Morgunblaðið - 27.11.1997, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 27.11.1997, Qupperneq 32
32 FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Fórn til frelsunar BOKMEIVJVTIR Skáldsaga ELDFÓRNIN eftir Vilborgu Davíðsdóttur. Útg. Mál og menning 1997. 195 bls. VILBORG Davíðsdóttir er skáld- lega þenkjandi ungur grúskari því sögur hennar leita til fyrri tíða. Hún leitar nú fanga í gamalli sögu um að nunna á Kirkjubæjarklaustri hafí verið brennd á báli á fjórtándu öld og var gefið að sök að hafa gengist djöflinum á vald með skrifum sín- um. í eftirmála segir Vilborg nokk- uð frá þessum atburðum og af þeim má ljóst vera að hún hefur notfært sér efnið sem slíkt en að öðru leyti unnið um það sjálfstæða sögu. Aðalsögupersónan er ung stúlka, Katrin sem er á dánarbeði móður sinnar færð klaustrinu og vill móð- irin með þessari gjörð reyna að gera yfírbót fyrir þá synd að hafa átt barn með giftum manni og töfrað hann og villt honum alla sýn en slík synd á 14. öld þegar trúarof- stæki og umburðarlyndisskortur byrgði flestum sýn, ekki hvað síst fyrir áhrif kirkjunnar manna, sem voru þó hreint ekki bamanna bestir í siðferðinu. Katrín fær inngöngu í klaustrið, ekki síst fvrir áeggjan klaustur- prestsins Jóns Sigurð- arsonar og kemur þó fljótt - eiginlega of fljótt - upp úr dúrnum að fyrir því lágu ekki einvörðungu kristilegar hvatir. Henni gengur erfíðlega í fyrstu að að- laga sig klausturagan- um, meðal annars vegna þess að hin löglega en forsmáða eiginkona föð- ur hennar er þar einn af innstu koppum í búri. En ýmsir verða til að leiðsegja henni og reyn- ast henni systurlega svo augljóslega mun hún vinna eiðinn þegar þar að kemur. En séra Jón Sigurðarson fellir til hennar hug og er ekki að orðlengja að hún verður þunguð af hans völdum og vofir nú refsing og smán yfir þeim báðum. Hún veit að sú refsing sem henni sjálfri er búin er bara blávatn hjá því sem sr. Jóni verður veitt svo að hún fómar barni sínu nýfæddu og sr. Jón fer með barnið og skilur það eftir við tófugreni. Svo líða árin og Katrín hefur smám saman fengið að auka við menntun og þekk- ingu sína og er ekki annað að sjá en lífið í klaustrinu verði henni hið bærilegasta og ekki að merkja að útburður barnsins nýfædda eyði- leggi hennar sálarró. En þá kemur ung stúlka á bæinn, sú hafði fundist nýfædd uppi á heiði mörgum ámm áður og verið alin upp af sérsinna systkinum. Vilborg skrifar vel og líflega og á mjög auðvelt með að skapa og fram- kalla þá dimmu sem hvíldi yfir þjóð- lífinu og landinu á þessum ömur- legu tímum þegar harðindi til lands og sjávar og harðneskja í mannssál- unum vom allsráðandi. Hún er prýðilegur penni og á auðvelt með að skapa sannferðugt andrúm og umhverfi. En veikari hlekkurinn er persónusköpunin. Katrín verður aldrei mjög skýr persóna nema helst meðan hún á í skammlífu sam- bandi við sérann og svo kannski aft- ur þegar hún lætur öll sund lokast og gengur á bálið og tekur út refs- ingu fyrir það sem dóttir hennar hafði í reynd skrifað. Meginbresturinn er kannski hvað sagan og framvinda hennar er fyrir- sjáanleg og hálfbilleg lausn þegar dóttirin hótar föður sínum. En meg- inkosturinn er frásagnargleðin og stemmningin sem Vilborgu tekst með léttum og þó afar fallegum stíl að laða fram. Jóhanna Kristjónsdóttir Ritlistar hópurinn í Kópavogi RITLISTARHÓPUR Kópa- vogs heldur að venju upplestur, fimmtudagsupplestur, í Kaffi- stofu Gerðarsafns, Listasafni Kópavogs. Nokkrir félagar úr Ritlistar- hópnum, þau Eyvindur P. Ei- ríksson, Geirlaugur Magnús- son, Gylfi Gröndal og Hjörtur Pálsson, lesa eigin þýðingar á ljóðum úr ýmsum áttum. Dagskráin stendur frá kl. 17-18. Nýjar plötur • DING dong er barnaplata með Eddu Borg og barnakór þar sem flutt eru 26 lög ásamt hreyfísöngv- umog dönsum. Á plötunni eru m.a. lögin Ding dong; fyrst með fíngrum gerum smell; Litla froska... (... er skemmti- legt að sjá), Hægri hönd og vinstri hönd, og Afmælislagið (ósungið). Utsetningar og upptökustjóm önnuðust, auk Eddu, þeir Bjami Sveinbjömsson og Pétur Grétars- son. Platan fæst í verslunum Hag- kaups, helstu þjónustustöðum Olís og hljómplötuverslunum. Verð: 1.790 kr. -------------- Attunda upp- lestrarkvöldið á Súfistanum MÁL og menning og Súfistinn halda áttunda upplestrarkvöld bókahaustsins 1997 í kaffihúsinu í Bókabúð Móls og menningar, Laugavegi 18, fimmtudaginn 27. nóvember kl. 20.30. Að venju verður lesið úr fjómm nýútkomnum bókum. Þeir sem kynna bækur sínar em eftirtaldir. Einar Már Guðmundsson les úr skáldsögunni Fótspor á himnum; Ragna Sigurðardóttir les úr skáld- sögunni Skot; Sigurður A. Magnús- son les úr sjálfsævisögu sinni Með hálfum huga og Guðbergur Bergs- son les úr bókinni Faðir og móðir og dulmagn bemskunnar, sem hann kýs sjálfur að kalla skáldævisögu. -------------------- Myndlist ‘97 framlengd MYNDLISTARSÝNINGIN Mynd- list ‘97 í Hafnarhúsinu verður fram- lengd um viku, eða til sunnudagsins 30. nóvemer. Sýningin er opin daglega frá kl. 14-22. Vilborg Davíðsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.