Morgunblaðið - 07.12.1997, Side 4
4 SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
VIKAN 30/11-6/12.
►TEKJUR ríkissjóðs af
bílanotkun og bilainnflutn-
ingi verða yfir 24 miiyarð-
ar á þessu ári. Bílgreina-
sambandið leggur til að um
næstu áramót verði vöru-
gjaldsflokkum fækkað i
tvo. í stað 30%, 40% og 65%
vörugjalds verði aðeins
30% og 40% flokkar. Sam-
bandið segir að neyslustýr-
ing með mismunandi vöru-
gjaldsflokkum komi þeim
illa sem þurfl á stórum bíl-
um að halda og endurnýjun
bflaflotans sé óeðlilega
hæg.
► 1.247 útlendingar eru
með tímabundin atvinnu-
leyfi hér á landi um þessar
mundir. Af þessum hópi
starfa hátt í fjögur hundr-
uð f flskvinnslu. Að auki
eru 150 með svokölluð
óbundin leyfí, en slík leyfi
geta útlendingar fengið
þegar þeir hafa átt lög-
heimili hér á landi f minnst
þijú ár. Samtals eru þvi
1.397 útlendingar með at-
vinnuleyfi hér. Pólveijar
eru fjölmennir í hópi út-
lendinga sem starfa hér,
sem og Asfubúar.
►CONNIE Jean Hanes og
Donald Hanes hafa fengið
dvalarleyfi hér á landi til
1. mai 1998. Hæstiréttur
hafnaði 17. október sl. að
lagaleg skilyrði væru fyrir
framsali þeirra til Banda-
rfkjanna. Þar eru þau
ákærð fyrir að hafa numið
dótturdóttur Connie Jean
Hanes á brott
Jeltsín boðar
niðurskurð
BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti kom
aðstoðarmönnum sínum og gestgjöfum
á óvart í þriggja daga Svíþjóðarheim-
sókn sinni í vikunni er hann boðaði
fækkun kjarnaodda um þriðjung og hét
því að Rússar myndu skera niður her-
afla sinn um 40%. Neyddust aðstoðar-
menn forsetans til að leiðrétta hann,
sögðu hann hafa verið að boða frekari
fækkun kjamaodda en samið hefur
verið um við Bandaríkjamenn og að
niðurskurður herafla ætti aðeins við
Eystrasaltssvæðið. Þá vakti það at-
hygli í Svíþjóð að hann skyldi láta
sænsku konungshjónin bíða á meðan
hann atyrti rússneskan embættismann
við móttökuathöfnina.
Indverska þingið
leyst upp
K.R. Narayanan, forseti Indlands,
leysti á fimmtudag upp þingið þegar
ljóst varð að enginn flokkanna gæti
myndað meirihlutastjóm eftir að
Kongressflokkurinn hætti stuðningi
sinum við minnihlutastjóm Samfylk-
ingarinnar, bandalags 15 flokka. Verð-
ur að öllum líkindum gengið til kosn-
inga f febrúar.
Læknar semja
NÝR kjarasamningur sjúkrahús-
lækna og samninganefndar ríkisins
og Reykjavíkurborgar felur í sér
20-30% launahækkun á þriggja ára
samningstíma. Samningurinn felur í
sér umtalsverðar grunnkaupshækk-
anir, en á móti er yfirvinnuhlutfall
lækkað. Læknar sem starfa eingöngu
á sjúkrahúsum fá meiri hækkanir en
aðrir.
Beiting valds skatt-
sljóra könnuð
RÍKISSKATTSTJÓRI hefur farið þess
á leit við Ríkisendurskoðun að rannsak-
að verði hvort ásakanir um misbeitingu
valds skattstjóra á landinu eða embætt-
is ríkisskattstjóra eigi við rök að styðj-
ast. Sigurður Þórðarson ríkisendur-
skoðandi sagði að nú stæði yfir úttekt
á skattstofum landsins og þetta atriði
yrði sennilega skoðað með því að at-
huga vinnureglur og kanna hvort um
væri að ræða einhver dæmi, sem hægt
væri að bera saman. Úttekt Ríkisendur-
skoðunar myndi sennilega liggja fyrir
í janúar eða febrúar.
Dæmdir fyrir mann-
dráp og rán
TVÍBURARNIR Sigurður Júlíus og
Ólafur Hannes Hálfdánarsynir voru á
fóstudag dæmdir í 16 og 8 ára fang-
elsi fyrir að hafa orðið Lárusi Ágústi
Lárussyni að bana i Heiðmörk aðfara-
nótt fimmtudagsins 2. október. Héraðs-
dómur Reykjaness dæmdi Sigurð til
fangelsisvistar þrátt fyrir umsögn geð-
læknis, sem taldi hann haldinn geð-
klofa og að sakhæfí hans væri því skert.
Bræðumir em 25 ára.
Winnie fyrir Sann-
leiksnefnd
SUÐUR-afríska Sannleiks- og sátta-
nefndin tók fyrir mál Winnie Mandela
alla vikuna og við vitnaleiðslur bendl-
uðu tuttugu manns hana við morð og
pyntingar á ungum blökkumönnum.
Sagði Winnie ásakanirnar á hendur sér
„fáránlegan tilbúning".
►efnahagsaðstoð
við Suður-Kóreu fyrir til-
stilli Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins var á miðvikudag
ákveðin 55 miHjarðar
Bandaríkjadala, sem er
mesta aðstoð sem nokkurt
land hefur fengið fyrir til-
stilli sjóðsins. Á fimmtudag
var hún svo aukin um tvo
milljarða dala.
►UM 125 riki undirrituðu
í vikunni sögulegt sam-
komulag um bann við jarð-
sprengjum t Ottawa {
Kanada. Meðal ríkja sem
ekki eru aðiiar að sam-
komulaginu eru Bandarík-
in, Rússland og Kína.
►LANDSTJÓRNIN í Fær-
eyjum er komin í minni-
hluta á þingi. Sjálfsstýri-
flokkurinn sagði sig úr
stjórn eftir að Edmund Jo-
ensen, lögmaður Færey-
inga, vék Sámal Pétri í
Grund samgönguráðherra
úr stjórninni. Stendur deil-
an um jarðgangagerð.
► Bresk stjórnvöld við-
urkenndu á fimmtudag að
kúariðufárið svokallaða
gæti enst fram á næstu öld
en daginn áður höfðu þau
bannað sölu nautakjöts á
beini, vegna hættunnar á
smiti Creutzfeldt-Jakob-
sjúkdóminum. Eru breskir
kjötkaupmenn ævareiðir
vegna bannsins.
►SÆNSKI ríkissaksókn-
arinn fór á föstudag þess á
leit við hæstarétt að Christ-
er Petterson, sem var sýkn-
aður af morðinu á Olof
Palme forsætisráðherra
árið 1989, yrði leiddur fyr-
ir rétt að nýju vegna nýrra
sönnunargagna i málinu.
FRÉTTIR
Fj ár hagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 1998
1,7 milljarðar í rekst-
ur Dagvistar bama
REKSTRARKOSTNAÐUR Dagvist-
ar barna er áætlaður rúmir 1,7 millj-
arðar á næsta ári eða 11% af skatt-
tekjum borgarsjóðs. Sagði borgar-
stjóri við fyrri umræðu um fjár-
hagsáætlun Reykjavíkurborgar að
gert væri ráð fyrir að ljúka byggingu
tveggja nýrra leikskóla árið 1998
við Mururima og Seljaveg og að leik-
skólabygging í Selási kæmist vel á
veg. Ekki er gert ráð fyrir fækkun
gæsluvalla á næsta ári.
Borgarstjóri sagði að í fram-
kvæmdaáætlun Dagvistar barna
kæmi fram að brýnast væri talið að
fjölga leikskólakennurum í starfsliði
leikskólanna og bæta þjónustu við
fötluð börn á skólunum með því að
fjölga starfsfólki í sérstuðningi. Á
árinu voru tveir nýir leikskólar tekn-
ir í notkun, Jörfi við Hæðargarð og
Hulduheimar við Vættaborgir.
Lokið við tvo leik-
skóla á árinu
Byggt var við fimm eldri leikskóla
eða við Engjaborg, Fífuborg, Holta-
borg, Árborg og Grænuborg.
253 heilsdagsrými á árinu
Samtals bættust við 253 heils-
dagsrými á leikskólum borgarinnar
auk þess sem borgin tók að sér rekst-
ur 70 rýma við leikskólann Sólhlíð
við Engihlíð sem Ríkisspítalar ráku.
Borgarstjóri sagði að borgin myndi
starfrækja 66 leikskóla í árslok 1997
að meðtöldum leikskólunum Mána-
garði og Mýri sem reknir væru sam-
kvæmt þjónustusamningi við borg-
ina. í leikskólunum verða því í árslok
1997 um 5.580 börn, þar af 2.918
í heilsdagsvistun. Starfsmenn Dag-
vistar barna eru 1.533 í alls 1.189
stöðugildum. Vakti borgarstjóri at-
hygli á þeirri þróun að meðaldvalar-
tími barna hafí verið 5,9 stundir á
dag árið 1994 en er nú 6,8 stundir.
Auk leikskóla á vegum borgarinn-
ar dvelja 172 böm enn á leikskólum
sjúkrahúsanna og auk þess eru
starfandi 16 einkareknir leikskólar
með rekstrarstyrk frá borginni og
þar eru samtals 374 börn. Voru
rekstrarstyrkir til þessara skóla
hækkaðir í sumar og greiðir borgin
16.000 krónur á mánuði með hveiju
bami frá 6 mánaða til skólaaldurs.
Þá eiga allir foreldrar sem vista
börn sín hjá dagmæðrum rétt á
8.000 króna niðurgreiðslu á mánuði
með barni hjá dagmæðrum og ein-
stæðir foreldra eiga rétt á 20.000
króna niðurgreiðslu.
Morgunblaðið/RAX
VILHJÁLMUR á Hnausum syngur Fjalladrottninguna á séræf-
ingu hjá Guðna, organista í Bakkakoti.
0*
0
#1
13-18
JÓlosveinar skemnrta kl. 13, 13:45 og 14:30.
KRINGMN
4
¥
0
w
aA
.o#
w
4
„Það
vantaði
organ-
ista“
„ÉG KOM til að kynna mér betur
tvennt sem mér fannst vera veil-
ur á síðustu kóræfingu," sagði
Villyálmur Eyjólfsson á Hnaus-
um í Meðallandi þegar blaða-
menn hittu hann á séræfingu hjá
Guðna Runólfssyni, organista í
Bakkakoti. Þeir voru þá að æfa
síðasta erindið í Fjalladrottning-
unni fyrir jarðarför.
Vilhjálmur segist stundum
fara á sérstakar æfingar til
Guðna, ekki síst fyrir jarðarfarir
því ekki sé gaman að lenda í
vandræðum við þannig athafnir.
„Þetta skipti minna máli áður,
við gátum hagað okkur eins og
við vildum þegar við vorum uppi
á lofti. Núna er kórinn niðri og
þá er erfiðara að leyna vitleysun-
um,“ segir Villyálmur.
Guðni varð organisti við Lang-
holtskirkju 13 ára gamall. „Það
vantaði organista," segir hann
um tildrög þess að hann byrjaði
svona ungur. Hijóðfæri var til á
heimili Guðna og segist hann
hafa byijað ungur að gutla við
orgelleikinn. Hann fór síðan á
námskeið til Páls Kr. Pálssonar
í Söngskóla þjóðkirkjunnar hluta
úr tveimur vetrum, þegar hann
var 14 og 15 ára gamall, og það
nám hefur greinilega nýst hon-
um vel.
Guðni segist þó ekki hafa ver-
ið við orgelleikinn samfellt þenn-
an tíma, hann hafi verið á vertíð
í sautján ár og þá hafí bróðir
hans verið organisti í Langholts-
kirkju. Guðni tók svo alveg við
starfinu þegar bróðir hans flutti
í aðra sveit.
Guðni segist alltaf vera að
læra, þó að ekki hafi hann verið
duglegur að fara á námskeið.
Vilbjálmur segir að hann sé org-
anisti af guðs náð og hefur þessi
ummæli eftir Hauki Guðlaugs-
syni, söngmálastjóra þjóðkirkj-
unnar. Sjálfur hefur Vilbj^mur
nokkra reynslu af starfi Guðna
því hann byijaði að syngja með.
kórnum fjjótlega eftir að Guðni
byijaði að leika og nær samstarf
þeirra yfír rúm 45 ár.
>
i
i
i
i
\
i
i
i
i
i
i
l
i
i
i
i
i