Morgunblaðið - 07.12.1997, Page 55

Morgunblaðið - 07.12.1997, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1997 55 % i Vönduð kristalsglös 15% jólaafsláttur er veittur af öllum vörum yfir 2.000,-kr. gegii stadgreiðslu SILI UKBÚUIX FÓLK í FRÉTTUM Neistann Jólabjallan 1997 Handmálaður safngripur úrpostulíni kr. 1.980,- Glcesileg postulínsstell vantar TÓNLIST Gcisladisku r ESKIMO Eskimo, geislaplata Jóhanns Helga- sonar. Öll lög eftir hann, textar eftir hann og Reg Meuross. Útsetningar eftir Jon Kjell Seijeseth og Jóhann. Stjóm upptöku: Jon. Stjóni upptöku á söng: Guðrún Einarsdóttir. Rindi gefur út. 1.999 kr. 43 mín. ÞETTA ER fimmta sólóplata Jóhanns Helgasonar, eins okkar reyndustu tónlistarmanna. Hann hefur víða komið við, var m.a. í hljómsveitinni Change, hefur unn- ið mikið með Magnúsi Þór Sig- mundssyni og oftsinnis tekið þátt í Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva. Jóhann hefur löngu sannað að hann er fær lagasmiður, t.a.m. með plötunni KEF sem hann sendi frá sér um síðustu jól. En með Eskimo, nýjustu plötu sinni, hefur hann skipt um stíl. Travelling Wilburys-poppið hefur vikið fyrir mjúkum og dauðhreinsuðum hljómi, sem minnir reyndar einna helst á þátttökulög í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva síðustu ár. Að mínu mati er það ekki góð þróun og ég veit ekki hvað veldur henni, en ugglaust hefur val á upptökustjóranum Jon Kjell Selje- seth eitthvað að segja. Jóhann er úrvals söngvari, með ómþýða og mjúka rödd sem fellur sem silkibindi að þeim slétta barmi sem tónlist hans er. Þó verður að segjast eins og er að enskan er honum ekki nógu töm á tungu, útkoman hefði orðið betri ef text- arnir hefðu verið á móðurmálinu. Lögin eru vel samin, en þau eru einum of slétt og felld. Einhvem neista vantar, sem t.d. er að finna í laginu Keflavíkumætur, sem Jó- hann samdi með Rúnari Júlíussyni og er á plötu þess síðarnefnda. Kannski er neistann að finna í útsetningunni. Besta lagið er Laugh or Cry sem minnir laga mest á fyrri verk Jóhanns; afar vel samið og grípandi popplag. Textar em eftir breska tónlist- armanninn Reg Meuross og em margir hveijir miklir bálkar, ágæt- lega samdir. Fáir em þó eftir- Morgunblaðið/RAX minnilegir eða ijalla um mikilsverð málefni, en það hefur að vísu hing- að til ekki verið talið æskilegt í dægurtónlist. Platan Eskimo er ekki í hópi bestu verka Jóhanns Helgasonar, enda þyrfti hún að vera góð til að falla í þann hóp. Hún er þó ljúf, kannski einum of ljúf, en unnend- ur þægilegrar og áreynslulausrar tónlistar verða ekki fyrir vonbrigð- um með hana. ívar Páll Jónsson Nákvæmni. Tækni er ekki eingöngu vísindi, heldur líka list. Allt frá því fyrsta Samurai sverðið var smíðað, hefur Japan verið þekkt fyrir að skapa heimsins vönduðustu tækni. Hjá EPSON trúum við á það að lifa í samræmi við þann orðstír, með því að gefa þér fremstu tækni og hafa þannig áhrif á líf þitt og starf. Skuldbinding okkar við stöðugar nýjungar hefur skipað EPSON afurðum sess í fylkingarbroddi tækninnar. PhotoReal™ blekdæluprentarar með einstakri EPSON Piezo kristaltækni eru að gerbylta heimi borðlitaprentara. Háþróuð tölvumyndspeglunartækni leysir sköpunargleði þina úr læðingi. Feikn skýr, hásamþjöppuð, margmiðla sýningarvél gæðir allar hugmyndir þínar lífi. EPSON, því tækni er líka list. http://www.epson.com EPSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.