Morgunblaðið - 30.12.1997, Page 49

Morgunblaðið - 30.12.1997, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR PRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1997 49 + var mikill uppgangur í frjálsíþrótt- um og ný verkefni bættust við. Kyn- slóðaskipti voru í keppnisliði frjáls- íþrótta um það bil sem hann tók við forystu sambandsins. Undir hans forystu voru teknar upp margar nýjungar og þar á meðal þátttaka Islands í Kalottkeppninni, keppni í frjálsíþróttum meðal þjóða í norður- hluta Skandinavíu og á íslandi, sem ótvírætt var hvetjandi íyrir áhuga fjölda manns á frjálsíþróttum. Óhætt er að segja að sú keppni hafi lagt grunn að nýrri uppsveiflu í íþróttinni sem varð í stjómartíð Arnar. Nefna má annað verkefni sem hafið var meðan Öm var við stjórnvölinn, þ.e. þríþraut Æskunn- ar og FRÍ, sem var fyrsta bama- og unglingakeppni á landsvísu. Öm var góður stjómandi, vel liðinn og vissi vel hvað formanni tilheyrði. Hann var óeigingjam á tíma sinn en kunni jafnframt að nýta sér eiginleika og vinnuframlag annarra í þágu íþrótt- arinnar. Öm lét sér ekki nægja að stýra félagsmálum sambandsins, hann var einnig áhugasamur skrásetjari af- reka og var virkur í félagsskap al- þjóðlegra afkrekaskrármanna. Öm var líka virtur meðal kollega sinna erlendis, hvort sem var á Norður- löndunum, í Evrópu eða á vegum Al- þjóðafrjálsíþróttasambandsins. Öm var af Alþjóðafrjálsíþróttasamband- inu kjörinn í hóp örfárra svonefndra „Veterans of IAAF“ árið 1986, en þann heiður hljóta einungis þeir sem um langan aldur hafa verið virkir forystumenn á innlendum og erlend- um vettvangi. Þennan heiður hefur enginn annar íslendingur hlotið. Þrátt fyrir langan feril innan íþróttahreyfingarinnar dofnaði áhuginn síður en svo á framgangi frjálsíþrótta. Hann spurðist sífellt fyrir og gagnrýndi það sem honum sýndist þurfa. Öm var ekki síður hvetjandi og var óþrjótandi upp- spretta hugmynda og aðgerða. Rit- störf vora honum einnig hugleikin og var hann óþreytandi að skrifa greinar og frásagnir um íþróttir og þá sérstaklega frjálsíþróttir. A sjötta áratugnum stóð hann ásamt öðmm fyrir útgáfu íþróttablaðs og þykja eintök af þeim kostagripir nú. Óm var að ljúka við ritun bókar sem til stóð að gefa út í tilefni 50 ára afmælis Frjálsíþróttasambandsins. Fyrir frjálsíþróttahreyfinguna er mikill sjónarsviptir að Emi. Fram- lag hans til frjálsíþróttahreyfingar- innar verður seint fullmetið og þakkað. Það er okkur, sem störfum að félagsmálum innan íþróttahreyf- ingarinnar ljóst, að án stuðnings frá sínum nánustu er útilokað að sinna félagsmálastarfi á borð við það sem Öm Eiðsson gerði. Þann stuðning hafði Öm vissulega og á eftirlifandi kona hans, Hallfríður Freysteins- dóttir, drjúgan þátt í því starfi. Að lokum vil ég, fyrir hönd Frjálsíþróttasambands íslands, færa eiginkonu hans, Hallfríði, og bömum þeirra þakkir fyrir stuðn- ing þeirra við frjálsíþróttahreyfing- una í landinu og samúðarkveðjur á sorgarstund. Jónas Egilsson, formaður. Melavöllurinn, þar sem nú stend- ur Þjóðarbókhlaða, var höfuðból íþrótta á íslandi um miðja öldina. Þar æfðu og kepptu allir bestu íþróttamenn landsins og þar komu forustumennimir, fylgdust með og réðu ráðum sínum. Við þessar að- stæður, fyrir rúmum 40 ámm, man ég fyrst eftir Emi Eiðssyni. Faðir minn Jakob V. Hafstein var þá for- maður íþróttafélags Reykjavíkur og Öm formaður frjálsíþróttadeild- arinnar og hittust þeir oft á Mela- vellinum. Fékk þá pollinn átta til tíu ára gamall oft að fljóta með. Á þeim árum, eins og oftast, var ÍR öflug- asta frjálsíþróttafélag landsins og stýrði Öm þeim málum af dugnaði, áræði en þó festu. Þetta var á þeim árum sem Clausen bræður og félag- ar gerðu garðinn frægan og síðan Vilhjálmur Einarsson og Valbjörn Þorláksson, svo einhverjir séu nefndir. Frjálsar íþróttir stóðu í miklum blóma og því forustuhlut- verkið vandasamt. Það kom því fljótt að því að Öm var fenginn til frekari forastustarfa og var hann kosinn í stjóm Frjálsí- þróttasambans íslands og átti þar sæti í tæp 30 ár og þar af formaður þess í 16 ár, eða lengur en nokkur annar. Um svipað leyti var hann kjörinn í ólympíunefnd íslands og sat í stjóm nefndarinnar í um 20 ár. Á þeim vettvangi lágu leiðir okkar saman og var það samstarf mér ómetanlegt. í formanns tíð minni í Óí, tók Örn að sér útgáfu og kynn- ingamefndina og leysti það verkefni af stakri prýði og betur en þeir sem áður sinntu því. Öm reyndist mér ráðagóður, hann var heiðarlegur og hreinskiptinn, hann kunni söguna og benti mér á ýmislegt sem betur mátti fara. Sjálfsagt hefur hvoragan okkar granað það fyrir rúmum 40 áram, að við ættum eftir að vinna saman. Og þó svo að nokkur sam- skápti væra milli okkar, þegar Örn var formaður FRI og ég formaður HSÍ, eins og oft er á milli forastu- manna sérsambanda íþróttahreyf- ingarinnar, þá lágu leiðir saman og var samstarfið mjög ánægjulegt og minningin mér dýrmæt. En þó íþróttimar skipuðu háan sess hjá Emi vora áhugamálin fleiri. Öm var jafnaðarmaður og starfaði fyrir Alþýðuflokkinn um áratuga skeið. Þar var hann einnig kvaddur til forastu, sat í flokks- stjóm og var kjörinn til setu í bæj- arstjóm Garðabæjar. Naut hann álits sem slíkur jafnt hjá samherj- um sem mótherjum, enda ráðagóð- ur og sanngjam í allri samvinnu. Hálfum mánuði fyrir andlát Arn- ar heimsótti ég hann. Ljóst var að hverju stefndi. Margt var skrafað á þessum síðasta fundi okkar um íþróttir, stjómmál, lífið og tilverana og margt fleira. Enginn má sköpum renna. Er nú góður vinur genginn og er hans mikið saknað. En mestur er þó söknuður hjá fjölskyldu Am- ar, eiginkonu, bömum, tengdabörn- um og bamabömum. Þeirra er missirinn mestur og það rúm sem Öm skilur eftir verður ekki fyllt. Fjölskyldu hans sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Minn- ing um góðan dreng mun lifa. Júlíus Hafstein. í dag kveður íslenskt frjálsíþrótta- fólk mikilhæfan leiðtoga og forystu- mann, en þó umfram allt góðan fé- laga margra kynslóða íþi’óttafólks. Ævi Arnar Eiðssonar er eins ná- tengd Frjálsíþróttasambandi ís- lands og hugsast getur því frjálsum íþróttum og sambandinu helgaði hann sína starfskrafta og dró þar í engu af sér, með eldlegum áhuga og bjartsýni á löngum formannsferli breytti hann ásýnd sambandsins og lagði ótrauður í verkefni sem oft virtust harla erfið viðureignar. Má þar nefna þátttöku í Kalottkeppn- inni og Reykjavíkurleika í frjálsum íþróttum, þar sem oft kepptu heimsfrægir íþróttamenn. Forystuhæfileikar Amar urðu til þess að hann átti auðvelt með að fá menn til samstarfs og myndaðist því kjami samstarfsmanna í stjóm, sem margir hverjir sátu þar lengi undir öraggri forystu hans. Á erlendum vettvangi lét Öm ávallt mikið að sér kveða og talaði tæpitungulaust, sérstaklega ef hon- um fannst f einhveiju gengið á hlut íslands. Hann barðist mjög fyrir norrænni samvinnu í ftjálsum íþróttum og með harðfylgi og ein- urð kom hann unglingalandsliði okkar í það samstarf sem staðið hef- ur óslitið í 20 ár. Einnig var hann frumkvöðull að ýmsum öðram norrænum verkefn- um svo sem keppni Norðurlanda og Bandaríkja og síðar keppni við Sov- étríkin. Eftir að Öm lét af formennsku i Frjálsíþróttasambandinu var langt í frá lokið afskiptum hans af málefn- um sambandsins enda hugin- hans framar öðru bundinn við starfsemi þess og mörg verkefni vora honum falin sem heiðursformanni. Síðasta verk Amar var umsjón með útgáfu á 50 ára afmælisriti sambandsins, sem honum auðnaðist ekki að ljúka, en þann herslumun sem á vantar munu aðrir sjá um í virðingu og þökk til hans. Ég átti því láni að fagna að koma til starfa í stjóm Frjálsíþróttasam- bandsins 1968 þegar Öm tók þar við formennsku og spannar því samstarf okkar tæp 30 ár. Það var lítt reyndum manni í fé- lagsmálum góður skóli að verða vitni að þeim brennandi áhuga og framsýni sem ávallt einkenndi Öm. Á formennskuáram mfnum í Frjálsíþróttasambandinu var stuðn- ingur Amai’ ómetanlegur, hann var mér ætíð besti trúnaðarvinur og ráðgjafi sem gott var að leita til með ýmis mál og geta treyst á hans miklu þekkingu og reynslu við úr- lausn þeirra. í mörg ár höfum við samstarfs- menn i stjóm undir forystu Arnar hist reglulega. Þó íþróttaáhuginn svifi þar ætíð yfir var einnig lögð áhersla á hin mannlegu gildi og vin- áttu sem þróast hafði úr löngu stjómarsamstarfi. Þáttur Arnar í þessum félagsskap verður aldrei of- metinn og sýnir best hversu mikið hann unni öllum mannlegum sam- skiptum. Áð leiðarlokum minnumst við Arnar sem mikilshæfs foringja en ekki síður sem góðs vinar og félaga sem skilur eftir sig dýpri spor en nokkur annar í framþróun frjálsra íþrótta á íslandi. Á þessari sorgarstundu sendum við hjónin eftirlifandi eiginkonu hans og öllum afkomendum innileg- ar samúðarkveðjur með þakklæti fyrir langa vináttu og tryggð. Megi hækkandi sól og birta ryðja úr vegi skugga þessara dimmu daga. Magnús Jakobsson. Öm Eiðsson var um margt eftir- tektarverður áhugamaður um frjálsíþróttir. Hann var virkur þátt- takandi, sat í nefndum og ráðum á vegum íþróttahreyfingarinnar og var íþróttafréttaritari og blaðamað- ur um árabil. Nær tvo áratugi gegndi Öm formennsku í FRI og var það frjósamur tími í sögu sam- bandsins. Þegar Öm hafði yfirgefið sviðið á þessum vettvangi var það ólíkt hon- um að slíta öll tengsl við þessi áhugamál sín. Ásamt vini sínum og varaformanni FRÍ til margra ára, Sigurði heitnum Björnssyni, gekkst hann fyrir því að þeir sem lengst og nánast höfðu starfað með honum héldu hópinn. Var það upphafið að óforrnlegum félagsskap sem kallað- ist íþróttavinir. Hefur þessi hópur komið saman reglulega í mörg ár. Rabbað um íþróttir og allt annað á fundum sínum og á stundum lá ekk- ert annað þarfara fyrir en að hlæja. Öm var foringi okkar í þessari fá- mennu sveit sem taldi naumast nema tuginn. Félög íþróttavina starfa víða á Norðurlöndum og það var í anda Amar að vera með í því samstarfi eftir fongum. Ríkur þáttur í fari Arnar var hversu auðvelt hann átti með að virkja menn úr hinum ýmsu félög- um og starfa með þeim. Félagarígur er algengur í íþróttahreyfingunni og lýtur stundum erfðalögmálum. Slíkt er gamalt og nýtt Það var ólíkt Emi að velta sér upp úr slfloi. Hann mat umfram allt annað störf og vináttu þeirra sem með honum unnu. Öm hafði aðlaðandi fram- komu, var hrókur alls fagnaðar og glaðbeittur á hverri stund. Á haustdögum veiktist Öm alvar- lega. Það var erfitt að trúa því að bati léti á sér standa. Ótímabært fráfall góðs vinar er okkur félögum hans harmsefni. Öm kallaði frjálsíþróttir oft drottningu íþróttanna. Hann átti líka sína drottningu heima í ranni. Halla og Öm vora óaðskiljanleg í huga okkar. í öllu félagsmálavafstri Arnar reyndist hún glæsilegur og samvirkur föranautur. Kæra Halla og fjölskylda. Hægt og hægt hækkar sól á lofti og skammdegið dvín. Megi svo einnig verða í huga ykkar og hjarta á erf- iðum tíma. fþróttavinir. Hann var teinréttur og beinn í baki, kvikur í fasi og fæstum hefði til hugar komið að hann væri kom- inn yfir sjötugt. Það fylgdi honum líka léttleiki og glaðværð svo fram- koman öll var einstaklega hressandi. Þannig minnist ég Amar Eiðssonar, jafnaðarmannsins og okkar góða félaga úr Alþýðuflokks- félaginu í Garðabæ, sem nú hefur verið kvaddur til nýrra heimkynna. Það hefur verið gæfa okkar í Al- þýðuflokknum hve margir hugdjarf- ir félagar, menn og konur, hafa ver- ið tilbúnir að leggja málstað og sókn jafnaðarmanna lið með öflugu sjálf- boðaliðsstarfi. Einn slíkur félagi okkar Reykjaneskrata var Öm Eiðsson. Hann var einn þeirra sem lifað hefur sigra og mótstreymi á pólitíska sviðinu, hann var öflugur liðsmaður sem hvikaði hvergi en lagði sitt af mörkum hvenær sem þörf var fyrir framlag hans. Það er oft sagt um stjómmála- flokk að ef ná eigi árangri verði menn að spila saman í einni liðs- heild sem saman sækir að settu marki. Eins og fótboltalið þar sem framherji, varnarmaður og mark- vörður verða allir jafn þýðingai’- miklir vegna þess að allir skipa þeir hlutverk sem skiptir máli fyrir ár- angur liðsins í heild. Öm Eiðsson var sannur íþróttamaður í eðli sínu. Hann háði marga harða keppnis- leiki á íþróttavellinum á sínum yngri áram þegar hann var í fram- varðarsveit íslenskra frjálsíþrótta- manna og gat sér góðan orðstír. íþróttaandinn fylgdi honum líka á stjómmálaferlinum sem spannar áratugi. Þegar ég kynntist Emi var hann forystumaður jafnaðarmanna í Garðabæ. Öm var um árabil bæjar- fulltrúi Alþýðuflokksins í Garðabæ og átti jafnframt sæti í ýmsum nefndum á vegum Garðabæjar og nú síðast ráðherraskipaður formað- ur stjórnar heilsugæslunnar. Hann var líka formaður Alþýðuflokksír^ lags Garðabæjar og Bessastaða- hrepps um tíma. Leiðir okkar lágu einnig saman í stjóm kjördæmis- ráðs Alþýðuflokksins í Reykjanesi og í flokksstjóm Alþýðuflokksins þar sem hann hefur átt sæti um langt árabil. Öm var alltaf í hlut- verki þegar kosningar vora framundan. Bæði meðan hann var í bæjarstjórn og síðar ýmist sá hann um eða kom að útgáfu Alþýðublaðs Garðabæjar, hann tók af krafti þátt í kosningavinnu vegna bæjarstjóm- arkosninga og hann stóð að undij|r- búningi alþingiskosninga og útgáfu kjördæmisblaðs sem stjórnarmaður í kjördæmisráði flokksins. En nú er komið að leiðarlokum og þakkarorðin verða fátækleg á kveðjustund. Bara fjölskylda stjómmálamanns veit hve tímafrekt þetta hugsjónastarf er og hve oft hefur þurft að ýta þörfum fjölskyld- unnar til hliðar á pólitískri örlaga- stund. Þessvegna er framlag stjóm- málamannsins framlag fjölskyld- unnar allrar. Ég vil fyrir hönd Alþýðuflokksins í Reykjanesi þakka Emi og fjöl- skyldu hans þeirra framlag í ára- tugi. Eiginkonu Amar Hallfríði Kristínu og bömum þeirra Gufc björgu og Eiði flyt ég innilegar samúðarkveðjur okkar jafnaðar- manna. Blessuð sé minning Arnar Eiðssonar. Rannveig Guðmundsdóttir. + Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, KATRÍN GUNNARSDÓTTIR, Furugerði 1, Reykjavík, áður til heimilis á Sogavegi 24, Reykjavfk, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur laugardaginn 27. desember sl. Útför hennar fer fram frá Kristskirkju Landakoti þriðjudaginn 6. janúar kl. 13.30. Helgi Guðmundsson, Margrét Helgadóttir, Guðný Helgadóttir, Davíð H. Osvaldsson, Katrin Eva Erlarsdóttir, Oswald Heilmann og Jón Helgi Daviðssynir. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, stjúp- móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRtÐUR ELÍSABET JÓNSDÓTTIR kennari, Engihjalla 17, Kópavogi, lést á heimili sínu sunnudaginn 28. desem- ber. Útförin er fram frá Háteigskirkju þriðjudaginn 6. janúar kl. 13.30. Steingrímur Þórisson, Margrét B. Eiríksdóttir, Kristinn Ó. Magnússon, Jón H. Steingrfmsson, Valgerður L. Sigurðardóttir, Bergur Þ. Steingrímsson, Steinunn Másdóttir, Þuríður A. Steingrímsdóttir, Óli H. Þórðarson, Guðrún B. Steingrímsdóttir, Ármann Hallbertsson, Þórir Steingrimsson, Margrét Sveinbjömsdóttir, Stefán Steingrimsson, Margrét Hreinsdóttir, barnaböm og bamabamabðm. + Móðir okkar, HJÖRDÍS ÞÓRARINSDÓTTIR frá Patreksfirði, lést á Vífilsstaðaspítala sunnudaginn 28. des- ember. Minningarathöfn fer fram frá Vlðistaðakirkju I dag, þriðjudaginn 30. desember, kl. 13.30. Böm hinnar látnu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.