Morgunblaðið - 26.11.1997, Síða 49

Morgunblaðið - 26.11.1997, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1997 49 ana, en ekki Helga. Hún var alltaf mjög hressileg og grínaðist við þá á sinn sjarmerandi hátt. Við horfð- um á og hlustuðum heillaðar, hún var svo mikil heimskona í okkar augum. Okkur Helgu varð fljótt vel til vina og það var jafn gaman að fá hana í heimsókn og vera með henni í vinnu. Eg minnist New York-ferð- ar með henni og dóttur minni, þar sem við örkuðum um borgina og sýndum stelpunni markverð fyi'ir- bæri. Við fjölskyldan voru eitt sinn með Helgu um jól í New York og tókum saman úpp jólapakkana. Þegar Flugleiðir fóru sitt fyrsta pílagrímaflug haustið 1976 milli Ní- geríu og Jeddah í Saudí-Arabíu vorum við Helga í sömu áhöfn og upplifðum saman heim sem var okkur algerlega framandi. A seinni árum dró Helga sig meira í hlé og var ekki eins kát og mannblendin og áður. Samband okkar varð stopulla, þó spjölluðum við oft saman í síma. Fyrir tveimur árum keypti hún sér nýja íbúð í Kópavoginum sem hún var mjög ánægð með og var að dytta að henni og gera enn fínni, því Helga var afar snyrtileg og var til þess tekið hvað allt var í mikilli röð og reglu hjá henni heima og í vinn- unni. Hún var líka ævinlega mjög fallega klædd og vel til höfð glæsi- kona. Við Kristinn og Inga Rún send- um okkar innilegustu samúðar- kveðjur til systra hennar og fjöl- skyldna þeirra. Ég kveð Helgu eins og hún kvaddi jafnan sjálf: Guð blessi þig. Jófríður Bjömsdóttir. Kær vinkona okkar, Helga Ottós- dóttir flugfreyja er látin. Við höfum verið starfsfélagar í meira en tutt- ugu ár og orðið vel til vina. Það var alltaf gott að vera nálægt Helgu og við fráfall hennar skynj- um við enn betur hversu vænt okk- ur þótti um hana. I vinnunni var hún góður stjórnandi, glaðvær og úrræðagóð. Utan vinnu einn bezti félagi sem hægt var að hugsa sér. Kímnigáfa hennar var óborganleg og létti manni oft erfiðan dag. Það var nánast sama hvað á bjátaði, alltaf kom hún auga á það spaugi- lega. Helga hafði ríka réttlætiskennd og átti bágt með að þola ósanngirni og yfirgang, sama hver í hlut átti. Hún talaði tæpitungulaust en var samkvæm sjálfri sér. Við þessi tímamót leita á hugann ótal minningar um góðan og traust- an vin sem við eigum eftir að sakna sárt. Efst í huga okkar er þakklæti | fyrir liðnar stundir. Ættingjum Helgu sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guðlaug og Sigrún. Elsku Helga. Okkur langar til að kveðja þig, kæra æskuvinkona, með fáeinum ! orðum. ) Við skyndilegt fráfall þitt vakna | upp ótal góðar minningar frá ung- I úngsárum okkar, þegar lífið var áhyggjulaust og uppfullt af gáska og gleði. Helga byrjaði ung að starfa sem flugfreyja, hún giftist ekki og eign- aðist ekki börn. Eftir að við tvær stofnuðum okkar eigin heimili, vor- um við allar staðráðnar í því að rækta vinskapinn áfram. Þrátt fyr- i ir annað lífsmunstur Helgu en okk- ar og miklar fjarverur að heiman vegna starfa sinna, er það ekki síst I trygglyndi Helgu að þakka að þessi vinskapur hélst alla tíð. Þegar við hittumst og skemmt- um okkur við að rifja upp gamlar minningar frá æskuárunum, kom vel í ljós hve minnug Helga var. Var hún þá oft að rifja upp hinar ymsu sögur og atvik sem við vorum löngu búnar að gleyma, og sátum I við oft tímunum saman og hlógum, I enda Helga skemmtileg og fyndin. Alltaf var jafn gaman og notalegt t að koma heim til Helgu, átti hún srlæsileert heimili. sem bar vott um snyrtimennsku hennar og smekk- vísi. Helga var mjög trygglynd, skemmtileg og ekki síst mikill vinur vina sinna. Hún var sérlega bóngóð og allaf gott að leita til hennar. Helga missti mikið við fráfall for- eldra sinna, fór hún oft að leiði þeirra, enda henni mikið í mun að þar væri alltaf fallegt og snyrtilegt. Elsku Helga okkar, við eigum erfitt með að trúa og sætta okkur við að eiga ekki eftir að hitta þig og eyða meiri tíma með þér í þessu lífi, en erum þakklátar fyrir að hafa kynnst þér og átt þig að vini. Ásu, Elísabetu og fjölskyldu þeirra sendum við okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Megi góður guð hjálpa okkur öll- um að sætta okkur við hið óumflýj- anlega. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð þinn náðarkraftur, mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka, þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson.) Guð geymi þig. Þínar vinkonur, Bjarnheiður og Magnþóra. Vinur, hver er meiningin með því orði? Ég veit að Helga var góður vinur sama hvaða skilning fólk leggur í það orð. Það þarf oft ekki langan tíma til að komast að því hver er og hver er ekki vinur. Helga kallaði suma er hún kvaddi þá hvort sem hún talaði við þá í síma og eða augliti til auglits „gamla grjónið". Ég er hreykinn af að hafa verið kallaður það af slíkri manneskju. Það er kaldhæðni að fólk með slíkt hjartalag eins og Helga var með skuli vera kallað burt vegna þess. að hjartað gefur sig. Það eru þung skref fyrir þá sem eftir eru að fylgja slíkri manneskju síðusta spölinn á þessum dvalarstað. Það er með miklum trega og sárum söknuði að ég kveð þig í síðasta sinn „gamla grjón“ og ég veit að hinum megin verður rauði dregill- inn lagðm- út fyrir þig. Guð geymi þig- Þinn vinur, Kristbjörn. Kveðja frá Flugfreyjufélagi Islands Tvær sómakonur eru gengnar. Stórt skarð er rofið í hóp flugfreyja í einni svipan. Hildur og Helga gerðu báðar flugfreyjustarfið að sínu ævistarfi. í þrjátíu ár unnu þær sem flugfreyjur, fyrst hjá Loftleiðum en síðar hjá Flugleið- um. Margt var líkt með þeim Hildi og Helgu. Þær voru nánast jafnaldra, þær byrjuðu að fljúga sama árið og báðar voru þær einhleypar og bam- lausar. Þótt persónuleikar þeirra væru ólíkir voru þær báðar miklar heimskonar. Hildur var hin hæg- láta dama sem hafði þróað sinn eig- in glæsilega fatastíl. Helga var sú fjörmikla, var fljót til svara og hafði alltaf hnyttin tilsvör á takteinum. Báðar voru þær góðir samstarfsfé- lagar. A mörgum vinnustöðum myndast oft samheldni starfsfólks sem nær út fyrir veggi vinnustaðarins. Innan flugfreyjuhópsins hefur myndast vinskapur sem oft hefur orðið til þegar viðkomandi sátu sama flug- freyjunámskeiðið. Þessi vinskapur og samheldni er að mörgu leyti merkilegur þar sem óreglulegur vinnutímni og breytilegir starfsfé- lagar frá degi til dags einkenna starfsumhverfi flugfreyja. Því er mjög auðvelt að einangrast ef ekki kæmi til þessi samheldni og traust vinátta innbyrðis. Báðar nutu Hild- ur og Helga þess að eiga góða vini í hópi flugfreyja sem nú sjá á eftir vinkonum sínum alltof snemma. Með söknuði kveðjum við Hildi og Helgu. Við þökkum þeim sam- fylgdina og minninguna um þær geymum við í hjörtum okkar. Fari bær í friði. + Ásdís Aðalsteins- dóttir fæddist á Húsavík 26. nóvem- ber 1908. Hún lést í Reykjavík 10. októ- ber síðastliðinn og fór útfór hennar fram frá Dómkirkj- unni 17. október. Ásdís Aðalsteins- dóttir ólst upp á fjöl- mennu menningar- heimili, þar sem ríkti glaður andi og gestir og gangandi áttu vísa gestrisni húsráðenda. Bræðurnir Aðalsteinn faðir hennar og Páll Kristjánssynir, af Reykja- hlíðar- og Illugastaðaætt, ráku út- gerð og verslun á Húsavík. Þeir voru kvæntir systrum, Helgu og Þóru Guðnadætrum frá Grænavatni í Mývatnssveit (Skútustaðaætt). Þeir byggðu sér stórt hús, sem fyrst var kallað Aðalsteinshús, en eftir að Aðalsteinn lést 1921 fékk það einnig nafnið Pálshús. í fyrstu böfðu þeir skrifstofm- og verslun sína á neðstu hæðinni, en bjuggu á efri hæð og í risinu. Bræðurnir voru miklir dugn- aðar- og athafnamenn og reistu síð- ar verslunarhúsið Garðar, nefnt eft- ir hinum fyrsta landnámsmanni sem kom til Húsavíkur. Fjölmargir vinir og ættingjar söfnuðust að heimilinu, og fjölskyldan stækkaði og ekki veitti af öllu húsnæðinu, þar sem stundum munu hafa verið meir en 20 manns til heimilis. Margir ættingjar áttu athvarf í Aðalsteinshúsi, og sumir unnu við atvinnureksturinn, en aðrir áttu er- indi í kaupstaðinn og dvöldu þar um lengri eða skemmri tíma eða voru á leið til annarra landshluta og biðu fars. Systurnar önnuðust heimilis- störfin af mikilli reisn og myndar- skap, en Fríða mágkona þeirra var löngum til aðstoðar í eldhúsinu. Og Kristján bróðir þeirra var líka til heimilis í Pálshúsi og tók þátt í stör- funum. Þarna ólust upp sjö ung- menni: fjögur börn Aðalsteins og Helgu, tvær dætur Páls og Þóru, þær Kristbjörg og Guðný, og fóst- ursystirin Olga Þórarinsdóttir, frænka þeirra. Greind og glaðværð einkenndi þetta fólk og laðaði til sín fjölmarga vini úr bænum. Oft var því fjölmennt og mikil kátína í þessu stóra húsi, þegar unga fólkið koma saman á tyllidögum. Ég var svo lánsöm að kynnast í æsku þessu merkilega heimili og sitja þar til borðs með fjölskyldunni. Eru þær heimsóknir meðal 'minna fyrstu bernskuminninga. Matborðið var stórt og sterklegt, smíðað af Páli sem var listasmiður og hafði verið yfirsmiður við byggingu hinn- ar fógru Húsavíkurkirkju. Inn af stóru dagstofunni voru tvær stás- stofur, með, fínu „mublunum", út- skornum húsgögnum frá útlöndum, önnur var með rauðu damaskák- læði, en hin með grænu. Þar voru auðvitað fallegar myndir á veggjum. Ein myndin sýndi skip með þöndum seglum. Hún gat opnast eins og hurð, og kom þá í Ijós op fram í eld- húsið, og mátti þaðan bera gestun- um hvers kyns góðgæti svo sem kaffi, súkkulaði og kökur. Manni fannst að þessar stofur hlytu að vera í sama stíl og híbýli konunga. Ur þessu merldlega húsi og um- hverfi var hún Ásdís upp runnin. Hún var bráðgreind, skörp og minnug og kunni frá mörgu að segja, og hún var þannig gerð að skoplegu og skemmtilegu hliðarnar á hlutunum voru henni ætíð efst í huga. Hún hafði misst fóður sinn aðeins 12 ára gömul, og var hann ölium harmdauði sem vænta mátti. Og tveir bræður hennar urðu berkl- um að bráð, Höskuldur 25 ára og Guðmundur aðeins 16 ára. Þetta voru sorgaratburðir sem gleymdust ekki. Og Kristín eldri systir Ásdísar missti einnig tvö böm á fermingar- aldri úr berklum og botnlanga- bólgu, þá nýorðin ekkja. En frú Helga móðir þeirra bar harm sinn í hljóði. Hún var sterk kona, mikil persóna og ákveðin í skoðunum. Ásdís var líka berkla- veik á unga aldri, og síðar á ævinni hafa margs konar sjúkdóm- ar og óhöpp herjað á hana. En alltaf hefir hún borið sig vel. Hin góða lund hennar og léttleiki í orðum hefir þá komið sér vel og hún hefir jafnan verið gleði- gjafinn þótt hún væri veik og illa haldin þegar maður heimsótti hana. Hún gekk í Kvennaskólann í Reykjavík á ungum aldri. Oft minntist hún vem sinnar þar, vitn- aði í kennarana og hélt tryggð við skólasystur sínar fram á síðustu ár. Hún var frábærlega vel verki farin bæði við sauma og önnur heimilis- störf, kunni afbragðstök á ýmsum hlutum, hvort sem hún hafði lært þau í skólanum eða í heimahúsum á Húsavík. Það var eins og þetta væri henni í blóð borið. í mörg ár lagði hún stund á sauma, bæði sem ung stúlka á Húsavík, og síðar fór hún einnig í hús hér í Reykjavík og saumaði fyrir fólk, dögum og vikum saman. Ásdís giftist Hallgrími Matthí- assyni frá Grímsey árið 1936 og eignuðust þau einn son, Aðalstein verkfræðing. Hallgrímur var stöðv- arstjóri á Loftskeytastöðinni í Reykjavík, þar sem þau bjuggu í mörg ár. Hann var hið mesta ljúf- menni og vom þau mjög samrýnd og samhent í gestrisni sinni, enda þótti mörgum gott að eiga þau að. Ásdís hélt þar uppi líkum háttum og á æskuheimilinu, og mikill gesta- gangur var á heimili þeirra. Ogleymanleg vom jólaboðin hjá henni þar sem saman komu ættingj- ar og vinir, meðal annarra Grímsey- ingar og Húsvíkingar sem fluttir voru til höfðustaðarins. Þar vom leikin bókaheiti eða sagnaheiti eins og tíðkaðist fymim á Húsavík. Einstaklega gott samband var með þeim frænkum Dísu, Bibbu og Guðnýju, enda aldar upp sem systur í Aðalsteinshúsi. Og þegar frænkumar Sissí og Mimmi bættust í hópinn var glatt á hjalla. Ýmisleg spaugileg atviki og tilsvör fólksins lifðu á vömm þeirra, og hlátrasköll- in glumdu við. Oftast var það Dísa sem var hrókur fagnaðarins. Hún kunni ótal sögur af fólki og atburð- um, og í frásögnum hennar varð allt skoplegt og skemmtilegt. Svipbrigði hennar, tónninn og orðalagið stuðl- aði allt að því að þeir sem á hlýddu veltust um af hlátri. Oft gat maður ekki annað en brosað um leið og hún hóf einhverja frásögn, því að svipbrigði hennar og tónninn var slíkur, að heyra mátti að nú kæmi eitthvað spaugilegt. Margar sög- umar vom frá gömlum dögum á Húsavík, þar sem mannlífið var stundum furðu margvíslegt og merkilegt. Hún sagði frá því í sér- stökum drýgindatón þegar Guð- mundur á Sandi flýði frá þeim suður í bæ og sagði að „ekki væri komandi í Aðalsteinshús fyrir keleríi.“ En þá vildi einmitt svo til að nafnkunnur heimilisvinur framan úr sveit var þar staddur ásamt unnustu sinni að bíða eftir skipi suður, og notaði tím- ann til að hlýða henni yfir grasa- fræðina eða jarðfræðina, en klapp- aði henni jafnframt og strauk ógætilega í návist skáldsins. Önnur kímileg saga lifði á vömm hennar af því þegar Sigurður Nor- dal kom til Húsavíkur og heimsótti Unni Bjarklind, skáldkonuna „Huldu“ í Formannshúsi sem var næsta hús við Aðalsteinshúsið. Og spaugilegt atvik gerðist þegar Hall- dór Laxness kom ungur maður til Húsavíkur og var haldin vegleg veisla í Formannshúsi. Hann hafði með sér hund á ferðum sínum, og vinnukonurnar þorðu auðvitað ekki að stugga við neinu. Sat hundurinn undir borðinu meðan matast var, og vissi enginn fyrr en hann var hálfn- aður að éta peysusvuntu af einni fínu frúnni, svilkonu húsfreyjunnar. Ásdís var vinmörg eins og vænta mátti, öllum þótti gott að heim- sækja hana og njóta með henni glaðværðar og góðra stunda. Hún var líka mjög trygglynd og þakklát þeim sem litu til hennar þegar elli og sjúkdómar herjuðu á hana. Þá stóð hús hennar ætíð opið í daginn, svo að vinir hennar kæmust óhindr- að inn. Meðan heilsan leyfði naut hún þess að heimsækja fólk. Oft kom alnafna hennar og sonardóttir og ók henni um bæinn til að erinda eitthvað og gleðja hana. Fyrir nokkrum árum óku þær í góðu veðri alla leið norður á Húsavík og dvöldu aðeins einn eða tvo daga þar, en hún naut þess fjarsklega vel að sjá heimaslóðirnar. Aðeins nokkrum vikum fyrir andlátið heimsótti ég hana á sjúkrahús og sat hjá henni um stund ásamt annarri vinkonu. Hún var þá enn full af áhuga á lífínu og gerði að gamni sínu yfir hvers- dagslegustu hlutum. Minning hennar er ógleymanleg og mun lifa ljós og sterk í huga vina hennar. Gott væri sem flestum að eiga yfir að búa þeim lyndisein- kennum sem hana prýddu. Við þökkum henni allar ánægju- og fræðslustundirnar, og óskum henni sömu góðu stunda á ókunnum stig- um. Aðalsteini og fjölskyldu hans flyt ég innilegar samúðarkveðjur. Sigríður Kristjánsdóttir. + Maðurinn minn, ÞORGEIR SVEINSSON, Hrafnkelsstöðum, Hrunamannahreppi, Árnessýslu, lést á Sjúkrahúsi Selfoss þriðjudaginn 25. nóvember. Svava Pálsdóttir. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (5691115) og í tölvupósti (minning@mb!.is) — vinsamlegast send- ið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfi- legri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnánir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þijú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. ÁSDÍS AÐALS TEINSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.