Morgunblaðið - 07.12.1997, Side 6

Morgunblaðið - 07.12.1997, Side 6
6 SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Província de Buenos Aires Reuters STUÐNINGSMENN kosningabandalags mið- og vinstriflokkanna fagna sigri í miðborg Buenos Aires í Argentínu. Líklegt þykir að flokkarnir sameinist um forsetaefni í kosningum sem fram eiga að fara haustið 1999. SIGUR Cuauthémoc Cárdenas í borgarstjórakosning- unum í Mexico í júlímánuði þykir með merkari stjórn- málaviðburðum í sögu landsins. ÞRÍR stórmerkir kosn- ingasigrar í þremur ólík- um ríkjum RómÖnsku Ameríku í ár sýna svo ekki verður um villst að eyðimerkurgöngu vinstri aflanna í álfunni er að ljúka. „Ný-frjálshyggj- an“ svonefnda er á undanhaldi, sums staðar nokkuð hröðu, að því er best verður séð. En þótt vinstri öflin séu í sókn og ætla megi að þau muni ná frekari árangri á næstu misserum er þess ekki að vænta að horfið verði til miðstýringar, ríkisafskipta eða þeirrar óábyrgu fjármálastefnu, sem forðum einkenndi þennan heims- hluta. í nokkrum löndum Rómönsku Ameríku hafa vinstri öflin haft þrek til að kasta kreddunum og leitast við að skilgreina nútímalega stjórnmála- stefnu sem höfðað geti til hefðbund- inna kjósenda hægri flokkanna. Og víða virðist þetta hafa tekist. Kosningasigra þá sem nefndir voru hér að framan má með réttu kalla sögulega. Allir eiga þeir það sameiginlegt að fela í sér uppgjör við ráðandi og furðu lífseig stjómmála- öfl. Og sá lærdómur sem draga má af þeim öllum er að sönnu kunnug- legur:hugmyndafræðileg endurnýj- un og myndun kosningabandalaga er lykillinn að sigri á hægri öflunum. E1 Salvador, Mexico og Argentína Fyrstu kosningamar sem falla undir þessa skilgreiningu fóra fram í E1 Salvador í marsmánuði. Þar varð niðurstaðan sú að bandalag stjómar- andstöðuflokka, sem fyrram skæra- liðar FMNL-hreyfingarinnar (Frente Farabundo Marti para la Liberación Nacional) tóku þátt í, bar sigur úr býtum í bæjarstjómarkosningum sem fram fóra í öllum helstu borgum landsins. Bandalag þetta náði einnig óvæntum árangri í kosningum til þingsins og er nú næstum jafn öflugt Þrjú skref til vinstri í Rómönsku Ameríku Vinstri öflin eru í sókn í Rómönsku Ameríku segir Ásgeir Sverrisson sem fjallar hér um merka kosningasigra í ár, hugmyndafræðilega endurnýjun og aukna áherslu stjórnar- andstöðunnar á samvinnu og kosningabandalög. þar og sijómarflokkurinn ARENA (Alianza Republicana Nacionalista). í júlímánuði reið síðan pólitískur landskjálfti yfir Mexico þegar vinstrisinninn Cuauhtémoc Cár- denas var kjörinn borgarstjóri Mex- ico-borgar. Flokkur hans, PRD, (Partido de la Revolución Democrát- ica) varð næst öflugasta stjómmála- aflið á þingi og batt þar með enda á tæplega 70 ára einræði PRI-flokks- ins þar (Partido Revolucionario Institucional). Þessi sigur gjör- breytti stjórnmálaviðhorfinu í land- inu og nú horfir PRD til forsetakosn- inganna árið 2000. I lok október sigraði nýstofnað bandalag tveggja mið- og vinstri- flokka í kosningum til neðri deildar þings Argentínu. Bandalag þetta mynda tveir flokkar, Unión Cívica Radical (UCR), sem er sósíalde- mókratískur flokkur og Frepaso- hreyfingin svonefnda (Frente Páis Solidario) en hún varð til við klofning í flokki peronista er Carlos Menem forseti leiðir. Á undraskömmum tíma tókst að ná saman kosningabanda- lagi sem talið er hafa alla burði til að OPIÐIDAG FRA KL. 12:00 TIL KL. HOLTAGARÐAR knýja fram grundvallarbreytingar í samfélagi Argentínumanna. Boða ekki afturhvarf Hvers vegna snerast kjósendur skyndilega á sveif með vinsh-i flokk- unum í þessum kosningum? Tvær skýringar virðast einkum eiga við í þessu eftii. Annars vegar hefur „ný- frjálshyggjan“ (á spænsku er þessi stefna aðhalds, einkavæðingar og markaðsumbóta jafnan nefnd „neoli- beralismo") brugðist vonum margra og sífellt fleirum hryllir við þeim fé- lagslegu afleiðingum sem hún hefur haft í for með sér. í annan stað hafa vinstri öflin lært af reynslunni og forðast allar yfirlýsingar og stefnu- mál sem vísað geta til óðaverðbólgu og efnahagsupplausnar fyrri ára. Og almenningur virðist nú tilbúinn til að hlýða á þennan málflutning, líkt og í ljós kom í Argentínu á dögunum og þar áður í Mexico. Stefna þeirrar nýju vinstrihreyf- ingar sem virðist vera að skjóta rót- um í Rómönsku Ameríku er í mörg- um tilvikum sú að ekki beri að hafna með skilyrðislausum hætti þeim ávinningi sem opnunarstefna og markaðsvæðing hægri aflanna hafi haft í för með sér. í þessu felst djúp- stæð stefnubreyting. Líkt og Verkamannaflokkurinn í Bretlandi undir forustu Tony Blair telur þessi endurhæfða hreyfing vinstrisinna að slík afstaða heyri for- tíðinni til og sé dæmd á öskuhaugana. í annan stað hafa þessir vinstris- innar, líkt og Blair, gert sér Ijóst að kosningar vinna flokkar og bandalög með því að sækja inn á miðjuna. Það kallar á breyttan málflutning auk þess sem hafa þarf í huga að „miðj- an“ í stjórnmálum Rómönsku Ámer- íku hefur löngum haft vantraust á vinstrimönnum. Ný-frjálshyggjan hefur því öld- ungis ekki verið borin til grafar í Ró- mönsku Ameríku. Þvert á móti virð- ist ríkja nokkuð almenn samstaða um að henni beri fráleitt að hafna með öllu. Óábyrg fjármálastefna hamslausra ríkisútgjalda og tilheyr- andi óðaverðbólgu geti engan veginn orðið til þess að bæta þjóðarhag. Það hafi reynslan sýnt og hún verði ekki dregin í efa. Það geri kjósendur sér einnig ljóst og þeir verði seint tilbún- ir til að hverfa á ný til þessarar hag- speki. „Kapítalisma villirnennskunnar" hafnað Þeirri skoðun vex hins vegar fylgi að þessi hagstjórnarspeki mark- aðsumbótanna hafi haft skelfilegar afleiðingar í fór með sér á ýmsum sviðum samfélagsins og kosningaúr- slitin, sérstaklega í Argentínu og Mexico, ber að skilja sem ákall al- mennings um að leitað verði leiða til að snúa við þeirri óheillaþróun. Ef til vill er skýringin sú að of miklu var lofað. Ný-frjálshyggjan hefur ekki skilað þeim gífurlega hag- vexti og almennu hagsæld sem heitið var. Viðurkennt er að hún hafi gert efnahagslífið samkeppnishæfara og það slái nú betur í takt en áður við það sem viðgengst á vesturlöndum. Á hinn bóginn hafa stórir þjóðfélags- hópar goldið illilega fyrir þessa um- byltíngu á hagkerfinu og þá er ekki nauðsynlega átt við hópa sem oft era taldir dæmdir til að standa höllum fæti á þessum tímum „hnattvæðing- ar“ og viðskiptafrelsis:Menem for- seti er kominn langt á veg með að þurrka út millistéttina í Argentínu. Almenningur víða í álfunni gengur þess ekki lengur dulinn hverjir fylgi- fiskarnir hafa verið og krefst breyt- inga. Markaðsvæðing ný-frjáls- hyggjunar hefur aukið enn ójöfnuð og misskiptingu auðsins í þessum samfélögum sem var þó ærin fyrir og víða hrópleg. Atvinnuleysi hefur stóraukist og það hefur gerst hratt. Fjölmennir hópar hafa verið dæmdir til fátækt- ar, kjör hinna snauðu hafa náð að versna enn frekar. Spillingin, sem einnig var ærin fyrir er ekki á und- anhaldi. Hún þykir heldur aukast jafnt og þétt. Skorturinn hefur í för með sér aukna glæpatíðni, líkt og glögglega hefur komið í ljós í Mexico þar sem forseti landsins, Ernesto Zedillo, viðurkenndi á miðvikudag að stjórnvöldum hefði gjörsamlega mis- tekist það ætlunarverk sitt að fækka alvarlegum afbrotum. Atvinnulausir sveitamenn sem sviptir hafa verið lifibrauðinu í nafni markaðsumbóta og einkavæðingar halda til borganna og bætast þar í ört vaxandi hópa öreiga, sem halda til í hreysahverfum. Borgarbúar horfa upp á hnignunina og fyllast skelfingu. Margir andstæðingar hægri aflanna hafa nefnt þessa stefnu „kapítalisma villimennskunnar". Nýja vinstri hreyfingin í Róm- önsku Ameríku boðar að unnt sé að tryggja hagvöxt og efnahagsfram- farir samkvæmt kennisetningum markaðshyggjunnar án þeirra afleið- inga sem hér hafa verið raktar. „Umbæturnar" hafi verið innleiddar með þeim hætti að þær þjóni aðeins hagsmunum stórfyrirtækja og auð- stéttarinnar í stað þess að bæta kjör alþýðu manna. Fyrirmyndirnai- virðast sóttar til Evrópu enda vöktu sigrar sósíalískra flokka í Frakklandi og Bretlandi í ár mikla athygli í Suður-Ameríku. í grein í mexikanska tímaritinu Proceso vora sigrar þeiiTa Tony Bla- ir og Lionel Jospin hafðir til marks um að gerlegt væri að sannfæra kjósendur um að efnahagslegur stöð- ugleiki og hófsemi í ríkisfjármálum væru ekki fyrirbrigði sem hægri öfl- in hefðu einkarétt á. Fyrir þessu hefðu kjósendur hins vegar áður haft nánast trúarlega vissu. Sóknarfæri Enn er of snemmt að spá fyrir um hvert framhaldið verður á þessari sókn vinstri aflanna í Rómönsku Ameríku. Þeirri endurskoðun, sem hér hefur verið fjallað um er í mörg- um tilvikum hvergi nærri lokið. Þá er vert að vekja athygli á að í engum þeim kosningum sem hér hafa verið gerðar að umtalsefni var forseta- embættið í húfi. Næstu þijú árin eða svo gætu á hinn bóginn reynst söguleg. Fyi'ir rúmri viku var frá því skýrt að tveir stærstu stjórnarandstöðuflokkamir í Brasilíu hefðu náð samkomulagi um að bjóða fram Luiz Inacio da Silva Lula í forsetakosningunum í október á næsta ári. í Mexico fara nú fram þreifingar á milli tveggja stærstu stjómarandstöðuflokkanna í því skyni að standa saman að baki einum frambjóðanda í forsetakosningunum árið 2000. Frekari sigrar virðast í sjónmáli. í Argentínu er nú horft til forseta- kosninganna árið 1999 og líklegt þykir að kosningabandalag Frepaso og UCR sameinist um forsetaefni. Hugsanlegt er að næsta forsetaefni samsteypustjórnarinnai' sem fer með völdin í Chile komi úr röðum Sósíalistaflokksins. í Paraguay bendir margt til þess að bandalag vinstri flokkanna geti sigrað í for- setakosningunum sem þar eiga að fara fram í maí á næsta ári. Um það verður ekki efast að víða vilja kjósendur breytingar og vinstri öflin búa nú yftr góðum sóknarfær- um. Haldi samstaðan og reynist við- brögð erlendra fjárfesta ekki nei- kvæð kunna að vera í vændum vera- leg pólitísk umskipti í mörgum ríkj- um Rómönsku Ameríku á næstu ár- um.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.