Morgunblaðið - 07.12.1997, Síða 50

Morgunblaðið - 07.12.1997, Síða 50
50 SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA „Egmun veita yður hvíld“ í hugvekju dagsins segir sr. Heimir Steinsson m.a.: Markmið hins raun- kristna er hugarró, hófstilling, kyrrðarþel. ÆVI kristins manns er ganga. Frá skímarlauginni legg- ur hann upp i misjafnlega langa ferð. Skírnin er tákn endurfæð- ingar. í skírninni tekur Guð manninn „í ríki síns elskaða son- ar, þar sem er fyrirgefning synd- anna, líf og sáluhjálp“, eins og greinir í Handbók íslenzku kirkj- unnar. Að lokinni skím segir presturinn við aðstandendur skírnarbamsins, að nú hafi verið lögð sú ábyrgð á þá að ala barn- ið upp „í jjósi fyrirheitis skírnar- innar, kenna því að elska Guð, tilbiðja hann, varðveita orð hans og sakramenti og þióna náung- anum í kærleika". 011 eru þessi orð yfírskrift þeirrar vegferðar, sem hafín er að svo búnu. Hinum skírða er ætlað að lifa sem guðs- ríkisbam í fömneyti Krists og í elsku til mannanna. Staðfesting skírnarsáttmálans Bemskuárin eru i flestum til- vikum fyrsti áfanginn á ferli skírnþegans. Við ferminguna er bamið komið í áfangastað. Þá segir presturinn við bömin: „Þið emð hingað komin til þess að játast Jesú Kristi, og vér biðjum með ykkur, að Guð veiti ykkur styrk til að lifa og sigra undir merki hans. Minnist á þessari hátíðarstundu kærleika Guðs til ykkar frá fyrstu bemsku, biðjið hann að gefa ykkur vilja og mátt til að helga allt líf ykkar honum, sem þið voruð helguð í skírninni.“ Þegar fermingarbarnið krýp- ur á gráðumar, leggur prestur- inn hönd á höfuð þess og segir: „Guð, sem áður hefur tekið þig að sér sem sitt barn í heilagri skím og gjört þig að erfmgja ríkis síns, hann varðveiti þig í skírnamáð þinni.“ Að lokinni fermingarathöfn gengur bamið að jafnaði í fyrsta sinni til altaris og meðtekur lík- ama Krists og blóð til fyrirgefn- ingar syndanna og sem tákn um einingu við hinn krossfesta og upprisna frelsara heimsins. Að svo búnu hefst nýr áfangi í lífi hinna ungu kristnu manna, pilta og stúlkna. Torleiði og umskipti Á táningaaldri og framan af fullorðinsámm liggur leið , vor iðulega um óslétta jörðu. Fyrir- heit skímarinnar á það til að þoka fyrir öðram efnum. Vér eigum allt að vinna í skólanámi, hjúskaparstofnun og í þeirri þjónustu, sem vér hvert og eitt tökumst á hendur. Þetta er örð- ugur áfangi, en um leið einkar heillandi. Að honum loknum stendur ævisól flestra í námunda við hádegisstað. Einhvem tíma á þessu skeiði kann skírður maður, karl eða kona, að taka út trúarþroska. Sumir verða trúarlega fullveðja enn síðar á ævinni. Atvik ráða því, hvenær þau umskipti eiga sér stað. Upp til hópa ber menn að þessum vatnaskilum áður en lýkur, fyrir Guðs miskunn. Það- an í frá em menn „raunkristnir" og gjöra sér gleggri grein fyrir stöðu sinni andspænis lífí og dauða en fyrr meir var. Þar með hefst líka meðvituð viðleitni hins raunkristna til að lifa í ljósi fyrirheitis skírnarinn- ar, elska Guð, tilbiðja hann, varðveita orð hans og sakra- menti og þjóna náunganum í kærleika. Barátta raunkristins manns Líf raunkristins manns er bar- átta. Hann kappkostar að bera í breytni sinni ávöxt, sem sam- boðinn sé trú hans. Lengi vel fer svo, að hverju sinni sem hann gengur á hólm við þetta við- fangsefni mistekst honum. Fyrir Guðs náð iðrast hann og þiggur fyrirgefningu syndanna í altaris- sakramentinu, í orði Guðs eða í launkofa hugskots síns, þar sem andi Guðs „vitnar með voram anda, að vér eram Guðs böm“ (Róm: 8:16). Iðranin og fyrir- gefning syndanna era áfanga- staður. Þaðan leggur hinn raun- kristni upp í nýjan áfanga. Þann- ig koll af kolli. Þú sem átt í þessari baráttu. Forðastu hugarvíl og ótta. Al- máttugur Guð metur ásetning þinn, hversu oft sem þig ber af réttri leið. Leitaðu Drottins í iðr- un og trú. Taktu stefnuna að nýju og kepptu að markinu. Láttu aldrei hugfallast á göngu þinni. Minnstu þess, að Kristur er í nánd, og hann tekur fullan þátt í baráttunni með þér. Hann sem sjálfur hefur „sigrað heim- inn“ (Jóh.: 16:33) mun ekki ski)ja þig eftir sigraðan á víg- velli ófullkomleikans. Einingarreynsla og réttiæting af trú Raunkristnum manni býðst smám saman að setjast að innan ramma, sem líkja mætti við endanlegan áfangastað. Endur- tekin iðrun og ítrekuð betrunar- viðleitni vísa á það „vaxtartak- mark Krists fyllingar", sem Páll postuli nefnir svo í bréfí sínu til Efesusmanna (Ef: 4:13). Algóður Guð lætur í té návist sína í leyndardómi. Vera má, að göngumaðurinn einn góðan veðurdag verði fyrir einingar- reynslu eða úthellingu heilags anda. Eftir það veit hann, al- mættið hefur beint fingri sínum að honum og er setzt að við hjartarætur hans. Jafnframt þessu getur fyrir- gefning syndanna orðið hinum raunkristna varanlegt veganesti. Hann á þess kost að veita rétt- lætingunni viðtöku I trú á frið- þægjandi fómardauða Drottins Jesú Krists. Tvíþætt trúarreynsla návistar Guðs og friðþægingar skapar sáttagjörð í hugskoti raunkrist- ins manns. Héðan í frá hvílir hann í Guði. Frekari víxlspor á æviveginum era fyrirfram lögð í náðaramra Krists hins kross- festa og upprisna. Kyrrðarþel Síðast greindur skilningur á þroskatakmarki kristins manns rekur rætur aftur í aldir innan ýmissa kirkjudeilda. Á erlendum tungum er hann í sumum tilvik- um kenndur við latneskt orð, sem merkir kyrrð eða rósemi. Markmið hins raunkristna er hugarró, hófstilling, kyrrðarþel. Það er sem vér heyrum boð frels- arans hljóma yfir llfsgöngu vorri endilangri: „Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld.“ (Matt: 11:28). I DAG VELVAKANDI Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Þekkiðþið þetta fólk? ER EINHVER sem kann- ast við fólkið á þessum myndum? Ef svo er, vin- samlega hafið samband við Jónu í síma 561 1702. Þakklæti til Sigvalda MIG langar að senda Sig- valda danskennara þakkir fyrir að kenna eldri „tán- ingurn" dans. Þetta er ómetanlegur þáttur í tilver- unni, hressir bæði sál og líkama og gigtin hverfur. Sigvaldi er laginn við að umgangast nemendur sína, og skammar þá ekki þótt þeir gleymi stundum hvað er hægri og hvað er vinstri. Núna er ég að æfa mig í tja-tja-tja með hreingern- ingarburstann f hendinni. Ein í frumsporunum. er hún mikið notuð þar sem leikskólar eru hvor sínum götunnar og einnig grunn- skóli rétt þjá. Þeir sem aka Amarbakkann hafa lítið sem ekkert tillit tekið til þessarar gangbrautar. Sumir hægja aðeins á og ætlast til að bæði böm og fullorðnir hlaupi yfír á meðan en á sama tíma gerast slysin. Börnin eru í umferðarfræðslu þar sem þeim er kennt að hlaupa ekki út á götu og þau verði að bíða þar til bílar hafa stoppað. Eitthvað þarf að gera. Best væri auðvitað að fá gangbrautarljós þama fyrst akandi vegfar- endur um Arnarbakkann eru alltaf á svo mikilli hraðferð að þeir geti ekki stoppað. Hugsum I umferð- inni og tökum tillit og minnkum þannig likumar á slysum. Áhyggjufull móðir. Tapað/fundið Sportvöru- markaður? JÓN hafði samband við Velvakanda og var hann með eftirfarandi fyrir- spum: „Veit einhver hvort Sportmarkaðurinn sem var við Skipholt er til ennþá - eða er einhver verslun sem tekur notaðar íþróttavörur i umboðssölu, t.d. skauta, skíði, þjól o.s.frv.?“ Umferðarmenning í Reykjavík Umferðarmenningunni í Reykjavík hefur aldrei ver- ið hrósað og ekki ætla ég að fara að breyta því enda engin ástæða til þvert á móti. Ég hef sérstaklega í huga umferðina um Amar- bakkann á milli blokkar- íbúðanna og Stekkjahverf- is. Þar er gangbraut fyrir gangandi vegfarendur og Kápa týndist UÓSBRÚN síð ullarkápa af tegundinni Maura tap- aðist úr fatahengi á Hótel Loftleiðum, á jólahlaðborði föstudagskvöldið 28. nóv- ember. Eftir var skilin samskonar kápa, en eldri tegund. Geti einhver gefíð upplýsingar um þessi mis- tök er hann beðinn að hringja í síma 562 2887 eftir kl. 17. Með morgun- kaffinu w'- >• // llBl ■HMÉ ® / 'ÍSG VEIT að þú varst ánægður þegar mamma fór, en var það nauðsynlegt að kyssa gólfið i flugstöðinni? SKAK Umsjón Margelr Pétursson STAÐAN kom upp á þýska meistaramótinu í síðustu viku. H. Bastian (2.375) var með hvítt og átti leik gegn G. Walter (2.305) 24. Hxf6! - Hxf6 25. He8+ og svartur gafst upp, því eftir 25. — Dxe8 26. Rxf6+ tapar hann drottn- ingunni fyrir aðeins einn hrók. HVÍTUR leikur og vinnur. Matthias Wahls varð landi. skákmeistari Þýskalands. keppnin í skák verður sett Hann hlaut 7 v. af 9 mögu- þar á morgun. legum. Næstir komu þeir Christopher Lutz og Karsten Miiller með 6‘/» v. 4.-5. Klaus Bisc- hoff og Roland Schmaltz 6 v. Lud- ger Keitlinghaus, sem sigraði á Hellis- mótinu um daginn, hlaut 5'/» v. ásamt tveimur öðrum. Augu skákáhuga- manna beinast nú að Groningen í Hol- Heimsmeistara- Víkverji skrifar... SAUÐKINDIN er athyglisverð- ur kapítuli í íslands sögu. Hún var þjóðinni mikil hjálparhella, ekki sízt á harðindaskeiðum. Hún var gjörnýtt: ullin í föt, skinnið í skó, beinin í áhöld, kjötið til matar. Það var borðað ferskt, reykt, saltað, súrsað og máski og vindþurrkað. Sauðkindin á einnig sinn sess I kveðskap kynslóðanna, sögnum þeirra, orðtökum og orðskviðum. Hver man ekki úlfa I sauðargær- um? Það er ekki kindum að kenna, heldur mönnum, að sauðíjárbú- skapur fór úr böndum. í skjóli ríkis- forsjár, m.a. framleiðsluhvetjandi styrkja, útflutningsbóta o.s.frv. íjölgaði sauðfé um of. Afleiðingin varð offramleiðsla sem kostaði sam- félagið fúlgur fjár. Sem og ofbeit, sem ásamt eldgosum og kuldaskeið- um stuðlaði að gróðureyðingu og uppblæstri. xxx SEINT og um síðir fóram við að feta okkur út úr ríkisfor- sjánni. Nærri lætur, segir í nýlegu þingskjali, að fé hafí fækkað um helming frá því það var flest árið 1978. Orðrétt: „Með setningu bú- vöralaganna 1985 var mörkuð sú stefna að afnema útflutningsbætur á landbúnaðarafurðir og á grand- velli þeirra tekin upp framleiðslu- stýring sem miðaði að þvl að draga úr framleiðslu mjólkur og kinda- kjöts. Með búvörasamningi bænda og ríkisvaldsins I marz 1991 var síðan samþykkt að afleggja útflutn- ingsbætur I einni atrennu og taka upp beinar greiðslur til bænda I stað niðurgreiðslna á heildsölustigi. Jafnframt var samið um lækkun á verði dilkakjöts og ríkið lagði fram fé til að greiða bændum fyrir að hætta framleiðslu. Frá árinu 1991 til 1996 dróst framieiðsla kindakjöts saman um I. 178 tonn, afurðaverð lækkaði um II, 2% og tekjusamdráttur framleið- enda nam alls u.þ.b. 1,5 milljörðum króna.“ Framleiðendum fækkaði á hinn bóginn ekki sem þessum sam- drætti nemur. Sauðfjárbúin skrappu einfaldlega saman. XXX INGSKJAL það sem Vlkverji vitnar I er þingsályktunartil- laga Einars Odds Kristjánssonar og Stefáns Guðmundssonar um eflingu sauðíjárbúskapar I jaðarbyggðum. „Víðast I umræddum jaðarbyggðum eru gjöful beitilönd sem ekki eru fullnýtt,“ segja þeir, „margar jarðir vel upp byggðar með vannýtta að- stöðu, bæði hvað varðar útihús og ræktað land, með öðram orðum umtalsvert svigrúm er til að stækka sauðfjárbúin án nýrra fjárfestinga og síðast en ekki slzt er verkþekk- ing til staðar." Sem sagt: Sauðljárbúskap á ekki hvað sízt að stunda I jaðarbyggðum. xxx AÐ ER skoðun Víkveija að öll „framleiðsla“, hveiju nafni sem nefnist, eigi að ráðast af eftir- spurn. Það er og framleiðenda að meta, hver eftirspúrnin er, enda á öll umframframleiðsla að vera á þeirra ábyrgð og kostnað. Að því gefnu getur Víkveiji fallizt á að rétt sé að efla sauðfjárbúskap I jað- arbyggðum, þar sem „gjöful beiti- lönd eru vannýtt". Annars staðar þarf á hinn bóginn að draga úr beit. Sums staðar er og og nauðsyn- legt að banna sauðfjárbúskap (nema innan vel girtra svæða) til að styrkja gróðurvernd og upp- græðslu lands. Þannig háttar að mati Vtkveija til um Reykjavíkur- og Reykjaneskjördæmi. XXX SAUÐKINDIN er sem fyrr segir kapltuli I íslands sögu, sem ástæðulaust er að gera lítið úr. Hún er hins vegar, eins og allt annað I landi okkar, undir þá sök seld sem felst I gjörbreyttum atvinnu- og þjóðlífsháttum óg gjörbreyttu al- mannaviðhorfi til gróðurverndar og uppgræðslu lands. Að ekki sé nú talað um lögmál markaðarins, framboðs og eftirspurnar, sem veg vísar inn I 21. öldina.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.