Morgunblaðið - 26.11.1997, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 26.11.1997, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Helga Kristín Ottósdóttir fædd- ist í Reykjavík hinn 5. apríl 1948. Hún lést á heimili sfnu hinn 17. nóvember síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Elísa- bet Þóra Arndal, f. í Hafnarfirði 26. des- ember 1917, d. 3. nóvember 1991, og Ottó Stefán Jónas- son, f. á Akureyri 19. maí 1919, brunavörð- ur, d. 18. júní 1992. Helga Kristín var yngst þriggja systra, Ásu Guð- rúnar, maki hennar er Albert Stefánsson og eiga þau þijár Elsku Helga. Mig skortir orð til að lýsa þeim harmi sem býr í hjarta mér að vita að þú sért dáin. Þú ert tekin svo skyndilega frá okkur í blóma Iífsins, svona ung og hraust eins og þú varst og við fáum ekkert við því gert. Það sannast enn og aftur hversu stutt er á milli gleði og sorgar, hláturs og gráts. A þessari stundu verður mér hugsað til þess sem þú sagðir eitt sinn við mig; að okkur sé bara ætlaður ákveðinn tími í þessu lífi og sá tími væri skráður á ákveðinn stað. Aldrei hefði mig né nokkum annan grunað að þinn tími yrði ekki lengri með okkur en raun bar vitni. Ég veit að þar sem þú ert núna ertu í góðum höndum hjá ömmu og afa. Líf okkar allra er svo tómlegt án þín og það getur enginn fyllt upp það skarð sem þú skilur eftir. Þú varst alltaf hrókur alls fagnaðar og hvers manns hugljúfi. Þú varst þeim hæfileika gædd að geta talað við fólk um öll málefni, alveg sama hvers kyns var. Þú barst ævinlega hag annarra fyrir brjósti og þú varst ætíð reiðubúin að rétta öðr- um hjálparhönd ef eitthvað amaði að. Þú lást aldrei á liði þínu ef það var eitthvað sem þú gast gert. Þú varst besta frænka í heimi og það kemst engin með tæmar þar sem þú hafðir hælana. Alveg frá því ég man eftir mér sem bam hef ég litið upp til þín. Ég vildi verða alveg eins og þú. Ég ætlaði að verða flugfreyja eins og Helga stóra, eins og þú varst oft kölluð af okkur. Það vom ekki ófá- ar stundimar sem ég var búin að útbúa farþegarými inni í herberg- inu mínu og búin að koma farþeg- unum mínum fyrir og spenna sæt- isólar. Oftast nær vom farþegamir ímyndaðir ásamt dúkku og bangsa. Ég þjónustaði síðan mína farþega á sem bestan hátt og ræddi við þá á einhvers konar tungumáli sem ég taldi fyrir vfst að væri útlenska eins og þú talaðir. Þú sagðir mér frá því hvemig þú gerðir í vinnunni Erfidrykkja í Glæsibæ VEISLUSMIÐJAN Veitingar og veislusalur, Álfheimum 74, Glæsibæ, Rvík, sími 588-7400 Sérfræöingar i blóniaskrevtinfium \ ió oll tækifieri I blómaverkstæói 1 IJlNNA,. SknlavörOiistíg 12. á horni Bc'rgslaöastrætis. snni 551 9090 dætur, og Elísabetar Sigríðar, maki henn- ar er Orn Johnson og eiga þau eina dóttur og tvo syni. Eftir hefðbundna skólagöngu var Helga Kristín við nám og störf í Englandi um nokk- urt skeið, en hóf síð- an störf hjá Loftleið- um, síðar Flugleið- um, í desember 1967 og starfaði þar til æviloka. Útför Helgu Krist- ínar fer fram í dag frá Fossvogs- kirkju og hefst athöfnin klukkan 15. og þær upplýsingar lagði ég svo inn í minnisbankann til að geta gert slíkt hið sama fyrir mína far- þega heima í herbergi. Við áttum góðar stundir í Stigahlíðinni þegar ég fékk að gista hjá þér. Við borð- uðum saman og þá var annaðhvort farið út í Suðurver og eitthvað keypt eða að þú eldaðir eitthvað ljúffengt handa okkur eins og þér einni var lagið. Svo komum við okkur vel fyrir í sjónvarpssófanum inni í litla herbergi. Við ræddum málin og horfðum á sjónvarpið fram eftir kvöldi og það þýddi bara eitt: Ég fékk að vaka lengur en vanalega. Mér lukkaðist það eitt sinn þegar mamma og ég vorum á ferðaíagi erlendis að eiga tíma með þér í Lúxemborg. Það voru tveir síðustu dagarnir á ferðalagi okkar og þú varst í stoppi og áttir að fljúga með okkur heim. Þú tókst ekki annað í mál en að við gistum hjá þér á Holiday Inn-hótelinu sem við og þáðum. Þetta var frábært, að vera með þér í útlöndum. Þú þekktir vel til og fórst með okkur að skoða það áhugaverðasta. Við fórum fínt út að borða og við þrjár nutum lífsins í botn á þessum tveimur dögum. Þegar ferðalagið var á enda og kom að heimfor þá gerðir þú allt sem í þínu valdi stóð til þess að við nytum heimferðar- innar. Alla tíð varst þú okkur systrun- um innan handar. Ef mamma og pabbi fóru til útlanda þá varst þú á svæðinu og við gátum leitað til þín að nóttu sem degi ef eitthvað var að eða bara til að spjalla. Þú tókst frænkuhlutverkið alvarlega. Þegar ég fór að fullorðnast varð samband okkar ekki bara frænkusamband heldur líka vinkonusamband. Við ræddum oft saman og það var fátt sem við gátum ekki rætt um, því þú leist alltaf á mig sem jafningja þinn þó svo að það væri 24 ára ald- ursmunur á okkur. Allra þessara stunda á ég eftir að sakna. Það eru svo margar minningamar um þig og þær stundir sem við áttum sam- an, elsku Helga, og þær varðveiti ég á sérstökum stað í hjarta mínu. Elsku mamma, ég bið góðan Guð að styrkja þig og okkur í þessari miklu sorg. Missir okkar er mikill. Elsku frænka, ég vil þakka þér fyrir allt það góða sem þú gafst mér og ég vil kveðja þig með bæn- inni sem við fórum svo oft með: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Þín frænka, Auður. Göfugri sál, sem horfin er úr heimi, hugimir fylgja yfir gröf og dauða. Kærleikans faðir ástvin okkar geymi, ylgeislum ve^i daga gleðisnauða. Sólbjarmi vakir yfir minning mærri, mótlætis vegu sveipar birtu skærri. (F.J. Amdal.) Mig langar til þess að minnast alnöfnu minnar, guðmóður og móð- ursystur sem svo skyndilega var frá okkur kölluð. Helga frænka var óvenjuleg kona. Hún valdi sér sem ævistarf að verða flugfreyja og slíkt átti vel við hana. Ferðaþráin, að ferðast um heiminn og það að klæða sig upp og þjóna öðrum sem flugfreyja var hennar lifsstQl. Ég ólst upp við að eiga þessa frænku sem alltaf var á faraldsfæti og kom svo heim, hlaðin fallegum og spennandi gjöfum sem hún útdeildi ótæpilega. Líklega hefur henni þótt mikið til þess koma að eiga eina alnöfnu, 25 árum yngri, því samband okkar var sérstakt. Við gerðum margt saman, fórum í kvikmyndahús eða horfðum saman á myndbönd og var mjög eftirsókn- arvert að fá að gista hjá henni. Kímnigáfu Helgu var viðbrugðið. Á góðri stundu var hún hrókur alls fagnaðar og sagði brandara á hægri og vinstri. Lét henni vel að bregða fyrir sig Suðurríkjafram- burði við mikinn fögnuð áheyr- enda. Yfir henni var líka mikil reisn og tók hún sig vel út í amer- ísku bílunum sínum. En lífið lék ekki alltaf við Helgu Kristínu frænku mína. Hún kynnt- ist erfiðleikum og sorgum sem tóku sinn toll. Það er sorglegt til þess að hugsa að fyrir henni, svo ungri, ættu eftir að liggja sömu örlög og fóður hennar, afa míns, sem hún syrgði svo sárt, að verða burtkölluð svoi skyndilega vegna hjartaáfalls. Ég vil þakka Helgu frænku fyrir allar góðu stundimar sem við átt- um saman. Helga Kristín. Elsku Helga mín. í dag kveðjum við þig í hinsta sinn með söknuði og sorg í huga, eftir áralanga viðkynningu og sam- verustundir bæði í blíðu og stríðu. Við trúum ekki ennþá að þú sért horfin okkur yfir hina miklu móðu, það er svo stutt síðan við áttum tal saman um daginn og veginn. Við eigum eftir að sakna kímnigáfu þinnar og gleði sem skein alltaf frá þér. Guð veri með þér um alla ei- lífð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt Gekkst þú með Guði, Guðþérnúfylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt (V. Briem.) Við vottum Ásu og Elísabetu og aðstandendum okkar dýpstu sam- úð. Nína og Jón. Okkur systkinin langar til þess að minnast Helgu vinkonu okkar með nokkrum línum. Helgu kynntumst við fyrst í eld- húsinu hjá ömmu Jönu í Stigahlíð- inni, þar sem þær vinkonumar sátu löngum stundum og töluðu um lífið og tilveruna. Eftir að Kristjana flutti af landi brott héldu þær Helga sambandi í gegnum síma, og einnig hittust þær af og til á flugvellinum í Lúx- emborg, þegar Helga kom þangað með blaðapakka frá fjölskyldu okk- ar. Þeir eru margir sem nutu vel- vildar Helgu í slíkum pakkaflutn- ingum. Valdi heimsótti vinkonu sína þegar færi gafst til, fyrst í Stiga- hlíðina og síðan á Digranesheiðina. Þar var margt rætt og mikið hleg- ið. í seinni tíð höfðum við mikið samband í gegnum síma, og þær eru ófáar klukkustundimar sem fóru í símtöl. Þessi samtöl em nú geymd okkur í hjartastað. Elsku Helga, þín er sárt saknað, en minningamar lifa. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. A grænum grundum lætur hann mig hvflast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast HELGA KRISTIN OTTÓSDÓTTIR égekkertillt, því þú ert hjá mér, sproti þinn og stafúr huggamig. Guð geymi þig. Kristjana og Þorvaldur. Þeir sem starfað hafa sem flug- liðar vita hve mikils virði það er að fá góðar móttökur við upphaf starfsferils. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá Helgu Ottósdóttur sem leiðbeinanda í mínum fyrstu ferðum um háloftin og leiðsögu- mann um þær stórborgir sem Loft- leiðir flugu til á sínum tíma. Helga, þessi sterka, víðsýna kona, tók mér sem jafningja strax í upphafi. Hún talaði tæpitungulaust, lét skoðanir sínar óspart í ljós og þoldi hvorki fals né yfirborðsmennsku. Alltaf leið manni vel í ferðum með Helgu. Hún leysti úr vandamálum stórum sem smáum af yfirvegun og með jafnaðargeði. Aldrei sá ég Helgu missa stjóm á skapi sínu þrátt fyrir margt ótrúlegt áreitið sem flug- freyjur verða fyrir í starfi sínu. Flugfreyjustarfið hefur oft verið sveipað ævintýraljóma og vissulega gerast mörg ævintýrin í fluginu, en því getur einnig fylgt mikill ein- manaleiki. Félagsleg einangrun er ekki óalgeng hjá flugliðum, fjöl- skyldu- og heimilislíf verður oft á tíðum vandasamt púsluspil. Hún Helga mín var stöku sinnum ein- mana og hringdi þá stundum í mig. Þá áttum við löng og góð samtöl sem enduðu ætíð á því að hún bað Guð að geyma mig. Nú bið ég góð- an Guð að geyma hana Helgu mína og læt hér fylgja með tvö erindi úr Einræðum Starkaðar eftir Einar Benediktsson: Það smáa er stórt í harmanna heim, - höpp og slys bera dularlíki, - og aldrei er sama sinnið þjá tveim, þótt sama glysi þeir báðir flíki. - En mundu, þótt veröld sé hjartahörð, þótt hrokinn sigri og rétturinn víki, bölið, sem aldrei fékk uppreisn á jörð, var auðlegð á vöxtum í guðanna ríki. Eitt bros - getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúizt við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Svo oft leyndist strengur í brjósti, sem brast við biturt andsvar, gefið án saka. Hve iðrar margt líf eitt augnakast, sem aldrei verður tekið til baka. Hrefna Hrólfsdóttir. Vinkona mín Helga Kristín Ott- ósdóttir lést á heimili sinu hinn 17. nóvember síðastliðinn. Það er fátt um svör þegar kona á besta aldri er skyndilega kvödd á brott í sína hinstu ferð. Eftir standa ættingjar og vinir og eiga erfitt með að trúa þeirri óumflýjanlegu staðreynd að hér skilja leiðir, í bili. Ég kynntist Helgu Ottósdóttur fyrir rétt þrjátíu árum, þegar leiðir okkar lágu saman í skóla þar sem við lögðum grunn að framtíðinni. Strax í upphafi tók ég eftir Helgu, þar sem hún bar af hópnum, bæði glæsileg og skemmtileg. Hún hafði allt til að bera sem prýða mátti unga stúlku á þessum árum. Hún var há og grönn, ljós yfirlitum og bar glaðlegt og vinalegt fas. Við nánari kynni mín kom í ljós mann- eskja sem gædd var miklum mann- kostum. Hún var sannkallaður vin- ur vina sinn sem ekkert aumt mátti sjá. Persónuleiki þessarar ungu stúlku reyndist ekki síðri en glæsi- legt útlit hennar. Þó að árið 1967 hafi síðar hlotið sess í mannkyns- sögunni sem upphaf mikilla breyt- inga og kynslóðaskipta, var veröld okkar á þessum árum einfóld og einlæg. Þetta voru tímar efnislítilla flíka, túberaðs hárs og tónlistar ættaðrar frá Liverpool. Við vorum á þeim aldri að „núið“ var okkar tími. Hlutirnir voru annað hvort hvítir eða svartir. Það var dansað og trallað eins og títt er hjá ungu fólki og við gerðum skemmtanalíf- inu í Reykjavík ágæt skil. Þetta var yndislegur tími á meðan hann varði. í miðjum klíðum hóf Helga störf sem flugfreyja hjá Lofteiðum (síðar Flugleiðum) og nánast flaug af vettvangi í orðsins fyllstu merk- ingu. Fluginu helgaði hún starfs- krafta sína upp frá því. Á tímabili gerðu vegalengdir á milli heimsálfa og skyldur við ungar fjölskyldur okkur erfitt um vik að hittast eða hafa samband. I nokkur ár urðum við viðskila hvor við aðra en síðar þegar vinskapurinn var endumýj- aður var eins og með annan sannan vinskap, okkur fannst sem við hefð- um hist deginum áður. Helga hafði lítið breyst. Hún var alltaf sama in- dælis manneskjan og hafði ekki glatað neinu af fyrri gæðum. Lífið hafði þó kynnt hana fyrir sýnis- hornum af breytileika sínum. Hún hafði kynnst bæði skini og skúram. Með stuttu millibili missti Helga báða foreldra sína, auk annarra ást- vina. Þessi áföll urðu henni þungar byrðar og mér fannst sem þau færðu hana nær sinni hinstu fór. Með aldrinum leitaði hún ásjár í trúnni. Hún talaði oft um líf eftir dauðann, eins og hún ætti von á að verða sjálf kölluð til annarra starfa áður en langt um liði. Fyrir eigingjama eftirlifendur er sannarlega sárt að þurfa að horfa á eftir henni til nýrra heimkynna og hafa hana ekki lengur á meðal okk- ar. Á síðustu mánuðum höfðum við orðið nágrannar og hugðum gott til glóðarinnar að fara í gönguferðir um hverfið og eiga tíða vinafundi. Mér finnst tilhugsunin um að eiga ekki oftar eftir að heyra glaðlega rödd hennar afar erfið. En Helga er kölluð á brott til nýrra heim- kynna og þar grunar mig að hún beri af hópnum eins og hún gerði hér. Kæra vinkona, ég kveð þig með söknuði og óska þér alls hins besta í þínum nýju heimkynnum. Ég veit að það verður tekið vel á móti þér. Ættingjum Helgu sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Olga Hakonsen. Við kveðjum í dag ástkæran vinnufélaga okkar, Helgu Ottós, eins og við kölluðum hana í fluginu. Minningamar streyma fram frá liðnum ámm. Það var alltaf gott að vera nálægt Helgu. Hún var góður stjórnandi og afskaplega skipulögð og fær í sínu starfi. Það var vart hægt að finna betri vinnufélaga. Helga var snaggaraleg og svolít- ill strákur í sér. Glaðværðin og beinskeyttur húmorinn var hennar aðalsmerki og stutt í geislandi brosið. Það var alltaf mikið hlegið í kringum Helgu. Aldrei nein logn- molla. Hún var afar söngelsk og muna eflaust margir eftir því er hún söng af mikilli innlifun lagið sitt „Pardon me boy, is that the Cattanooga Thu, thu?“ með sinni djúpu og hljómmiklu rödd við pí- anóundirleik, - gaf hún bestu söngkonum ekkert eftir. Við viljum þakka Helgu sam- fylgdina, en hún hefði átt 30 ára starfsafmæli núna í desember. Af eilífðarfjósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Ein. Ben.) Ástvinum hennar sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hennar. Anna, Ása, Björg, Guðlaug, Guðrún, Hildur, Hrafnhildur, íris, Linda, Margrét og Sigrún. Með sárum söknuði kveðjum við í dag okkar kæru vinkonu, Helgu Kristínu Ottósdóttur, sem varð bráðkvödd 17. nóvember. Haustið 1967 hóf Helga störf sem flugfreyja hjá Loftleiðum. Hún varð strax geysivinsæl meðal samstarfsfólks. Hún var svo kát, sérlega fljót til svara og með af- briðgum orðheppin. Helga talaði ensku með miklum amerískum hrein sem okkur stelpunum þótti mjög flott. Nýjar flugfreyjur voru á þeim tíma flestar dálítið feimnar til að byrja með við erlendu farþeg-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.