndi hann fyrst börnum í Þingborg í Hraungerðishreppi, færði sig síðan um set til Selfoss og þaðan í Hvera- gerði þar sem hann bjó uns dauðinn sótti hann heim. Gestur Eysteinsson var dugnað- armaður að hverju sem hann gekk, en atvinnan var stopul eftir að hann kom í Hveragerði og sumt varð honum mótdrægt og angursamt og mun það ekki tíundað hér. Heilsan var bágborin undir það síðasta. Jafnan var hann glaður í bragði, hreinskiptinn og hjálpsamur skap- deildarmaður og vildi hvers manns vanda leysa. Vinur var hann vina sinna og trúmennska og tryggð var honum runnin í merg og bein. Gest- ur var róttækur í skoðunum, maður réttlætis, sanngirni og jafnaðar. Hann mátti ekkert aumt sjá og bar hag lítilmagnans fyrir brjósti. Börn voru yndi hans og eftirlæti. Slíka menn er hollt að umgangast og eiga að vinum. Ég þakka Gesti kærlega fyrir kynni og vináttu og óska honum ei- lífs friðar. Dætrum og öðru vensla- fólki votta ég samúð mína. Þórhallur Guttormsson. GUÐNY GUÐJÓNSDÓTTIR + Guðný Guðjóns- dóttir fæddist á Feijubakka, Borgar- firði, Mýrasýslu, 18. mars 1904. Hún and- aðist á Droplaugar- stöðum 16. nóvem- ber síðastliðinn. Minningarathöfn fór fram í Fossvogs- kirkju 21. nóvember. Jarðsett verður á Isafirði í dag. Elsku amma. Þá ert þú farin í ferðalagið sem þú sagðist fyrir löngu vera tilbúin að takast á hend- ur. Þú ert sjálfsagt hvfldinni fegin, enda dagsverk lífs þíns orðið ærið á þeim tæplega 94 árum, sem þú lifð- ir. Það á vel við um þig að segja, að þú hafir lifað tímana tvenna. Mér er það t.d. ofarlega í huga þegar þú sagðir mér sögur frá æskustöðvum þínum í Borgarfirði og sögur af frostavetrinum 1918. Hvflíkar breytingar á lifnaðarháttum og kjöram einnar þjóðar síðan þá. En þrátt fyrir að oft hafí verið þröngt í búi og lífsbaráttan hörð, þá áttir þú ljúfar minningar frá þessum æsku- árum þínum. Þú varst bæði nægju- söm og nýtin og líklega má rekja það til þessara ára. Vikulegar heimsóknir til þín inn í Álfheima 17 era mér minnisstæðar. Þangað fór ég á hveijum miðviku- degi og var hjá þér meðan pabbi var á eftirmiðdagsvakt á læknastof- unni. Alltaf var byijað að gæða sér á kexi og kökum, en því næst var sest inn í stofu og spilað. Svarti- Pétur, Lander og Marías era allt spil, sem þú kenndir mér og við spiluðum svo oft að ekki verður tölu á komið. Þetta voru notalegar og góðar stundir sem einkenndust af ró og næði. Angurvær sláttur stofu- klukkunnar þinnar fullkomnaði augnablikið. Á þessum stundum komst þú alltaf fram við mig sem hvern annan fullkominn jafningja, þó ég væri þá ekki hár í loftinu. Þá varst þú dugleg við að gefa mér hin ýmisu heilræði, m.a. brýndir þú oft fyrir mér að vanda nú valið er ég leitaði mér kvonfangs. Þetta gerðir þú strax í tæka tíð, þ.a.e.s. á meðan hugur minn var mun uppteknari af flestu öðru en hinu kyninu. Mörg þessara heilræða geymi ég enn í huga mér og þau hafa verið mér hollt veganesti á lífsleiðinni. Elsku amma, í dag verður þú jarðsett við hlið afa á ísafirði. Þú hafðir ákveðið fyrir löngu að hvfla við hlið hans. Áfi hefur örugglega nú þegar tekið á móti þér og vafið þig örmum sín- um. Um leið og ég kveð þig með söknuði og um fram allt virðingu, bið ég þig fyrir kveðju til hans og óska þér góðrar ferðar. Ágúst Orri Sigurðsson. Mig granaði að svo myndi fara að ég væri að kveðja elsku Guðnýju ömmu í síðasta sinn er ég kom í heimsókn til íslands í ágúst 1996. Hún var orðin háöldrað og nokkuð vel á sig komin líkamlega, þó svo að minnið, sjónin og heymin hafi verið farin að gefa sig síðustu árin. Ömmu fannst alveg sérlega gaman að fá heimsóknir, enda tók hún yel á móti manni. Ég minnist góðu pönnukakanna og kókósins, sem hún út- bjó oft fyrir mann þeg- ar hún bjó í Álfheim- um, áður en hún fór á dvalarheimilið. Þrátt fyrir að liðagigt hafi verið búin að setja sitt mark á fingur hennar, prjónaði hún vandaða sokka á okkur barna- börnin allt þar til að sjónin fór að daprast. Þegar ég var barn, sagði amma még stundum sögur af því, sem hún upplifði á sínum yngri áram. Bæði í uppvextinum í sveit- inni svo og af störfum sínum sem ung kona, en hún lærði heima- hjúkrun á sínum tíma. Þannig fékk maður að skyggnast inn í hversu ólíkar aðstæður vora þá á tímum miðað við nútímann. Það er með ólíkindum, hversu miklar breyting- ar hafa orðið á ekki á lengri tíma. Frásagnir hennar eru meðal þess, sem kenna mér að meta þau þæg- indi, sem við búum við í dag. Mér hefur verið sagt hversu hjálpsöm og góð hún amma mín ávallt var. Ef veikindi steðjuðu að hjá fólki í byggðarlagi hennar fyrir vestan, var mikið leitað til hennar. Auk dóttur sinnar, Dóra, móður minnar, tóku amma og afi að sér stúlku, Lóu, til fósturs er hún var á öðru ári. Einnig fóstraðu þau nokk- ur önnur börn tímabundið, þegar erfiðar aðstæður eða veikindi voru hjá fólki. Lengst var hjá þeim ung- ur drengur, Oli, en hann dvaldi hjá þeim um nokkra ára skeið. Amma varð ekkja 1955, þegar Jón afi lést. Þar sem ég er fædd síðar, fékk ég því miður ekki tæki- færi á að kynnast afa, en amma tal- aði alltaf svo faflega um hann og hlýtur missir hennar að hafa verið mikill. Því miður kemst ég, eiginmaður minn, Albert og sonur okkar, Sig- urður Jens ekki til að fylgja þér síð- asta spölinn, elsku amma mín, en mig langar að þakka þér fyrir sam- veruna og hversu góð þú varst mér. Ég veit að nú muntu fara til hans afa. Megi Guð blessa ykkur. Þín dótturdóttir Rannveig Sigurðardóttir, Bandaríkjunum. LEGSTEINAR Qraníf HELLUHRAUN14 220 HAFNARFJÖRÐUR SIMI: 565 2707 FAX: 565 2629 t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN EINAR GUÐMUNDSSON, Bugðustöðum, Hörðudal, lést á Sjúkrahúsi Stykkishólms að kvöldi sunnudagsins 23. nóvember. Jarðarförin auglýst siðar. Ásdfs Kjartansdóttir, Gunnar Kristjánsson, Kristín Kristjánsdóttir, Magnús Jónsson, Erla Kristjánsdóttir, Halldór Magnússon og afabörn. J
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.