Morgunblaðið - 30.12.1997, Síða 72

Morgunblaðið - 30.12.1997, Síða 72
Atvinnutryggingar MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Ráðherra útilokar ekki aukafjárveitingu vegna ungra lækna Utilokar breytingar á gerðum samningi Kveikt í áramóta- brennu í s Arbæ KVEIKT var í áramótabrennu á Fylkisvelli í Arbæjarhverfi í Reykjavík á tíunda tímanum í gærkvöldi. Þeir sem voru að verki hlupust á brott. Slökkvilið var kallað til og var reynt að slökkva í brenn- unni en nokkru síðar var ákveð- ið að láta hana loga, þar sem ástæðulaust var talið að aka vatni um langan veg til þess að ■'^%lökkva í rusli sem hvort eð er ætti að kveikja í, að sögn Guð- brands Bogasonar hjá Slökkvi- liðinu í Reykjavik. Slökkviliðsmenn rifu bálköst- inn í sundur, svo u.þ.b. helming- ur hans varð eftir, en brennan var ekki fullmótuð. Slökkvilið og Fylkismenn hugðust hafa auga með brennunni í nótt en þá var farið að hvessa. FRIÐRIK Sophusson fjármálaráð- herra segir ekki koma til greina að breyta nýgerðum kjarasamningi lækna vegna óánægju ungra lækna með hann. Til greina komi hins veg- ar að breyta starfsfyrirkomulagi á spítölunum. Hann útilokar ekki að ríkissjóður muni reiða fram þá fjár- muni sem slík lausn kostar. „Það standa engar kjarasamnings- viðræður yfír við unglækna. Þeir eru hluti af félögum sem þegar hafa samið. Það hafa verið gerðir heildar- samningar við lækna sem gengu út á tilteknar hækkanir og tilfærslur og það þýðir lítið að koma eftir á og segja að tiltekinn hópur innan fé- lagsins sé ekki ánægður og vilji breytingar. Ef það væri hægt að taka upp kjarasamninga með þeim hætti myndu fáir samningar halda.“ Friðrik sagði að ungir læknai' hefðu fengið verulega hækkun í síð- ustu samningum, sem hefði verið meiri en margir aðrir launþegar hefðu fengið. Þeir hefðu hins vegar eins og margir aðnr þurft að skila einhverju til baka. I samningi lækna hefði yíirvinnuprósenta verið lækkuð. „Þeir sem stjórna sjúkrahúsunum hafa áhyggjur af því að það verði erfitt að fá unga lækna til starfa, ekki síst vegna þess að þeir eru færri sem útskrifast úr Háskólanum á næsta ári. Stjórnendur spítalanna hafa verið í óformlegum viðræðum um lausn. Viðræðumar snúast m.a. um hvort breytingar á starfsfyrir- komulagi á spítölunum gætu leyst deiluna." Friðrik sagði of snemmt að segja fyrir í hverju slík lausn fælist eða hvað hún myndi kosta. Ef samkomu- lag tækist við unga lækna um breytt vinnufyrirkomulag yrði að skoða áhrifin af slíku samkomulagi og hvernig það yrði fjármagnað. Rætt um breytingar á framhaldsmenntun Friðrik sagði að ræddar hefðu verið ýmsar leiðir til að styrkja kennslu háskólasjúkrahúsa hér á landi. Menn þyrftu að skoða sérstak- lega hvort hægt væri að lengja tím- ann sem ungir læknar gætu verið við nám og störf á sjúkrahúsum hér á landi. Þetta myndi þýða að læknai- dveldu skemmri tíma í sérfræðinámi erlendis, sem vonandi myndi leiða til þe_ss að fleiri kæmu til baka til starfa á Islandi. A vegum stjómvalda væri því verið að huga að langtímabreyt- ingum á stöðu ungra lækna. Lausn ekki/4 Morgunblaðið/Golli Geir íþrótta- maður ársins GEIR Sveinsson, fyiirliði ís- lenska landsliðsins í handknatt- leik, var útnefndur íþróttamað- ur ársins 1997 í hófi Samtaka íþróttafréttamanna i gær- kvöldi. Geir fékk 331 stig í kjör- inu, Jón Arnar Magnússon, frjálsíþróttamaður, var í öðru sæti með 264 og Kristinn Björnsson, skíðamaður, varð þriðji með 263 stig. B-1 Verð á bensíni lækkar Morgunblaðið/Ingvar ÞAÐ logaði glatt í Fylkisbrennunni í gærkvöldi, tveimur dögum á undan áætlun. OLÍS og Skeljungur lækkuðu verð á 95 og 98 oktana bensíni í gær um 1,10 kr. á lítrann en Olíufélagið hf. lækk- aði lítraverðið um samsvarandi upp- hæð á Þorláksmessu. Bensínorkan lækkaði verðið í gær um 1,10 kr. lítr- ann af 95 oktana bensíni en 2,20 kr. 98 oktana. Verðlækkunina má rekja til lækkandi heimsmarkaðsverðs. Gunnar Karl Guðmundsson, yfir- maður innkaupa- og áhættustýringar hjá Skeljungi, segir að verð á bensíni hafi farið lækkandi á heimsmarkaði en verðið hérlendis stýrist fyrst og fremst af birgðaverði. Hann sagði að samningur sem Irakar hafa gert um sölu á olíu hafi leitt til verðlækkunar á heimsmarkaði í gær. Því virðist frekar vera útlit fyrir áframhaldandi verðlækkun strax á næsta ári. Ný prentun 5 þúsund króna seðla ^Ekki vitnað í gildandi lög á nýjum seðlum mm F01027529 SAMKYÆMT LOGU.V NRÍO 29.WARS1961 SEÐLABÁNKI ÍSLANDS EINS og sjá má undirrita þeir Tómas Árnason og Davíð Olafsson eldri prentun á 5 þúsund króna seðl- inum og þar er með réttu vitnað í lög frá 1961. F03050103 SAMKVŒMrUjGUM NR.10 23H.1RS 1961 .jSi,. ,f /íL-... SEÐLABANKI ÍSLANDS NÝ PRENTUN er undirrituð af Eiríki Guðnasyni og Steingrími Hermannssyni og þar er einnig vitn- að í lög frá 1961 í stað nýrra laga frá 1986. I LJÓS hefur komið að ekki er vitn- að í gildandi lög á nýrri prentun 5 þúsund króna seðla sem settir voru í umferð nýlega. Á þeim stendur að þeir séu gefnir út samkvæmt lögum frá árinu 1961 en þau lög eru ekki lengur í gildi og er því af sumum talið eðlilegra að vísa til nýrra laga *• um Seðlabanka íslands frá árinu 1986. Að sögn Stefáns Þórarinssonar, rekstrarstjóra Seðlabankans, er það álit Iögfræðinga bankans að seðlarnir séu löglegir. SeðiIIinn var upphaflega gefinn út samkvæmt þeim lögum sem á honum eru nefnd. ^ „Þessir 5 þúsund króna seðlar eru í fullu samræmi við auglýsingu viðskiptaráðuneytisins um útgáfu seðlauna frá 26. maí 1986 og þar af leiðandi eru seðlarnir fullkomlega lögmætur gjaldmiðill," sagði hann. „Þeir eru að öllu leyti eins í útliti með áframhaldandi hlaupandi núm- erum frá fyrri útgáfu en þetta er önnur prentun þessarar seðlastærð- ar og að sjálfsögðu með undirskrift núverandi bankastjóra." Löglegur gjaldmiðill Sagði Stefán að árið 1993 hefði verið ákveðið að breyta lagatilvitn- un á þeim seðlum sem yrðu prent- aðir eftir þann tíma en Seðlabanka- lögin eru frá nóvember 1986 og þótti eðlilegt að breyta einnig tilvís- un í lög á þeim seðlastærðum, sem gefnar höfðu verið út fyrir gildis- töku iaganna. „Prentsmiðjan var beðin að breyta þessu árið 1993 og það ít- rekað nokkru síðar og síðan hefur þetta komið eins og óskað hefur verið eftir þar til nú þegar gömlu lögin koma þar fram með undir- skrift bankastjóra sem eni við störf hér í dag,“ sagði hann. „Samkvæmt áliti lögfræðinga eru seðlarnir full- komlega löglegur gjaldmiðill. Við teljum því ekki ástæðu til að hætta við að selja þá í umferð en hins vegar höfum við áskilið okkur allan rétt gagnvart prentsmiðjunni í þessu máli. Þetta er prentsmiðja sem við höfum skipt við frá 1933 og við núverandi eigendur hennar frá 1986.“ Kostnaður við prentun seðlanna var um 19 milljónir og voru prent- aðar 2 milljónir seðla.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.