Morgunblaðið - 03.01.1998, Síða 18

Morgunblaðið - 03.01.1998, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ | mest seldu fólksbíla- ^ Itegundirnar Breyt,frá S’. J ðllt áríð 1997 fyrraári Fjöldi % % 1. Toyota 1.757 17,3 +12,7 2. Volkswagen 1.103 10,9 +9,9 3. Subaru 1.039 10,2 +93,8 4. Mitsubishi 953 9,4 +55,0 5. Hvundai 756 7,5 +31,9 6. Nissan 743 7,3 -2,5 7. Opel 679 6,7 +48,3 8. Suzuki 551 5,4 +9,8 9. Ford 418 4,1 +16,4 10. Renault 403 4,0 +29,6 11. Honda 349 3.4 +87,6 12.Ssanavona 203 2,0 +153,8 13 Peuaeot 176 1|7 +109,5 14. Daihatsu 165 1.6 +120,0 15. Mazda 150 1,5 +26,1 Aðrar teg. 701 6,9 -14,0 Samtals 10.146 100,0 +26,2 VÖRU-, SENDI- og HÓPFERÐA- BÍLAR, nýir 1996 1997 1996 1997 Fjórðungi meiri innflutningur Rúmlega tíu þúsund nýir fólksbílar voru fluttir til landsins á nýliðnu ári og nemur aukningin 26,2% á milli ára. Toyota er sem fyrr í fyrsta sæti með um 13% innflutningsins eða 1.757 bíla, Volkswagen er í öðru sæti en Subaru í hinu þriðja. Af meðfylgjandi töflu sést að innflutningur eykst mismikið eftir tegundum. Aukningin nemur um 10% á Volkswagen, 94% hjá Subaru og 55% á Mitsubishi bifreiðum. Innflutningur á Ssangyong jeppum jókst um 153% á árinu. 1.164 nýir vöru- sendi- og hópferðabifreiðar voru fluttar til landsins á árinu og nam aukningin 31,5%. Síðnstu dagar Síðasta tækifæri! — Vegna mikils lagers framlengjum við útsölu okkar á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni. Opið laugardaginn 3. janúar frá kl. 12-19 og sunnudaginn 4. janúar frá kl. 14-19. Dæmi Teppi Hjónarúm, útskorið 200 x 200 Danmörk, 1820 áður 79.800 nú 59.8.30 Brúðarkistill, 140 x 63 x 80 Danmörk, 1870 áður 89.800 nú 67.350 Skápur, Kína ca 1900 163 x 48 x 63 áður 69.800 nú 52.350 Bochara Pakistan 369 x 285 (rauður) áður 168.800 nú 126.600 Afghan ca 200 x 300 áður 75.600 nú 56.700 Balutch bænamottur áður 9.800 nú 7.380 Pakistan ca 125 x 180 áður 34.800 nú 26.100 VIÐSKIPTI Navísog Landstein- ar IS sameinast GENGIÐ hefur verið frá samein- ingu hugbúnaðaríyrirtækjanna Navís hf. og Landsteina IS ehf. og hófst starfsemi í sameinuðu félagi þann 1. janúar síðastliðinn. Hluthafar í nýja félaginu eru Landsteinar Intemational, sem eiga helmingshlut, Tæknival hf, sem á ríflega 30% og starfsmenn sem eiga tæp 20%. Heiti nýja fé- lagsins er Navís-Landsteinar hf. og verður það með sameiningunni eitt stærsta Navision-fyrirtækið hér á landi ef horft er til fjölda sérfræð- inga í Navision-hugbúnaði, að því er segir í frétt. Einn útbreiddasti viðskipta- hugbúnaður í Evrópu Navís hf. hefur starfað sem sölu- aðili Navision-hugbúnaðar á ís- landi um nokkurt skeið. Navision er einn útbreiddasti viðskiptahug- búnaður í Evrópu og hefur félagið starfað samkvæmt sérstakri sölu- og þjónustuvottun frá framfram- leiðanda kerfisins, Navision Software a/s í Danmörku. Meðal viðskiptavina Navís hf. eru Ikea, Vaka-Helgafell, Póstur og sími, Agæti hf, Rannsóknarstpfnun fisk- iðnaðarins, Olíuverzlun Islands hf, Fönn, Hátækni, DHL, OASIS, Hof og Bónus-birgðir. Landsteinar Intemational hefur Verður hluti af stærsta neti Navision-fyrir- tækja í Evrópu á undanfómum árum byggt upp net fyrirtækja í Evrópu sem sér- hæfa sig í uppsetningu og ráðgjöf fyrir Navision-hugbúnað. Innan þeirra raða eru Landsteinar ÍS á Islandi, Landsteinar DK í Dan- mörku, Landsteinar CI á Jersey og Alpha Landsteinar í Englandi. Landsteinar Intemational eiga einnig þróunarfyrirtækið NaviPlus sem sérhæfir sig í þróun staðal- kerfa fyrir Navision Financials og er vottað sem Navision Develop- ment Partner. Sú vottun gerir fyr- irtækinu kleift að hanna sérlausnir í Navision Financials sem síðan era prófaðar, vottaðar og seldar af móðurfyrirtækinu, Navision Software a/s. Þetta gerir það að verkum að samsteypan á milliliða- laus samskipti við Navision Software a/s í Danmörku auk þess sem samsteypan vinnur með dreif- ingaraðilum kerfisins um allan heim og með fjölda annarra hug- búnaðarhúsa í Navision geiranum. Starfsmenn innan Navís-Land- steina hf. hafa unnið við aðlögun, þróun, þýðingar, staðfæringu og 1 þjónustu við Navision hugbúnað ) frá upphafi, eða frá árinu 1987 og \ tekið þátt í mörgum stærstu upp- setningum á Navision-kerfum í heiminum. Aðild Navís-Landsteina að Landsteina-samsteypunni gefur einnig aðgang að reyndum sér- fræðingum í Evrópu en heildar- fjöldi hugbúnaðarsérfræðinga í Landsteina-samsteypunni er nú um 70 manns og meðal viðskipta- vina hennar era Tele Danmark, The Jersey Electricity Company, I Manx Electricity Authority, UK j Civil Aviation Authorities, London Underground, European Centre for Medium-Range Weather For- ecasts, Philips Electronics UK, Bahrain Duty Free og Damaskus Duty Free. Framkvæmdastjóri Navís-Land- steina hf. er Þorsteinn Guðbrands- son, markaðsstjóri er Jón Örn ) Guðbjartsson, tæknilegur fram- kvæmdastjóri er Jón Hörður Haf- steinsson. Stjómarformaður er I Magnús Sigurðsson. Framkvæmdastjóri Landsteina International er Aðalsteinn Valdi- marsson og tæknilegur fram- kvæmdastjóri er Guðbjartur Páll Guðbjartsson. Stjómarformaður er Sigurður Smári Gylfason. * ) Arið 1997 umrótasamt og ! sögulegt í Wall Street New York. Reuters. ÁRIÐ í fyma var umrótasamt í Wall Street og nokkur met vora slegin. Sérfræðingar höfðu spáð hófleg- um hækkunum árið 1997, en á ár- inu varð mesta lækkun, sem orðið hefur á Dow Jones vísitölunni á einum degi, og síðan mesta hækk- un, sem orðið hefur á henni einum degi. Arið var umrótasamt, en hag- stætt venjulegum fjárfestum að sögn markaðssérfræðings J.C. Bradford. Verð hlutabréfa hækkaði um 33% 1995 og 26% 1996, svo að ekki var búizt við hækkandi verði í Wall Street í byrjun ársins. í 101 árs sögu Dow Jones vísitölunnar hafði aldrei orðið yfir 20% hækkun þrjú ár í röð. Dow Jones vísitalan mældist 6448,27 punktar í ársbyrjun 1997 og á gamlársdag mældist hún mill itannburstar Hálsinn beinn eða boginn? Þú mótar hann fyrir þínar tennur, með heita vatninu. /TePel Óhreinindi milli tanna valda skemmdum. Þessi tekur það sem tannburstinn rsður ekki við! Gripið er ótrúlega gott Fæst í öllum helstu apótekum 7908,25 punktar, sem var 22,6% hækkun. Standard & Poor 500, vísitala sem margir fjárfestingarsjóðir fylgjast með, hækkaði um 31% á árinu. Nasdaq vísitalan, sem nær til margra hátæknifyrirtækja, þar á meðal Microsoft og Intel, hækkaði um 21,6%. Verð hlutabréfa hækkaði jafnt og þétt í ársbyrjun og Dow komst í yfir 7000 punkta 13. febrúar. Hlutabréf lækkuðu þegar bandaríski seðlabankinn hækkaði skammtímavexti um 0,25% 25. marz. Um miðjan apríl hafði Dow lækkað um 9,8%. Við tók bjartsýni fjárfesta á aukinn hagnað fyrirtækja og 16. júlí fór Dow yfir 8000 punkta. Hæst komst Dow í 8259,31 punkt 6. ágúst. Þá tók við gjaldeyris- og mark- aðsumrót í Asíu og líkur á minni hagnaði bandarískra fyrirtækja. Áhyggjurnar náðu hámarki í októ- berlok, viku eftir að minnzt var 10 ára afmælis kauphallarverðfallsins í Wall Street 1987. Verðfallið 27. október í Hong Kong og víðar í Asíu dró dilk á eft- ir sér annars staðar og lækkaði Dow um 554 punkta, eða 7,2%, í 1 7161, sem var mesta punktalækk- I un á einum degi. í fyrsta skipti var | farið eftir reglum frá því eftir verðfallið 1987, og viðskiptum hætt í 30 mínútur þegar Dow lækkaði um 350 punkta. Eftir aðra 550 punkta lækkun var viðskiptum aftur hætt í hálftíma. Söluæðið minnti á verðfallið 1987, en lækkunin var innan við einni þriðji af 22,6% lækkun sem | varð á „svarta mánudegi" 1987. Hinn 28. október hækkaði Dow um 337 punkta, eða 4,7%, í 7498, I sem var mesta hækkun sem orðið hafði á henni á einum degi. í fyrsta sinn skipti yfir einn milljarður verðbréfa um eigendur í kauphöll- inni í New York - 1,2 milljarðar alls. Nú telja sérfræðingar að búast megi við áframhaldandi óstöðug- leika 1998 og að fjárfestar verði að > vera vandlátari og velja hlutabréf í i fyrirtækjum sem geti staðizt um- \ rótið. Ernst & Young og KPMG sameinast ERNST & Young og KPMG hafa farið þess á leit við samkeppnisyfir- völd í Briissel að þau samþykki sanruna þeirra í eitt helzta endur- skoðenda- og ráðgjafarfyrirtæki Evrópu. Fyrirtækin starfa víða um heim og aðalstöðvar þeirra verða í Am- sterdam eftir sameininguna. Stjórnarformaður hins nýja fyrir- tækis, Colin ShuiTnan, sagði í yfir- lýsingu að það mundi geta aðstoðað evrópsk fyrirtæki stór og smá, gef- ið hæfu fólki kost á góðri atvinnu í Evrópu og veitt mikilsverða aðstoð við þróun nýrra markaða í Austur- * Evrópu og fyrrverandi sovétlýð- } veldum. Einn framámanna Ernst & Young í Bretlandi sagði að samruni væri hafinn í Evrópu og að í júní á næsta ári yrði vonandi hægt að ákveða hvenær samruni starfsem- innar um allan heim yrði að vera- leika. Starfsmenn hins sameinaða fyr- \ irtækis verða 163.000 í 135 löndum, þar af yfir 56.000 í 300 borgum á meginlandi Evrópu. }

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.