Morgunblaðið - 26.11.1997, Side 59

Morgunblaðið - 26.11.1997, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1997 59 Nýr og breyttur Helgi Björns TÓJVLIST Geisladiskur HELGIBJÖRNS Fyrsta sólóskífa Helga Björnssonar leikara og tónlistarmanns. Öll lög og textar eftir hann sjálfan. Stjórn upp- töku: Valgeir Sigurðsson. Utsetning- ar: Helgi og Valgeir. Helgi gefur sjálfur út. 1.999 kr. 45 mín. HELGI Björnsson er í litlum hópi þess fólks sem má kalla „stjörnur" hér á landi. Hann hefur verið mikið í sviðsljósinu áram sam- an; þekktastur fyrir að vera höfuð- paur hljómsveitarinnar SSSólar, en áður var hann í akureyrsku sveit- inni Grafík. Hann hefur líka tilbeðið leiklistargyðjuna óspart við góðan orðstír. Nokkuð er síðan SSSól hætti og þá lá beinast við fyrir Helga að senda frá sér sólóskífu. Þegar fyrsta lag plötunnar, Bleikur, tekur að hljóma dettur manni ósjálfrátt Mick Jagger úr Rolling Stones í hug. Lagið minnir óneitanlega á þann fróma söngvara, nánar tilekið lagið Sweet Thing af plötunni Wandering Spirit sem kom út 1993. Þó er alls ekki um stuld að ræða, aðeins svipaðan ryþma og til- fínningu. Samiíkingin við Jagger er samt kannski ekki svo vitlaus. Báðir voru þeir, Mick og Helgi, í frægustu rokkhljómsveitum heimalands síns, með fagmannlega og líflega sviðs- framkomu. Nú hefur Helgi meira að segja fetað í fótspor Jaggers með þessari ágætu plötu sem hann nefn- ir eftir sjálfum sér. Þegar hlýtt er á skífuna virðist augljóst að Helgi hefur þroskast sem lagasmiður; rokkið sem Sólin flutti er víðs fjarri og textarnir bera vott um ný áhugamál (a.m.k. hafa þau áhugamál ekki komið í ljós í textagerðinni til þessa); fjölskyldan og trúmál, ef mér skjátlast ekki. Lagið Farðu nú að sofa er vöggu- vísa sem hann samdi til dóttur sinn- ar og Mamma fjallar að sjálfsögðu um móður hans. Nöfnin Dauðinn táknar líf og Hálfa leið til himins segja líka ýmislegt um áhuga Helga á andlegum eða trúarlegum málefn- um. Helga era nokkuð mislagðar hendur sem lagasmiður á þessari plötu. Nokkur lög era bráðgóð, t.d. Viltu fara aftur niður í fjöra, Popp- korn, Inn í bíl, Ég skrifa þér ljóð á kampavínstappa og Regnboginn. Poppkorn er besta lag plötunnar og líka það framlegasta. Önnur lög era síðri og þeim mun slakari sem þau eru ófrumlegri. Lagið Allt sem var minnir óhugnanlega mikið á lagið Dollar Bill af plötunni Sweet Oblivion með hljómsveitinni Scr- eaming Trees. Ég er að bíða er líka mjög óframlegt, með sama hljóma- gangi og t.a.m. Twist and Shout og La Bamba. Meðalmennskan er alls- ráðandi í öðram lögum. Hljóðfæraleikur á plötunni er ein- staklega góður, enda hefur Helgi fengið marga góða menn í lið með sér. Valgeir Sigurðsson stjómar upptökum og gerir afar vel. Urvals hljóðfæraleikarar á borð við Gunn- Glæsilegt jólahlaðborð Emeliana Torrini syngur fyrir matargesti einstök stemmning verðkr. 2.890.- SLÍO Borðapantanasími 552 9222 FÓLK í FRÉTTUM laug Briem, Jakob S. Magnússon, Atla Örvarsson, Eyþór Gunnarsson, Valgeir, Lárus Sigurðsson, KK og Helga sjálfan, gera það að verkum að „fílingui'inn" í spilamennskunni er mjög góður. Hljómur er líka af- bragðs góður. Það er ljóst að Helgi Björnsson er hæfileikaríkur tónlistarmaður og hann hefur sent frá sér góða plötu, sem hefði orðið betri ef hann hefði verið aðeins gagnrýnni á sjálfan sig og hent lögum á borð við Ég er að bíða og Allt sem var. Ef öll lögin hefðu verið í sama gæðaflokki og t.d. Poppkom og Regnboginn hefði fyrsta sólóplata Helga Björns orðið mjög góð, jafnvel hefði mátt kalla hana meistaraverk. Það er víst að getan er íyrii' hendi, við eigum það bara inni hjá honum. fvar Páll Jónsson Yates kennir Geldof um meint sjálfsmorð Hutchence BRESK dagblöð birtu í gær fréttir af því að Paula Yates, unnusta Michaels Hutchence sem fannst hengdur í leðurbelti á hótelher- bergi í Sydney á laugardaginn var, kenni Bob Geldof, fyrrverandi eig- inmanni sínum, um hvernig fór. I flugferð frá London til Sydney var hún í mikilli geðshræringu. Grét hún og hrópaði að öðrum flug- farþegum. Haft var eftir henni að hatrammur skilnaður hennar við Bob Geldof, fyrrverandi söngvara Boomtown Rats sem er þekktastur fyrir baráttu sína gegn fátækt í heiminum, hefði komið Hutchence til að fremja sjálfsmorð. Að því er fregnir lierma hafði hún rætt við Hutchence í sfma þremur klukkutfmum áður en haim drap sig til þess að segja honum að hún gæti ekki hitt hann í Ástralíu eins og áætlað var. Ástæðan væri forræðisdeila við Geldof um þrjár dætur þeirra. Hún sagði að sfðustu orð Hutchence hefðu verið: „Eg elska þig. Ég ætla að hringja í Bob og biðja hann að leyfa dætrunum að koma hingað með þér.“ Yates á að hafa hrópað í umræddri flug- ferð: „Mér verður flökurt af til- hugsuninni um að hann sé kallaður heilagur Bob.“ Hutchence og Yates ráðgerðu að gifta sig í janúar næstkomandi. Þau byrjuðu saman árið 1995 og þá sleit hún samvistum við Geldof. Yates sagði flugfarþegunum: „Nú er verið að lita brúðarkjólinn svartan. Ég ætla að vera í honum með stolti á jarðarfórinni. Michael fór augljós- lega yfir um. Þijú ár af vítiskvölum fóru alveg með hann.“ BOB Geldof ræðir við blaða- menn fyrir utan heimili sitt í miðborg Lundúna á mánudag. Hún sagði ennfremur: „Fólk heldur að hann hafi verið hörkutól; sprangandi um í leðurbuxum. En innst inni var hann ljúfur og sak- laus drengur. Hann var yndislegur faðir.“ Bresk dagblöð greindu frá því að Hutchence hefði sent Yates 12 rauðar rósir innan við 24 tfmum áður en hann fannst hengdur í leð- urbelti á hótelherbergi sínu. Á spjaldinu með rósunum stóð: „Allar yndislegu stúlkumar mínar. Þið eigið alla mína ást.“ Blómvöndur- inn barst eftir að Yates lagði af stað frá London til Sydney. Ástralskur dánardómstjóri úr- skurðaði á mánudag að Hutchence hefði látist af völdum hengingar en ekki væri Ijóst hvort um sjálfsmorð hefði verið að ræða. Kyniiir: ..Disa" (Hafdís Jónsdóttii'). Matseðill: Fordrykkur: „Pai'rot Bay" Sjávarfautasía meö völdum ostum, stökku blaösalati og livítvinssósu. Lambavöövi provence, meö hvítlauksi'istaðri höipuskel og' kryddjurtasósu. Tiramisuterta með sælkerakremi. Skemmtiatriði: Eyjólfur Kristjánsson og' Stefán Hilmarsson. Emiliana Torrini og Jón Olafsson. Dansatriöi frá Verkstæömu, undh' stjórn Sveinbjargar Þórhallsdóttur. Verö ki’. 4.500 ■ Kr. 1800 eftir kl. 21:30. Armúla 9 - Sínú 568 7111 FegTirðarsamkeppni íslands þakkar eftirtöldum aðilum: ^tiaðsfCf. sson KarlK. Karí heildvers i ifL ÍTlourlce locrolx KMS LAXJwtSS HESTA braíarvogs UEIGA ALLRA HANDA il FACE STOCKHOLM K R I N G L A N 2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.