Morgunblaðið - 07.12.1997, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1997 37
v
ELLIÐAVATN. Myndin er tekin um 1900. Búið er að byggja timburhús við vesturgafl steinhússins (fjær á
myndinni) en í því fæddist Einar.
HÚSIÐ Glasgow á Vesturgötu 5a. Það þóttu mikil tíðindi í höfuðstaðn-
um 1895 þegar Einar Benediktsson sem ekki var talinn eiga krónu
með gati, keypti þetta hús en það var talið hið stærsta á land-
inu. Einar og Vaigerður hófu búskap í húsinu sumarið 1899.
EINAR Benediktsson um þrítugt.
flytja málið, að hann hafí bitið í sín
eigin hom svo fast að úr hvoftinum
hafí hrokkið tvær vígtennur. Það
var skaði.“
Einvega í kvensöðli
Lækjarbotnar eru áningarstaður
ferðamanna og þar dvelur Einar
um kvöldið...
Blaðið Reykjavík, sem fylgist
með hverju fótmáli Einars, segir
um dvöl hans í Lækjarbotnum:
„Þar hitti hann 20-30 austan-
menn, er voru á suðurleið, og
„trakteraði“ þá alla á því góðgæti,
sem á Lækjarbotnum fæst keypt,
og voru menn glaðir þar. Hreyfing-
in virðist hafa haft heldur góð áhrif
á heilsu sýslumannsins því að lítt
bar þar á helti hans. Þaðan lagði
hann upp ríðandi og reið einvega í
kvensöðli. Er vonandi að hann liðk-
ist við ferðalagið svo að hann geti
ekið og riðið í kvensöðli um Rang-
árvallasýslusléttlendið."
Fregnin um að Einar Benedikts-
son láti sig hafa það að ríða í kven-
söðli flýgur með eldingarhraða um
landið og verður tilefni umtals og
háðsglósa um sýslumanninn. En
fátt sýnir kannski betur hugrekki
þessa einstaka manns. Hann hefur
gaman af því að ögra fólki.
Um svipað
leyti og Einar
fer austur send-
ir hann bréf til
Stjórnarráðsins
þar sem hann
biðst lausnar.
Hann er kominn
aftur til Reykja-
víkur í byrjun
apríl og 9. apríl
fær hann lausn
frá embætti með
400 króna eftir-
launum. Þá ligg-
ur hann í
lungnabólgu á
Hótel Reykja-
vík.
Þegar Einar
stendur upp úr
veikindunum
tekur hann að
skrifa greinar í
blöð um banka-
mál og sést af
þeim hvert hug-
urinn stefnir.
Fyrstu greinina
ritar hann undir dulnefninu
Reykvíkingur í Isafold 4. maí.
Nefnist hún Peningaþörfin. Hann
kvartar þar sáran undan peninga-
skorti í landinu og segir að þeir
tveir bankar sem fyrir eru í land-
inu, Landsbankinn og hinn nýstofn-
aði íslandsbanki, séu ekki nógu
léttvígir. Þar á hann við að þeir séu
svo háðir löggjöfinni að þeir geti
„ekki víkkað út starfssvið sitt né
leitt lífsstraum peningamagnsins
inn í atvinnugreinar almennings að
neinum mun“. Hann segir að
Landsbankinn eigi að vera þjóð-
banki með seðlaútgáfurétti en ís-
landsbanki eigi að „losast undan
seðlaútgáfu og gjörast „prívat-
banki“ og gæti hann átt ekki síður
arðberandi starf fyrir höndum því
hér er sannarlega mikið að vinna,
ekki síður en í nágrannalöndunum
sem eru úttroðin af peningum
frjálsra, léttvígra banka“. Til
bráðabirgða vill Einar hins vegar
stofna víxilbanka.
I utanför sinni um veturinn
hafði Einar komist að því eða öllu
heldur fengið staðfestingu á því
hvað létt hann á með að afla pen-
inga til fyrirtækja á Islandi og
hversu auðvelt hann á með að fá
erlenda áhrifamenn á mál sitt.
Smám saman verður það staðfast-
ur ásetningur hans að flytja til út-
landa og spreyta sig á því verkefni
að afla fjármagns til Islands. Hug-
myndir um til hvers á að nota það
hefur hann nógar.
„Þér djöfuls vegadónar“
Einar fer til útlanda seint í júní
til þess að ræða við ýmsa vini sína,
bankamenn og kaupsýslumenn og
til þess að greiða fyrir flutningi fjöl-
skyldu sinnar til Edinborgar. Þar
hyggst hann setjast að til að byija
með, miðja vegu milli Kristjaníu,
Kaupmannahafnar og London.
Hann kemur til baka með Skálholti
26. júlí 1907.
Einar fer austur að Stóra-Hofi í
síðasta sinn skömmu eftir að hann
kemur heim. Hann fer til að sækja
nauðsynlega búsmuni sem fjöl-
skyldan þarf að hafa með sér til út-
landa. Hann fær undir sig tví-
hjólaðan fjaðravagn, innfluttan fr-á
Noregi, svokallaðan lystivagn með
bólstruðum sætum sem tveir menn
geta setið í en einum hesti er beitt
fyrir. Slíkir vagnar þykja ákaflega
fínir og eru einungis notaðir af
stórhöfðingjum. Vagninn kemst þó
ekki nema austur að Ægissíðu.
Þaðan verður Einar að fara ríðandi
- í kvensöðli - þann spöl sem eftir
er að Hofi.
Beygur er í Einari er hann kem-
ur austur að Stóra-Hofi. Það er svo
óhreint þar. Hann er sannfærður
um að Sólborg hin svarthærða, sem
dó í höndunum á honum norður í
Þistilfirði fyrir 15 árum, hafist við í
húsinu og fylgi honum. Fólk heyrir
til hennar. Nú ætlar hann að gera
ráðstafanir til að skilja hana eftir,
losna við hana í eitt skipti fyrir öll.
Gamall maður og vitur hefur ráð-
lagt honum um hvemig hann eigi
að fara að. Þegar hann er búinn að
gera ráðstafanir til að fá flutning á
hluta af búslóð sinni og hefur fengið
Tómasi Þórðarsyni ráðsmanni bús-
forráð á Stóra-Hofi ríður hann rak-
leiðis niður að Odda og fer þar til
altaris hjá séra Skúla Skúlasyni.
Samkvæmt ráðleggingum gamla
mannsins má hann aldrei koma að
Stóra-Hofi aftur. Og það gerir hann
ekki.
Einar er léttur í skapi er hann
heldur af stað frá Ægissíðu í fjaðra-
vagni sínum 31. júlí 1907. Hann er
með hressingu á pela og góðglaður.
Heyskapur stendur sem hæst og
það er ilmur úr jörðu. Á bæjum er
fólk að slá, raka eða binda hey í
bagga. Vinnukonur með skuplur á
höfði, svo að rétt sér í andlit þeirra,
og sólbrenndir vinnumenn með
hattkúfa á kolli sjást hvarvetna á
engjum og túnum. Á vagnveginum
er hópur vegavinnumanna að störf-
um. Þeir eru að undirbúa komu
Friðriks VIII, sjálfs konungsins,
sem von er á austur eftir örfáa
daga. Vegavinnumennimir gera
augnablikshlé á vinnu sinni þegar
Einar Benediktsson nálgast á vagni
sínum. Um leið og hann ekur hjá á
fleygiferð kallar hann glettnislega:
„Þér djöfuls vegadónar." Og svo er
hann horfinn í reykskýi.
• Bókartitill er Einar Benedikts-
son I en höfundur er Guðjón Frið-
riksson. útgefandi er Iðunn. Bókin
er alls 391 bls. með fjölda mynda.
JÓLALÍNAN 1997
Fatnaöur
íþróttagaliar
Barnafatnaður
Swoosh peysur
UTILIF
Glæsibæ - 581 2922
http://www.nike.com