Morgunblaðið - 30.12.1997, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 30.12.1997, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1997 9 í FRÉTTIR Ástþór Magnússon á heimleið frá írak Flutti sjúka stúlku til Hollands ÁSTÞÓR Magnússon, stofn- andi samtakanna Friðar 2000, flaug frá Irak á sunnudag og lenti í Amsterdam snemma í gærmorgun. Með sér flutti hann fimm ára gamla íraska stúlku, sem þjáist af alvarleg- um sjúkdómi, og hyggjast sam- tökin Friður 2000 leita henni lækninga á sjúkrahúsi í Amst- erdam. Sagt var frá stúlkunni, sem heitir Amal Saeed, og veikind- um hennar í fréttaþætti sjón- varpsstöðvarinnar CNN á að- fangadag. Sjúkdómur hennar veldur lífshættulegum bólgum í kvið og ekki var hægt að veita henni læknismeðferð í Irak. Auk þessa þjáist hún af næringarskorti. Saddam bíður betri tíma Ástþór sagði í símtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að sérfræðingur á sjúkrahúsinu í Amsterdam, þar sem stúlkan er nú til skoðunar, hefði sagt að hann hefði aldrei á ævinni séð jafn slæmt tilfelli. „Þetta er einhver erfðasjúkdómur, sem á að vera hægt að halda niðri og spurning hvort hægt er að lækna hann alveg. Ef hún hefði ekki komist undir læknis hendur nú hefði hún væntan- lega verið látin eftir mjög skamman tíma,“ sagði Ástþór. Til stóð að Ástþór hitti Sadd- am Hussein en af því varð ekki. „Það verður að bíða betri tíma. Við fórum fyrr en við ætluðum frá Irak vegna þess að litla stúlkan varð að ganga fyrir. Við vildum reyna að bjarga henni og vonandi tekst það,“ sagði hann. Viðskiptabannið kemur niður á almenningi en ekki Saddam Ástþór dvaldi í írak í þrjá daga ásamt aðstoðarmönnum sínum og vakti koma þeirra mikla athygli erlendra fjöl- miðla. Með í för var jólasveinn sem dreifði gjöfum og lyfjum til barna. Ástþór gagnrýndi í ferðinni harðlega viðskipta- bannið gegn írak. „Viðskiptabannið kemur ekki niður á Saddam, heldur almenningi í landinu, og al- menningur hefur ósköp lítil áhrif á það hvað Saddam gerir eða gerir ekki. Þess vegna beini ég orðum mínum til hins vestræna samfélags um það að létta þessu viðskiptabanni vegna þess að það þjónar ekki þeim tilgangi sem ætlunin var. Því var ætlað að fá fólkið í Irak til þess að rísa upp gegn Saddam og koma honum af stóli, en í raun er þetta að skapa mikla reiði meðal fólks og það má segja að þetta sé orðinn ræktunargarður fyrir hryðjuverkamenn og hernað- arlegar aðgerðir. Það getur vel verið að viðskiptabannið hafi átt rétt á sér þegar það var sett á í fyrstu, en það hef- ur bara komið í ljós að það virkar ekki og er farið að hafa þveröfug áhrif,“ segir Ástþór, sem er væntanlegur aftur til Islands í dag en fulltrúar Frið- ar 2000 í Amsterdam munu fylgjast áfram með litlu stúlk- unni á sjúkrahúsinu. Ofriður á heimilum LÖGREGLAN í Reykjavík átti nokkuð annríkt um helgina í kjöl- far jólahátíðarinnar og var víða kölluð til að stilla til friðar á heim- ilum. Sagði Ómar Smári Ármans- son aðstoðaryfirlögregluþjónn að svo virtist sem ekki hefðu allir náð að tileinka sér boðskap jól- anna um frið og náungakærleika. Mörg útköll lögreglu þessa hátíðardaga voru vegna bágbor- ins ástands á heimilum. Oft hafði komið upp ósætti milli heimilis- fólks eða jafnvel komið til átaka. í sumum tilvikum hafa nágrann- ar þurft að hlusta á langvarandi rifrildi milli einstaklinga áður en ákveðið er að fá lögreglu til að grípa inní atburðarásina. Áðfaranótt sunnudags kærði maður konu fyrir að hafa stung- ið sig með hnífi í bakið. Höfðu þau bæði verið í samkvæmi í Kópavogi þegar konan réðst að manninum en hann kærði ekki atburðinn fyrr en klukkustund síðar þegar hann var kominn til síns heima. Þá var mun meira um ölvunar- akstur nú um jólin en t.d. í fyrra. Voru 15 teknir grunaðir um ölv- un við akstur en yfir hátíðsdag- ana á síðasta ári voru þrír grun- aðir um ölvunarakstur. Suðurnesjamenn Hættir að reykja? I dag 20% afsláttur af nikótínlyfjum frá Nicorette® NICORETTE Við stöndum meðþér P JAPÓTEK X, ÍSUÐURNESJA ^ HRINGBRAUT 99 - SÍMI 421 6565 Reuters FAÐIR fimm ára gömlu stúlkunnar, Amal Saeed, ber hana úr flug- vél Friðar 2000 í sjúkrabö á Schipholflugvelli í Hollandi í gærmorgun. Festujeppa í Stein- holtsá LÖGREGLAN á Hvolsvelli dró jeppa tveggja Þjóðveija úr Stein- holtsá við Þórsmörk í fyrrinótt. Hafði jeppinn fest í ánni og voru ferðamennimir á gangi í eina fimm tíma áður en þeim barst hjálp. Veður var gott og ekkert amaði að mönnunum, en samkvæmt upp- lýsingum lögreglunnar hafði orðið misskilningur milli Þjóðverjanna og annarra ferðalanga sem þeir hittu varðandi kall eftir hjálp. Þeg- ar jeppinn festist í ánni yfirgáfu Þjóðverjarnir hann og héldu gang- andi til að leita hjálpar. Hittu þeir fyrir ferðafólk sem þeir ætluðu að koma myndi boðum til lögreglu um aðstoð. Það hafði hins vegar ekki orðið og því höfðu þeir sjálfir sam- band alllöngu seinna. Fór lögregl- an inneftir og dró bíl þeirra upp. BALLETTSKOLI Skúlatúni 4 Kennsla hefst á ný laugardaginn 10. janúar Endurnýjun skírteina föstudaginn 9. janúar frá kl. 17.00 - 19.00. Getur bætt við sig nýjum nemendum. Nánari upplýsingar í síma 553 8360. Félag íslenskra listdansara Póst- og fjarskiptastofnun auglýsir eftir umsóknum um rekstrarleyfi til að starfrækja DCS-1800 farsímanet og þjónustu. Tilboðsgögn verða afhent á skrifstofu stofnunarinnar Smiðjuvegi 68-70 í Kópavogi gegn skilatryggingu að upphæð kr. 10.000. Skrifstofan verður opin daglega frá kl. 8.30 til 16.30. Frestur til að leggja inn umsóknir er til 13. Febrúar 1998.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.