Morgunblaðið - 03.01.1998, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 03.01.1998, Qupperneq 18
18 LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ | mest seldu fólksbíla- ^ Itegundirnar Breyt,frá S’. J ðllt áríð 1997 fyrraári Fjöldi % % 1. Toyota 1.757 17,3 +12,7 2. Volkswagen 1.103 10,9 +9,9 3. Subaru 1.039 10,2 +93,8 4. Mitsubishi 953 9,4 +55,0 5. Hvundai 756 7,5 +31,9 6. Nissan 743 7,3 -2,5 7. Opel 679 6,7 +48,3 8. Suzuki 551 5,4 +9,8 9. Ford 418 4,1 +16,4 10. Renault 403 4,0 +29,6 11. Honda 349 3.4 +87,6 12.Ssanavona 203 2,0 +153,8 13 Peuaeot 176 1|7 +109,5 14. Daihatsu 165 1.6 +120,0 15. Mazda 150 1,5 +26,1 Aðrar teg. 701 6,9 -14,0 Samtals 10.146 100,0 +26,2 VÖRU-, SENDI- og HÓPFERÐA- BÍLAR, nýir 1996 1997 1996 1997 Fjórðungi meiri innflutningur Rúmlega tíu þúsund nýir fólksbílar voru fluttir til landsins á nýliðnu ári og nemur aukningin 26,2% á milli ára. Toyota er sem fyrr í fyrsta sæti með um 13% innflutningsins eða 1.757 bíla, Volkswagen er í öðru sæti en Subaru í hinu þriðja. Af meðfylgjandi töflu sést að innflutningur eykst mismikið eftir tegundum. Aukningin nemur um 10% á Volkswagen, 94% hjá Subaru og 55% á Mitsubishi bifreiðum. Innflutningur á Ssangyong jeppum jókst um 153% á árinu. 1.164 nýir vöru- sendi- og hópferðabifreiðar voru fluttar til landsins á árinu og nam aukningin 31,5%. Síðnstu dagar Síðasta tækifæri! — Vegna mikils lagers framlengjum við útsölu okkar á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni. Opið laugardaginn 3. janúar frá kl. 12-19 og sunnudaginn 4. janúar frá kl. 14-19. Dæmi Teppi Hjónarúm, útskorið 200 x 200 Danmörk, 1820 áður 79.800 nú 59.8.30 Brúðarkistill, 140 x 63 x 80 Danmörk, 1870 áður 89.800 nú 67.350 Skápur, Kína ca 1900 163 x 48 x 63 áður 69.800 nú 52.350 Bochara Pakistan 369 x 285 (rauður) áður 168.800 nú 126.600 Afghan ca 200 x 300 áður 75.600 nú 56.700 Balutch bænamottur áður 9.800 nú 7.380 Pakistan ca 125 x 180 áður 34.800 nú 26.100 VIÐSKIPTI Navísog Landstein- ar IS sameinast GENGIÐ hefur verið frá samein- ingu hugbúnaðaríyrirtækjanna Navís hf. og Landsteina IS ehf. og hófst starfsemi í sameinuðu félagi þann 1. janúar síðastliðinn. Hluthafar í nýja félaginu eru Landsteinar Intemational, sem eiga helmingshlut, Tæknival hf, sem á ríflega 30% og starfsmenn sem eiga tæp 20%. Heiti nýja fé- lagsins er Navís-Landsteinar hf. og verður það með sameiningunni eitt stærsta Navision-fyrirtækið hér á landi ef horft er til fjölda sérfræð- inga í Navision-hugbúnaði, að því er segir í frétt. Einn útbreiddasti viðskipta- hugbúnaður í Evrópu Navís hf. hefur starfað sem sölu- aðili Navision-hugbúnaðar á ís- landi um nokkurt skeið. Navision er einn útbreiddasti viðskiptahug- búnaður í Evrópu og hefur félagið starfað samkvæmt sérstakri sölu- og þjónustuvottun frá framfram- leiðanda kerfisins, Navision Software a/s í Danmörku. Meðal viðskiptavina Navís hf. eru Ikea, Vaka-Helgafell, Póstur og sími, Agæti hf, Rannsóknarstpfnun fisk- iðnaðarins, Olíuverzlun Islands hf, Fönn, Hátækni, DHL, OASIS, Hof og Bónus-birgðir. Landsteinar Intemational hefur Verður hluti af stærsta neti Navision-fyrir- tækja í Evrópu á undanfómum árum byggt upp net fyrirtækja í Evrópu sem sér- hæfa sig í uppsetningu og ráðgjöf fyrir Navision-hugbúnað. Innan þeirra raða eru Landsteinar ÍS á Islandi, Landsteinar DK í Dan- mörku, Landsteinar CI á Jersey og Alpha Landsteinar í Englandi. Landsteinar Intemational eiga einnig þróunarfyrirtækið NaviPlus sem sérhæfir sig í þróun staðal- kerfa fyrir Navision Financials og er vottað sem Navision Develop- ment Partner. Sú vottun gerir fyr- irtækinu kleift að hanna sérlausnir í Navision Financials sem síðan era prófaðar, vottaðar og seldar af móðurfyrirtækinu, Navision Software a/s. Þetta gerir það að verkum að samsteypan á milliliða- laus samskipti við Navision Software a/s í Danmörku auk þess sem samsteypan vinnur með dreif- ingaraðilum kerfisins um allan heim og með fjölda annarra hug- búnaðarhúsa í Navision geiranum. Starfsmenn innan Navís-Land- steina hf. hafa unnið við aðlögun, þróun, þýðingar, staðfæringu og 1 þjónustu við Navision hugbúnað ) frá upphafi, eða frá árinu 1987 og \ tekið þátt í mörgum stærstu upp- setningum á Navision-kerfum í heiminum. Aðild Navís-Landsteina að Landsteina-samsteypunni gefur einnig aðgang að reyndum sér- fræðingum í Evrópu en heildar- fjöldi hugbúnaðarsérfræðinga í Landsteina-samsteypunni er nú um 70 manns og meðal viðskipta- vina hennar era Tele Danmark, The Jersey Electricity Company, I Manx Electricity Authority, UK j Civil Aviation Authorities, London Underground, European Centre for Medium-Range Weather For- ecasts, Philips Electronics UK, Bahrain Duty Free og Damaskus Duty Free. Framkvæmdastjóri Navís-Land- steina hf. er Þorsteinn Guðbrands- son, markaðsstjóri er Jón Örn ) Guðbjartsson, tæknilegur fram- kvæmdastjóri er Jón Hörður Haf- steinsson. Stjómarformaður er I Magnús Sigurðsson. Framkvæmdastjóri Landsteina International er Aðalsteinn Valdi- marsson og tæknilegur fram- kvæmdastjóri er Guðbjartur Páll Guðbjartsson. Stjómarformaður er Sigurður Smári Gylfason. * ) Arið 1997 umrótasamt og ! sögulegt í Wall Street New York. Reuters. ÁRIÐ í fyma var umrótasamt í Wall Street og nokkur met vora slegin. Sérfræðingar höfðu spáð hófleg- um hækkunum árið 1997, en á ár- inu varð mesta lækkun, sem orðið hefur á Dow Jones vísitölunni á einum degi, og síðan mesta hækk- un, sem orðið hefur á henni einum degi. Arið var umrótasamt, en hag- stætt venjulegum fjárfestum að sögn markaðssérfræðings J.C. Bradford. Verð hlutabréfa hækkaði um 33% 1995 og 26% 1996, svo að ekki var búizt við hækkandi verði í Wall Street í byrjun ársins. í 101 árs sögu Dow Jones vísitölunnar hafði aldrei orðið yfir 20% hækkun þrjú ár í röð. Dow Jones vísitalan mældist 6448,27 punktar í ársbyrjun 1997 og á gamlársdag mældist hún mill itannburstar Hálsinn beinn eða boginn? Þú mótar hann fyrir þínar tennur, með heita vatninu. /TePel Óhreinindi milli tanna valda skemmdum. Þessi tekur það sem tannburstinn rsður ekki við! Gripið er ótrúlega gott Fæst í öllum helstu apótekum 7908,25 punktar, sem var 22,6% hækkun. Standard & Poor 500, vísitala sem margir fjárfestingarsjóðir fylgjast með, hækkaði um 31% á árinu. Nasdaq vísitalan, sem nær til margra hátæknifyrirtækja, þar á meðal Microsoft og Intel, hækkaði um 21,6%. Verð hlutabréfa hækkaði jafnt og þétt í ársbyrjun og Dow komst í yfir 7000 punkta 13. febrúar. Hlutabréf lækkuðu þegar bandaríski seðlabankinn hækkaði skammtímavexti um 0,25% 25. marz. Um miðjan apríl hafði Dow lækkað um 9,8%. Við tók bjartsýni fjárfesta á aukinn hagnað fyrirtækja og 16. júlí fór Dow yfir 8000 punkta. Hæst komst Dow í 8259,31 punkt 6. ágúst. Þá tók við gjaldeyris- og mark- aðsumrót í Asíu og líkur á minni hagnaði bandarískra fyrirtækja. Áhyggjurnar náðu hámarki í októ- berlok, viku eftir að minnzt var 10 ára afmælis kauphallarverðfallsins í Wall Street 1987. Verðfallið 27. október í Hong Kong og víðar í Asíu dró dilk á eft- ir sér annars staðar og lækkaði Dow um 554 punkta, eða 7,2%, í 1 7161, sem var mesta punktalækk- I un á einum degi. í fyrsta skipti var | farið eftir reglum frá því eftir verðfallið 1987, og viðskiptum hætt í 30 mínútur þegar Dow lækkaði um 350 punkta. Eftir aðra 550 punkta lækkun var viðskiptum aftur hætt í hálftíma. Söluæðið minnti á verðfallið 1987, en lækkunin var innan við einni þriðji af 22,6% lækkun sem | varð á „svarta mánudegi" 1987. Hinn 28. október hækkaði Dow um 337 punkta, eða 4,7%, í 7498, I sem var mesta hækkun sem orðið hafði á henni á einum degi. í fyrsta sinn skipti yfir einn milljarður verðbréfa um eigendur í kauphöll- inni í New York - 1,2 milljarðar alls. Nú telja sérfræðingar að búast megi við áframhaldandi óstöðug- leika 1998 og að fjárfestar verði að > vera vandlátari og velja hlutabréf í i fyrirtækjum sem geti staðizt um- \ rótið. Ernst & Young og KPMG sameinast ERNST & Young og KPMG hafa farið þess á leit við samkeppnisyfir- völd í Briissel að þau samþykki sanruna þeirra í eitt helzta endur- skoðenda- og ráðgjafarfyrirtæki Evrópu. Fyrirtækin starfa víða um heim og aðalstöðvar þeirra verða í Am- sterdam eftir sameininguna. Stjórnarformaður hins nýja fyrir- tækis, Colin ShuiTnan, sagði í yfir- lýsingu að það mundi geta aðstoðað evrópsk fyrirtæki stór og smá, gef- ið hæfu fólki kost á góðri atvinnu í Evrópu og veitt mikilsverða aðstoð við þróun nýrra markaða í Austur- * Evrópu og fyrrverandi sovétlýð- } veldum. Einn framámanna Ernst & Young í Bretlandi sagði að samruni væri hafinn í Evrópu og að í júní á næsta ári yrði vonandi hægt að ákveða hvenær samruni starfsem- innar um allan heim yrði að vera- leika. Starfsmenn hins sameinaða fyr- \ irtækis verða 163.000 í 135 löndum, þar af yfir 56.000 í 300 borgum á meginlandi Evrópu. }
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.