Morgunblaðið - 26.11.1997, Page 61

Morgunblaðið - 26.11.1997, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1997 61-4— FÓLK í FRÉTTUM Þétt og öflug skólastjóri Úr hinni væntanlegu bók minni: „Ég hlustaði einkum á fyrir- lestur...sem dr. Gerald O. Barney, forseti Millenium stofnunarinnar, hélt. Hann ræddi um að mannkyn- ið stæði á tímamótum um alda- mótin....Við séum þvi að horfast í augu við mikil vandamál í fram- tlðinni. Slðan spurði hann hvort til væþ lausn...Þessi lausn að mati doktorsins fólst I breytingu í hjartanu!" TOiVLIST Geislad iskur FLÝTUR VATN Flýtur vatn, breiðskífa rokksveitar- innar Stolíu. Stolíu skipa Einar Logi Sveinsson gítarleikari, Jóhann Gunn- arsson bassaleikari, Arnar Þór Gfsla- son trommuleikari og Unnar Bjarna- son hljómborðsleikari. Lög eftir Stol- íu utan eitt sem skrifað er á sveitina og Project Greys. Uppökumaður var Ken Thomas. R&R Music gefur út. " 35,07 mín. HLJÓMSVEITIN StoUa hefur haldið sig við það nánast alla tíð að flytja leikna tónlist eingöngu og gert það víða og vel. Eins og þeir vita sem séð hafa sveitina á tónleik- um eru varla dæmi um þéttari óg öflugri sveitir hér á landi að minnsta kosti og meira en tímabært að hún sendi frá sér breiðskífu. Það er vandamál hljómsveita líkt og Stolíu að tónhstinni hættir til að verða andlitslaus og reyndar gerði sveitin tilraunir með söng og flautuleik á sínum tíma með góðum árangri. Á þeim plötu sem hér er gerð að umtalsefni leikur með henni hljómborðsleikari sem nýgenginn er í sveitina og fellur yfirleitt vel að því sem fram fer. Á köflum er hann þó eins og eftirþanki og hlustandi fær á tilfinninguna að hann sé að leika í lagi sem búið var að fullmóta með annarri hljóðfæraskipan. Ef- laust á hann eftir að spila sig betur inn, því þar sem hann kemst vel inn í lögin er framlag hans til mikilla bóta, til að mynda í Gömlum manni með hrífu og Broddgeltinum sítuð- andi. Aðrir liðsmenn Stolíu fara víð- ast vel með, til að mynda gítarleik- ari hennar og bassaleikari, en trommuleikarinn Arnar Þór Gísla- son verður að teljast fremstur með- al jafningja í sveitinni og á víða frá- bæran leik. Lög Stolíu byggjast mjög upp á endurteknum köflum og stefjum, á stundum án þess að framvindan sér rökrétt eða vel grunduð, nefni til að mynda annað lag plötunnar, Beton- múr, sem gengur ekki vel upp. Upp- hafslagið, Köggull könguló, er bráð- gott og einnig áðumefndur Gamall maður með hrífu. Skemmuleggjar- inn er og fyrirtaks lag með skemmtilegum taktskiptingum. Síðra er aftur á móti Ég var að flýta mér svo mikið ..., sem líður fyrir endurtekningar. Broddgölturinn sítuðandi er aftur á móti framúr- skarandi skemmtilegt lag og í því á Unnar góða spretti. Annað framúr- skarandi lag sem hann gæðir lífi er lokalagið, Greifinn af íslandi, besta lag plötunnar, er kannki vísbending um hvert stefni hjá sveitinni, en í því notar hún tölvur og sérkennileg- an hljóðaheim af listfengi. Hljómur á plötunni er undarlega flatur; krafturinn sem einkennir sveitina á tónleikum skilar sér ekki DANMÖRK Guðajimdw Rupi GeiM Morgunblaðið/Kristinn ROKKSVEITIN Stolía, Einar Logi Sveinsson, Jóhann Gunn- arsson, Arnar Þór Gíslason og Unnar Bjarnason. á plastið. Sérstaklega eru tromm- umar daufar og gítarhljómur deig- ur til að mynda í Helvítis hurðinni með sínum leðjuhljóm, en í því hljómar bassinn, sem yfirleitt slepp- ur best, hjáróma og allur kraftur er úr laginu að segja um leið og það byrjar. Árni Matthíasson adidas og Sport Reykjavíkurvegi 60, Hafnarfirði - Sími 555 2887 - Sendum í póstkröfu Fleece peysur Trefail faolir Æfingagallar Barnagallar íþróttaskór Töskur og úlpur LIFANDI VÍSIND' TÍU STÆRSTU RÍKISÖGUIJNAR Hin fornu voldugu riki hafa áhrif enn þann dag i dag SNIUJMGURINN EINSTEW Lif hans var ein allsherjar ringulreiö Ui ORKUUND iJökulbreiðum y— breytf i orku 1! * / / ! \ '/ í \ / \ 115 m a i- 2: A VIT NYRRA STAÐA I 1 ■ W F* 1 Til almen Fyrsta tölublað Lifandi vísinda komið í verslanir um land allt Áskriftarsími 881 2060 .0 1T01ltSXM$tlí Ití - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.