Morgunblaðið - 26.11.1997, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 26.11.1997, Blaðsíða 64
64 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ r HASKOLABIO HASKOLABIO Hagatorgi, sími 552 2140 Sýnd Id 6.45 www.thegame.com Björgunarleiðangur finnur Event Horizon geimskipið sem farið hefur út fyrir endimörk alheimsins. Það sem kom til baka með skipinu er meira en lífshaettulegt. Aðalhlutverk Sam Neill (Jurassic Park), Laurence Fisburne (Fled) og Kathleen Quinlan (Breakdown, Apollo 13). Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 . ST1WIGI£GABÖNNUB HNAN16ARA Sýnd kl. 9 og 11. FRAMTIÐ FRANS Franskir leikstjórar Háskólabíói. Rosine kl. 5. Oublie-Moi kl. 7 L age des Possibles kl. 9 Risar í hnefaleikum MYNDBÖND ptrerl"ínni?s ,es' °ðiush,*v?ri GEORGE Foreman í hringnum um helgina. Reuters upp í slæmum hverfum Houston- borgar og var sí og æ að koma sjálfum sér í vandræði. En eftir að hann gekk í félagið „Job Corp“ tók líf hans stakkaskiptum. Einn af ráðjöfunum þar tók eftir því að Ge- orge var alltaf að lenda í slagsmál- um og sá að eina leiðin væri að nýta þessa miklu orku hans til góðs. Var þetta upphafíð að ferli George Foreman. Árið 1968 vann hann Ólympíu- verðlaunin í boxi og í janúar árið 1973 rotaði hann Joe Frazier í annarri lotu og varð heimsmeistari í þungavigt. Árið 1974 skoraði Mu- hammad Ali hann á hólm og börð- ust þeir í Zaire um heimsmeistara- titilinn. Árið 1977 tapaði hann heimsmeistaratitlinum í hendur Jimmy Young. Eftir þann bardaga breyttist líf Foremans algerlega. Hann sneri sér að trúmálum og gerðist prestur. Tíu árum síðar sneri hann aftur í boxhringinn til þess að afla fjár fyrir starf sitt með bágstöddum unglingum. Eftir endurkomu sína hefur hann aðeins tapað tveimur bardögum. Sá fyrri °var á móti Evander Holyfield í keppni um heimsmeistaratitilinn. Sá síðari var um helgina þegar hann tapaði á stigum gegn Shannon Briggs eftir tólf lotur. Briggs er 23 árum yngri en Foreman sem er 48 ára. Forem- an gaf í skyn eftir keppnina að þetta hefði verið hans síðasti bar- dagi. Af þeim 69 bardögum sem hann hefur barist sem atvinnumað- ur hefur hann tapað fjórum sinnum og sigrað 66 sinnum og þar af 65 sinnum með rothöggi DON King var umboðsmaður hins mikla hnefaleikakappa Muhammeds AIi. Árið 1974 leggur hann tail að hann keppi við heimsmeistarann Ge- orge Foreman og að hvor fái 5 millj- ónir dollara fyrir vikið. Einræðis- herra Zaire bauðst tO að borga brúsann ef keppnin færi fram þar í landi, og það varð úr. Myndin sýnir frá þessum sérstæða íþróttaviðburði og beinir kastljósi sínu um leið að einstökum manni, Muhammed Ali, og þeim pólitísku áhrifum sem hann hafði á sínum tíma. Það sem gerir myndina skemmti- lega er verða vitni að þeim miklu persónutöfrum sem Muhammed Ali bjó yfir. Hann var mikill kjaftaskur og góður með sig en sigraði samt allt og alla, og jafnvel George Foreman, með dásamlegri einlægni og töfrandi útgeislun. Hann hafði mildl áhrif á sínum tíma á baráttu svertingja Bandaríkjanna fyrir viðurkenningu. Hann kemur með stórar yfirlýsing- ar í myndinni sem eflaust þóttu rót- tækar íyrir 23 árum, en þykja gömul tugga í dag. Myndin er vel og skemmtilega unnin enda hefði verið erfitt að klúðra mynd sem unnin er úr jafn viðamiklu og frábæru myndefni. Við- burðurinn er stór og Muhammed Ali manneskja sem dró að sér fjölmiðla- fólk. Klippingin er góð og efnistök eru klassísk. Myndin verður fulllöng áður en að bardaganum sjálfum kemur, þótt verið sé að gefa áhorf- andanum góða innsýn í tildrög at- burðarins. Bardaginn er hins vegar magnaður hápunktur myndarinnar. Nokkuð ber á því að efnistök séu miðuð við bandaríska áhorfendur og vitneskju þeirra á sinni sögu. „Konungar hringsins" er aðallega áhugaverð mynd fyrir mannlegt gildi sitt, en hún gefur einnig skýra mynd af hnefaleikum sem íþrótt, og ætti að skemmta vel hinum fjölmörgu nýju aðdáendum íþróttarinnar hér á landi. Hildur Loftsdóttir KINGS Irx- ■ ■'SI ÁRIÐ 1974 skoraði Muhammed Ali þáverandi heimsmeistara í boxi, George Foreman á hólm. Bardag- inn fékk viðurnefnið „Rumble in the Jungle“ og er einn af frægustu íþróttaviðburðum síðustu ára. Enda tveir af rismestu og eftir- minnilegustu persónum hnefaleika- íþróttarinnar. Það tók síðan heim- ildamyndagerðarmanninn Leon Gast yfir 20 ár að vinna úr þeim _ efnivið sem hann hafði fest á filmu og var útkoman Óskarsverðlauna- myndin „When We Were Kings“. Muhammed Ali Muhammed Ali var 38 ára þegar bardaginn átti sér stað. Hann fæddist 18. janúar árið 1942 í Kentucky og var skírður Cassius Clay. Þegar Clay var 12 ára var reiðhjólinu hans stolið, en löreglu- þjónninn sem sá um málið sá einnig um reglulegar boxæfingar í félagsmiðstöð hverfisins. Hann bauð Clay að byrja að æfa box og markaði það upphaf ferils eins af merkustu boxurum heimsins. Á áhugamannaferli sínum vann Clay 100 af 108 bardögum sem hann tók þátt í og hlaut sex sinn- um gullhanskann í Kentucky. Árið 1960 tók hann þátt í Ólympíuleik- unum og vann þar titilinn í létt- þungavigt. Síðar á því ári ákvað Clay að gerast atvinnumaður og vann hann sinn fyrsta bardaga 26. október árið 1960, þegar hann sigraði Tunney Hunsaker í sex lot- um. Árið 1964 sigraði Clay Sonny Li- ston og varð heimsmeistari í þungavigt. Stuttu eftir það til- kynnti Clay það að hann ætlaði að ganga í trúarsamtökin „Nation of Islam“ og breytti nafni sínu í Mu- hammed Ali. Ákvörðun Alis var lit- > in hornauga vegna þess hversu umdeild samtök „Nation of Islam“ voru. Árið 1967 neitaði Ali að^^ ganga í herinn og leiddi þetta Wm til þess að heimsmeistaratitill- fl inn var dæmdur af honum og fl einnig var hann dæmdur fyrir V að brjóta lög um herskyldu. fl Ali vann fyrir sér með því að ■ halda fyrirlestra í háskólum og 1 víðar. Einnig lék hann um tíma í 1 söngleik á Broadway sem nefndist „Buck White“. Þrátt fyrir að mega ekki taka þátt í boxkeppnum hlaut „Ali mikla virðingu víðvegar um heiminn og árið 1970 var dómurinn gegn honum dreginn til baka. Eft- ir röð af sigrum var komið að því að reyna að ná heimsmeistaratitl- inum aftur af George Foreman. Georg E. Foreman George E. Foreman fæddist 10. janúar 1949 í Texasfylki. Hann ólst Persónutöfrar vinna (When We Were Kings)______ Heimildarmynd irtck Framleiðandi: DASfilms. Leikstjóri: Leon Gast. Kvikmyndatakan byggist mest á gömlum upptökum. Tónlist: James Brown, B.B. King og fl. Fram koma: Muhammed Ali, George For- eman, Don King, Spike Lee og fleiri. 84 mín. Bandaríkin. Polygram/Há- skólabíó. Útgáfud: 18. nóv. ELISABET Lind og Anna Karen. Herkúles sterkastur TEIKNIMYNDIN um Herkúles, sterkasta mann í heimi, var frumsýnd í Sambíóunum í Álfa- bakka um helgina. Eins og nærri má geta fjölmenntu börn- in á sýninguna, enda er goð- sögnin um Herkúles með vin- sælli sögum fyrir yngri kynslóð- ina. Ekki síður en goðsögnin um Disney.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.