Morgunblaðið - 30.12.1997, Side 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Almennar launa- og skattabreytingar um áramótin
Laun flestra hækka
um 4% um áramót
Persónuafsláttur lækkar úr 23.901 kr. í 23.360 1. janúar
Tveir
skiptu 30
milljónum
TVEIR heppnir eigendur miða
í Happdrætti Háskóla íslands
skiptu með sér 29,8 milljónum
þegar dregið var í Heita pottin-
um í gærkvöldi.
Fékk annar þeirra 13,2 millj-
ónir, þar sem hann átti fjóra
einfalda miða með sama núm-
erinu, en hinn fékk 16,6 milljón-
ir á trompmiða. Vinningsmið-
amir voru seldir í Reykjavík.
Jólagjöfun-
um skipt
MIKIL örtröð var fyrir utan versl-
un Hagkaups í Kringlunni í Reykja-
vík í gær og biðraðir mynduðust
þegar fólk kom til þess að skipta
bókum og öðrum hlutum sem það
hafði fengið í jólagjöf en hentuðu af
ýmsum ástæðum ekki.
Að sögn Páls Ársælssonar, versl-
unarstjóra sérvöru Hagkaups í
Kringlunni, er það ekki nýtt að
fyrstu virku dagamir eftir jól séu
erfiðir í stórum verslunum og telur
hann fjölda þeirra sem koma til
þess að skipta svipaðan og áður.
„Við reynum að Ieysa eins fljótt og
vel úr þessu og hægt er. í þeim til-
gangi settum við upp fjóra kassa
fyrir framan búðina og við hvern
þeirra eru þrír starfsmenn, þannig
að það eru tólf manns f þessu ein-
göngu,“ segir Páll.
ÖLL laun og launataxtar flestra
launþega landsins hækka um 4%
um næstu áramót samkvæmt
ákvæðum kjarasamninga sem gerð-
ir voru á árinu. Frá sama tíma
hækka einnig allar bætur almanna-
trygginga og bætur félagslegrar að-
stoðar um 4%, skv. reglugerð sem
heilbrigðis- og tryggingamálaráð-
herra hefur gefið út. Um áramót
lækkar tekjuskattshlutfallið í stað-
greiðslu um tæp 1,9%. Skattleysis-
mörk hafa verið óbreytt á árinu sem
er að líða en eiga að hækka um 2,5%
1. janúar nk. en á móti mun per-
sónuafsláttur lækka frá þessu ári úr
23.901 kr. á mánuði og verður
23.360 kr. samkvæmt upplýsingum
ríkisskattstjóra og fjármálaráðu-
neýtisins.
I kjarasamningum allra félaga og
landssambanda innan Alþýðusam-
bandsins og samningum flestra op-
inberra starfsmanna er kveðið á um
4% launahækkanir um þessi ára-
mót. Laun á almenna vinnumarkað-
inum breytast svo ekki aftur fyrr en
1. janúar 1999 en þá hækka laun í
flestum tilvikum um 3,5-3,65%.
Laun grunnskólakennara hækka
hins vegar aðeins minna en annarra
um áramót eða um 3,5% en þau
hækka aftur um 1,5% 1. ágúst nk. í
samningum flestra stéttarfélaga op-
inberra starfsmanna er gert ráð
fyrir að tekið verði upp nýtt launa-
kerfi á árinu og hækka laun viðkom-
andi starfsmanna yfirleitt um 1,5%
til viðbótar á komandi ári. Mánaðar-
laun meinatækna sem samið hafa
um nýtt launakerfi hækka heldur
meira um áramótin en flestra ann-
arra eða um 5,56% en laun þeirra
breytast ekki aftur fyrr en um ára-
mótin 1998/99.
70 þús. kr. Iágmarkslaun frá
áramótum
1. janúar tekur gildi regla sem
ASI og samtök vinnuveitenda
sömdu um í kjarasamningum um 70
þúsund kr. lágmarkstekjur fyrir þá
starfsmenn, 18 ára og eldri, sem
vinna fullar 173,33 stundir á mánuði
eða 40 stunda vinnuviku. Greiða
skal starfsmönnum sem ekki ná
þessum tekjum mánaðarlega upp-
bót á laun. VSÍ hefur beint þeim til-
mælum til félagsmanna sinna í
fréttabréfi samtakanna að þeir láti
alla starfsmenn í 50% starfshlutfalli
eða meira njóta þessarar reglu um
70 þúsund kr. lágmarkstekjur. Bent
er á í blaðinu að til launa í þessu
sambandi teljist allar greiðslur,
þ.m.t. hvers konar bónusar, álags-
og aukagreiðslur sem falla innan
173,33 vinnustunda.
Hátekjuskattur 7% frá 1. janúar
og barnabætur breytast
Um áramótin hækkar sérstakur
tekjuskattur, svokallaður hátekju-
skattur, úr 5% í 7%. Jafnframt
hækkar tekjuviðmiðun skattsins úr
234 þús. kr. í 260 þús. kr. hjá ein-
staklingum og úr 468 þús. í 520 þús.
hjá hjónum.
Vegna almennra skattalækkana
sem ákveðnar voru sl. vor og nú aft-
ur um áramótin jafngildir þessi
breyting því að hæsta skattþrep í
tekjuskattskerfinu lækki úr 47% í
45%.
Um áramótin koma einnig til
framkvæmda töluverðar breytingar
á barnabótakerfinu þegar almennar
bamabætur og tekjutengdur barna-
bótaauki verða sameinuð í eitt,
tekjutengt bamabótakerfi. Eiga
breytingarnar að leiða til þess að
tekjuskerðingarhlutföll bamabóta-
aukans lækki úr 15% í 11% með
þremur börnum eða fleiri, úr 11% í
9% með tveimur börnum og úr 6% í
5% með einu bami.
Morgunblaðið/RAX
Orsök eldsvoðans sem dró mann til dauða á Vopnafírði
Bensíni var blandað
við steinolíuna
Spáð bál-
hvössu
veðri um
land allt
VEÐURSTOFAN spáir miklu
hvassviðri um land allt í dag,
9-10 vindstigum og sumstaðar
jafnvel 11 vindstigum á austan
og suðaustan, að sögn Unnar
Ólafsdóttur, veðurfræðings.
„Það má búast við bálhvössu
veðri um allt land og það má
alveg reikna með því að innan-
landsflug falli niður,“ sagði
Unnur í samtali við Morgun-
blaðið í gærkvöldi. Hún gerði
ráð fyrir að hvassviðrið myndi
byrja suðvestan til í nótt og
færast norðaustur yfir landið í
dag. Þessu veldur mjög djúp
lægð nokkuð nálægt suðvest-
urströndinni, sem verður þar í
allan dag.
NIÐURSTÖÐUR rannsókna á sýn-
ishomum af steinolíu frá bensínstöð
umboðsmanns Olíufélagsins hf. á
Vopnafirði staðfesta að bensfn hefur
blandast saman við steinolíu í stein-
olíutanki stöðvarinnar. Þeir sem
hafa keypt steinolíu á bensínstöð
umboðsmanns Olíufélagsins hf. á
Vopnafirði á síðustu sex mánuðum
og hafa hana enn í vörslu sinni era
varaðir við notkun hennar.
Lögreglurannsókn stendur yfír á
ástæðum og afleiðingum blöndunar
bensíns í steinolíutankinn. Banaslys
varð á Vopnafirði um jólin þegar
eldur læstist í aldraðan mann sem
bætti steinolíu á lampa utan við hús
sitt. Hálfum mánuði áður eyðilagð-
ist hús mannsins í eldi sem kom upp
við svipaðar aðstæður.
Varað við steinoliu á
Vopnafirði
Steinolía verður mun eldfimari en
ella sé bensíni blandað í hana. Olíu-
félagið hf. hefur sent frá sér til-
kynningu þar sem varað er við
notkun steinolíu sem keypt hefur
verið hjá umboðsmanni félagsins á
Vopnafirði síðustu sex mánuði. Er
skorað á eigendur steinolíunnar að
skila henni til Olíufélagsins í skipt-
um fyrir nýja steinolíu.
„Olíufélagið hefur lagt mikla
vinnu í að rannsaka málið á eigin
vegum. Þrátt fyrir það liggur enn
ekki fyrir hvenær og með hvaða
hætti blöndunin hefur átt sér stað.
Lögreglurannsókn stendur yfir á
ástæðum og afleiðingum framan-
greindrar blöndunar. Olíufélagið hf.
mun leggja sitt af mörkum til að
mál þetta verði upplýst að fullu hið
fyrsta," segir í fréttatilkynningunni.
Geir Magnússon, forstjóri Olíufé-
lagsins hf., segir að félagið líti málið
mjög alvarlegum augum. Hann
kvaðst vera því ókunnugur hvort
búast mætti við skaðabótakröfum í
kjölfar þessa máls. Það væri í eðli-
legum farvegi í höndum yfirvalda.
Fargjöld í innan-
landsflugi að hækka
Uppsagnir
hjáFÍ
BÆÐI Flugfélag íslands og ís-
landsflug ætla að hækka far-
gjöld í innanlandsflugi á næsta
ári en hafa ekki viljað upplýsa
hve hækkunin verður mikil.
Fram kom í fréttum sjónvarps-
stöðvanna í gærkvöldi að
starfsfólk Flugfélags íslands
hefði fengið afhent uppsagnar-
bréf vegna endurskipulagning-
ar á rekstri félagsins.
Páll Halldórsson fram-
kvæmdastjóri Flugfélags ís-
lands staðfesti í gær að verið
væri að undirbúa breytingar á
fargjöldum en mjög skiptar
skoðanir væra hjá Flugfélagi
Islands um upphæðir og skil-
mála. Að sögn Ómars Bene-
diktssonar, framkvæmdastjóra
Islandsflugs verða fargjöld fé-
lagsins hækkuð seinnipartinn í
janúar. Skiptar skoðanir séu
um breytingarnar innan félags-
ins en ljóst sé að þær leiði ein-
hverja hækkun af sér.
Landi upp-
tækur á
Flúðum
LÖGREGLAN á Selfossi
gerði upptæka um 140 lítra af
gambra, 15 lítra af landa og
fullkomin suðutæki í húsi á
Flúðum í gær. Einn maður er
granaður um að eiga landann
og tækin. Ekki er ljóst hvað
hann hefur lengi stundað iðju
sína.
Brotist hefur verið inn í all-
marga sumarbústaði á Suður-
landi síðustu daga. Litlu fé-
mætu hefur verið stolið, en
talsverðar skemmdir hafa hins
vegar verið unnar á nokkrum
bústöðum. Skemmdir voru
unnar á þremur bústöðum í
Asabyggð, fjóram í Norður-
kotslandi og bústöðum í Önd-
verðarnesi.
Þá var lögreglunni á Selfossi
tilkynnt um eld við félagsmið-
stöðina í Hveragerði í gær-
kvöldi. í Ijós kom að eldur
hafði verið kveiktur við úti-
hurð. Eldurinn var slökktur
áður en hann olli miklu tjóni,
en hann hafði þó náð að læsa
sig í klæðningu.
Flugeldur inn
um gluffffa
FLUGELDUR fór mn um
glugga á húsi við Rósarima í
Reykjavík í gær og kveikti þar í
gluggatjöldum og olli meiri
skemmdum á baðherbergi.
Engin slys urðu þó á fólki.
Lögi-eglan í Reykjavík brýn-
ir fyrir fólki að fara með gát
þegar skoteldar era annars
vegar og að fylgjast með að
börn séu ekki að fikta við
heimagerðar sprengjur. Segir
lögreglan að óvenju mikið hafi
verið um smábrana og óhöpp
sem rekja megi til skotelda og
ljóst sé að menn verði að taka
sig á í þessum efnum.
Biskupa-
skipti um
áramót
VIÐHÖFN verður á Biskupsstofu
föstudaginn 2. janúar kl. 10 þega1-
Karl Sigurbjörnsson, verðandi bisk-
up íslands, tekur við embættinu sf
Ólafi Skúlasyni.
Karl Sigurbjömsson kvaddi söfn-
uð sinn með messu í Hallgrímskirkj11
síðastliðinn sunnudag og á gamlárs-
dag messar Ólafur Skúlason í Bu'
staðakirkju kl. 18. Fyrsta messa
Karls sem biskups verður í Dóffl-
kirkjunni á nýársdag kl. 11.