Morgunblaðið - 30.12.1997, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1997 65
FÓLK í FRÉTTUM
HELGA Þórarinsdóttir, Lára Long og Jóhanna Marteinsdóttir
skála fyrir vel heppnuðu kvöldi.
Jólagleði Viktoríanna
yf»r s|é ®d
i <> »
► VIKTORÍURNAR kallast fjélag
glaðra kvenna sem stofnað var
fyrir nokkrum árum. Aðspurðar
segja þær tilefnið ekki hafa verið
annað en það hvað þær væru
skemmtilegar. Þær segjast
djamma annan hvern mánuð og
svo séu snúrufundir hina mánuð-
ina svona til þess að „hittast líka
edrú“.
Þær brugðu undir sig betri fæt-
inum fyrir skömmu og fóru á jóla-
hlaðborð úti í Viðey. Byijaði það
með stuttri jólastund í Viðeyjar-
kirkju hjá séra Þóri Stephensen.
Þaðan var haldið á Kaffí Reykja-
vík þar sem mikið fjör var fram
eftir nóttu í góðum félagsskap
Norðmanna sem voru frá kók-
verksmiðjunum þar í landi.
Jóhanna Marteinsdóttir, núver-
andi formaður Viktoríanna, segist
vera ánægð með hvernig til tókst
og þakkar skemmtinefndinni
ánægjulega kvöldstund.
AÐDÁANDI færir Viktoríunum kampavín á Kaffi Reykjavík. Þær
eru frá vinstri: Gróa Ásgeirsdóttir, Jóhanna Marteinsdóttir, Jónína
Kristjánsdóttir, Þorbjörg Albertsdóttir og Elísabet Traustadóttir.
Brautryðj-
andi deyr
DAWN Steel, sem var fyrst
kvenna til að vera í forsæti stóru
kvikmyndaveranna í Hollywood,
lést 20. desember sl. Steel stjóm-
aði Columbia Pictures í tvö ár í lok
níunda áratugsins en hætti þegar
kvikmyndaverið var keypt af Sony-
veldinu. Steel, sem hafði barist við
ki-abbamein síðustu tvö árin, var 51
árs.
Steel fæddist í New York 19.
ágúst 1946. Hún var komin af
verkafólki en stefndi á háskóla-
nám. Hún lauk þó aldrei langskóla-
námi vegna peningaleysis en réðst
til Penthouse Magazine árið 1969,
þar sem henni tókst að vinna sig
upp í stjómunarstöðu.
Arið 1978 söðlaði Steel um og
fluttist til Hollywood. Hún fékk
vinnu hjá Paramount Pictures sem
yfirmaður deildar sem sér um allan
söluvarning tengdan kvikmyndum
og vakti athygli yfirmanna sinna
með velheppnaðri herferð fyrir
„Star Trek: The Motion Picture".
Árið 1980 fékk Steel stöðuhækk-
un og fluttist yfir í framleiðsludeild
Paramount. Hún vann sig hratt
upp og stóð bak við kvikmyndir
eins og „Flashdanee", „Top Gun“,
„The Accused", og „Fatal Attract-
ion“.
Steel þáði síðan að vera í forsæti
yfir Columbia Pictures í nóvember
1987 þegar David Puttnam var vís-
að frá. Hún hætti í janúar 1990
þegar Sony keypti fyrirtækið, og
stofnaði sitt eigið fyrirtæki, Atlas
Entertainment, ásamt manni sín-
um Charles Roven. Tvær síðustu
kvikmyndirnar sem hún framleiddi
em „Fallen“ með Denzel Was-
hington og „City Angels“ með
Nicolas Cage og Meg Ryan, en
báðar eru væntanlegar á markað-
inn í byrjun næsta árs.
ALMANAK
Hins fslenzka
þjóövinafélags
1998
Almanak
Þ j óðvinafélagsins
er ekki bara almanak
I því er Árbók
íslands með
fróðleik um
órferði, atvinnu-
vegi, íþróttir,
stjórnmól,
mannalót og
margt fleira.
Fæsf í
bókabúðum
um land allt.
Fóanlegir eru eldri órgangor allt
fró 1946.
SÖCUrtlAG
Sögufélag,
Fischersundi 3,
sími 551 4620.
1902
„SVONA FÉLAGI,
ENGAN
AUMINGJASKAP
Gamall og góður vinur sem alltaf veit allt betur. Reykir ekki
Við vitum hvað er erfitt að hætta að reykja
Fólk sem aldrei hefur reykt á ekki gott með að skilja hve
þörfin fyrir sígarettu getur verið óbærileg. Jafnvel þeir sem
hafa fullan hug á að hætta, geta lotið í lægra haldi þegar
sígarettan er annars vegar. Þeir sem aldrei hafa reykt halda
oft að það að hætta sé einungis spuming um að taka sjálfan
sig taki og hafa viljann að vopni. En það að hætta að reykja
hefur ekki bara með viljastyrk að gera.
Til er eðlileg skýring á því afbverju erfitt er að bcetta
Þegar þú hættir að reykja getur þú þurft að berjast við mikil
fráhvarfseinkenni vegna þess að líkaminn saknar nikótínsins
sem hann er vanur að fá. Til að standast reykbindindi með
sem minnstum óþægindum, getur þurft meira en viljastyrk.
Góð reyklaus leið er að nota nikótínlyf til að minnka þörf
líkamans á nikótíni smám saman og komast þannig yfir
erfiðustu vikumar eftir að reykingum er hætt.
Að minnka þötfina er leið til að bætta
Nikótíntyf innihalda nikótín í ákveðnum
skömmtum sem nægja til þess að minnka
nikótínþörfina og þú ert laus við tjöm og
' ?
f Jj
kolmónoxíð úr sígarettureyknum. Nikótín er ekki krabba-
meinsvaldandi efni og þú munt ekki verða háður nikótíni
með því að nota nikótínlyf; sem reykingamaður ert þú
þegar orðinn háður nikótíninu en nikótínlyf vom þróuð til
að draga úr fráhvarfseinkennum og auðvelda fólki að hætta
að reykja.
Að ná árangri
Þú getur aukið möguleika þína á að standast reykbindindi
með því að nota Nicorette®, leiðandi vömmerki um allan
heim fyrir nikótínlyf, allt frá því Nicorette® nikótíntyggi-
gúmmí, fyrsta nikótínlyfið, var markaðssett.
Mismunandi einstaklingar, mismunandi þarfir, mis-
mutumdi leiðir til að hætta
I dag er hægt að fá Nicorette® sem tyggi-
gúmmí, forðaplástur og innsogslyf án lyf-
seðils. Nicorette® nikótínlyf koma ekki í stað
_____ viljastyrks, en geta veitt þér stuðning þegar þú
ákveður að hætta að reykja.
S88BS
NICDRETTC í
NICDRETTE
Við stöndum meðþér
Nicorette® innsogslyf samanstendur af munnstykki sem í er sett rör sem inniheldur nikótín. Nicorette® innsogslyf er ætlaö til aö auövelda fólki að hætta að reykja.
Algengur skammtur er a.m.k. 6 rör á dag en þó ekki fleiri en 12 á dag i a.m.k. 3 mánuöi og venjulega ekki lengur en 6 mánuöi. Nicorette® innsogslyf getur valdið
aukaverkunum eins og hósta, ertingu i munni og hálsi. Höfuöverkur, brjóstsviöi, ógleöi, hiksti, uppköst, óþægindi I hálsi, nefstífla og blöörur i munni geta einnig komiö
fram. Viö samtímis inntöku á gestagenöstrógen lyfjum getur, eins og viö reykingar, verið aukin hætta á blóötaþpa. Nikótín getur valdiö þráöum eitrunum hjá börnum og
er efniö hví alls ekki ætlað börnum yngri en 15 ára nema í samráöi við lækni. Gæta skal varúöar hjá þeim sem hafa hjarta- og æöasjúkdóma. Þungaöar konur og
konur mnö barn á brjósti ættu ekki aö nota lyfið nema í samráöi við laekni.
Lesiö vp.idlega leiöbeiningar sem fylgja hverri pakkningu lyfsins.
Markaösleyfishafi: Pharmacia & Upjohn AS, Danmörk. Innflytjandi: Pharmaco hf., Hörgatúni 2, Garðabær.
t>