Morgunblaðið - 30.12.1997, Qupperneq 60
J 50 ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Anand eða Adams
gegn Karpov
SKAK
Gronlngcn og
Lausannc, 8. dcs-
ember 1997 — 9.
janúar 1998
HEIMSMEISTARAMÓT
FIDE
Indveijinn Anand og Englending-
urinn Michael Adams tefla til úr-
slita um það hvor mætir Karpov i
heimsmeistaraeinvígi FIDE. Þeir
gerðu Qögur jafntefli og í dag
ráðast úrslitin í styttri skákum.
VYSWANATHAN Anand er
stigahæsti keppandinn á mótinu í
fjarveru Rússanna Garys Kasp-
arovs og Vladímirs Kramniks. An-
and er 28 ára gamall og tefldi ein-
vígi við Kasparov árið 1995 um
heimsmeistaratitil atvinnumanna.
Adams er 26 ára og ekki eins leik-
reyndur og Indveijinn. Þeir hafa
báðir geysilega mikla hæfíleika, en
Anand er öllu betur heima í fræð-
unum. Mesti styrkur Adams er stál-
taugar hans og fullyrða má að
möguleikar hans batni eftir því sem
umhugsunartíminn verður styttri.
Stuttu skákirnar í dag ráða því
hvor tryggir sér a.m.k. 54 milljóna
króna verðlaun, en sá sem tapar
fellur úr keppni og fær 27 milljónir
í sárabætur.
Þeir tefldu Qórar kappskákir í
úrslitunum, þá síðustu í gær. Þeim
lauk öllum með jafntefli, eftir mjög
líflega taflmennsku og harða bar-
áttu. Það eru viss þreytumerki far-
in að sjást á þeim enda hafa þeir
báðir þurft að slá út fímm mjög
öfluga andstæðinga til að ná svona
langt. Sá sem sigrar mætir Ana-
tólí Karpov óþreyttum og hefst
heimsmeistaraeinvígið strax 2. jan-
úar á Ólympíusafninu í Lugano í
Sviss.
Fóru Rússarnir á taugum?
Skákmenn frá Rússlandi og
öðrum fyrrum Sovétlýðveldum
voru fjölmennir í Groningen og
þóttu sigurstranglegir. Það er mik-
ið í húfí fyrir þá, verðlaunin eru
há og kaupmáttur vestrænna
gjaldmiðla mikill þar eystra. Það
hefur vafalaust aukið á taugaó-
styrkinn. Úkraínumanninn snjalla
Vasílí ívantsjúk virtist t.d. alveg
skorta einbeitingu og féll út þegar
í annarri umferð. Sovétmennirnir
fyrrverandi týndu svo tölunni einn
á eftir öðrum og sá síðasti þeirra
var Hvít-Rússinn Boris Gelfand
sem mætti Anand í undanúrslitun-
um. Þessi staða kom upp í skák
þeirra. Anand var að bjóða upp á
peðsfóm á a2 og Gelfand hefði
líklega átt að manna sig upp í að
hirða peðið. Staðan er þá mjög
óljós og tvísýn. En í stað þess þá
lék hann mjög gróflega af sér:
Svart: Gelfand
i hmé&m
m mmx
E ■
-i<mm m A
'Í'-'M \ A '%;■?' 'vM':
jÉÉ^ , •*. Wk , WM
fir ii fe
im
Hvítt: Anand
18. - h6??
Þvingar hvít hreinlega til að
framkvæma hótun sína. Þetta hef-
ur stundum verið kallað að leggj-
ast á höggstokkinn.
19. Bxf6 - Bxf6 20. Rd2 - Bxg2
Gefur mann fyrir ófullnægjandi
bætur, en 20. - Bf5 21. Hxe8 -
Dxe8 22. Rc7 var engu betra.
Úrslitin eru nú ráðin.
21. Bxg2 - Hxel+ 22. Dxel -
Hxa2 23. Hal - Hb2 24. Hbl -
Ha2 25. Rf3 - Dd7 26. De4 -
Adams
Anand
Kg7 27. c4 - h5 28. h3 - Ra5
29. Bfl - Ha4 30. Hel - Hb4
31. Kg2 - Hb3 32. He3 - Hb4
33. De8 - Dxe8 34. Hxe8 -
Rxc4 35. Bxc4 - Hxc4 36. Rxd6
- Hcl 37. Hc8 og svartur gafst
upp.
I hinu undanúrslitaeinvíginu
áttust við Englendingarnir Adams
og Short. Þeir unnu hvor sína
kappskákina á hvítt, síðan gerðu
þeir jafntefli í tveimur atskákum,
en Adams varð fyrri til að vinna
bráðabanahraðskák og komst því
áfram. Súrt í brotið fyrir Short,
sem tefldi heimsmeistaraeinvígi
við Kasparov í London 1993 eftir
að hafa slegið sjálfan Karpov út í
einvígi.
Fjórða skákin
Adams hætti sér út á refilstigu
þrætubókarfræðanna í gær og
beitti Marshall árásinni frægu í
spánska leiknum. Anand hefur
nýlega ritað bók um hana og tók
vel á móti. Adams missti þráðinn
og stóð uppi með peði minna án
þess að eiga neinar sjáanlegar
bætur. En þá slakaði Indveijinn á
klónni, Adams náði að lagfæra illa
staðsettan biskup og ná mótspili
sem dugði til jafnteflis:
Hvítt: Anand
Svart: Adams
Spánski leikurinn
1. e4 - e5 2. Rf3 - Rc6 3. Bb5
- a6 4. Ba4 - Rf6 5. 0-0 - Be7
6. Hel - b5 7. Bb3 - 0-0 8. c3
- d5 9. exd5 - Rxd5 10. Rxe5
- Rxe5 11. Hxe5 - c6 12. Hel
- Bd6 13. d3 - Dh4 14. g3 -
Dh3 15. He4 - Df5
Marshall sérfræðingarnir Kam-
sky, Nunnog Ivan Sokolov hafa
kosið að leika hér 15. - Dd7 á
undanförnum árum.
16. Rd2 - Dg6 17. Hel! - Bg4
18. f3 - Bh3 19. Re4 - Hae8
20. He2 - h5 21. Bg5 - Bc7 22.
Dd2 - Kh8 23. Hael - f6 24.
Rf2! - Hxe2 25. Hxe2 - Bf5 26.
Bxd5 - cxd5 27. Bf4 - Bxf4 28.
Dxf4 - Bxd3 29. Hd2 - Bbl 30.
Dd6! - He8 31. Dxd5
ͧ '4m», '///////, '
ai t :
& w® m. m
és.m,ÉI
31. Dxa6 kom reyndar einnig
til greina, en er djarfari leikur.
Nú hefur svartur engar teljandi
bætur fyrir peðið og átti þar að
auki lítið eftir af umhugsunartíma
sínum. En nú lætur Anand drottn-
ingu sína hrekjast í óvirka stöðu
og á meðan flytur Adams biskup
sinn yfír á löngu skálínuna a8-hl.
Þar ógnar hann veikleika hvíts á
f3 og það dugir til jafnteflis:
31. - Kh7 32. Kg2?! - He5 33.
Db3 - De8 34. a3 - Bf5 35. Db4
- Bd7 36. Dd4 - Bc6 37. Dd3+
- Kh6 38. Dd4 - Da8 39. Hd3
- De8 40. g4 - He2 41. Df4+ -
Kh7 42. Df5+ - Dg6 43. Dxh5+
- Dxh5 44. gxh5 - Hxb2 45.
Hd6 - Be8 46. Hxa6 og hér var
samið jafntefli.
Margeir Pétursson
Daði Örn Jónsson
I DAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags
Hver er sá Árni?
MEÐ jólapósti mínum
barst mér svohljóðandi
bréf frá Bergen, Noregi.
„Ef þú ert sá Árni, sem
gafst út ljóðabók þegar þú
varst ungur, þá vinsamleg-
ast skrifaðu til:
Guðbjartar Heimlys,
Manikollen 10,
Mjelkeraaen,
5088 Bergen,
Norge.“
Af því að ég er ekki sá
Árni, sem Guðbjartur leitar
að, væri ég þakklátur ef
einhver sá nafni minn, sem
hlut kann að eiga að máli
og gefið hefur út ljóðabók
á yngri árum, setti sig í
samband við Guðbjart
Heimlys í Bergen.
Árni Kr. Þorsteinsson,
Smyrilsvegi 29,
17 Reykjavík.
Fyrirspurn til
borgarstjórnar
ÞAÐ eru slæm tíðindi sem
leigjendur hjá borginni
fengu nýlega. Þokkaleg
jólagjöf. Okkur er gert að
fara úr íbúðum okkar beint
á götuna, eða hvað? í
fyrsta lagi er húsaleigan
hækkuð um helming og að
auki er leigjendum gert að
taka þátt í ýmsum lagfær-
ingum, án samráðs við þá.
Eftir því sem ég hefí
hlerað hefur borgin selt
fyrirtækinu Félagsbústöð-
um hf., áður í eigu bæjar-
ins, stærstan hluta íbúða
sinna.
Nú vil ég fá skjót og
skýr svör við eftirfarandi:
Hvað verður um okkur
fátæka fólkið? Hvaða kosti
hafa aldraðir og öryrkjar?
Er borginni stjómað með
félagshyggju og mannúð
að leiðarljósi? Hvað líður
kosningaloforðum ykkar
R-listafólks? Þið emð
gleymin, ekki við.
Kristín E. Þorleifsdóttir,
Síðumúla 21, Reykjavík.
Tapað/fundið
Armband tapaðist
GULLARMBAND (keðja
með hlekkjum) týndist í
Vesturbænum á Þorláks-
messu, kannski neðst á
Ásvallagötu. Finnandi er
vinsamlega beðinn að
hringja í síma 562 5417.
Fundarlaun.
Barnastóll týndist
BLÁR barnastóll af gerð-
inni Maxi Cosi týndist frá
Miklubraut 21. desember
sl. Viti einhver hvar stóll-
inn er niður kominn er
hann vinsamlega beðinn
að hringja í síma
562 4151.
Nýtt úr týndist
ASKJA með Lacroix-úri á
svartri ól týndist í Kringl-
unni rétt fyrir hádegi á
aðfangadag. Hafí einhver
fundið úrið er hann vin-
samlega beðinn að hringja
í síma 551 2481.
Bíllykill fannst
BÍLLYKILL á kippu
merktri Sjóvá-Almennum
fannst í leigubíl helgina
19.-20. desember sl. Upp-
lýsingar í síma 566-8456.
Gæludýr
Týndur köttur
GRÁBRÖNDÓTT og hvít
læða hvarf frá Gautlandi
í Fossvogi á aðfangadags-
kvöld, en þar var hún gest-
komandi. Hún á heima í
Grafarvogi. Hafi einhver
orðið ferða hennar var er
hann beðinn að hafa sam-
band við Lindu í síma
561 4031 eða 567 1330.
Páfagaukur
tapaðist
GULGRÁR einlitur páfa-
gaukur, heldur stærri en
gárategundin, flaug út um
glugga á Flókagötu 60 á
aðfangadag. Hafí einhver
orðið var við hann er hann
vinsamlega beðinn að
hringja í síma 552 1299.
Köttur fæst gefins
HÁLFSÍÐHÆRÐUR
svartur og hvítur eins og
hálfs árs fressköttur fæst
gefíns á rólegt heimili.
Upplýsingar í síma
555 4695.
Læða í óskilum
GRÁBRÖNDÓTT læða
með hvíta hálsól og bjöllu
hefur gert sig heimakomna
í Víðinesi á Kjalamesi.
Kannist einhver við kisu
er hann beðinn að hringja
í síma 566 7890, 566 8844
eða 566 8766.
Páfagaukur
tapaðist
BLÁR gárapáfagaukur
týndist frá Grensásvegi á
jóladag. Hafí einhver orðið
ferða hans var er hann
beðinn að hringja í síma
561 1911.
Læða hvarf
HVÍT, mjóslegin, heyrnar-
laus læða með glimmeról
hvarf frá Lindargötu á
Þorláksmessu. Hafí ein-
hver orðið ferða hennar
var er hann vinsamlega
beðinn að hringja í síma
551 1742.
Páfagaukur
tapaðist
LÍTILL grænn og gulur
páfagaukur tapaðist frá
Meistaravöllum 7 fyrir
tæpum tveimur vikum.
Viti einhver hvar hann er
er hann beðinn að hringja
í síma 552 9963.
Týndur köttur
SVARTUR fressköttur
sem gegnir nafninu Nikki
hvarf frá Tjarnarmýri á
Seltjarnarnesi fyrir rúmri
viku. Hafi einhver orðið
ferða hans var er hann
beðinn að hringja í síma
552 3775.
SKÁK
Umsjðn Margeir
Pétursson
STAÐAN kom upp í fyrstu
skákinni í undanúrslita-
viðureign Englending-
anna Michael Adatns
(2.680) og Nigel Short
(2.660). Short var með
svart og átti leikinn í erf-
iðri stöðu: 38. - Df5+?
39. g4 - Dd5 40. Hd3 -
Hf6 41. Dc7+ og hann
gafst upp. Björgunarleiðin
er þannig: 38. - fxg3!! og
nú: a) 39. exf7 - Df5+
40. Kxg3 - Df2+ 41. Kg4
- h5+! 42. Kh3 - Df5+
43. Kg2 - Df2+ og jafn-
tefli með þráskák.
b) 39. hxg3 - Df5+ 40.
g4 - Df3+ 41. Dg3 -
Bf2! 42. Dxf3 - Hxf3+
43. Kg2 - Bxel 44.
Kxf3 - Bh4! og það
er hvítur sem er í
miklum vandræðum.
Short jafnaði dag-
inn eftir, og atskákum
þeirra lauk síðan með
jafntefli. Þá voru
tefldar bráðabana-
skákir og Adams varð
fyrri til að sigra og
komst í úrslitin gegn
Anand.
SVARTUR leikur og heldur
jafntefli.
Víkveiji skrifar...
Á ERU blessuð jólin afstaðin.
Gjafaflóðið, sem fylgir þeim,
er að baki, en krítarkortin bíða hin-
um megin áramóta. Svoddan smá-
munir teljast vart til tíðinda hjá
þjóð, sem talar í gemsa daginn lang-
an — og hefur marga fjöruna sopið.
Átveizlur eru á hinn bóginn ekki
úr sögu, guði sé lof! Landinn á
m.ö.o. eftir að drekka út gamla
árið. Að auki þarf hann að skjóta
nokkrum milljónahundruðum í líki
flugelda upp í himingeiminn - yfír
sjúkrahús í fjársvelti. Ætli að fljúgi
ekki yfir hátæknisjúkrahúsin á höf-
uðborgarsvæðinu langleiðina í þau
verðmæti er á skortir til viðunandi
rekstrar þeirra! Eins gott að herleg-
heitin reynist heilsubót fyrir fjár-
festa í þeim - og aðra áhorfendur.
Síðan tekur þorrinn við, hákarlinn
og brennivínið. Ekki má slaka á
klónni. Nýta þarf heimsins lysti-
semdir meðan tími gefst, nema
hvað?
xxx
LANDIÐ okkar er stundum sagt
á mörkum hins byggilega
heims. Og áður en tæknibylting 20.
aldar kom til sögunnar bar það
naumast nema 60 til 80 þúsund
manna byggð. í þúsund ára sögu,
frá seinni hluta 9. aldar fram yfir
síðustu aldamót, fór og íbúatala
þess ekki yfir fyrrnefnd mörk. Þeg-
ar fyrsta manntal var tekið hér á
landi 1703 voru íslendingar 50.358.
Fæstir urðu þeir trúlega 1785,
40.623. Það var ekki fyrr en á þriðja
áratug líðandi aldar að við skriðum
yfír hundrað þúsundin. Það segir
síðan sitt um lífskjarabatann á 20.
öldinni að í dag erum við rétt rúm
270.000! Þrátt fyrir þennan vöxt
erum við samt dvergþjóð, þótt það
gleymist oftar en skyldi.
XXX
AÐ ER sjávarauðlindin sem
gerir landið byggilegt. Án
hennar lifðum við þunnan þrett-
ánda. Hún er undirstaða eigna og
afkomu landsmanna. Tæknibylting-
in gerði okkur kleift að gjörnýta
þessa auðlind, sem og gróðurkrag-
ann umhverfis hálendið, jafnvel of-
nýta hvoru tveggja.
Enn má setja samasemmerki á
milli físka í sjó og lífskjara og vel-
ferðar í landi. Tæknin veldur því
að við drögum æ stærri sjávarfeng
að landi. I fyrra fór heildaraflinn í
fyrsta sinn í íslands sögu yfir
tveggja milljóna tonna markið. Lík-
ur standa til að hann verði enn
meiri í ár, að nýtt aflamet verði
slegið! En eitt er að afla og annað
að kunna með að fara. Svartur
sandur uppblástursins rúmar mörg
strútshöfuðin.
XXX
SÍÐUSTU fimm, sex árin hefur
margt breytzt til hins betra í
þjóðarbúskapnum. Á erfiðleikaár-
unum, 1988 til 1992, dróst fjárfest-
ing og neyzla saman, gjaldþrot voru
tíð og atvinnuleysi óx hratt. Síðan
hefur verið sígandi bati - í stöðug-
leika efnahagslífsins. Flest hefur
gengið okkur í haginn. Helztu
hættuteikn um áramótin eru nokkur
viðskiptahalli og nánast enginn
áætlaður afgangur í ríkisbúskapn-
um í fjárlögum komandi árs, þrátt
fyrir dijúgmikinn tekjuauka í efna-
hagsbatanum.
Efnahagsbatinn skilar sér m.ö.o.
í auknum tekjum ríkisins. Gert mun
ráð fyrir að heildartekjur ríkissjóðs
á komandi ári verði ekki undir 140
milljörðum króna, sem er mikil
hækkun frá líðandi ári. Þennan
tekjuauka hefði þurft að nota í mun
ríkara mæli en áætlað er til að
greiða niður skuldir ríkissjóðs - og
hafa þannig borð fyrir báru á sigl-
ingu þjóðarskútunnar inn í nýja öld.
Það er skoðun Víkveija að þannig
hefðum við bezt tryggt okkur gleði-
leg ár í næstu framtíð.