Morgunblaðið - 30.12.1997, Síða 31

Morgunblaðið - 30.12.1997, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1997 31 Að BÆKUR II e i I s u b 6 k HÆTTUM AÐ ELDAST Að halda sér ungum og heilbrigð- um með réttu mataræði, bætiefn- um og jurtum. Eftir Jean Carper. Þýðandi Ari Halldórsson. títgef- andi Urður 1997. HÆTTUM að eldast er fyrirferð- armeiri bók en stallsystur hennar aðrar, hátt á fjórða hundrað síður, með skýru letri. í inngangi segir að yngingarefni séu til og innan seil- ingar. Þar er sagt að hnignunin sem eigi sér stað þegar fólk eldist sé að stórum hluta hörgulsjúkdómur sem hefjist á fullorðinsárum, nái sér á strik um miðjan aldur og aukist hröðum skrefum eftir fimmtugt. Þrennt fínnst mér einkenna bók- ina. I fyrsta lagi: Hún er skrifuð af blaðamanni en ekki fræðimanni. Reyndar mun Jean Carper hafa sérhæft sig í skrifum um mataræði og heilsu og gefíð út nokkrar bækur á þessu sviði. Hún byggir bókina á fróðleik sem hún hefur safnað sam- an úr greinum í bókum og tímarit- um en einnig hefur hún rætt við fjölmarga vísindamenn og lækna, aðallega í Bandaríkjunum. Annað: Islendingur hannar eftirmynd reikistjarna BERGSTEINN Ásbjörnsson, sem búsettur er Násbyen i Sví- þjóð, hefur verið fenginn til að hanna eftirmynd reikistjörn- unnar Plútó og fylgitunglsins Karon, sem sett verður upp í Dellenbygden, sem er um 300 km frá Stokkhólmi. Verkið er hluti risastórs verkefnis sem verður tilbúið á næsta ári, er Stokkhólmur verður menning- arhöfuðborg Evrópu. Verkefnið á að vera eftir- mynd sólkerfisins. Miðpunktur þess, sólin, verður í Iíki sýning- arhallarinnar Globen í Stokk- hólmi. Reikistjörnunum er dreift um byggðir Svíþjóðar. Plútó kom í hlut Dellenbygden og var Bergsteinn fenginn til verksins. I samtali við Dellen- magasinet lýsir Bergsteinn verki sínu sem tveimur þriggja metra háum, hvelfdum múrum, sem myndi tákn óendanleikans. Op er á múrunum og inni í þeim eru líkön af Plútó og Karon. Búist er við að verkið verði tilbúið um mitt næsta ár. vera ungur Fjölmargar kenningar ei-u skýrðar og höfundi er mjög í mun að koma sem flestum á framfæri, en þær sem virðast vera efstar á vinsældalistan- um eru um andoxunar- efni (svo sem C-vítamín, E-vítamín og beta- karótín) og svokallaðar stakeindir (stakeind heitir öðru nafni oxari). Ein ráðleggingin segir: Taktu á sprett og leit- aðu að andoxunarefti- um, viljir þú sigrast á villimannlegum stak- eindum sem ræna þig æskunni (bls 16). Þá veiztu það. Þriðja: Mataræði gengur eins og rauður þráður í gegnum allt og það sem virðist standast bezt tímans tönn eru fæðutegundir sem lengi hafa fýlgt mannkyninu og má kalla óunnin matvæli, svo sem fískur, baunir, hvítlaukur, gi-ænmeti, ávext- ir, gi'jón, ólífuolía, te og rauðvín, svo eitthvað sé nefnt. Mér datt nú í hug þegar þetta lá fyrir að auðvitað þurfi maður svo sem ekkert annað, því þarna er upptalið allt sem hugurinn girnist. Allnákvæmlega er farið í umræðu um hin ýmsu vítamín og snefilefni og hvernig þau geta tengzt sjúkdómum og elli. Af og til birtast í bókinni gráir fletir þar sem tí- unduð eru ráð ýmissa þekktra vísindamanna við öldran og hvað hver þeirra um sig tekur inn daglega af tilteknum vítamínum, steinefnum eða hitaeiningum. Sem dæmi má nefna að þekktur prófessor, nú 71 árs, tekur daglega 1.000 mg af C-vítamíni en annar mælir með 300 mg. Prófessorinn tekur 100 míkrógrömm af Selen, en Andrew Weil frá Ai'izona vill að þau séu 200. Og hvernig á svo saklaus Pétur eða Páll á Islandi að ráða fram úr þessu? Kannski affarasælast sé að fylgja meðmælum okkar íslenzka Mann- eldisráðs og vera ekki að stressa sig allt of mikið yfir þessu. Sé hvert snefílefni orðið svona mikið áhyggjuefni og næstum því að verða fullt staif að hafa það á hreinu hvað maður er að láta ofan í sig þá er helzt til langt gengið. Aðalatriðið hlýtur að vera að neyta fjölbreyttrar fæðu, hreyfa sig nægilega og rækta lífgleðina. Þá er líka í lagi að eldast. Katrín Fjeldsted Jean Carper Tímamótasamning- ur við New York- fíiharmóníuna STJÓRN Fílharmóníunnar í New York og fulltrúar hljóðfæraleikara hafa komist að samkomulagi, sem sérfræðingar segja að kunni að leiða til meiri sáttar í tónlistar- heiminum, þar sem verkfóll og launadeilur eru daglegt brauð, að því er segir í The New York Times. Samningurinn er til sex ára og var gerður tæpu ári áður en gamli samningurinn rann út. Er þetta lengsti gildistími samnings sem gerður hefur verið við hljóðfæra- leikara sinfóníuhljómsveitar. Sam- kvæmt honum hækka lágmarks- árslaun hljóðfæraleikaranna upp í rúma 100.000 dali, rúmar 7 millj- ónir ísl.kr. Flestir tónlistarmenn hafa þó gert samninga um enn hærri laun. Samningar stóðu yfír í mánuð, en gengið var til þeirra vegna þeirrar verkfallsöldu sem riðið hefur yfír sinfóníuhljómsveitir í Bandaríkjunum, m.a. í Atlanta, San Francisco og Philadelphia, auk þess sem verkfall var yfirvof- andi í New York og Cleveland. Með samningnum er tryggður vinnufriður í New York næstu sjö árin. Bill Moriarity, talsmaður hljóð- færaleikaranna í New York-fíl- hai'móníunni, lýsti ánægju með samninginn. Á þrjátíu ára ferli sínum hefði hann aldrei séð samn- inga takast svona fljótt. Spáði hann því að samningurinn yrði gi-undvöllur samninga við tónlist- armenn víðar í Bandaríkjunum. Hljóðfæraleikararnir og stjórn fíl- harmóníunnar eru sammála um að ástæða þess að samningar tókust svo fljótt og vel sé sú ákvörðun að sleppa öllum smærri deilumálum og einbeita sér að aðalmálunum; laununum og heilsugæslu. Ekki var hróflað við gildandi samkomu- lagi um vinnutíma, ferðalög og æf- ingar. Drengurinn er alltaf einn KVIKMYNPIR Regnboginn og Sam bíóin ALEINN HEIMA 3 „HOME ALONE 3“ ★★% Leikstjóri: Raja Gosnell. Handrit: John Hughes. Kvikmyndatöku- stjóri: Julio Mestres. Tónlist: Nick Glennie-Sniith. Aðalhlutverk: Alex D. Linz, Haviland Morris, Olek Krupa, Rya Kihlstedt, David Thornton og Lenny Von Dohlen. 20th Century Fox. 1997. ALEINN heima 1 og 2, gaman- myndirnar um strákinn sem aleinn fæst við óþjóðalýð heima hjá sér með hinum spaugilegasta hætti, hafa not- ið gríðarlegra vinsælda og því hefur þótt ástæðulaust að hætta fram- leiðslu þeirra. Mynd númer þrjú er jólamynd i Bandaríkjunum og á ís- landi en í þessari þriðju mynd serí- unnar hefur nýr strákur, Alex D. Linz, tekið við því hlutverki að sitja aleinn heima og ferst honum það ágætlega úr hendi að gera óþokkun- um erfítt um vik. Sem fyrr er búinn til minniháttar söguþráður fyrir myndina til þess að hengja á „slap-stick“ brandarana eða hina sjónrænu brandara sem eiga rætm' í þöglu myndunum en eru kenndir helst við teiknimyndirnar um Tomma og Jenna í seinni tíð. Þjófstolinn tölvukubbur kemst í hendur hins unga Alex með nýjum fjarstýrðum leikfangabíl og þess er ekki langt að bíða að þeir sem rændu kubbnum komast að því hvar hann er niðurkominn. Þeir herja á Alex, sem skilinn er eftir einn heima eins og venjulega, en hann hefur lagt fyi'- ir þá gildrur nokki'ai' og allar slæm- ar. Þriðja myndin er algjör endur- tekning hinna tveggja en það er eins og maður fái seint leið á hrakfalla- bröndurunum ekki frekai' en á Tomma og Jenna. Teiknimyndaof- beldið framkallar alltaf hlátur og höfundar myndai'innar með John Hughes í farai’broddi hafa verið iðnir við að fínna sniðugar og sársauka- fullai' gildrur fyrir óþokkana. Allt er þetta sárasaklaust grín, enginn virð- ist meiðast af neinu viti þrátt fyrir ógurlegar hamfarir, og allt fer vel að lokum eins og endranær. Alex D. Linz stendur sig prýðisvel í hlutverki hins uppfinningasama drengs sem alltaf er einn og skemmtigildi myndarinnar er ótví- rætt. Hins vegar er spurning hversu lengi hægt er að halda því úti að segja sömu brandarana í mynd eftir mynd. flugeldamarkaður hjálparsveita skáta á Malarhöfða íwftSÍÍíSj^H Mt»*arhöföa ,nu Slrl'íS**"' i'! S*lí,^W"90 Solbeiniuai Við Nóatún " húsinu Bílabúð Benna •■andsbjargarhúsié Vié hlið Vesturöjf l"»9ave9i |78” ^íduniáfa 28 Snt,0b?ði""i Sitorrabrauf LANDSBJORG Landssamband björgunarsveita luaaginn 10-22 10-16 mar: Arnaldur Indriðason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.