Morgunblaðið - 07.12.1997, Side 39

Morgunblaðið - 07.12.1997, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ 1 I I i 1 2 ! I I Í l J í í i ; i i i I I (! 4 4 H FRÉTTIR Umboðsmaður fatlaðra hjá Samein- uðu þjóðunum á ráðstefnu í Reykjavík Fjallar um grund- vallarreglur SÞ um málefni fatlaðra UMBOÐSMAÐUR fatlaðra hjá Sameinuðu þjóðunum, Bengt Lindquist, fyrrverandi félagsmálaráðherra Svía, verður aðalfyrir- lesari á ráðstefnu um grundvallarreglur Sameinuðu þjóðanna um málefni fatlaðra, sem haldin verður á Hótel Sögu nk. þriðju- dag. Að ráðstefnunni standa Blindrafélagið, Landssamtökin Þroskahjálp, Mann- réttindaskrifstofa ís- lands og Öryrkja- bandalag Islands. Á ráðstefnunni mun Lindquist greina frá bakgrunni, hugmynda- fræði og framkvæmd grundvallar- reglna Sameinuðu þjóðanna um málefni fatlaðra, en þær voru sam- þykktar á Allsheijarþingi SÞ árið 1992. Þar var einnig samþykkt að 3. desember ár hvert skyldi verða alþjóðadagur fatlaðra. Um reglurnar var fjallað í fyrsta sinn á fjölmennri alþjóðlegri ráð- stefnu SÞ um málefni fatlaðra, sem haldin var hér á landi árið 1994. Reglurnar leggja ekki lagaskyldur á ríkisstjórnir aðildarríkjanna en skuldbinda þær engu að síður, sið- ferðilega og pólitískt, að því er seg- ir í fréttatilkynningu. Málefni fatlaðra eru mann- réttindamál „Það eru væntingar hagsmunasamtaka fatlaðra um heim allan að reglurnar séu und- anfari alþjóðalaga eða öðlist stöðu alþjóða- sáttmála, líkt og Bamasáttmáli Sam- einuðu þjóðanna. Þær staðfesta ennfremur þá hugsun að málefni fatlaðra séu mannrétt- indamál og beri að fara með þau sem slík. Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hefur einnig skorað á aðildarríki að virða al- þjóðadag fatlaðra og stuðla að því með öllum tiltækum ráðum að fatl- aðir njóti allra grundvallarmann- réttinda til jafns við aðra,“ segir ennfremur í fréttatilkynningunni. Bengt Lindquist mun, auk þess að halda fyrirlestur um grundvallar- reglurnar á ráðstefnunni, eiga fundi með forseta íslands, Ólafí Ragnari Grímssyni, og Páli Péturssyni fé- lagsmálaráðherra. Þá mun hann heimsækja Alþingi í boði Ólafs G. Einarssonar, forseta Alþingis, og eiga fund með formönnum þing- flokka og formönnum félagsmála- og utanríkisnefndar Alþingis. Bengt Lindquist Hátíðardagskra lögregl- unnar í Borgarleikhúsinu I TILEFNI af útgáfu ritverksins Lögreglan á íslandi, stéttartal og saga, efnir Landssamband lögreglu- manna og Byggðir og bú ehf. til hátíðardagskrár í Borgarleikhúsinu þriðjudaginn 9. desember kl. 17. Sérstök dagskrá verður fiutt um sögu lögreglunnar á íslandi. Þórir Steingrímsson leikstýrir dagskránni þar sem valið lið leikara kemur fram. Næturverðir nítjándu aldar stíga á svið með sína morgunstjörnu og grútarlampa og kyija vaktaraversin. Sögumaður rifjar upp atburði af sögulegum og spaugilegum atriðum úr sögu lögreglunnar og leikarar setja sig í hlutverk lögreglunnar. Um 100 ljósmyndir úr starfi lög- reglunnar mynda baksvið sýningar- innar og Lögreglukórinn gefur sýn- ingunni tóninn. Aðgangur er ókeypis. Raftækin frá okkur eru góðar jólagjafir fyrir heimilisvænt fólk á öllum aldri. SMITH& NORLAND Nóatúni 4 • Sími 5113000 SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1997 39 Skálholtsutgafan Útgáfufélag þjóðkirkjunnar Verá L’ r. 1.980 Irásögfur Biblíunnar settar fram á nýjan og ferskan kátt fyrir Lörn á öllmn aldri. Blað allra landsmanna! P®*®****1^® -kjarnimálsms!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.