Morgunblaðið - 27.11.1997, Page 24

Morgunblaðið - 27.11.1997, Page 24
24 FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Lífseigasti einvaldur Afríku látinn KAMUZU Banda, fyrrverandi einræðisherra Malaví, með stuðningsmönnum sínum áður en hann lét af völd- um eftir að hafa stjórnað í landinu í rúma þrjá áratugi. Jóhanncsarborg. Reuters. KAMUZU Banda, fyrrverandi ein- ræðisherra Malaví, lést seint á þriðjudagskvöld eftir að hafa verið lagður inn á sjúkrahús í Suður-Af- ríku vegna lungnabólgu. Hann var lengur við völd en nokkur annar einræðisherra Afríku, stjórnaði Malaví með harðri hendi í rúma þrjá áratugi þar til hann beið ósigur í fyrstu fjölflokkakosningum lands- ins árið 1994. Ekki er vitað með vissu hvenær Banda fæddist en í dánarvottorðinu kom fram að hann hefði verið 99 ára þegar hann lést. Hastings Banda, eins og hann hét áður, var forsætisráðherra þegar breska nýlendan Nyasaland fékk sjálfstæði árið 1964 og hann bannaði strax alla stjómarandstöðuflokka. Hann varð forseti tveimur árum síð- ar og lýsti því yfir að hann væri „lífstíðarforseti" landsins árið 1971. Boð og bönn Banda var sakaður um að stjórna Malaví eins og einkaeign sinni og sölsa þjóðarauðinn undir sig. And- ófsmenn voru fangelsaðir eða myrt- ir og Banda hótaði oft að kasta and- stæðingum sínum fyrir krókódíla. Banda kom einnig á strangri rit- skoðun og bannaði sjónvarp. Kúg- unin og ófrelsið náði ekki aðeins til fjölmiðlanna og stjórnmálanna því hann bannaði meðal annars stutt pils og buxur með víðum skálmum, auk þess sem hann lagði bann við því að karlmenn hefðu sítt hár. Lýðræðissinnum í landinu óx ás- megin eftir lok kalda stríðsins og íbúarnir höfnuðu einræðinu með miklum meirihluta í þjóðarat- kvæðagreiðslu árið 1993 og ári síðar fóru fyrstu frjálsu kosningamar fram. Banda dró sig að lokum í hlé í júlí á þessu ári en síðustu árin fór orka hans að mestu í að berjast gegn tilraunum nýju stjórnarinnar til að fá dómstólana til að dæma hann fyrir morð á fjórum andófs- mönnum á valdatíma hans. Dóm- stólarnir sýknuðu Banda og stjórn Bakili Muluzi forseta, fyrrverandi bandamanns hans, bað þá að taka málið upp að nýju en því var hafnað. Hófst af sjálfum sér Banda fæddist í þorpi í Malaví og hófst af sjálfum sér. Hann hafði vart slitið bamsskónum þegar hann gekk til Suður-Afríku, 1.600 km leið, til að vinna í suður-afrískum gullnámum. Seinna fékk hann starf sem sjúkraliði í Suður-Ródesíu, nú Zimbabwe. Hann nam síðan læknisfræði í Bandaríkjunum og Skotlandi og hóf læknisstörf í Bretlandi þar sem hann kynntist útlægum þjóðern- issinnum frá Afríku, m.a. Jomo Kenyatta, sem síðar varð forseti Kenýu. Hann sneri síðan aftur til heimalandsins árið 1958 til að berj- ast gegn Mið-Afríkusambandinu, sem var myndað árið 1953 til að tryggja yfirráð hvítra landnema yfir Suður- og Norður-Ródesíu og Nya- salandi. Norður-Ródesía heitir nú Zambía. Þrýst á Bandaríkin á loftslagsráðstefnunni í Kyoto ESB krefst meiri útblástursminnkunar Forysta ESB til Ankara Brussel. Reuters. FULLTRÚAR forsætisrikis Evr- ópusambandsins halda í dag til Ankara, höfuðborgar Tyrklands, til að leita lausna á óánægju þar- lendra stjórn- valda með tengsl sín við Evrópu- sambandið. Tyrkir hafa hótað að draga mjög úr samskiptum við ESB, viðurkenni leiðtogar sam- bandsins ekki á fundi sínum í Lúx- emborg í næsta mánuði að Tyrk- land eigi rétt á aðild að sambandinu. Jean-Claude Juncker, forsætis- ráðherra Lúxemborgar, og Jacques Poos utanríkisráðherra munu eiga fund með forsætisráðherra Tyrk- lands, Mesut Yilmaz. ESB út af dagskránni? Evrópusambandið hefur verið tregt til að taka umsókn Tyrklands um aðild að sambandinu til greina. Grikkland leggst eindregið gegn að- ild Tyrklands. Önnur ríki ESB eru jákvæðari í garð tyrkneskrar aðild- ar í framtíðinni en vilja gjaman að Tyrkir leysi fyrst úr deilum sínum við Grikki vegna yfirráða á Eyjahafi og skiptingar Kýpur og geri hreint fyrir sínum dyrum í mannréttinda- málum. Ismail Cem, utanríkisráðherra Tyrklands, var í Brussel á þriðju- dag og sagði þá að ESB yrði að gera ljóst hvort Tyrkland væri vel- komið í hóp aðildarríkja eða ekki. „Samtök þar sem við komum ekki til greina sem aðildamíki . . . munu ekki skipta okkur miklu, það er aug- ljóst,“ sagði ráðherrann. „Þau munu detta út af dagskrá tyrkneskra stjórnmála.“ Hamborg. Reuters. RITT Bjerregaard, sem fer með umhverfismál í framkvæmdastjóm Evrópusambandsins, segir í viðtali sem birtist í þýzka blaðinu Die Zeit í dag að ESB muni áfram þrýsta á Bandaríkin að samþykkja metnað- arfyllra markmið um minnkun út- blásturs gróðurhúsalofttegunda á loftslagsráðstefnunni, sem hefst í Kyoto í næstu viku. I viðtalinu hafnar Bjerregaard því að umhverfisvernd hægi á hag- vexti og fjölgun starfa. Hún bendir á að í Danmörku séu strangar um- hverfisverndarreglur og hátt at- vinnustig en á Spáni séu slakari reglur og miklu meira atvinnuleysi. ESB hefur lagt til að iðnríkin minnki útblástur gróðurhúsaloftteg- unda um 15% frá því sem var árið 1990 á árunum fram til 2010. Bandaríkin vilja , hins vegar halda Bjerregaard ,,ul , . - utblæstn í sama horfi og var árið 1990. „Við erum að reyna að sannfæra Bandaríkjamenn um að niður- skurðarmarkmið Evrópu er ekki óraunhæft eins og þeir halda fram og að þeir geti lagt meira af mörk- um,“ segir fram- kvæmdastjórinn. „Það leikur eng- inn vafi lengur á hinum vísindalegu staðreyndum. Sum ríki telja jafnvel að tillaga ESB gangi ekki nógu langt. Sjálf tel ég að 15% nið- urskurður dugi ekki til, heldur sé hann aðeins fyrsta skref í rétta átt.“ ESB vill nýjar frí- verzlunarviðræður Genf. Reuters. EVROPUSAMBANDIÐ lýsti því yfir í gær að það vildi efna til nýrra fríverzlunarviðræðna á heimsvísu í byrjun nýrrar aldar. Sambandið hvetur ríkisstjórnir í ríkjum heims til að eyða meiri kröftum í að útskýra ágæti frí- verzlunar fyrir þegnum sínum. Þetta kemur fram i skýrslu, sem ESB lagði fyrir Heimsvið- skiptastofnunina (WTO) í Genf í gær. Sambandið segir að aðild nýrra ríkja að WTO, árangur í viðræðum um aukna fríverzlun á afmörkuðum sviðum, til dæmis varðandi fjármálaþjónustu, og umræður um ný viðfangsefni WTO, til að mynda reglur um samkeppni og fjárfestingu, „gefi samanlagt einstakt tækifæri til að auka frjálsræði og þátttöku allra ríkja í heimsviðskiptum.11 Vilja ræða vítt svið Evrópusambandið segist þeirrar skoðunar að það verði fyrsta verkefni aðildarríkja WTO á nýrri öld að grípa þetta tæki- færi. I stað þess að efna ein- göngu til viðræðna um aukna frí- verzlun í landbúnaði og þjónustu eigi að ræða vítt svið og halda áfram þar sem frá var horfið í Úrúgvæ-lotu GATT-viðræðn- anna. Tillögum ESB virðist m.a. beint gegn Bandarfkjunum, sem hafa talið vænlegra til árangurs að semja um eitt og eitt svið við- skiptamála í einu. CJ r/ O O CO' o um borð f Brimrúnu glæsilegu og hlýju 110 manna veisluskipi Eyjaferða Verö pr.mann 2.950,- Hópafsláttur fyrir 10 og fleiri! Síglt íra Reykjavík - Boröapantanasími 438-1450 Sprenging í Alsír París. Reuters. FJÓRIR létust er sprengja sprakk í Jijel-héraði í Alsír á þriðjudag. Óttast er að tilræðið geti markað endalok vopnahlés herskárra bókstafstrúar- manna frá 1. október síðast- liðnum. Tvær sveitir þeirra hafa ásakað stjórnvöld um að ráðast gegn stuðningsmönn- um sínum þrátt fyrir vopna- hléð og hótað að binda enda á það haldi stjómarherinn upp- teknum hætti. Rúmlega 65.000 manns hafa fallið í átökum í Alsír frá árinu 1992 er stjómvöld aflýstu kosningum þar sem ljóst var að sigldi í sigur bókstafstrúar- manna. LEIKURINN UM LEIKINN á síðu 3 í íþróttablaðinu í dag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.