Morgunblaðið - 07.12.1997, Síða 28

Morgunblaðið - 07.12.1997, Síða 28
28 SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ I t ÁHJAR- Finnar eiga það meðal annars sameiginlegt s með Islendingum að byggja norðurhjara Evropu, vera lítil þjóð og tala tungu sem engir aðrir skilja orð í. Kristján Jónsson var nýlega í Finnlandi í boði stjórnvalda og fannst landsmenn oft vera hlédrægir en gestrisnir, hlýir þegar komið var inn úr skelinni. Finnar fagna því nú að hafa verið sjálfstæð þjóð í 80 ár en þeir hafa þurft að færa meiri fórnir en við til að halda því. FINNAR hafa átt góða arkitekta og Helsinki er þekkt fyrir athyglisverð mannvirki, gömul sem ný. Á myndinni er Þjóðaróperan sem tekin var í notkun 1993. ÁLIÐ sem líklegast er til að valda vinslitum Finna og Is- lendinga er líklega vel- heppnuð kynning hinna fyrmefndu á jólasveininum í Rovaniemi og ýmis óbeinn hagnaður af því framtaki. Þangað berst fjöldi bréfa um hver jól, miklu fleiri en hingað til okkar sveinka. Samskiptin við Finna hafa verið minni en við aðra norræna frændur okkur, hins vegar hafa þau verið misklíðarlaus. En hvernig eru Finnar, þjóð múmínálfanna, saunabaðsins, Nokia-farsíma og stígvéla? Fyrr á öldinni hefðu margir Evrópumenn munað eftir íþróttahetjunni Nurmi eða frækilegri baráttu hvítklæddra finnskra hermanna við rússneska björninn í Vetrarstríðinu. Menning- arlega sinnaðir hefðu rætt um tón- skáldið Sibelius, arkitektinn Aalto. Fróðir Bandaríkjamenn hefðu rifjað upp að finnskir landnemar kenndu mönnum að reisa bjálkakofa í Norður-Ameríku. Sambýli við norræna menn og Rússa Menning Finna er mótuð af löng- um vetrinum, sambýli við norræna menn og Rússa. Einnig víðáttumikl- um skógunum, fískveiðum í vötnun- um sem munu vera um 30.000, fásinni og einangrun. Líkamshreysti hefur verið mikils virt og íþrótta- afrek Finna á öldinni eru fjölmörg. Einn af þjóðarréttunum er hakk úr kjöti og fiski, réttur sem aðeins hæf- ir sönnum hetjum. Þeir voru lengi þegnar Rússakeis- ara. I Helsinki er Úspenskí-kirkja réttrúnaðarmanna, fagurt guðshús sem í kalda stríðinu var oft notað til að búa til „rússneskan" bakgrunn í vestrænum spennumyndum. Og Helsinki var reyndar eitt af njósna- hreiðrum risaveldanna. Finnska er gerólík öðrum Evr- ópumálum að undanskilinni eist- nesku og ungversku sem er fjar- skyld. Hvorki er kyn né greinir í finnsku, fóllin eru 16 í allt. Eiga því landsmenn oft erfitt með að læra al- gengustu Evróputungur vegna allt annarrar uppbyggingar þeirra. Orðaforðinn í nútímamálinu mun að miklu leyti eiga sér germanskar rætur þótt ekki liggi það yfirleitt í augum uppi. Hluti þjóðarinnar er sænskumæl- andi, á sín eigin leikhús og dagblað, Hufvudstadsbladet, en talar sænsk- una með sínum sérstaka hreim og lítur á sig sem ósvikna Finna. Götu- skilti eru á báðum málunum í borg- um þar sem minnihlutinn nær ákveðnu hlutfalli. Sænskumælandi voru öldum saman yfirstéttin og litu niður á hina, ódannaða skógarbú- ana. Nú er kryturinn á undanhaldi. Sakleysingi á ferð Könnun sýndi eitt sinn að Finnar halda að jafnaði meiri fjarlægð milli sín og viðmælanda síns en aðrar Evrópuþjóðir, um tveim metrum á gangstéttinni. Þeir þykja hlédrægir og virðast oft feimnir í viðkynningu en kurteisir og hjálpfúsir. Blaðamaður tók þrisvar upp götu- kort á rölti sínu í Helsinki. Avallt vatt sér einhver vegfarandi að hon- um til að bjóða aðstoð, í fyrsta skipt- ið ung og falleg kona. „Það eru margar rússneskar vændiskonur í Helsinki," sagði einn af viðmælendum blaðamanns í finnska utanríkisráðuneytinu tor- trygginn þegar íslendingurinn hældi borgarbúum fyrir hjálpsemina. - En hún talaði alls ekki enskuna með rússneskum hreim. „Það eru líka margar eistneskar vændiskonur í Helsinki," var svarið. Töldum víst að Sovétmenn myndu taka allt landið HVERNIG ber að meta sambandið við Rússa á nítjándu öldinni og Svía aldimar á undan, kúguðu Svíar Finna? „Nei þannig finnst mér alls ekki hægt að lýsa því,“ segir Eino Jutikkala, sem er níræður og eini sagnfræð- ingurinn í finnsku akademíunni. Hann bendir á að þegar á átjándu öldinni hafi Finnar notið margvíslegra réttinda og talað sé í gömlum skjölum um konungsríki Svía og Finna. Hinir síðamefndu hafi ekki verið nýlenduþjóð en oft verið vanræktir af stjómvöldum í Stokkhólmi. Um rússneska tímabilið segir hann að alltaf sé erfitt að fjalla um sögu í þáskildagatíð, eitt- hvað sem hefði getað orðið öðmvísi. Slíkar getgátur séu oft ófrjóar og varasamar. Utilokað sé að fullyrða að mildileg hönd Rússakeisara fyrstu áratugina frá 1809 hafi verið grundvöllur framfara í Finnlandi. Benda megi á að þróunin hafi verið hröð í allri Evrópu og hvatningin í þá vem hafi ekki átt upprana sinn í Rússlandi heldur Vestur-Evr- ópu. Finnum hafi því vaxið ásmegin þrátt fyr- ir rússnesku yfirráðin. Hinu megi samt ekki gleyma að ýmislegt verðmætt í finnskri menningu sé ættað frá Rússlandi. Jutikkala er aðalhöfundur eins þekktasta ritsins um sögu Finna og var áratugum sam- an prófessor í fræðigrein sinni. Hann gerðist háttsettur embættismaður í áróðursmáladeild stjórnvalda í Vetrarstríðinu 1939-1940 og framhaldsstríðinu svonefnda 1941-1944. Hlut- verk Jutikkala var að útskýra málstað Finna fyrir spurulum löndum sínum og ferðaðist hann þá mikið um landið en útvarpið var einnig mildð notað. „Þetta var oft erfitt, sérstaklega vegna þess að ég var frá upphafi vantrúaður á sigur Þjóð- verja,“ segir Jutikkala. „Það ríkti hins vegar full eining í Vetrarstríðinu. Stalín gerði slæm mistök þegar hann setti á laggirnar útlaga- stjóm kommúnista. Það var gamall siður Rússa, alveg frá keisaratímanum, að þegar Morgunblaðið/K.J. EINO Jutikkala er við góða heilsu þrátt fyrir aldurinn og áhugasamur þegar hann ræðir fræðigrein sína. þeir vildu leggja undir sig land byijuðu þeir á því að fá innlenda menn til að biðja um hjálp. Þess vegna skildum við Finnar hvað klukkan sló, töldum víst að Sovétmenn ætluðu að leggja allt landið undir sig og myndu ekki láta sér duga nokkur svæði og herstöðvar. Málin vom ílóknari 1941 þegar hermenn okkar létu ekki nægja að endurheimta landið sem við höfðum orðið að láta af hendi í Karel- íu árið á undan heldur sóttu lengra austur á bóginn. Um 400.000 flóttamenn hröktust til Finn- lands frá Karelíu eftir Vetrarstríðið. Við rædd- um opinskátt um það í fyrstu 1941 að Finnar ættu að reyna að tryggja sér sovésk svæði þar sem fyrir væri fólk okkur náskylt áður en Þjóðverjar hirtu öll Sovétríkin. Þegar árið 1942 hættum við að minnast á svona mál, þau þóttu ekki heppileg í áróðrinum, ollu sundrungu. Ég man vel eftir fundi um áramótin 1942- 1943, þá var spurt hverjar sigurlíkur Þjóð- verja væra. Ég sagði þær miklar en vissi meira en aðrir, nefnilega að þýski herinn væri að tapa í Stalíngrad en það gerði hann mánuði síðar. Oft var spurt hvort Þjóðverjar myndu ekki fara með okkur eins og sigraðar þjóðir ef þeir ynnu, hvort okkur myndi farnast nokkuð betur. Ég reyndi að svara því til að fyrst yrði að sigra Sovétmenn áður en við gætum farið að hafa áhyggjur af eftirleiknum. Of snemmt að dæma Kekkonen Við voram líka í erfiðri stöðu gagnvart frændþjóðum okkar í Danmörku og Noregi. Svíar studdu okkur vel með sjálfboðaliðum og vopnum framan af, einnig eftir júní 1941. A næstu áram breyttist þó afstaða þeirra, meðal annars vegna tengslanna við hina Skandinav- ana.“ Jutikkala er spurður um afstöðuna til Ur- hos Kekkonens, sem var forseti 1956-1981 og

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.