Morgunblaðið - 30.12.1997, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 30.12.1997, Qupperneq 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1997 MORGTJNBLAÐIÐ ERLENT Þúsundir indíána hafa flúið heimili sín í Mexíkó í kjölfar fjöldamorðs í Chiapas-héraði Deilt um ástæður morðanna Polho, San Cristobal de Las Casas. Reuters. ÞÚSUNDIR índíána í Chiapas-hér- aði í suðurhluta Mexíkó hafa flúið heimili sín af ótta við árásir vopn- aðra hersveita eftir að 45 manns voru myrtir í þorpinu Acteal í byrj- un síðustu viku. Mireille Racatti, formaður mexík- önsku mannréttindasamtakanna, sagði að 3.500 flóttamenn hefðu komið til bæjarins Polho á laugar- dag og Domingo Perez Paciencia, forseti uppreisnarráðs Zaptista- hreyfingarinnar í Chenalho, sagði 8.000 manns, á flótta undan vopnuð- um mönnum, vera í bænum. Fjölskyldudeilur sagðar orsökin Talsmaður skrifstofu ríkissaksókn- ara tilkynnti á fóstudag að 16 menn hefðu verið handteknir í tengslum við rannsókn málsins auk þess sem máli tveggja unglinga hafi verið vísað til viðeigandi yfirvalda. Einnig kom frarn í tilkynningunni að 24 til viðbótar yrðu sennilega handteknir innan nokkurra daga. Þá voru öflugar hersveitir fluttar til hér- aðsins á fimmtudag til vemdar óbreyttum borgurum. Herflutningar og handtökur eru þó ekki sögð hafa róað flóttafólkið, sem er af Tzotzil- ættbálki. Jorge Madrazo ríldssak- sóknari sagði á fundi með frétta- mönnum í Mexíkóborg á föstudag að ástæður tilræðisins væru fjöl- skyldudeilur sem gengið hafi frá kynslóð til kynslóðar og snemst að mestu um stjórnmálaleg og efna- hagsleg völd. Hann tók þó fram að áfram yrði unnið að rannsókn málsins og því hvemig árásarmennirnir hafi kom- ist yfir AK-47 skotvopn sem einung- is em ætluð hernum. A laugardag var síðan borgarstjóri Chenalho handtekinn og ákærður fyrir að hafa útvegað árásarmönnunum vopnin. Skýringum stjómvalda um fjöl- skyldudeilur hefur verið tekið með mikilli tortryggni og m.a. hefur ver- ið bent á að herflutningar séu sterk viðbrögð við fjölskyldudeilum. Þá hefur aðgerðarleysi stjómvalda vakið upp spurningar en prestur á svæðinu hringdi tvisvar á skrifstofu héraðsstjóra á meðan á umsátrinu stóð og bað um aðstoð. Julio Cesar Ruiz Ferro héraðsstjóri segist hafa bragðist við með því að hringja í lögreglu en fengið þar þær upplýs- ingar að allt væri með felldu. Há- værar kröfur hafa verið á lofti um Reuters MOTMÆLENDUR söfnuðust saman fyrir utan lieimili Ernestos Zedillos, forseta Mexíkó, á sunnudag til að mdtmæla fjöldamorðinu í Acteal í Chiapas-héraði í síðustu viku. að Ruiz og Emilio Chuayffet innan- ríkisráðherra segi af sér í kjölfar til- ræðisins. Þeir segjast hins vegar ekki hafa neitt slíkt í hyggju. Bent á stjdrnvöld Sjónarvottar að árásinni segja að árásarmennirnir, sem allir vora klæddir bláum einkennisbúningum, hafi beðið Guð um velgengni áður en þeir hófu árásina og haldið sigur- reifir á braut eftir blóðbaðið sem stóð í fimm tíma. A meðal hinna föllnu, sem margir vora skotnir í bakið, vora 14 böm og 21 kona, þar af fjórar vanfærar. Þetta var mesta blóðbað sem orð- ið hefur frá því blóðug uppreisn indíána hófst í héraðinu í janúar ár- ið 1994. Mannréttinndahreyfingar og þeir sem komust lífs af úr árásinni hafa bent á hersveitir sem njóti stuðnings Byltingarflokksins, stjómarflokks landsins. Hugo Tra- jillo, leiðtogi friðarhreyfingarinnar CNOP, segir að útskýringum stjórnvalda sé ætlað að draga at- hygglina frá því sem raunverulega sé að gerast. Romo Cedano, sem starfar hjá mannréttindamiðstöð- inni FBCHR í San Cristobal de Las Casas, segir að um hljóðlátt stríð sé að ræða þar sem herinn og ríkis- stjórnin standi sameinuð gegn indíánum sem flestir styðji Zapatista-hreyfinguna sem berst fyrir réttindum þeirra. Cedano heldur því einnig fram að stjórnvöld hafi staðið fyrir árásinni á Acteal í þeim tilgangi að kalla fram viðbrögð Zapatista og réttlæta herflutninga til svæðisins. Clausen, 8 ára Rey'kiavík Herdis er semhlutuFr Pósts og s munnámið Söagkoaa? Framtíðarböm og Póstur og sími hófu í vetur samstarf um að styrkja æsku landsins til náms í tölvu- og upplýsingatækni. Framtíðarböm er alþjóðlegur tölvuskóli fyrir böm á aldrinum 4 -14 ára. Námsefnið byggist á þemavinnu þar sem bömin vinna með tölvur og fræðast um tölvutengt efni á skemmtilegan og skapandi hátt. Nýskráningu í skólann fylgiz... ... kvöldnámskeið fyrix mömmu og pabba, i boði Pósts og síma, þaz sem Inteznetið og notk- nn þess vezðuz kynnt Útibú skólans em í Reykjavik, Keflavík, Vestmannaeyjum og á ... afsláttuz af Intemets- ísafirði og Akureyri. Einnig er kennt í gmnnskólanum í Sandgerði. áskzift hjá Pósti og síma Upplýsirigdr og skráaiog er í símd 553 3322 . Fzamtíðazbaznaboluz RAMTÍDARBÖRN Kaunda 1 hung- urverkfalli Lusaka, Höfðaborg. Reuters. KENNETH Kaunda, fyrrverandi forseti Zambíu og leiðtogi UNIP, helsta stjórnarandstöðuflokks lands- ins, er sagður veikburða vegna hungurverkfalls. Kaunda, sem er 73 ára og var handtekinn á jóladag, hef- ur sagt lögfræðingum sínum og fjöl- skyldu að hann hyggist hvorki bragða vott né þurrt fyrr en ákæra hafi verið lögð fram á hendur sér. Kaunda, sem enn hefur ekki verið ákærður, er í haldi í rammgerðu fangelsi í borginni Kabwe í miðhluta Zambíu. Hann mætti til stuttrar yf- irheyrslu á fóstudag og átti aftur að mæta fyrir rétti í gær. Kelly Walubita, utanríkisráð- herrra Zambíu, hefur staðfest við er- lenda stjómarerindreka að handtaka Kaunda tengist uppreisnartilraun nokkurra liðsforingja fyrir tveimur mánuðum, en þeir eru taldir hliðholl- ir honum. Bæði Kaunda, sem nýlega sneri heim eftir að hafa yfirgefið landið áður en uppreisnartilraunin var gerð, og UNIP hafa staðfastlega neitað nokki'um tengslum við upp- reisnarmenn. Leiðtogar Bandaríkjanna, Bret- lands og Líbýu hafa harðlega mótr mælt því að Kaunda sé hafður í haldi án ákæra. Þá hafa leiðtogar ná- grannaríkjanna þegar hafið tilraunir til að fá Frederick Chiluba, forseta landsins, til að finna friðsamlega lausn á málinu. Stan Mudenge, utan- ríkisráðherra Zimbabwe, fór til fund- ar við hann á sunnudag með skilaboð frá Robert Mugabe, forseta Zimbabwe og formanni Einingarsam- taka Afríkuríkja (OAU). Þá mun Juli- us Nyerere, fyrrvemadi forseti Tanz- aníu, halda til Zambíu í dag þar sem hann mun reyna að miðla málum. Kommiínistaflokkur Víetnams Herforing’i skip- aður formaður Ilanoi. Reuters. EINN af áhrifamestu mönnum innan víetnamska hersins hefur verið skip- aður formaður víetnamska kommún- istaflokksins en það er valdamesta pólitíska staða landsins. Undirhers- höfðinginn Le Kha Phieu, tekur við af hinum áttræða Do Muoi sem hefur sagt af sér stöðu sinni í miðstjóm og forsætisnefnd flokksins. Phieu er lítt þekktur utan heima- landsins og hefur litla reynslu í efna- hagsmálum. Hann hefur áður varað við hættunni á því að utanaðkomandi öfl hyggist stuðla að efnahagslegu og stjórnmálalegu frjálsræði til að grafa undan kommúnisma og hefur hvatt herinn til að vera á varðbergi gagn- vart „heimsvaldasinnum" sem hvetji til óróa og eyðileggi sósíalisma. Telja vestrænir sendimenn í Víetnam að Phieu sé Phieu sé afar flokkshollur og ekki líklegur til að stuðla að efna- hagsumbótum. Nú blasir hins vegar við mesta efnahagskreppa sem Ví- etnamar hafa staðið frammi fyi-ir frá því að þeir hófu efnahagsumbætur á síðasta áratug. A flokksþinginu um helgina, þar sem Phieu var skipaður, lýsti flokkurinn yfir áhyggjum sínum vegna bágrar samkeppnisstöðu ví- etnamsks iðnaðar, lítils sparnaðar, spillingar og meiri munai- á tekjum milli héraða. Því er ljóst að Phieu bíður erfitt verkefni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.