Morgunblaðið - 06.01.1998, Page 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Jólablað Herópsins, blaðs
Hjálpræðishersins, seldist upp
s
Ovenjugóðar
viðtökur
JÓLABLAÐ Herópsins sem
Hjálpræðisherinn gefur út
seldist upp fyrir jólin, en að
sögn Erlings Níelssonar for-
ingja lyá Hernum á Akureyri
og ritstjóra blaðsins hefúr
sala á jólablaðinu verið góð
undanfarin ár. „Það er ekki
einsdæmi að blaðið seljist upp
en við tókum eftir því að við-
tökurnar voru einkar góðar
fyrir þessi jól,“ sagði hann.
Fólk er bjartsýnna
Herópið er einungis selt á
Akureyri og Reykjavík, þar
sem Hjálpræðisherinn hefur
starfsemi og aðallega er blað-
ið selt í lausasölu. Jólablaðið
var gefíð út í 3.500 eintökum.
Eitthvað er gengið í hús og
blaðið selt þannig en mest er
um að fólk kaupi blaðið af
þeim sem standa við jólapott
Hjálpræðishersins. „Við feng-
um óvepju góðar viðtökur
núna, maður fann svo vel að
fólk er bjartsýnna en var fyrir
nokkrum árum, það lítur
björtum augum til framtíðar
og þá rígheldur það ekki eins
í aurana sína,“ sagði Erlingur.
„Það eru miklar hetjur sem
standa í því að selja Herópið,
en ég held að á engan sé hall-
að þó ég nefni heiðurshjónin
Óskar og Ingibjörgu, Immu, í
Reykjavík. Hann er á níræðis-
aldri og hún komin fast að átt-
ræðu, en þau eru mjög ötulir
sölumenn, eru í þessu af lífi
og sál og hafa verið um ára-
bil,“ sagði Erlingur Níelsson
á Akureyri.
MA
Breki VE
fékk gott
verð fyrir
karfann
UM 80 tonn af karfa voru seld
úr Breka VE í Bremerhaven í
gærmorgun og fengust um
190 krónur íyrir kílóið að með-
altali. Breki var í um tvær vik-
ur að veiðum yfir hátíðamar,
eitt íslenskra skipa, og fengust
alls 140 tonn í túrnum. Af-
gangur aflans verður seldur í
dag.
Stefán Friðriksson, útgerð-
arstjóri Vinnslustöðvarinnar
hf., segir verðið vel viðunandi.
Lítið fiskframboð sé á fisk-
mörkuðum Evrópu fyrstu viku
ársins. Hann segist eiga von á
að verðið haldist þar sem enn
eigi eftir að selja nýrri og
betri fisk.
Tveir slösuð-
ust í hörðum
árekstri
HARÐUR árekstur varð á
gatnamótum Hringbrautar og
Njarðargötu í Reykjavík um
kl. 20.50 sl. laugardagskvöld.
Rákust þar á tveir bílar og
slösuðust ökumenn beggja en
þeir voru einir í bílunum.
Þeir sem kynnu að geta gef-
ið upplýsingar um aðdraganda
óhappsins eru beðnir að gefa
sig fram við lögregluna.
Sáttafundur
árangurslaus
ENGINN árangur varð af
sáttafundi vélstjóra og útvegs-
manna hjá ríkissáttasemjara í
gær og kom ekkert nýtt fram á
fundinum, skv. upplýsingum
Þóris Einarssonar sáttasemj-
ara. Annar fundur verður boð-
aður síðar í vikunni. Boðað
verkfall vélstjóra hefst á mið-
nætti 16. janúar hafi ekki
samist fyrir þann tíma.
í gær lauk atkvæðagreiðslu
félaga í Sjómannasambandi Is-
lands og Farmanna- og fiski-
mannasambandinu um hvort
boða eigi til verkfalls 2. febrú-
ar. Talning atkvæða fer fram
fimmtudaginn 8. janúar. A
morgun hafa deiluaðilar verið
boðaðir til sáttafundar en það
er fyrsti sáttafundurinn á nýju
ári.
Þrjú innbrot
á dag
TILKYNNT voru 1.585 inn-
brot til lögreglunnar í Reykja-
vík á síðasta ári og er það um
15% fækkun innbrota frá fyrra
ári þegar þau voru 1.860. í
fyrra voru að meðaltali framin
þrjú innbrot á dag. Ránum
hefur hins vegar fjölgað.
Um helmingur þessara inn-
brota er í bíla en samkvæmt
upplýsingum lögreglunnar á
eftir að greina innbrotin nánar
niður.
Þá hefur líkamsmeiðingum
fækkað lítillega í borginni eða
úr 567 árið 1996 í 544 í fyrra.
Ránum hefur hins vegar fjölg-
að nokkuð eða úr 13 árið 1996 í
25 árið 1997 og eignaspjöllum
fjölgaði úr 1.369 árið 1996 í
1.689 eða um 20%.
Talsvert tjón
er fiskverkun
brann í Garði
FISKVERKUNARHÚS í Garði
brann til grunna í fyrrinótt. Veru-
legt tjón varð í brunanum, en í hús-
inu var fiskur að verðmæti um 3
milljónir króna. Húsið, sem var 400
fermetra jámklætt timburhús, var
illa tryggt.
Brunavamir Suðumesja fengu
tilkynningu um eld í Fiskverkun
Antons laust eftir kl. 3.30 um nótt-
ina. Þegar slökkvilið kom á staðinn
var húsið alelda og þakið fallið.
Slökkviliðið lagði þess vegna höfuð-
áherslu á að bjarga skúr við húsið,
en í honum var mikið af veiðarfær-
um og ein bifreið. Tókst að bjarga
skúmum. Nokkuð hvasst var og
skapaðist hætta af jámplötum úr
brunarústunum. Björgunarsveitin
Ægir var kölluð út til að fergja plöt-
umar.
í húsinu var harðfiskvinnsla og
sagði Guðmundur Antonsson,
starfsmaður í fiskvinnslunni, að
tjónið væri tilfinnanlegt. Mikið af
fiski hefði verið í húsinu og verð-
mæti hans væri fast að þremur
milljónum króna. Mikið af tækjum
hefði ennfremur eyðilagst. Sú
vinnsla sem var í húsinu hefði hafist
fyrir ári og hefði á þeim tíma verið
unnið að endurbótum á því. Ekki
hefði verið búið að meta þessar end-
urbætur inn í trygginguna. Húsið
hefði því verið illa tryggt.
Guðmundur sagði að lítill tími
hefði gefist til að huga að framhald-
inu en á því eina ári sem fiskverk-
unin hefði verið starfrækt hefði tek-
ist að afla góðra sölusamninga.
Hann sagðist því reikna með að
reynt yrði að komast inn í nýtt hús-
næði og hefja rekstur að nýju. Tveir
til sex menn hafa starfað við fisk-
verkunina.
Eldsupptök em óljós en rann-
sókn lögreglunnar beindist m.a. að
rafmagni.
.. MorgunDiaoio/Arm oæoerg
LÖGREGLUMENN leituðu eldsupptaka í rústum fískverkunarhússins í gærmorgun og beindist athygli þeirra m.a. að hleðslutæki fyrir lyftara.
Mjólkurvörur hækka um 3-5%
VERÐ á mjólk, rjóma, jógúrt, ostum og öðmm
mjólkurvöram hækkaði nú um áramótin um 4%
að meðaltali. Algengt verð á mjólkurlítranum í
stórmörkuðum hækkaði úr 70 krónum í 73 eða
um 4,3% og er hækkun á öðram mjólkurvöram
svipuð.
Hækkun á mjólkurvöranum er nokkuð mis-
jöfn en á bilinu 3-5%. Að sögn Þórarins Egils
Sveinssonar, mjólkurbústjóra KEA á Akureyri,
sem er annar fulltrúa mjólkuriðnaðarins í
fimmmannanefnd, er aðalástæða hækkunarinnar
4% hækkun launakostnaðar um síðustu mánaða-
mót og verðhækkun til bænda. Hann minnti og á
að verðhækkun sem bændur fengu í september
síðastliðnum hefði ekki farið út í verðlagið. Hann
sagði þessa hækkun minni en ýmsir aðrir fram-
leiðendur væra að tilkynna um þessar mundir
sem væri oft á bilinu 5 til 7%. Þórarinn sagði að
kostnaður við meðalneyslu sérhvers íslendings á
öllum mjólkurvöram væri um 2.500 krónur á
mann á mánuði eftir hækkunina eða um 30 þús-
und krónur á ári. Hann sagði vægi mjólkurvara
mun minna í vísitölu nú en áður.
Hlutur bænda í hækkuninni
innan við helmingur
Guðmundur Lárasson, formaður Landssam-
bands kúabænda, sagði að hlutur bænda í hækk-
un mjólkurvara væri innan við helmingur. Auk
launaliðar væri hækkunin nú vegna hækkunar á
fiskimjöli og flutningum. Sexmannanefnd reikn-
ar út fyrir bændur á þriggja mánaða fresti
hvernig rekstur kúabúa stendur og sagði for-
maðurinn þau hafa verið rekin með tapi að und-
anfómu. Næst yrði staðan könnuð 1. mars.
Hannn taldi ósennilegt að til hækkunar kæmi
þá.
Guðmundur sagði mjólkina í mikilli sam-
keppni við ýmsar aðrar drykkjarvörur og að
neyslan hefði talsvert dregist saman undanfarin
ár. Hann taldi þó ekki að verðhækkunin nú hefði
mikil áhrif á samkeppnisstöðuna.