Morgunblaðið - 30.12.1997, Síða 50

Morgunblaðið - 30.12.1997, Síða 50
1)0 ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Ástkær systir okkar, ÞURÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR JENSEN, Strandvejen 103, 3700 Renne, andaðist á Borgundarhólmi á jóladag þann 25. desember. Útförin fer fram frá Ronne-kapellu á gamlárs- dag 31. desember. Kolbrún Guðmundsdóttir, Auður Guðmundsdóttir. O- Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, MAGNÚSSÍNA ODDNÝ ÓLAFSDÓTTIR, Urðarhæð 16, Garðabæ, lést á Skjóli fimmtudaginn 25. desember sl. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 5. janúar kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á líknarstofnanir. Ólafur R. Sigurjónsson, Brynhildur Aðalsteinsdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. $ + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, RAGNHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR Hrafnistu, Reykjavík, áður til heimilis að Kaplaskjólsvegi 60, andaðist sunnudaginn 28. desember. Jarðsungið verður frá Áskirkju þriðjudaginn 6. janúar kl 10.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á líknarfélög og stofnanir. Vilborg Sigurðardóttir, Sigurður Hermannsson, Ásthildur Sigurðardóttir, Sigmundur Arthúrsson, Ásdís Sigurðardóttir, og barnabörn. + Eiginmaður minnn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGMUNDUR JÓNSSON, Þorragötu 5, Reykjavík, sem lést þriðjudaginn 23. desember sl. verður jarðsungin frá Neskirkju þriðjudaginn 6. janúar kl. 15.00. Nanna Gunnlaugsdóttir, Gunnlaugur M. Sigmundsson, Sigríður G. Sigurbjörnsdóttir, Jón R. Sigmundsson, Björk Högnadóttir, Sigmundur D. Gunnlaugsson, Gunnlaugur Jónsson, Sigurbjörn M. Gunnlaugsson, Sigmundur Jónsson, Nanna M. Gunnlaugsdóttir, Brandur M. Jónsson. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför bróður okkar, TRYGGVA HALLDÓRS TRYGGVASONAR frá Syðri-Hraundal. Systkini hins látna. + í Þökkum samúð og hlýhug við fráfall HELGU SOFFÍU GUNNARSDÓTTUR, sem lést fimmtudaginn 11. desember sl. Alúðarþakkir til lækna og hjúkrunarfólks og allra þeirra, sem veittu henni hjálp og styrk í veikindum hennar. Njáll Gunnarsson og fjölskylda, n Suður-Bár. OLAFUR JENSSON + Ólafur Jensson fæddist í Reykja- vík 16. júní 1924. Hann lést á heimili sínu 31. október 1996 og fór útför hans fram frá Dómkirkj- unni 7. nóvember. Árið 1941 neyddu brezk yfirvöld íslenzku ríkisstjómina til þess að dæma nokkra menn fyrir landráð, af því að þeir höfðu átt í útistöð- um við brezka herinn. Þetta gerðist í erfiðu Dagsbrúnarverkfalli. Olafur Jens- son var þá tæplega 17 ára gamall og var í Bretavinnunni. Eftir það varð hann sósíalisti. Sögubækur skýra ekki fyrir fólki nú til dags ástæð- umar fyrir átökunum á Austurvelli 30. marz 1949, þegar „þjóðin og kylfan mættust". Olafur Jensson var þar. Hver einasti pólitíkus í landinu hafði reynt að fullvissa þjóðina um, að herinn færi burt að stríðinu loknu og að ekki yrði her á íslandi á friðartímum, - ísland stæði utan hemaðar- bandalaga. Inngangan í Nató var undirbúin með leynd og knúin fram á Alþingi að þjóðinni forspurðri, - þjóðarat- kvæði kom ekki til greina. Um þessa löngu liðnu atburði lætur fólk sér nú fátt um finnast, en skilur bet- ur, að koma hersins 1951 og Mars- hall-hjálpin jók atvinnu í landinu, og mörgum farnaðist þess vegna vel efnahagslega á sjötta áratugnum. Þriðja Alþjóðamót lýðræðissinn- aðrar æsku og Alþjóðasambands stúdenta var haldið í eyðilagðri Berlín 1951. Þetta var mikil hátíð vinstrisinnaðs æskufólks. Nöfn bar- áttuhetja voru hrópuð, Dolores Ibarrui, la Pasionara, Rúben Ibarrui, Emst Thálmann, Erich Muhsam og Karl Liebknecht og Rósa Luxemburg að sjálfsögðu. Olafur Jensson var þar og skrifaði greinar um ferðina í Landnemann. Olafur tók einnig þátt í fjórða heimsmóti æskunnar tveimur árum seinna ásamt á þriðja hundrað manns frá Islandi. Þetta mót var haldið í Búkarest. Olafur Jensson hugði ekki á námsafrek í Lækna- deild Háskóla Islands. Hann lét sér nægja að útskrifast þaðan með góða I. einkunn. Hugur hans stóð hærra. Hann ætlaði að láta til sín taka, en spumingin var enn, hvar? Það réðst á Hammersmith-spítala í London 1955-1957. Þar hóf hann sérfræðinám í blóðmeinafræði hjá próf. John V. Dacie, og við það fag átti hann eftir að starfa til æviloka. Þetta voru tvö yfirmettuð ár, - sagði hann - ég tók rútínuaðferð úr bakteríólógíunni og fór að lita blóð- flögur með auramine, flúor- escencelitun. Þetta var alveg nýtt og gaf knallandi lýsingu. Eg varð hug- fanginn af þessu rannsóknarverk- efni, en blóðmeinafræði til sjúk- dómsgreiningar varð að ganga fyrir, ef ég átti að verða hæfur blóðmeina- fræðingur á íslandi. - Að lokum var bætt við þremur mánuðum í Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Einarsson, útfararstjóri Sverrir Olsen, útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. Birmingham, og svo var flutt heim. Þó vantaði enn nokkurn tíma í meinafræði til þess að sérfræðiviðurkenning fengist, og því bankaði Ólafur upp á hjá pró- fessomum á Barónsstíg, en prófessorinn sagði Ólafi strax, að hann hefði enga vinnu fyrir mann eins og hann. Ef- laust hefur prófessorinn haft sínar gildu ástæð- ur, og Ólafur lauk sér- náminu í Newcastle í Bretlandi og setti upp lækningarannsóknarstofu í Reykja- vík. Engar stöður vom fyrir hann við spítalana í bænum, og þó var þar enginn blóðmeinafræðingur starf- andi fyrir. Ólafur gerðist nú einn staersti „stofurekandi" bæjarins. A stofunni niðri á Klapparstíg tók hann eftir breytingum í kjörnum hvítra blóðfrumna, sem hann þekkti vel, frá því að hann var á Hammersmith-spítala. Blóðsýnið var úr stúlku frá Homafirði, og Ólafur hringdi í Kjartan Amason héraðslækni, sem tók blóðstrok úr fjölskyldunni, og saman negldu þeir niður erfðaganginn, fundu breyting- ar í 12 einstaklingum af 62 í ættinni. Þetta var Pelger-Huét-afbrigði. Það hafði víst ekld greinzt fyrr á Islandi; arfgenga formið er ekki tengt sjúk- dómum, og læknar höfðu ekki haft áhuga á því. Áður hafði Ólafur greint elliptócýtósu í rauðum blóð- fmmum, og ásamt Þóroddi Jónassyni, héraðslækni á Breiða- mýri, og Ólafi Ólafssyni, lækni á Akureyri, gerði hann umfangsmikl- ar ættarrannsóknir á fólki með þennan sjúkdóm og seinna á ættum með spherócýtósu. Á þessum upp- hafsárum rannsakaði Ölafur einnig blæðingarsjúkdóma í íslenzkum fjöl- skyldum (dreyrasýki), og mynduðu þær rannsóknir ásamt fyrmefndum athugunum á elliptócýtósu, spherócýtósu og Pelger-afbrigði doktorsritgerð, sem hann varði við Háskóla Islands. En mjög átti hann eftir að endurskoða og breyta hug- myndum sínum um arfgenga blæð- ingarsjúkdóma frá því að doktorsrit- gerðin var samin, enda rannsakaði hann þá sjúkdóma áratugum saman og allt þar til yfir lauk. Orð Otto Warburgs eiga vel við Ólaf Jensson: „A scientist must have the courage to tackle the great unsolved problems of his time, and solutions have to be forced by carrying out numerous experiments and without much critical hesita- tion,“ _ „vísindamaður verður að hafa hugrekki til þess að fást við mikilvægustu viðfangsefni síns tíma, og hann verður að knýja fram lausn á þeim vanda með því að gera ara- grúa tilrauna og án þess að velta mikið vöngum og hika.“ Líklegast var sá arfgengur sjúkdómur ekki kunnur á Islandi, að Ólafur Jensson hefði ekki einhvem tíma athugað hann. Starf Ólafs einkenndist af þrotlausri söfnun blóðsýna frá fjöl- skyldum, þar sem grunur lék á, að sá sjúkdómur væri, sem hann hafði ein- sett sér að athuga, og þær rannsókn- ir, sem ekki var á hans færi að gera eða urðu ekki gerðar hér á landi - og þær voru oft margar að hans mati og þær mikilvægustu - skyldu gerð- ar erlendis og hjá þeim beztu, og þar hafði hann oftast sitt fram. Hann vissi, hvað hann vildi, hann hafði yf- irsýnina frá upphafi til enda. Ólafur var þekktur fyrir „verklok", og það var áberandi í landi, þar sem margt rann út í sandinn í vísindum. Að „ljúka“ er að birta - já, og oft hafði Ólafur varla lokið við rann- sóknargreinina, að hann var tekinn til við verkefnið á ný, og nú skyldi athuga betur, athuga fleiri og með nýrri tækni. Hin nýlega birta grein varð aðeins áfangalok, verkefnunum lauk aldrei. Fjöldi þeirra varð meiri en upp verður talið, væg dreyrasýki, arfgeng heilablæðing og amyloidos- is, makróglóbúlínæmía, IgÁ-skort- ur, sjaldgæfir Rhesus-blóðflokkar, osteogenesis imperfecta, osteopetr- osis, klofinn gómur, hryggrauf (sp- ina bifida), blöðrunýru, sjónu- og æðuvisnun, Wilsons-sjúkdómur ... auk elliptócýtósu, spherócýtósu, von Willebrands-sjúkdóms og systkina- barnarannsókna og margs fleira. Þessum rannsóknum Ólafs geta þeir einir gert skil, sem til þess hafa rannsóknarreynslu og sem jafn- framt störfuðu lengi með honum. Góðir rannsóknarmenn eru tæki- færissinnar; þeir vinna með þeim, sem geta og sækjast eftir að vinna með þeim beztu, og þá skiptir litlu máli, hvaða prívatskoðanir menn hafa eða hvort átt hafi verið í deil- um við þá áður. Ólafur Jensson var engin undantekning frá þessu. Hann deildi hart við kollega sína, en fremur var það um markmið og leiðir, húsnæði og rannsóknarfé en niðurstöður vísindalegra kenninga; - þannig voru tímarnir, sem hann lifði á. Ölafur hafði mannþekkingu til þess að koma auga á þá beztu, þá, sem höfðu þessa „kennd" til rannsókna, þetta „flair“, og margir urðu þeir, sem unnu hjá honum í Bankanum í skemmri eða lengri tíma og síðan var að finna á beztu rannsóknarstofnunum hér á landi og erlendis. Hann sendi fólk til út- landa til samstarfsmanna sinna þar, og heim kom það aftur með nýja tækni, og allt var gert til þess að setja tæknina upp í Blóðbankanum. Þetta gekk svo langt um tíma, að kjallari Blóðbankans var talinn sér- staklega vel fallið húsnæði til vís- indaiðkana og eftirsóttur sam- kvæmt því. En það var ekki hús- næðið, sem var svona vel fallið til vísindastarfa, heldur yfirmaðurinn, sem stjórnaði því. Þegar Ólafur Jensson varð for- stöðumaður Blóðbankans árið 1972, sá hann fljótt, að það, sem hann ætl- aði að gera í Blóðbankanum, tók hug hans allan. Hann seldi því rann- sóknarstofurnar í Domus Medica - stofur, sem höfðu gefið honum mikl- ar tekjur og hefðu haldið áfram að gefa honum tekjur, hefði hann hald- ið áfram rekstri þein-a þar. Það samrýmdist ekki forstöðumanns- starfinu að margfalda tekjurnar með öðrum störfum úti í bæ, og enn síður var það svo, þegar hann var einnig orðinn prófessor við Háskóla Islands, en þar varð hann prófessor í erfðafræði árið 1990. Mér er ómögulegt að sjá forstöðumanninn Ólaf Jensson ganga um og hræða (terrorisera) sitt starfsfólk með sparnaðartali og tali um niðurskurð og atvinnuleysi á sama tíma og hann styngi milljónum í eigin vasa. Hann var ekki maður, sem hafði sparnað og niðurskurð að yfirvarpi og afsökun fyrir getuleysi. I samtölum hafði Ólafur gjaman þann stíl, að hann beitti fyrir sig lík- ingamáli og óhóflegu að því er stundum virtist. Þetta gat verið frá- hrindandi, en væri vel hlustað, fannst, að hann hafði með þessu móti mikið að segja. Og þótt þannig væri talað, var líkingamálið aldrei sett á prent í rannsóknargreinum, jafnvel ekki þegar skrifað var á ís- lenzku, máli, sem býður þó upp á lík- ingar og er flestum óþjált til skrifa um læknisfræðileg efni. Reyndar var Ólafur snjall stílisti á íslenzku, sbr. smásagan Kál, sem hann samdi ungur og birti í Stúdentablaðinu ár- ið 1949. Hafi menn hins vegar sakn- að fræðilegrar umræðu hjá honum í dagsins önn, þá er nóg af henni að taka í þeim fjölmörgu tímaritsgrein- um, sem hann skrifaði um dagana. Ólafur kaus fremur að hafa hana þar. Á síðustu misserum náði hann að semja ásamt samstarfsmönnum sínum yfirgripsmiklar yfirlitsgrein- ar um helztu rannsóknarverkefni sín svo sem um dreyrasýki og arfgeng- ar heilablæðingar. Ólafs Jenssonar verður minnzt sem fremsta mannerfðafræðings á Islandi. Rannsóknaiferill hans stóð yfir óslitið í 40 ár og einkenndist af síauknum afköstum, eftir því sem á leið og rannsóknartækni fleygði fram. Hann var maður, sem reis hátt yfir flatneskju síns tíma. Svo langt hafði hann náð. En samt mundi hann enn vel endur fyrir löngu eitt verk- fall sinnar vesælu þjóðar. Ólafur Grímur Björnsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.