Morgunblaðið - 07.12.1997, Síða 42

Morgunblaðið - 07.12.1997, Síða 42
42 SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ MIIMIMINGAR ÞORGEIR SVEINSSON + Þorgeir Sveinsson fæddist á Hrafnkelsstöðum í Hruna- mannahreppi í Árnessýslu 16. júní 1927. Hann lést á Sjúkra- húsi Suðurlands 25. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hrunakirkju 29. nóv- ember. Þegar ég kveð vin minn Þorgeir á Hrafnkelsstöðum, koma í hugann fyrstu samfundir okkar, en það var á hestamóti hjá hestamannafélag- inu Smára. Þar gaf ég mig á tal við Geira, en það stuttnefni var mér heimilt að nota frá þeim degi. Heldur þótti mér hann svara tali mínu fálega, enda í mörgu að snúast, sýna hesta í gæðinga- keppni og kappreiðum. Strax hreifst ég mjög af þessum glæsi- lega unga manni, sem sýndi hest- ana af þvílíkri list að manni fannst að lengra yrði ekki komist. Hann krafði þá um mikið, en gaf þeim því meir af sjálfum sér, mér er nær að halda sál sína og tilfinningar. Þess vegna varð samspilið fullkom- ið. Þó að beljandi stórfljótið Hvítá væri á milli okkar treystust vin- áttuböndin við hvern endurfund, sem gat verið samkoma þar sem unga fólkið úr Tungum og Hrepp- um skemmti sér saman. Eða skeið- sprettur í Skálholt þegar spegil- slétt íshellan lá yfir mýrunum og brúaði fljótið mikla. Þá koma mér líka í huga sumarmála útreiðarnar sem var árlegur viðburður þegar aðstæður leyfðu. Geiri kom með nokkra vini sína ofan úr „Hrepp“. Höfðingjum fyrri tíma hefði áreið- anlega þótt mikið til koma að fá slíka heimsókn og sjá þessa góðu knapa á stríðöldum stólpa gæðing- um. Foringinn fór fyrir og reið janfnan á stóðhestinum Silfurtopp, sem hann hafði að nokkru alið upp, tamið og þjálfað af snilli sinni og gert landsfrægan. Þarna brun- aði hann á dúndrandi tölti. Síðan var rennt á skeiði. Slík tilþrif gáfu Geira ómælda lífsfyllingu. Að fá slíka heimsókn fyilir bæ- inn af gleði og sælutilfinningum sem vart er hægt að lýsa, en geym- ast sem perlur í sjóði minninga. Geiri var í sínu bóndastarfi ræktunarmaður á öllum sviðum og snyrtimennska var honum í blóð borin. Honum var gefin góð fegurðar- sýn, það sýndi búféð og umhverf- ið. Öræfín, náttúran, í allri sinni margbreytilegu mynd, heillaði; fegursta fjóla við silfurtæra fjalla- lind, vænn berjaklasi á fallegu lyngi gat gert mosaþúfu að lista- verki eða eyðisandar með tröllsleg- um björgum yfir í htjóstrug apal- hraun. Ef hesturinn var ekki með í för mátti láta heiðríkju hugans fara lausbeislaða vítt um sviðið. Þarna var nægtabrunnur þess sem unni slíku sjónarspili í náttúrunni. Þetta fékk ég margoft staðfest í heimsóknum til Geira í haust, með myndum og frásögn hans af afréttarferð, sem honum og Svövu eiginkonu hans var boðið til af systkinum hans. Þetta var dýrmæt gjöf sem alltaf var hægt að endur- lifa. Það er mikið áfall fyrir Hrafn- kelsstaðaheimilið þegar ljóst var að Geiri þyrfti að fara til London í hjartaskurð, þá fyrir tæpum tutt- ugu árum, sem gekk þó vonum framar. Síðan fóru aðrir sjúkdómar að herja á, þar til svo var komið að hann þurfti að yfirgefa heimili sitt og flytja á Hjúkrunarheimilið Ljósheima á Selfossi. Það hefur verið lærdómsríkt að hafa að nokkru leyti fylgst með þeirri bar- áttu sem slík áföll leiða til. Þar stóð fjölskyldan saman til að gera þetta léttbærara. Þar var Svava burðarásinn. Svövu og ástvinum öllum send- um við innilegar samúðarkveðjur. Við Maja kveðjum svo góðan dreng. Hann sé Guði falinn. Björn Erlendsson. 'S y £ % 0 FOSSVOGI Þegar andlát ber að höndum Útfararstofa lcirkjugarðanna Fossvogi Sími551 1266 - kjarni máisins! Frágangur afmælis- ogminning- argreina Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentun- inni. Það eykur öryggi í texta- meðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar i símbréfi (5691115) ogítölvu- pósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru rit- vinnslukerfin Word og Word- Perfect einnig nokkuð auð- veld úrvinnslu. Um hvern látinn einstakl- ing birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2200 slög (um 25 dálksenti- metra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þijú erindi. Greinar- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Yndislegar flatar kökur MARGT fallegt hefír verið skráð um ísland bæði í bundnu máli og lausu. Til viðbótar öllu því, sem upp hefir verið lesið og sungið um eyjuna hvítu og íbúa hennar, hafa ferkílómetrar af lérefti verið þaktir olíumálningu í öllum regn- bogans litum til dásemdar lands- lagi og hestum Fróns. Ekki ætla ég að bæta hér á ykkur ættjarðar- ljóði eða nýrri ástlýsingu á skap- gerði landans, heldur ætla ég að drepa lauslega á eitt svið, sem í mínum huga hefir gert íslenzka þjóð mér kærari en ella, og sem aðrir menn mér athugulli hafa ekki gert skil. Þijú orð afmarka þennan hugljúfa vettvang: Pönnu- kökur, hveitikökur og flatkökur. Enginn ilmur í víðri veröld jafn- ast á við angan þá, sem upp stíg- ur, þegar góðu pönnukökudeigi er hellt á heita pönnu. Eina leiðin til að bæta þennan ilm er að hella upp á könnuna um leið og láta lyktina af nýlöguðu kaffi blandast pönnukökuanganinni. Aumur er sá maður, sem ekki kemst í hátíð- arskap er hann finnur slíkan ilm heilsa sér, þegar hann kemur heim til sín þreyttur og þvældur. Á æskuárum mínum og reynd- ar allar götur síðan, hefi ég þótt geta tekið vel til matar míns, þá er pönnukökur voru á boðstólum. Þegar ég var táningur í sumar- vinnu, kom það fyrir nokkrum sinnum, þegar ég kom í snögga heimsókn til Reykjavíkur, að mamma bakaði pönnukökur fyrir mig einan. Sat ég þá í eldhúsinu og hesthúsaði upprúllaðar pönns- ur með sykri og drakk kaffið á meðan hún bakaði. Þótt hún fengi nokkurra kakna forskot, náði ég henni fljótt og hún hafði svo varla undan, þar til strákur var mettur orðinn. Hún sýndi mér jafnan þann trúnað að láta ekki uppi seinna, við systkinin eða pabba, töluna á þeim pönnukökum, sem aldrei fengu að kólna á diski. Hérna í henni Ameríku fæ ég af og til mínar heittelskuðu, ilm- andi, flötu kökur. Mamma og tengdamóðir min heitin sáu til þess, að verðandi eiginkonu minni var kennt að baka pönnukökur. Tengdamútter gaf henni síðan pönnukökupönnu en mamma af- henti henni með viðhöfn uppskrift sína, sem gengið hafði mann fram af manni. Þær vildu þannig ekki, Þórir S. Gröndal að ég færi úr foreldrahúsunum án þess að nokkuð víst væri, að mér yrði a.m.k. séð fyrir pönnu- kökum í lífinu. Ekki get ég kvartað yfir því, að konan hafi verið löt að baka fyrir mig, jafnvel þótt hjónabands- árin fylli nokkra tugina. Tilefnun- um hefír e.t.v. fækkað á seinni árum, en ég tók fljótlega eftir því, að ef mjólk súrnaði á heimil- inu, bakaði eiginkonan oft pönnu- kökur, því hún er sparsöm og vill ekki fleygja mat, en súr mjólk er einkar góð í slíkan bakstur. Ég veit ekki hvort hana grunaði nokkuð, þegar svo einkennilega vildi til, í tvö skipti á sl. ári, er hún skrapp úr bænum, að mjólk- urslattar súrnuðu hjá mér og hún neyddist til að baka pönnukökur til þess að nýta verðmætin. Ég bísnaðist yfir lélegum mjólkur- gæðum um leið og ég sporðrenndi heitum pönnsum! Hinar tvær kökutegundirnar sem ég ætla að minnast á, eiga það sameiginlegt með pönnukök- unum, að vera bakaðar á pönnu eða hitaplötu og vera kringlóttar. Hveitikökurnar eru þykkar, mjúk- ar og bragðgóðar. Þær eru örlítið þurrar og þarfnast mikils smjörs. Rúllupylsu- eða hangikjötssneið ofan á slíka hveitiköku gerir hana að lostæti og kóngamat. Svona kökur voru bakaðar á æskuheimil- inu á hátíðum og tyllidögum. Sér- staklega áttu þær vel við á gaml- árskvöld, ef frameftir nýársnótt var drollað. Þá var sko gott að fá sér hveitikökufjórðunga með áleggi og mjólkurglas. Ég hefi alltaf átt heldur bágt með að heilsa nýju ári hérna í Barbaríinu hveitiköku- og áleggslaus. Þriðja tegundin, sem á vísan stað í hjarta mínu og maga, er flatkakan, sem í er notað rúg- mjöl. Henni kynntist ég síðast af þessari dásemdar þrennu og varð ég strax mikill aðdáandi. Á ís- landi er líka aðveldast að útvega sér flatkökur, því þær eru vinsæl- ar og til í flestum matvörubúðum. Fyrir mörgum árum kynntist dótt- ir okkar pilti úr Grindavík. Þegar hann komst á snoðir um veikleika minn fyrir flötum kökum, sagði hann okkur af konu nokkurri í Grindavíkinni, sem bakaði af- bragðsgóðar flatkökur. Skömmu seinna kom hann til mín fyrstu sendingunni og fleiri fylgdu á eft- ir. Grindavíkurkökurnar eru tví- mælalaust með beztu flatkökum, sem ég hefi smakkað. Þær voru þunnar og mátulega blautar eða safaríkar, svo að stundum festust þær við góminn. Vel voru þær bakaðar og með mátulega marga brennda bletti. Varð maður svart- ur á puttunum við að stýfa úr hnefa og jók það á ánægjuna. Fyrir nokkrum árum hringdu tvær íslenzkar systur til mín frá Naples, sem er hér vestar á Flórídaskaganum. Önnur var þar búandi en hin í heimsókn. Þær höfðu ákveðið að baka flatkökur, en vissu ekki hvað rúgmjöl hét á ensku og þá ekki, hvar hægt væri að kaupa það. Því ekki hringja í ræðismanninn og láta hann leysa þennan vanda? Þær vissu náttúrulega ekki, að hann er líka einn helzti sérfræðingur íslands í flötum kökum á erlendri grund. Þær voru leiddar í allan sannleikann og bökuðu svo kök- urnar, sögðu þær seinna, á hita- plötu úti í bílskúr og munaði minnstu að nágranni hringdi á slökkviliðið þegar reykurinn steig til himins! Seinna færðu þær ræð- ismanninum góðan slatta af fram- leiðslunni, og var hennar notið af ánægju og systrunum þakkað framtakið. Ef maður getur, í næsta lífi, pantað sér mat í mál, ætla ég að borða það sama á hveijum degi: Upprúllaðar pönnukökur með sykri í morgunkaffið, hveitikökur með rúllupylsu í hádeginu, flat- kökur með hangikjöti og kæfu í kvöldmat og ijómapönnukökur með kvöld-kaffisopanum. Nútíma heilsuhræðslusérfræðingur gætu sagt, að slíkt daglegt fæði sé ekki hollt eða heilsusamlegt, en það ætti ekki að skipta máli, þegar maður er kominn yfir um hvort sem er. Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 1998 28% skatttekna varið til fræðslumála 28% af skatttekjum borgarsjóðs eða rúmum 4,4 milljörðum verður varið til fræðslumála samkvæmt fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 1998. Er gert ráð fyrir að 853 milljónum verði varið til skólabygginga og er framlag ríkis- ins þar af 153 milljónir. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði við fyrri umræðu um fjár- hagsáætlun borgarinnar að megin skýringin á hækkun framlags til málaflokksins væri yfirtaka grunn- skólanna en auk þess hefði aukin áhersla verið lögð á skólamál á kjörtímabilinu. „Um eitt og hálft ár er liðið frá því sveitarfélögin tóku við rekstri grunnskólanna," sagði borgar- stjóri. „Síðan hafa skólamál verið eitt af forgangsmálum í rekstri borgarinnar. Meira fé er lagt til skólamála en áður og þess sér stað í aukinni þjónustu skólanna og kjörum kennara." Fram kom að af 29 skólum væru 18 skólar einsetn- ir í borginni og að í undirbúningi væru viðbyggingar við átta skóla vegna einsetningarinnar. Borgarstjóri sagði að tilraun hefði verið gerð með lengdan skóla- dag við Engjaskóla og Breiðagerð- isskóla í haust og sérstakt átak hafí verið gert til að efla starf í yngri bekkjum. Þá hafi átak verið gert i námsráðgjöf með ráðningu námsráðgjafa í minnst 50% starf við alla skóla með unglingadeildir. Komið hafi verið á nýju sérúrræði fyrir nemendur í félagslegum erfið- leikum í Bjarkahlíð í samvinnu við Félagsmálstofnun og ÍTR. Kenns- luráðgjafi hafí verið ráðinn til tveggja ára sem stýrir átaki í eðl- is-, efna- og stærðfræðikennslu og ráðnir hafa verið umsjónarmenn með tölvustofum og tölvuneti í fjórðungsstarf við alla skóla. Meðal nýmæla á næsta ári nefndi borgarstjóri að kennslustundum í 1., 2., 3. og 5. bekk yrði fjölgað um eina, haldin verða námskeið fyrir skólastjórnendur til að búa þá betur undir að stýra mati á starfi skóla sinna og kennsluráðgjafar á Fræðslumiðstöinni munu leggja á það áherslu að kynna sér og öðrum mat á skólastarfi. Valdir verða móðurskólar í ákveðnum greinum næstu 1-3 ár, en móðurskólar eru, samkvæmt skilgreiningu í starfsá- ætlun Fræðslumiðstöðvarinnar fyr- ir árið 1998, skólar sem taka að sér að móta stefnu og vera í farar- broddi á sviði t.d. nýsköpunar eða tölvukennslu á ákveðnu aldursstigi, í tungumálakennslu eða í tengslum skóla við nánasta umhverfi. Einn kennari fær þá það verkefni að stýra starfí skólans á viðkomandi sviði og verður jafnframt fagstjóri. Verðlagning lengdrar viðveru í starfsáætlun Fræðslumið- stöðvarinnar kemur einnig fram að á árinu 1998 verður unnin al- menn forsögn um skólabyggingar og almenn búnaðarskrá fyrir skóla. Gerð verður ítarleg úttekt á starfsemi lengdrar 'viðveru, s.s. dvalartíma, starfsmannahaldi, búnaði og húsnæði. Verður skipuð nefnd sem leggja mun fram tillögu um verðlagningu á lengd viðveru með hliðsjón af því að um mislang- an dvalartíma barna verður að ræða. í áætluninni kemur einnig fram að fjárhagslegt sjálfstæði skólanna verður aukið með því að sameina gjaldaliði og ber skóla- stjóri ábyrgð á að skólinn sé innan fjárhagsramma.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.