Morgunblaðið - 07.12.1997, Side 23

Morgunblaðið - 07.12.1997, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1997 23 íslendingum boðið að setja upp Himna- ríki í Finnlandi HILMARI Jónssyni leikstjóra hjá Hafnarfjarðarleikhúsinu og Finni Arnari Arnarsyni leikmyndahönn- uði hefur verið boðið að setja Himnaríki eftir Árna Ibsen upp í Ábo í Finnlandi næsta haust. Himnaríki var fyrsta leikritið sem sýnt var í Hafnarljarðarleikhúsinu á sínum tíma og gekk ríflega átta- tíu sinnum fyrir fullu húsi. Þá tók sýningin þátt í leiklistarhátíðum í Noregi, Svíþjóð og Þýskalandi. Hilmar segir útsendara leikhúss- ins í Ábo hafa séð sýningu Hafnar- fjarðarleikhússins og heillast af. „Sýningin er afar flókin í fram- kvæmd, þar sem leikurinn gerist á tveimur sviðum samtímis. Uppsetn- ingin lýtur því ákveðnum lögmálum og mér skilst að þar sem heima- menn treystu sér ekki til að gera betur en Hafnarfjarðarleikhúsið hafi þeir leitað til okkar.“ Auk þess segir Hilmar að hörg- ull virðist vera á ve! skrifuðum leik- ritum fyrir unga leikara um þessar mundir og þess vegna sé mikill áhugi á Himnaríki á Norðurlöndum. Til marks um það hve flókið leik- ritið er í uppsetningu má nefna að Riksteatern í Ósió, sem tók það til sýninga á liðnum vetri, hringdi, að sögn Hilmars, í dauðans ofboði í Hafnarfjarðarleikhúsið viku fyrir frumsýningu eftir að hafa rekið sig á veggi. „Þeir lentu í vandræðum með ýmsa tæknilega þætti, meðal annars hljóðeinangrun, þar sem þeir „gleymdu" að gera ráð fyrir að Himnaríki er gamanleikur og þegar áhorfendur fara að hlæja öðrum megin má hláturinn ekki berast í gegn og öfugt.“ Hilmar segir tilboð Finnanna spennandi, enda hafi hann ekki i annan tíma sótt þetta „Mekka leik- listarinnar á Norðurlöndum" heim. „Ég hef unnið með mörgum Finnum á samnorrænum mótum og haft gaman af. Það eru marjgir snerti- fletir milli Finna og Islendinga, meðal annars er hefð fyrir því á öllum samnorrænum mótum að þeir sitji saman og horfí á sólarupp- rásina, þegar allir aðrir eru farnir að sofa!“ ----------------- Nýjar hljóðbækur • LJOÐIÐ ratar til sinna eru 44 ljóð Þorsteins frá Hamri í eigin flutningi. I kynningar- orðum Vésteins Ólasonar segir hann m.a. að ljóð Þorsteins frá Hamri hljómi í vitund sinni og séu einhvern veginn órofa tengd rödd skáldsins sjálfs. Útgefandi er Leiknótan ehf. Hljóðvinnsla: Fríðrik Sturíuson. Verð: 1.999 kr. Þorsteinn frá Hamri Nú geta allir levft sér að fara í líkamsræKt og Ijós Því tilboðin gerast ekki betri. 20% afsláttur af öllum vörum úr nýju íþróttavöruversluninni fylgir liverju korti Æfingagallar • Skór • Bolir • Toppar • Buxur • og margt fleirra Opið virka daga 9-18 Laugardaga 10-16 Sunnudaga 14-16 SíSumúla 30 - Sími 568 6822

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.